Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 20
£ 20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. september 1982 Djassað í„Stúdó” Á sunnudagskvöldið verður leikinn jazz í Stúdentakjallaranum við Hringbraut. Hefst hann kl. 21, og þeir sem hann fremja eru Sig- urður Flosason, sem leikur á saxa- fón, Ludvig Símonar sem leikur á víbrafón og Tómas Einarsson sem leikur á bassa. Fyrsta vísnakvöld yetrarins Mánudaginn 27. september verður fyrsta vísnakvöld vetrarins í Þjóðleikhúskjallaranum. Hefst það kl. 20.15,ög er ætlunin að hafa reglulega vísnakvöld í vetur einu sinni í mánuði. Á þessu fyrsta vísnakvöldi koma fram m.a. Bergþóra Ámadóttir, vísnahljómsveitin Hrím, og Arn- aldur Arnaldsson. Ljóðskáld kvöldsins að þessu sinni verður Vil- borg Dagbjartsdóttir. Góð aðsókn var að vísnakvöld- unum s.l. vetur og komust oftast færri að en vildu. A kvöldum þess- um geta allir troðið upp sem vilja og er þetta því prýðis vettvangur til þess að koma frumsömdu efni á framfæri. Sýni- kennsla í garðrækt í dag, laugardaginn 25. septemb- er, kl. 2-5 verður Skógræktarstöð- in í Fossvogi opin almenningi, og verða starfsmenn Skógræktarfé- lags Reykjavíkur þar til viðtals og ráðuneytis. Stuttur fræðslufundur og sýnikennsla hefst kl. 2 og verður þá fjallað um haustverk í garðinum og fyrirspurnum svarað. Sjóréttarfélagið: Framhalds- stofnfundur Framhaldsstofnfundur Hins ís- lenska sjóréttarfélags verður hald- in mánudaginn 27. september kl. 17.15 í Lögbergi, húsi Lagadeildar Háskólans. Allir áhugamenn um sjórétt, lögfræðingar og aðrir, eru velkomnir á fundinn. Erindi um umhverfísmál í Verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands verða á næstu vik- um flutt 10 erindi um umhverfis- mál. Er til þeirra stofnað fyrir nem- endur í deildinni, en aðgangur er öllum frjáls, eins þeim sem ekki eru við nám í HÍ. Gert er ráð fyrir umræðum á eftir hverju erindi. Fyrsta erindið í þessari röð verð- ur á mánudag, 27. sept., kl. 17.15 í stofu 158 í húsi verkfræði og raun- vísindadeildar, Hjarðarhaga 2-6. Þá flytur Vilhjálmur Lúðvíksson verkfræðingur, framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, erindi sem hann nefnir: Verkfræðilegar áætlanir og valkostir. Jón Viöar Sigurðsson daegurtónlist Nýja Kompaníið: Sveinbjörn, Sigurður Flosason, nafni hans Valgeirsson, Jóhannsson. Fyrsta plata Nýja kompanísins: Kvölda tekur ( Þá er fyrsta plata Nýja Kom- panísins loksins komin. Þessi plata átti að koma út í byrjun sumars en af óviðráðanlegum or- sökum og mannlegum mistökum seinkaði henni um þrjá mánuði. Þessar tafir hafa þær afleiðingar í för með sér einhverra hluta vegna að öll spenna er horfin af útgáf- unni. Nýja Kompaníið er ein fárra hljómsveita er haldið hafa merki jassins á lofti síðast liðnar annir, við nokuð góðan orðstír. Hljóm- sveitin hefur starfað að mig minnir í um tæp tvö ár og því kominn tími til að senda eitthvað frá sér í varanlegu formi. Á fyrstu plötu Kompanísins er heitir Kvölda tekur eru átta lög, sex eftir meðlimi hljómsveitar- innar, einnig er þar að finna tvö þjóðlög er Jóhann G. Jóhanns- son hefur útsett á smekklegan hátt. í Nýja kompaníinu eru: Jó- hann G. Jóhannsson píanó, Sveinbjörn I. Baldvinsson, gítar, Tómas R. Einarsson, bassa, Sig- urður Flosason saxafón og Sig- urður Valgeirsson, trommu- leikari. Tómas Einarsson og Johann Ekki kann ég að lýsa hvurslags jass Nýja Kompaníið leikur en hann er ekki óaðgengilegur og lætur ekki illa í eyrum eftir nokkra spilun. Hljóðfæraleikur plötunnar er hinn ágætasti og finnst mér þeir Sigurður Flosason og Jóhann G. Jóhannsson eiga bestu sprettina. Þannig á sá fyrranefndi ágætt sóló í laginu „G.O.” sem er eftir hann sjálfan og er tileinkað minningu Gunnars Ormslev. Á þessum seinustu og verstu tímum er ágætt til þess að vita að einhverjir skuli leggja jassinum stuðning því það er ekki oft sem við fáum íslenska jassplötu í hendurnar. f endann á þessari snubbóttu kynningu vil ég þakka hljómsveitinni framlag þeirra til íslensks tónlistarlífs. Framlag sem ekki hefur farið hátt en er góðra gjalda vert. Jonee Jonee: Heimir Baröason, Bergsveinn Bjorgulfsson og Þorvar Hafsteinsson. Jonee Jonee meö 16 laga plötu: Svonatorrek („Af þvíað pabbi vildiþað”?) Hljómsveitin Jonee Jonee vakti þegar í upphafi ferils síns athygii og þá fyrst