Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. september 1982 Skrítiö og skondið Einu sinni var kerling i koti viö sjó. Htin haföi oft heyrt sjómenn segja, aö þeim væri ekki kalt, þó þeir væru á sjó i kalsaveöri, ein- hver hafði og sagthenni hvernig á þvi stæöi, og aö þeir heföu hitann úr árarhlumminum. Einu sinni þegar henni var sem kaldast og þoldi ekki viö i kotinu sinu, tekur hún sig til og eigrar ofan aö sjó, bröltir þar upp i eitt skipiö, sem uppi stóö með árum, sest á eina þóftuna, tekur sér ár i hönd og leggur i ræði. Þar situr hún viö og heldur um árarhlumminn, en þeir sem fram hjá gengu, heyra aö hún er aö staglast á þessu: „Hér hafa þeir hitann úr”. En morgun- inn eftir fannst hún steindauö og beinfrosin viö árarhlumminn, og er ekki búin enn i dag að fá hitann úr honum. Einu sinni voru tvær kerlingar á bæ og hófst önnur þeirra upp úr eins manns hljóöi um jólaleytiö eftir lestur og segir við hina kerl- inguna: „Hvaö hét hún móöir hans Jesú?” „Og hún hét Máriá”, sagði hin. „Og ekki hét hún Mária”. — „Og hvað hét hún þá?” sagði hin. „Og veistu ekki hvað móöir hans Jesú hét, hún hét Finna”. „Finna?” sagöi hin. „Vist hét hún Finna, heyröiröu ekki hvaö sungiö var i sálminum: t þvi húsi ungan svein og hans móður finna, héthún þá ekki Finna?” Kerling- in lét aldrei af máli sinu, aö hún hefði heitiö Finna, og séu þær ekki dauöar, eru þær aö deila um þetta enn i dag. „Ekki er gaman að guðspjöll- unum, enginn er i þeim bardag- inn”, sagöi kerlingin. „Og verri eru þó helviskir pistlarnir”, gall viö önnur kerling. Þaöan er þaö orötak dregið, aö ekki sé gaman að guöspjöllunum, þegar manni ofbýöur eitthvaö. Ólafsson skrifar Kosningar nálgast Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta alþingismanna. Stjórn- arsinnar eru 31, stjórnarandstæð- ingar 29, ef Eggert Haukdal og Al- bert Guðmundsson eru taldir í þeim hóp. Það er að sjálfsögðu erf- itt að stjórna með 31 þingmann á bak við ríkisstjórn, en enn síður er það hægt með aðeins 29 þingmenn. Stjórnarandstæðingar geta ekki komið fram vantrausti á ríkistjórn- ina á Alþingi, þar sem þeir eru þar í minnihluta. Þeir hafa hins vegar stöðvunarvald í neðri deild, ef allir 20 þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins sem þar sitja utan ríkisstjórnar standa saman. Þar mun reyna á hvort menn láta þjóðarhag sitja í fyrirrúmi eða kjósa fremur að taka þátt í póli- tískri skemmdarstarfsemi. Verði bráðabirgðalögin felld, og ríkisstjórnin hindruð í nauðsynleg- ustu störfum, þá mun stefna hér í 80-100% verðbólgu á næsta ári og enn hrikalegri viðskiptahalla en vænst er á þessu ári. Um áhrif þessa á kaupmátt launa og almenn lífs- kjör á næstunni þarf tæplega að ræða. Við ráðleggjum stjórnarand- stæðingum að hugsa sig vandlega um, áður en þeir leggja út á þann hála ís að varpa augljósum þjóðar-1 hagsmunum fyrir róða í pólitískum1 hráskinnsleik. Alþingiskosningar munu fara fram á næsta ári, máske fremur fyrr en seinna. Þá verður ekki bara ríkisstjórnin og hennar stuðnigs- menn dæmd af verkum sínum- .heldur líka stjórnarandstæðingar. Við skulum vona, að þá verði spurt um þjóðarhag. - k. ritstjórnargrein Kjartan Reykjavík hefur gjörbreyst á nokkrum áratugum. Þaöeru ekki bara ný hús, og götur, sem hafa breytt ásýnd borgarinnar, heldur ekki sist ný tré, nýr gróöur. Reyk- vikingar