Þjóðviljinn - 25.09.1982, Síða 21

Þjóðviljinn - 25.09.1982, Síða 21
Helgin 25.-26. september 1982'ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 kvikmyndrir f Ofullgerða uppreisnin Ingibjörg Haraldsdöttir skrifar Það hefur löngum verið óskráð regla meðal þeirra sem um kvikmyndir fjalla í blöðunum að skrifa helst ekki um myndir sem eru endursýndar. En í þetta sinn ætla ég að óhlýðnast þessari reglu, svo ágæt sem hún er, og velta ofur- litið vöngum yfir tiu ára gamalli kvikmynd sem endursýnd er i Austur- bæjarbíói: „Klute". Tiu ár eru þó nokkuð hár aldur þegar kvikmynd er annars vegar. Eftir tiu ár ætti að vera ljóst hvort myndin lifir áfram i kvikmynda- sögunni, eða hverfur lit i gleymskuþokuna til allra þeirra miðlungs- og undirmálsmynda sem þangað eru komnar á undan. Ég er ekki frá þvi að „Klute” eigi enn nokkra von um framlengt lif. Ekki i hópi hinna fremstu, sigildu meistaraverka sögunnar, en áreiðanlega á hún heima meðal þeirra kvikmynda sem hafa sagt okkur sitthvaö um okkur sjálf og eru þvi spegill samtima sins. Ef kvikmynd væri ekkert annað en söguþráður, þá væri „Klute” löngu komin á haugana, ( þvi þynnri þráö er erfitt að hugsa sér en þann sem þar er spunninn. Ytri atburðir myndarinnar eru flestir meö öllu ótrúlegir ef litið er á þá frá sjónarhóli raunsæis og trúverðugleika. Það sem lyftir myndinni upp fyrir meðal- mennskuna er einvörðungu sú list sem i henni er beitt viö persónu- sköpun, og þá fyrst og fremst sú mynd sem Jane Fonda skapar með firnagóðum leik i hlutverki simavændiskonunnar Bree Dani- els. Sú persóna hlýtur alltaf að komast á blað þegar rætt verður um kvenimynd kvikmyndanna og þróun hennar. Stjörnukerfið Meðan Hollywood var upp á sitt besta og stjörnukerfiö allsráðandi voru konur flokkaðar i nokkra hópa. Sumar voru „góðar” (t.d. Ingrid Bergman), aðrar „vondar” (Bette Davis) og svo voru til hressar skátastelpur einsog Doris Day og kynbombur eins og Marilyn Monroe. Þegar leikkona var á annað borð komin i einhvern af þessum flokkum og orðin stjarna sat hún föst i sama hlutverkinu, mynd eftir mynd, og var orðin aö goðsögn. Ahorfendur vissu alltaf hvar þeir höfðu hana, og það versta sem stjarnan gat gert aðdáendum sinum var að fara út fyrir rammann, sbr. það sem kom fyrir Ingrid Bergman og rakið var lauslega i pistli hér um daginn. Stjörnurnar voru fórnardýr kerfis sem karlmenn sköpuðu og stjórnuðu. Þær voru fangar i eigin goðsögn og margar þeirra lentu i ógöngum — liklega verður harm- sagan um Marilyn Monroe alltaf ljósasta dæmið um það. En við megum ekki gleyma hinni hlið- inni á málinu, nefnilega þeirri að stjörnurnar höfðu mikil völd. Þær voru ekki ómerkur þáttur I lifi miljónanna. Þeim var stillt upp öðrum konum til eftirbreytni eða sem viti til varnaöar. Þær voru fastur punktur i tilverunni og á þeim byggði almenningur drauma sina og fantasiur. Það skipti máli hvernig þær voru, hvað þær gerðu og sögðu. Vissu- lega voru það oftast framleiðend- urnir, höfundar goðsagnanna, sem stjórnuðu orðum og athöfn- um stjarnanna bæði á hvita tjald- inu og gagnvart fjölmiölum, en þær stjörnur sem höfðu bein i nef- inu gátu öðlast ákveðiö sjálfstæði innan þess ramma sem þeim var búinn og haft raunveruleg áhrif. 1 DANSSKOLI Siguröar Hákonarsonar BÖRN-UNGLINGAR-FULLORÐNIR Kenndir alliralmennirdansarog margt fleira. KENNSLUSTAÐIR ERU Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2 _ Þróttheimar v/Sæviöarsund Félagsheimili Víkings, Flæðargarði Sérstakir tímar veröa fyrir hópa, klúbba eða félög, ef óskað er. Barnatímar m.a. á laugardögum eins og verið hefur. Stígið gæfuspor, því dans er skemmtileg tilbreyt ing fyrir alla, skemmtilegri en þú heldur. Lærið hjá þeim sem reynslu og þekkingu hefur. Hressilegt og óþvingað andrúmsloft. Innritun og upplýsingar daglega kl. 10.00 - 19.00 í sima 46776 og 41557. Sigurður Ftákonarsson 15 ára kennslureynsla Alin upp í stjörnu heiminum... ... en vaknaði til pólitískrar meðvitundar fljótu bragöi koma mér I hug nöfn eins og Kath^rine Hepburn, Bette Davis, Joan Crawford og jafnvel Marlene Dietrich. Breyttir tímar Þetta var meðan Hollywood var og hét. En svo kom sjónvarpiö og tlmarnir fóru að breytast. Stjörnukerfiö fór að riða til falls. Allar aöstæöur breyttust, færri kvikmyndir voru framleiddar, stóru kvikmyndaverin liðu undir lok og þaö var farið aö framleiöa myndir utan þeirra I æ rikara mæli. Þær leikkonur sem tóku viö af stóru stjörnunum gengu