og fremst fyrir hljóðfæraskipan og sérkennni- legan klæðaburð. Einhverjar mannabreytingar hafa átt sér stað en í dag skipa hljómsveitina þeir: Bergsteinn Björgúlfsson, Heimir Barðason og Þorvarður Haf- steinsson. Þeir félagar eru nýbúnir að senda frá sér breiðskífu er ber nafnið Svonatorrck, var hún hljóðrituð í Grettisgati undir stjórn Tómasar Tómassonar. Á plötunni eru 16 lög eftir meðlimi hljómsveitarinnar, en textarnir eru eftir hina og þessa. Hljómsveitarmeðlimir eiga 6 texta á plötunni. Það sem ein- kennir Jonee Jonee öðru fremur ereinfaldleikinn. Hljóðfærin sem þeir nota eru: trommur, bassi, altsaxafónn og raddir. Þetta er nokkuð fátíð hljóðfæraskipan og ekki margar hljómsveitir sem hafa reynt fyrir sér á þessum slóðum. Þrátt fyrir einfalda hljóðfæra- skipan er tónlist hljómsveitarinn- ar blæbrigðarík og nokkuð frum- leg. Hún er skemmtileg og það er jú fyrir mestu. Þeir hafa markað sér bás sem er þröngur og krefst mikils af hverjum og einum. Hljóðfæraleikur þeirra félaga er ekkert sérlega góður en þeir eiga þó góða spretti inná milli. Þessi fábreytta hljóðfæraskipan leggur þeim þunga byrði á herð- ar, byrði sem þeir rísa ekki fylli- lega undir. Þeir hafa alla burði til að ná langt ef þeir á annað borð hafa áhuga. Textar plötunnar eru upp og ofan, þeir eru skemmtilegir þó þeir séu ekki mjög innihaldsmikl- ir líkt og tónlistin. í fréttatilkynn- ingu sem fylgdi plötunni stendur þessi klausa um texta hljóm- sveitarinnar og lýsir betur en nokkuð annað hvað þeir eru að fara. „Textar plötunnar eru ekki byggðir upp á neinni heimspeki, eða pólitík. Textahöfundar á plötunni eru alls fimm og eins og gefur að skilja, þá fjalla textar þeirra um ólík fyrirbæri, allt frá innihaldslausum orðaleikjum til harðskeyttra árása á skólakerfið og allt þar á milli”. Hver man ekki eftir „Af því að pabbi vill það”? sem er einn besti texti hljómsveitarinnar til þessa, nokkrir álíka eru á Svonatorrek. Hvar er textinn minnl/textinn sem fjallar um kúgun svartra/ textinn sem sigrar misrétti kynjanna/Við verðum að hafa textann á hreynu/ Við verðum að gefa vandamálunum gaum/Hvar er textinn minn/4xFja!lar, skýrir, snertir, fordæmir/Hvar er textinn minnl/Textinn, textinn, nei, nei nei,/Við verðum að fullnægja kröfum gagnrýnenda/Við ver- ðum að fást við stuðla og/ höfuðstafi/ 472 Fjallar, skýrir, svertir, fordæmir. „Hvar er tex- tinn minn”. Svonatorrek verður ef til vill ekki talin f hópi bestu platna þessa árs en hún verður í hópi þeirra skemmtilegustu. Þeir standa við allar þær vonir sem ég batt við þá og meira til. Þessi plata hefur sérstakt aðdráttarafl sem erfitt er að rífa sig frá. skrifar Slúöur Ný stór hljómsveit er í uppsigl- ingu. í þessari hljómsveit sem ekki hefur fengið nafn eru: Sig- urgeir Sigmundsson gítar, Krist- ján Edelstein gítar, Eiríkur Hauksson söngur en þeir hafa all- ir verið í Start einhvern tíma ævinnar. Rúnar Guðmundsson bassaleikari Utangarðsmanna og Bodies, og að síðustu fyrsti trommuleikari Tappa Tíkarrass sem ég þekki ekki nafnið á. Sam- kvæmt áræðanlegum heimildum hafa þeir félagar æft í sumar og verða að sjálfsögðu með frum- samið efni. Ekki er að efa að til- koma þessarar hljómsveitar verður mikil lyftistöng fyrir ís- lenskt tónlistarlíf og verða miklar kröfur gerðar, því að hér eru eng- ir aukvisar á ferð. Magnús Þór sendir nýja plötu frá sér á mánudag. Hún inniheld- ur lög eftir Magnús við ljóð Mar- grétar Jónsdóttur og ber nafnið: Draumur aldamótabarnsins. Hávær orðrómur hefur verið á sveimi um það að Þorsteinn Magnússon gítarleikari sé hættur í hljómsveitinni Þeyr. Orðrómur- inn fékk byr undir báða vængi er Þorsteinn kom ekki fram með hljómsveitinni á Risarokki. Nú hefur það verið staðfest að Þor- steinn sé á ný farinn að leika með hljómsveitinni og lék hann með í henni í Félagsstofnun síðast lið- inn miðvikudag. Þetta eru gleði- leg tíðindi því það hefði verið stórt skarð fyrir skildi, ef hann hefði sagt skilið við hljóm- sveitina. Því má bæta við í lokin, að væntanleg er sólóplata með Þorsteini, og þær upptökur sem ég hef fengið að heyra lofa mjög góðu, en meira um það síðar. Þrumuvagninn hefur bætt við sig gítarleikara, Erni Sigmunds- syni, og fengið sér umboðsmann, Sigurjón Maríusson. Þeir æfa nýtt efni af kappi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.