eru duglegir viö að planta trjám i göröum sinum, og ekki kæmi mér á óvart þó aö á borgarsvæðinu leyndist stærsti skógur landsins. Þegar ég var að alast upp er mér minnisstætt moldrokiö á þurrum sólardögum og svo poll- arnir á votum dögum. Þó að þaö viröist i fljótu bragöi þversögn, þá hefur svarta byltingin verið undanfari grænnar byltingar. Malbikun gatna hefur örvað fólk til aö hugsa betur um garða sina. Hverfi, sem nú eru oröin miö- aldra, svo sem Langholtshverfi og Smáibúðarhverfi, eru oröin vel gróin. Húsin hvila þar i faðmi friösælla skógarlunda þar sem- Djásn Reykjavíkur rokiö nær sér ekki upp svo heitiö geti. Gamli bærinn hefur sums staöar erlent yfirbragö. A miö- vikudaginn gekk ég noröur Laufásveg sem er oröinn skógar- tröð syöst meö 10—15 metra háum trjám á báöa vegu. Þaö er unun. t gleöi minni gleymdi ég bæði sköttunum minum og vaxtaauka- reikningum. Einstaka laufblaö var fariö aö svifa hægt og tignar- lega til jarðar. Reyniberjaklas- arnir orönir eldrauðir og lit-, brigöin margvisleg, allt frá dimmgrænu til heiöguls. Þegar ég var aö alast upp á Barónsstignum þótti okkur krökkunum trén i garöi Einars i Gróörarstööinni ævintýralega mikil og fórum oft gagngert þangað niður eftir til aö fara i Tarsanleik. Nú eru þessi tré horfin i órofa skógarheild bæjar- ins og strákarnir á Barónsstig taka sjálfsagt varla eftir þeim lengur. I Miöbæjarkvosinni eru elstu tré borgarinnar, og væri óbætan- legur skaöi aö missa sum þeirra. Þau eru i raun miklu verömætari en hús, þvi aö hús er hægt aö reisa á nokkrum vikum, en tré eru hundraö ár aö vaxa. Hver vill farga silfurreyninum og gljáviö- inum 1 gamla kirkjugaröinum viö- Aöalstræti? Þeir voru gróöur- settir þar fyrir hundraö árum. Og yngri tré setja sinn svip á gamla bæinn lika. Trén á Austur- velli og i Menntaskólabrekkunni. En fegursta tré borgarinnar er á horninu á Vonarstræti og Suöur- götu. Þaö er hiynur sem var settur niður sem smásproti fyrir löngu. Nú er stofninn sver og styrkur, en krónan, regluleg og laufmikil, breiöir úr sér i allar áttir. Þetta fagra tré nýtur sin vel þarna á horninu og engin hús þrengja aö þvi. Þaö er eins og lifsins tré innan um allar blikk- beljurnar eöa Askur Yggdrasils, sannkallaö djásn Reykjavikur. — Guöjón Hvað varðar þá um þjóðarhag? Samkvæmt þjóðhagsspá er nú ráð fyrir því gert, að vöruútflutn- ingur okkar fslendinga dragist saman um 12-13% að magni á þessu ári og veldur þar mestu alvar- legur samdráttur í framleiðslu sjáv- arafurða, sem áætlað er að muni nema 16-17%. Á hinn bóginn jókst almennur vöruinnflutningur enn um 14% að magni til á fyrri hluta þessa árs, og bætist sú aukning við 22% aukningu næstu 2 ár á undan. Þess- ar einföldu tölur ættu að duga til þess að sýna hverju barni að við svo búið mátti ekki standa. Um rekstur þjóðarbúsins gilda nákvæmlega sömu reglur og um rekstur heimilis. Sé stjórnin á einu heimili með þeim hætti, að eyðsan sé stöðugt aukin, þótt tekjurnar fari minnkandi, þá hlýtur það heimili fyrr en varir að leysast upp eða lenda á ómagaframfæri. Einn megintilgangur bráða- birgðalaga ríkisstjórnarinnar frá því í síðasta mánuði var sá, að draga úr þeim gífurlega viðskipta- halla sem hér stefndi í, ef ekki yrði að gert. Með samningi okkar um aðild að Frívefslunarbandalaginu EFTA og samningum sem gerður var fyrir nokkrum