Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 19
Helgin 25.-26. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Ein af elstu blæöspum i Grundarskógi. Frá þessu tré er mikið af blæöspum í skóginum komið með rótarskotum. Á myndinni má greina þá Óskar* Magnússon, bónda í Brekku í Skagafirði, og Leó Guðlaugsson í Kópavogi. skyggir þó á að ráðgerð er végar- lagning eftir skóginum endilöng- um, er nýr vegur verður lagður út Svalbarðsströndina. „Nytsemd láttu fegurð í friði, fegurð kannast nytsemd við“, mun einhverntíma hafa verið sagt. Þetta er útaf fyrir sig ágætt heilræði en stundum er hægara um að tala en í að komast. Og ég skil vel.aðunnendum Vaðla- skógar sé það ekkert fagnaðar- efni að eiga von á því að hvæsandi bílaf komi til með að leggja leið sína um þennan unaðsreit. Fólk verður a.m.k. að koma sér all langt frá veginum ef það vill bjóða hvort öðru góðar stundir. Inn að Grund Eftir drjúga dvöl í Vaðlaskógi var stigið í bílana og ekið sem leið lá fram Eyjafjörðinn, við ágæta leiðsögn heimamanna. Hjá því forna frægðarsetri, Möðruvöllum, (sem sjálfur utanríkisráðherrann hélt einu sinni að Möðruvalla- hreyfingin væri kennd við af því hann mundi þá ekki eftir öðrum Möðruvöllum og getum ýmsum skotist þó skýrir séu), - var ekið yfir Eyjafjarðará og heim að höf- uðbólinu Grund í Eyjafirði. Þar hófst viðstaðan með því, að gengið var í Grundarkirkju. Taldist hún . um langan aldur ein fegursta kirkj a landsins og enn stendur hún vel fyrir sínu. Frú Aðalsteina Magnús- dóttir sagði okkur ágrip af sögu kirkjunnar en söfnuðurinn þakk- aði fyrir sig með því að syngja sálm við undirleik Stefáns Haraldssonar í Víðidal í Skagafirði. En á Grund er fleira að sjá en hina fögru kirkju. Þar er einnig all víðáttumikill skógarreitur, sem á sér býsna merkilega sögu, og þang- að var nú stefnt. Hákon Bjarna- son, fyrrverandi skógræktarstjóri, hóf nú upp raust sína og miðlaði okkur fróðleik um þetta merkilega framtak frá aldamótunum. A Idamótaskógurinn á Grund Svo er mál með vexti, að á haustdögum 1899 riðu þrír menn utan frá Akureyri og allt inn að Grund í Eyjafirði. Þetta voru þeir Carl Ryder skipstjóri, Páll Briem, amtmaður og Einar Helgason garðyrkjumaður. Þá um sumarið hafði töluvert af trjáplöntum verið gróðursett við Almannagjá á Þing- E. Flensborg, skógfræðingur, kominn fram að Grund í Eyjafirði og ekki alveg tómhentur. Hafði hann meðferðis 16.400 trjáplöntur og fast að 3 kg. af trjáfræi. Þarna var svo plantað 3500 fjallafurum, 300 lindifurum, 4000 plöntum af hvítgreni, 300 plöntum af Síberíu- lerki, 500 þinum, 1600 birkiplönt- um, 700 reyniplöntum, 400 grár- eynum, 2000 plöntum af gráelri, 600 blæöspum og 200 gráöspum. Trjáfræinu var sáð í flög en þar urðu afföll veruleg. Næstu ár fóru ekki mjúkum höndum um hin ungu fósturbörn Magnúsar á Grund og týndu þau mjög tölunni. Árið 1906, hið síð- asta, sem Flensborg var á íslandi, telur hann þó að furutegundirnar var sest að þakksamlega þegnum veitingum og að sjálfsögðu sá Þór- arinn söngstjóri um að staðurinn væri kvaddur með viðeigandi söngvum. Kjarnaskógur Nú var aðeins einn viðkomu- staður eftir í þessari ánægjulegu vegferð, Kjarnaskógur, spölkorn