Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 11
Helgin 25.-26. september 1982 ÞJÓDVILJINN — SIÐA II myndlist Sýning Errós i Norræna húsinu er fyrsta sýning hans hér á landi frá þvi yfirlitssýning var haldin á verkum hans á Listahátíð 1978. Hún er þ.a.l. beint framhald af því sem sýnt var á Kjarvalsstöðum fyrir rúmum f jórum árum. Myndirnar i Norræna húsinu eru úr tveimur syrp- um eða seríum, sem kallast„l00l nótt"og „Geimfarar". hugsun, er þaö upplýsinga- og frásagnarstreymiö sem teljast veröur aðalinntak mynda Errós. Verk hans eru nútima-tákn- myndir eða allegoriur i þeirri merkingu sem þýski list- frömuðurinn Walter Benjamin lagöi i hugtakiö. Þessar tákn- myndir byggjast á laustengdum klippimyndum, samklippum sem raðaö er á myndflötinn. Mynd- byggingín er næsta einföld þótt myndtáknin séu flókin og marg- ræð. I velflestum geimfaramynd- unum er áhersla á láréttum og lóðréttum linum. Afmörkun for- grunns og bakgrunns er skýr. Hin syrpan, 1001 nótt, er öllu flóknari og byggir oft á hringlaga ferli. Tæknibrögð Errós má rekja aftur til fyrstu ljósmyndaklippa Tákn- Syrpur Errós eru ágæt visbend- ing um það hvernig þróun hans er háttað. Hann vinnur sig ekki úr einu þema i annað, en heldur mörgum gangandi samtimis. Að- ferðin er algjörlega bundin við myndmálið og breytist með þvi. Hér er ekki um að ræða beina Singapore- kokkteill, 1980-82 Táknmynd um „dásemdir Austurlanda í bíóauglýsinga stíl. almanakspiur úr ameriskum bragga. Venus Titians er ekki merkiiegri en eggin og beikonið á enska morgunveröarborðinu. Frammi fyrir myndum Errós veröur áhorfandinn aö reiöa sig á eigiö innsæi. Hann fær enga hjálp, ekki frekar en I ráöningu eigin til- veru. Þó má finna vissa þræöi ef grannt er skoöaö. Þaö er t.d. áberandi hve margar persónur i þessum myndum eru hreyknar og hve gleitt þær brosa i einhverri pósitiviskri sjálfumgieði. Mest er þetta áberandi i myndum af geimförunum og Kinverjum og frammi fyrir þessum myndum gerir maöur sé góöa grein fyrir þvi hve sterkur þáttur brosið er i áróðurstækni nútimans. Sumar myndirnar veita þó betri innsýn i hugmyndaheim Errós en aðrar. Appollo 9. (The prime crew) sýnir þrjá geimfara brosa framan viö mynd Dela- croix, Frelsið leiöir fólkið. Til hliðar er sekúndumælir sem mælir frá 10—00. Ef athuguð eru tengsl forgrunns og bakgrunns, milli geimfaranna og frelsisgyöj- unnar sem leiöir fjöldann undir franska lýðveldisfánanum, skilur áhorfandinn aö bæði myndefnin eru tengd brostnum vonum sem mikil eftirvænting var bundið viö. Tunglferöijiijar sem fleyta áttu mannkyni yfir á nýja braut tækni og framfara, eru nú fallnar i gleymsku og dá. Delacroix málaði mynd sina 1831 i hrifningu sinni yfir nýkjörn- um konungi, Loðvik Filippusi, sem leiða átti fólkið til frelsis og framfara. Honum var siöar steypt af stóli i byltingunni 1848, þá orðinn illræmdur harðstjóri. Þrátt fyrir dapurlegan endi halda geimfararnir áfram aö brosa breitt framan i áhorfandann. Halldór B. Runólfsson skrifar Myndin til vinstri: Póstlestin, 1980 Afstæði tíma og rúms. myndir nútímans þróun i