Þjóðviljinn - 25.09.1982, Side 9

Þjóðviljinn - 25.09.1982, Side 9
Helgin 25.-26. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Hvers vegna „planið”? Hvers vegna ekki? j í Þjóðviljanum er skrifað um verkalýðsmál, kvenréttindi, pólitík, erlendar og innlendar fréttir. í blaðinu eru frábaerar skrítlur og poppfréttir. Ekkert af þessu er slæmt, meira að segja bara ansi gott, en eitt vantar þó og það er eitthvað fyrir minn aldurshóp, „unglingana“ og í staðinn fyrir að kvarta volandi og veinandi ákvað ég upp á mitt einsdæmi að dýfa fjöðrinni í blekið og skrifa um mitt áhugamál, „planið". Allir jafnir á planinu Ég skil og veit að foreldrar hafa áhyggjur af börnunum sínum sem húka niðrá plani í skíta kulda og geta ekki staðist þá freistingu að prófa öll þessi hættulegu efni og leiðast síðan út í einhverja bölvaða vitleysu og því miður er allt of mik- ið um að krakkar lendi í þeim víta- hring. En þó að mörgum þyki þetta allt voðalega skýtið er eitthvað sem dregur mig og mína líka þangað. Þarna hittast kærustupörin og krakkar sem maður þekkir bara lauslega, þarna ægir saman pön- kurum, pönkuðum krökkum, úlpukrökkum og diskóliði en samt eru allir jafnir á planinu. Þarna kynnist maður krökkum úr öðrum skólum og hverfum og þarna er fjör. Hverfiskliður Auðvitað er búið að gera margt fyrir okkur, reisa hverfismið- stöðvar, Ársel, Fellahelli, Bústaði og Tónabæ að ógleymdum Villa, tryllta Villa. Af hverju förum við ekki frekar þangað, þar er nammi og diskómúsík og þar er þó hlýtt. En samt, þessar miðstöðvar eru einsog nafnið bendir til, bundnar við hverfi. Þar kynnist maður ekki krökkum úr öðrum hverfum, en ef ske kynni að maður færi inn í aðra miðstöð en í sínu hverfi, þá hafa kannski myndast hverfisklíkur sem hertaka miðstöðvarnar og mór- allinn ekki góður. Að vísu er búið að leysa þennan vanda að nokkru leyti með risabyggingum eins og Árseli og Villa tryllta Villa. En aftur samt. Dýrt á Villta tryllta Villa Þó að Villi tryllti Villi beri af hvað snertir glæsileik og stærð er eitt vandkvæði þar á og það er hversu dýrt er þar. Það kostar 50 kr. á virkum dögum og á föstudög- um og laugardögum kostar það 90 kr. plús gos, 15 kr. hamborgari, 35 kr. franskar 15. kr. og nammi, þá er þetta orðið ansi dýrt fyrir t.d. ungling sem hefur unnið í unglinga- vinnunni með u.þ.b. 2000 krónur á mánuði. Svo að ódýrasta lausnin er planið a.m.k. fyrir þá sem neyta ekki vímugjafa af ýmsu tagi. Verðum aldrei södd Það hefur verið komið til móts við okkur að nær öllu leyti og auðvitað væri það bölvuð vitleysa að leyfa áfengisneyslu í félagsmið- stöðvunum. Það væri eins og að henda peningum. En við heimtum alltaf meira og meira og verðum aldrei södd.Þegar við fáum það sem við viljum er það komið úr tísku, þá er baráttan búin og ekkert gaman lengur, en planið er ennþá í tísku og verður örugglega ennþá í tísku hjá komandi kynslóðum, a.m.k. þeirri næstu. Á okkar aldri er fólk jú alltaf að skemmta sér, eitthvað hljótið þið að hafa gert, ágætu foreldrar. Þá var það rúntur- inn og sveitaböllin en nú er það sem sé planið. Og ef það er satt að einhverjir fullorðnir karlmenn sitji fyrir kyn- systrum mínum á leiðinni heim, í guðs bænum finniði þá sem fyrst. Arna Kristín Einarsdóttir, 14 ára. 1882 leit fyrsta Peugeot reiðhjólið dagsins ijós. Alla tíð síðan hefur Cycles Peugeot kappkostað að hafa bestu hjólin á markaðinum, enda eru Peugeot hjólin oft kölluð „Rolls Royce “ reiðhjólanna. í tilefni 100 ára afmælisins bjóða frönsku Peugeot verksmiðjurnar og Örninn upp á sérstök afmælisreiðhjól á tilboðsverði, sem er ótrúlega lágt fyrir þessa gæðagripi. PH 8 FN: 10 gíra karlmannsreiðhjól eru með lokuðum skálabremsum, standara, Ijósabúnaði o.fl. o.fl. Þrjár stærðir, breið dekk. Litur: Perluhvítt. Þessi reiðhjól eru samansett úr meira en 1530 hlutum og eru þeir nákvæmlega athugaðir 942 sinnum á ýmsum framleiiðslustigum. Meira en 200 heildarprófanir eru gerðar á hráefnis- gæðum, tæknibúnaði, notkunarþoli og ryðvörn á þessum hjólum. Verð kr. 4.137.00 miðað við 20% afmælisafslátt. Greiðsluskilmálar. 10 ára ábyrgð á stelli og framgaffli. Ókeypis eftirstilling. Gerið samanburð á verði og gæðum áður en þið kaupið hjól. Sérverslun í meira en hálfa öld • • Reiðhjólaverslunin S:14661 Spítalastíg 8 vió Oðinstorg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.