Þjóðviljinn - 25.09.1982, Síða 10

Þjóðviljinn - 25.09.1982, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. september 1982 „Stuðlafótum flaug hann á fljótar en aðrir tala ” Blaöað í ljóðum Símonar Dalaskálds — ÁB tók saman Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar minnst er á Símon Dalaskáld? Sá sem ekki hefur nýlega blaðað í þáttum af einkennilegum mönnum lætur sig ráma í það, að sá karl hafí víða flakkað og verið síyrkjandi en ekki að sama skapi hagmæltur sem hann var afkastamikill. Kannski leirskáld leirskáldanna, síðsprottin grein á gömlu og lösnu tré? Lol'söngvari kaffis og Kjartans Ólafssonar á efri árum. Símon átti samlciö yfir I lafnar- heiði citt sinn mcð afa mínum, scm |iá var trúlofaður ömmu, heima- sætunni íMerkinesi, Bjarnhildi. Símon launaði fylgdina með svc- 1 elldri vísu: Víst mér fylgdi veldjarfur Vigfús snilldum gæddur Örva gildur apaldur er Bjarnhildi lofaöur. Scm sagt lcir. Scm maður samt ckki vill glcyma. Ekki síst vcgna þcss að við þcnnan flakkara cru tcngd stórfræg and- látsorð Gvcnds dúllara: Mikið skáld var Símon. Dómur Matthíasar Og svo orti Matthías ágætt crfi- ■ Ijóð um Símon Dalaskáld. Hkki að- cins um það að Símon var hraðrím- andi: „stuölafótum flaug hann á /fljotar cn aðrir tala." Matthías kveðst hcldurvilja minnast Símon- ar cn margra annarra. hann cr síð- asta farandskáklið. hann hclur mörgum skcmmt því „mörgum finnst hin forna lisl / fögur cnn í tötrum". Og eins og vænta mátti cr Matthias fyrr cn varir farinn að taka nokkuð stórt upp í sig: Nú er mál að þú, vor þjóð þeirra drckkir minni sem að kauplaust kjark og móð kváðu móður sinni. Og þegar ég sá þetta og af því cg var dæmdur til hreyfingalcysis þá fór cg að hlaða í Ljóðmælum Sím- onar Dalaskálds sem Rímnafclagið gaf út fyrir mcira cn þrjátíu árum. I*að var skcmmtilcgri iöja cn cg bjtist við. Petta hcr eru punktar scm koma upp í hugann um lciö og flett cr bókinni. Á stálvengi kífsins. Rímu orti Símon af Kjartani Ól- afssyni sem hafði birst skáldinu í draumi og vildi láta yrkja um sig. Svona ríma er firnagott dæmi um það hve óhentugt form ríman var orðin til aö scgja sögu. skáldið kemst fjandakornið ekkert áfram fyrir eyðufyllingum og skrautrími. Einna verst fer þó fyrir rímnaskáldi þegar það á að breyta eftirminni- legum tilsvörum í sæntilega æta rímköku. Þegar Bolli hefur vegið Kjartan er Guðrún látin segja þetta: Það.ég engin óhöpp tel á stáivengi kífsins þó að fengi halur hel horfínn gengi lífsins. Það munar minnstu að Guðrún segi að farið hafi fé betra. Og ekki batnar það þegar áfram er haldið: Helst það gleði miklar mér mínu geði snjalla hans að beði Hrefna fer hlátri meður valla. Orrustulýsingarnar eru að sjálf- sögðu fyrirferðarmiklar í Kjartans- rímu, en hafa tilhneigingu til að lyppast niður mcð skrýtnum hætti: Handlegg llýgur fleinn svo gegn fljótt að sígur dauðinn varð að hníga hjörs við regn hrcint óvígur kauðinn. I ietjur og garpar verða kauðar í rímsins nafni, og ckki tckur bctur við þcgar sjálfur Kjartan Ólafsson er sendur upp i kristilegt himnaríki úr lífsins táradal: Laus af bandi líkamans lífs og vanda kælu •svífur andi afreksmanns upp á landið sælu. í standi góðu En vitanlega crum við ckki að telja upp þcssar raunir rímarans til að bcra fram cinhvcrja síðbúna hncykslun um íslenskan lcirburð. Enda væri það hin hcimskulcgasta iðja. Meira cr cg að þessu dútli til að minna á mikla skcmmtun scnt hægt cr að liafa af skáldum. scm cru óvart gamansamir í saklausum rímkúnstum sínum. Tökum dæmi ítfþví. þcgarSímon tckurcrótískan fjörkipp viö þau tíðindi að Bolli fær Guðrúnar: Lystugt branda lundur snar lék í standi góðu vaflnn bandi Venusar við skínandi tróðu Bölvaður síminn Símon orti Ijóðabrcf í'löngum bunum, < einkantálavísur um brösótta sambúð, iðrunarvísur um brennivín, heiftarvísur um kaupmanninn („ Ykkar á kroppi af annarra svita / ístran bólgnar en drambið