tima og still hans er ein- ungis fólginn i persónulegri niðurrööun á myndefninu. Noti Erró teikningar úr hasar- og skripablööum bregöur hann fyrir sig handbragði viðkomandi teikn- ara. Máli hann eftir ljósmynd, reynir hann að fylgja fast með penslinum ópersónulegri áferð fyrirmyndarinnar. Ef um eru að ræða tilvitnanir i listasöguna, en slikt birtist ósjaldan i myndum Errós i formi málverka eða hluta úr þekktum málverkum, málar hann þær likt og eftirprentanir. Sama myndefniö getur gengið gegnum fjölda málverka á löng- um tima, horfið og lifnað aftur mörgum árum siðar. Þetta gerir Erró mjög ólikan öllum islenskum listamönnum, enda heyra málverk hans að nokkru undir súrrealisma, en sú stefna hefur aldrei skotið hér rótum. Meöan flestir islenskir málarar hafa lagt áherslu á stil- brigði fólgin i persónulegu hand- bragði og fagurfræöilegri form- (photomontage) dada-mannanna George Grosz og John Heartfield, en þeir voru fyrstir manna til aö lima saman ósamstætt myndefni á árum fyrri heimstyrjaldar- innar. Grosz benti á að þeir fél- agar hefðu klippt út alls konar auglýsingar, s.s. magabelti, hundamat, brennivinsmiða, auk mynda úr timaritum og raðað saman til að segja i myndmáli það sem þeim heföi ekki leyfst að birta á prenti. Siðar klofnaði þessi myndgerð i tvær megingreinar, hlutlæga klippimyndalist með pólitisku og áróðurskenndu ivafi sem þróuö var af agitprop-lista- mönnum i Sovétrikjunum (Rod- chenko, E1 Lissitzky) og huglægt sálfræöilega innhverft klipp súrrealistanna (Max Ernst). Myndir Errós eru sambræð- ingur beggja greina, gerðar með eftirlætistæki popp-listarinnar, myndvarpanum. Myndrýmiö er afstætt og timaskynið sömuleiðis. I einni og sömu mynd er gjarnan visaö til nútiöar, fortiðar og framtiöar, án þess skilin séu glögg. Einn helmingur hennar getur verið hlutlægur meöan annar er huglægur. Þrátt fyrir skiptingu rýmisins i forgrunn og bakgrunn eru öll myndtákn flatarins jafn rétthá. Þungamiðju er þvi erfitt að finna i málverkum Errós. Nútiminn með öllu sinu upplýs- ingaflæöi gr inntak þessara mynda. Sjónrænt áreiti i aöskiljanlegasta formi fyllir heil- ann þúsund upplýsingum dag- lega. A móti koma aörar þúsundir mynda sem hugurinn framkallar og geta verið jafn raunverulegar og þær sem augaö sér. Nálæg for- tiö getur veriö áþreifanlegri en fjarlæg nútiö. Fjarskiptin rugla öll mörk rúms og tima, eöa færöu þau okkur ekki fréttir af Ausch- witz i gær og Beyruth i dag, svo tekiö sé dæmi úr stafrófi mann- drápanna. Málverk Errós eru likust myndgerðum mannsheila sem tekur við upplýsingum svo ört aö hann fær ekki ráðrúm til aö flokka þær. Ofan á bætist það sem fyrir er i innstu fylgsnum hug- skotsins, angist, kynórar og of- beldishneigö. Hvergi kemur fram persónulegt mat á myndefninu, heldur skrásetur listamaðurinn heimildirnar án minnstu tilfinn- ingasemi. Allt er jafnt i hans augum, fagurlistir og auglýsinga- skrum. Ný-klassiskar ódaliskur Ingres eru eins og hverjar aörar Til hægri: Appollo 9., 1981 Táknmynd brostinna framtíðarvona?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.