innan Akureyrar. Ber hann ótvíræð- an vott um athafnasemi eyfirskra skógræktarmanna. Þarerm.a. rek- in myndarleg plöntuuppeldisstöð. Bílarnir voru yfirgefnir við skógarjaðarinn en gengið þaðan gegnum skóginn upp að húsakynn- um þeim, sem reist hafa verið á Kjarna, býlinu, sem nú hefur með Glatt á hjalla í Grundarskógi. Þórarinn Þórarinsson stjórnar söngnum. völlum. Ljóst var, að verulegur munur var á veðurlagi sunnanlands og norðan og skyldi nú fást saman- burður á þrifum samskonar trjá- gróðurs í þessum landshlutum, með því að koma upp trjálundi norðanlands. Magnús bóndi á .Grund bauð land undir trjárækt- ina, endurgjaldslaust, og lofaði meira landi síðar ef árangur af þessari tilraun reyndist góður. Trjáreitnum var svo valinn staður meðfram lækjardragi, ofan Helgu- hóls í hallinu vestur af Grundar- bænum, um haustið kom svo girð- ingarefni til Akureyrar og var flutt á sleðum fram að Grund um vetur- inn. Árla vors árið 1900 er svo Chr. og lerkið hafi sigrast á mestu erfið- leikunum. Árið 1952 var Grundarstöðin stækkuð og eru nú 3,3 ha. innan girðingarinnar. Á árunum 1978 og 1979 voru mælingar gerðar á trjám í Grundar- stöðinni. Meðalhæð mældra berg- fura var þá, 1978, 8,1 m. en hæsta tréð 8,8 m. Meðalhæð lindifurunn- ar, sem einnig var mæld 1978, var 8,0 m. en hæsta tréð 8,9 m. Meðal- hæð lerkisins 1979 var 10,3 m. en hæsta tréð 11,1 m. Hæstablæaspar- tréð var 12,0 m. og hæsta birkið 9,8 m. Eftir að hafa reikað um Grund: arskóg, sem mér fannst bera skemmtilegt svipmót villiskógar, ánægjulegum hætti gengið í endur- nýjun lífdaganna. Þar var numið staðar um stund og bornar fram ríkulegar veitingar, bæði í föstu formi og fljótandi en Þórarinn stjórnaði tónleikahaldi svo að undir tók bæði í Súlum og Keri- ingu, gott ef ekki Kaldbak líka. Dagur, sem lengi verður minnst, var nú mjög liðinn að kvöldi.Fram- undan var kvöldverður í boði bæjarstjórnar Akureyrar og ey- firskra skógræktarmanna. En svo naumur var tíminn orðinn að fá varð því frestað um hálfa klukku- stund svoað tórti gæfist til þess að í góðum félagsskap á ferð um fagurt land vara menn sig ógjarnan á því hvað stundin er hraðfleyg. — mhg „Unglingar" 67ára ogeldri fálíka sinn afslátt 50% afsláttur af öllum fargjöldum í innanlandsflugi á miðvikudögum og laugardögum. Leitið upplysinga hjá næsta umboðsmanni. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi Vinnustofa — 27 ára listakona, nýkomin heim úr framhaldsnámi, óskar að taka á leigu jarð- hæð, snyrtiaðstaða nauðsynleg. Má þarfn- ast lagfæringar. Einnig kæmi til greina bílskúr og herbergi. Upplýsingar í síma 13681. Akurnesingar og a&rir landsmenn athugið IÐNGARÐAR Á AKRANESI Atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar biður þá sem áhuga hafa á atvinnustarfsemi að hafa samband við formann nefndarinnar Jó: hann Ársælsson í síma 93-2367 eða 93- 2251 eða bæjarritara í síma 93-1211 .Auglýs- ing þessi kannar þörf fyrir byggingu Iðngarða á Akranesi. Ef fyrirtæki þitt er í húsnæðis- hraki eða þú hefur áhuga á að skapa ný atvinnutækifæri þá getur símtal frá þér ef til vill leyst vandann. Atvinnumálanefnd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.