árum við Efnahagsband- alagið, þá er íslenskum stjórnvöld- um í raun bannað að gangast fyrir nokkrum beinum takmörkunum á innflutningi, jafnvel þótt útflutn- ingsframleiðsla okkar minnkaði enn verulega, t.d. vegna aflabrests. Ýmsar þjóðir hafa þó farið meira eða minna í kringum þessi ákvæði, og það gætum við líka gert, ef fyrir því væri nægilega öflugur pólitískur vilji, en þar skortir svo sannarlega á. Innborgunarskylda og hömlur á erlend vöru- kaupalán í þeim tillögum, sem Alþýðu- bandalagið lagði fram nokkru áður en efnahagsráðstafanirnar voru ák- veðnar, var m.a. gert ráð fyrir því, að tekin yrði upp innborgunar- skylda á vissar greinar innflutnings gangs til að greiða þetta og allt lendi því í vaxandi erlendri skulda- söfnun. Því miður fengust þessar tillögur Alþýðubandalagsins ekki sam- þykktar í ríkisstjórninni og var aðeins ákveðið að athuga þessi mál nánar. Engu að síður mun gengis- breytingin, sem ákveðin var, svo reynir fljótiega á. og ýmsir þættir bráðabirgðalag- anna, verða til þess að draga nokk- uð úr viðskiptahallanum frá því sem ella hefði orðið og þó enn frek- ar á næsta ári, ef lögin ná fram að ganga og bærilega tekst til að öðru leyti. Halli upp á 55.000,- krón- ur á hverja fjölskyldu Svo sem fram hefur komið er nú gert ráð fyrir, að hallinn í utanríkis- viðskiptum okkar verði á þessu ári yfir 3.100 miljónir króna, þrátt fyrir þær viðnámsaðgerðir, sem bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar fela í sér. Þetta er yfir 10% af allri okkar þjóðarframleiðslu og svarar til þess, að í hlut sérhverrar fjög- urra manna fjölskyldu í landinu komi nær 55.000 krónur af hall- anum. Þær efnahagsráðstafanir, sem felast í bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar, miða ekki hvað síst að því að draga úr viðskiptahallan- um á næsta ári, og forða þannig þjóðarbúinu og þar með heimilun- um í landinu undan meiriháttar áföllum af völdum heimskreppu og minnkandi afla. Fórna þeir þjóðarhags- mununum? Svo er hins vegar að sjá, að for- ystumenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi stefni nú að því leynt og ljóst að stöðva framgang bráða- birgðalaganna á Alþingi og stefna hér málum í efnahagslegt öngþveiti og pólitískt uppnám. Ef marka má málflutning leið- toga stjórnarandstöðunnar um þessi efni, þá hyggjast þeir þannig fórna brýnustu þjóðarhagsmunum fyrir það eitt að fá svalað sínum lægstu pólitísku hvötum og gert ríkisstjórinni erfiðara fyrir. Því skal hins vegar ekki trúað fyrr en á reynir, að þingmenn stjórnarandstöðunnar láti sig allir sem einn hafa það að dansa eftir pípu Geirs Hallgrímssonar og Sig- hvats Björgvinssonar í þessum efn- um og skeyta engu um þjóðarhag. Alþingi kemur saman eftir hálfan mánuð. Þá til að draga úr gjaldeyriseyðslu og bæta samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu. Þannig gætu innflytj- endur ekki flutt inn ýmsar vörur, nema hafa greitt þær fyrirfram að meira eða minna leyti nokkrum mánuðum áður en fluttar væru til landsins. Alþýðubandalagið lagði einnig til, að ríkisstjórnin takmarkaði sér- staklega, og stöðvaði um sinn, lán- tökur innflytjenda erlendis, hin svoköliuðu vörukaupalán, sem gera innflytjendum kleift að rrioka hér hvers kyns skrani inn í landið, enda þótt enginn gjaldeyrir sé af-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.