í sál“). Hann orti líka heimsádciluvísur af ýmsu tagi. Eins og samtíðarmaður hans, Tol- stoj, var Simon í meira lagi tor- trygginn á tækniframfarir svonefnd- ar og siðmenningarfyrirbæri önn- ur úr þcttbýli. A cinum stað má lesa þetta: Skrifflnnskunnar bölvað bákn bænda á grynnir aurum og seinni alda svika tákn síminn lands á staurum. Skyldu aðrir hafa orðið fyrri til að skantma skriffinnskuna í ljóði? Símoni fer eins og fleiri mönnum hans tíma sem hafa lengst af átt sér sæludrauma í nógum mat: honunt líst það mikil ósvinna að matvæli eru seld úr landi — en einhver ó- þverri; kemur í staðinn: Flestir éta verðum vér vond útlenda fæðu Úr landi kjöt og flskur fer - Fjandans leti hrevfir sér. Tralla kófsveittar Símon er líka gramur og reiður þeint hringasólunv sem strjúka frá hollum heima-bólum og „kvenna- skólann álpast á" að læra þar „margt þarflaust prjál". Og ekki eru þær betri sem æða á verkstæði í Reykjavík. Alkir lcnda þ;er líka á bölvuðum böllurn: „drýgja rall við drengi þar / og dansa og tralla kóf- svcittar".Símon hefur sitt aðsegja um svolciðis háttalag: Er minn grunur þotrauður eins hjá meyjum, sveinum þar oft munann kitli ókjur kynfjölgunar driffjöður. og hefur blessaður karlinn að von- um gleymt þeirri driffjöður sem rak áfram hans eigin kvennamál, flokin og söguleg. Þá hleypir Símon í sig bókmenntalegri reiði út af nútímakveðskap, honum finnst skáldin „svelgjaspýjuDönum frá", heimskan hossar þeim sem „yrkja um fossa háan hljóm/ helst meykossa og vorsins blóm" en gleyma „fróðleik fornaldar. Þessi lýsing hér á ömurlegu ásigkomu- lagi bókmennta verður reyndar undarlega nálæg okkar tíma, þðtt skrýtið megi virðast: Sannar gleymast sögurnar sem víðfrægja landið út um heim og yflr mar eldhús — streyma rómanar. Eyrun fyllir heimskan hjóm hugann villa og trylla margra kvilla munarblóm morðin ill og lygi tóm. Sá sem les þessar vísur á mynd- bandaöld finnur óneitanlega af þeim einskonar spámannslykt. Lystisemdir En satt best að segja verður Símon Dalaskáld ekki skemmtileg- astur í bardagarímum né heldur í heimsádeilu. Best sýnist hann sitja í sínum sessi þegar hann kveður heimslystarkvæði um þann höfuð- munað Islendinga sem kaffið er. Lofkvæði þetta er um könnu og ket- il, hjónin kostum búin sem veita Frónbúanum svölun sanna. Á þetta kvæði fyllilega skilið að vera nefnt við hliðina á öðrum miklum skáldskap um það sem magann kætir eins og lýsinguna á sælu himnaríkis þar sem kláravín, feiti og mergur með munu til rétta veitt eða munaðardrápu rússneska egó- fúturistans Igors Severjaníns um ananas í kampavíni. Sambúð ketils og könnu er lýst sem góðum sam- förum hjóna: Snemma morguns vill ketillinn kátur orna spúsu sinni „ófeiminn á alla lund.“ Hans af hlýjum vörum heitan drekkur lög glituð rósum rörum róleg kannan mjög með ánægju svipinn sinn heilnæmur því hugnast vel henni drykkurinn A jafnréttistímum mætti búast við því að þetta yrði túlkað sem niðrandi áminning um hin hefð* bundnu hlutverk kvenna. Hn hvað um það: af ástum þessum ágætum verður til álitlegur barnahópur. bollar fullir með lífsins elixír. í leiðinni skal bent á það, að varla mundi neinum öðrum en Islcnd- ingi detta í hug að kalla kaffi bjór eins og gert er í þessari vísu: Skærum líkust loga Ijúft af gleði rær blóðrauðum í boga buna fellur tær munni hennar mjúkum frá þann gómsæta bergja bjór bollapörin smá. Lífsins tákn Kaffið er í þessu erótíska kjarna- fjölskyldusamhengi orðið lífsins tákn, blóðbönd kynslóðanna liggja eftir ilmmikilli bununni, sem svo tryggir viðgang mannlífs, þrótt og dug mannfólksins: Hvert eitt manns-barn hlýtur hollan kaffi-teyg Blessun farsæl flýtur lljótt af þessuin veig út um sveitir Svella-lands lífgar, styrkir þjóða það þróttinn líkamans. Aður en lýkur flettingum í safni Símons fer lesandinn að skilja bet- ur andlátsorð dúllarans.. áb

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.