ekki sjálfkrafa inn i ákveöiö hlutverk. Þær fengu færri tækifæri vegna minnkandi framleiðslu, en jafn- framt fengu þær fjölbreyttari hlutverk aö glima viö. Samtimis þessari þróun var staöa konunnar i þjóöfélagi Vesturlanda aö breytast. Þar meö breyttist lika sú kvenimynd sem sköpuö var i kvikmyndunum. Þvi miöur varö þróunin ekki sú aö allt i einu færu allir aö gera myndir um sterkar, sjálfstæöar, hugsandi konur. Bandariski kvik- myndagagnrýnandinn Moliý Haskell heldur þvi reyndar fram i bókinni „From Reverance to Rape” aö I bandariskum kvik- myndum hafi þróunin oröiö öfug viö þaö sem var aö gerast i þjóö- félaginu, þ.e. aö eftir þvi sem konur uröu sterkari og meövit- aöri um stööu sina hafi kvik- myndirnar lagt æ meiri áherslu á aö sýna þær sem fórnarlömb og leikföng karlmanna og niöur- lægja þær sem mest þær máttu. Þetta túlkar hún sem viöbrögð karlanna sem enn eru allsráöandi i kvikmyndaheiminum viö vax- andi áhrifum kvenna i þjóöfélag- inu. Jane Fonda Vikur nú sögunni að Jane Fonda sem var tilefni þessara bollalegginga. Hún er sjálf eins- konar pesónugervingur þeirrar þróunar sem hér er til umræöu. Alin upp i stjörnuheim- inum — búin til i draumafabrikk- unni, ef svo mætti aö oröi komast. Hóf feril sinn sem kyntákn i myndum Roger Vadim, bombu- framleiðandans mikla. Vaknaði svo til pólitiskrar meðvitundar i Víetnam-striðinu og samhliða þvi til vitundar um stööu sina sem kona i samfélaginu. Jane Fonda hefur skapað margar eftirminnilegar persónur á siðustu árum, og nægir að nefna þar konu liðsforingjans i „Com- ing Home” og rithöfundinn i „Julia”. Þetta eru ólik hlutverk, en persónurnar eiga það sam- eiginlegt að vera fyrst og fremst manneskjur, sem hugsa og bregðast við umhverfi sinu og aö- stæðum sem slikar. Þetta eru sterkar og eftirminnilegar per- sónur, óskahlutverk fyrir leik- konur sem vilja skapa nýja kven- imynd og hætta að velta sér uppúr varnarleysi, fórnareöli og tilfinn- ingasemi sem löngum voru sterk- ustu þættir þeirra imyndar sem að okkur var haldiö. Einshversstaöar á leiöinni eru svo myndir eins og „Klute” og „They Shoot Horses Don’tThey?” I þeim leikur Jane Fonda konur sem neita að ganga inn I „rull- una” en taka goösögnum meö fyrirvara. Simavændiskonan Bree Daniels i „Klute” hefur gert uppreisn á sinn hátt. Hún hafnar ástinni og gerir heiðarlega tilraun til að drepa tilfinningar sinar i þeim tilgangi aö ná tökum á llfi sinu, stjórna sér sjálf, verða engum háð. Þessi viöleitni hennar leiöir hana að sjálfsögðu i ógöngur, og hún á aö lokum aö- eins um tvennt aö velja: sjálfs- tortimingu eöa karlmannsvernd. Og kannski er þetta tvennt eitt og hiö sama frá hennar bæjardyrum séö, þegar allt kemur til alls. Uppreisn konunnar A leiöinni frá undirgefni til sjálfstæöis hlýtur aö vera þetta millistig, þessi sjálfsprottna upp- reisn, sem gerö er af þörf, en er ennþá litt meðvituö. Þetta á jafnt viö um einstaklinga og þjóöfélög. Uppreisn af þessu tagi leiöir ekki til byltingar nema henni sé fylgt eftir, fast og meðvitað. Einstakl- ingur sem gerir slika uppreisn fær alltaf harkalega meðferð. Umhverfiö reynir áreiöanlega aö brjóta uppreisn hans á bak aftur meö öllum tiltækum ráöum og tekst þaö oftast. „Klute” er lika mynd um bæl- ingu tilfinninganna og þær skelf- ingar sem hún hefur i för meö sér. Óttinn er eitt af meginviöfangs- efnum myndarinnar, óttinn sem rikir i firrtu mannlifi nútimastór- borgar. I sliku umhverfi eru flestir á flótta frá einhverju, oft- ast frá sjálfum sér, og margir veröa tortimingunni aö bráð á einhvern hátt. Allt er afskræmt, lika uppreisn konunnar sem kann engin önnur baráttumeðul en sjálfstortimingu og bælingu til- finninganna. Það eina sem er I rauninni jákvætt viö þetta allt saman er sú vissa að uppúr þess- um jarðvegi hlýtur fyrr eða siðar að spretta visir að einhverju betra. En til þess þarf margar uppreisnir á borö viö þá sem „Klute” sýnir okkur. Unglingaheimili ríkisins 10 ára í því tilefni veröum viö meö opið hús aö Kópa- vogsbraut 17, sunnudaginn 26. september milli kl. 13 og 17. Veitt verður kaffi og starf heimilisins kynnt. Allir velkomnir, velunnarar og vandamenn. Heimilisfólk. w Félag manna FELAGSFUNDUR veröur haldinn þriöjudaginn 28. september 1982 kl 8.30 e.h. í Domus Medica v/ Egilsgötu. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Önnur mál Mætið vel og stundvíslega. Stjórn félags járniðnaðarmanna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.