Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. september 1982
Mér þykir vænt um þær
breytingar sem hafa orðið
, á viðhorfum manna til
þessara mála, ekki síst
minnar stéttar. Ég hefi
gegnt prestsskap og verið
friðarsinni í þrjátíu ár og
ætti að vita hve mikil og
gagnger umskiptin hafa
orðið.
Ég fór á friöarþing áCeylonfyrir
aldarfjórðungi og sú ferð þótti hin
mesta hneisa, sagði Rögnvaldur.
Svo mælir séra^Bi
Rögnvaldur Finn- ■■
bogason á Staðastaö í
samtali, sem átti sér jW
það tilefni að kirkjanHjl
ræddi um stríð og íriö’H
um síðustu helgi og áttiH
samstarf við stjórnmála
menn um friðarboðskap.
Einn friðarklerkur
var hafður að
háði og spotti.
villuveðiir
Nær
Maður gekk undir manns hönd til
að spyrja mig að því hvort
kommúnistar hefðu ekki borgað
undir mig. Hverju átti ég að svara?
Ég sagði Bergi Pálssyni að minn-
ingarsjóður Stalíns hefði greitt
farið!
Reyndar var það svo, að þegar
ég flutti ræðu á friðarþinginu á
Ceylon var klappað vel og mikið
framan af, en þegar ég minntist á
ótíðindin frá Ungverjalandi sem
ekki voru langt undan, þá dofnuðu
undirtektir mjög hjá austanmönn-
um og Rússar vildu ekki korna
auga á svona mann eftir það.
En hvað um það: Einn friðar-
klerkur var hafður að háði og
spotti, hann var aðhlátursefni
eínnig í sinni stétt, vond skrýtla.
j Það var kalt stríð og pólitíkin
þýddi, að ekki var annað tekið í
mál en að friðarmál væru hápóli-
tísk í þröngri merkingu. Sá sem var
á móti kjarnorkuvopnum á þessum
árum hann var kommi, og þar með
var það afgreitt.
Einu sinni olli ég hneyksli í
prédikunarstól í Bjarnarneskirkju
þegar Ásgeir Ásgeirsson forseti
kom í heimsókn, einn þeirra sem
hafði dregið okkur í Nató. Ég lagði
út af orðumFjallræðunnar: „Vertu
skjótur til sátta við andstæðing
þinn meðan þú ert enn á vegi með
honurn". Ég man að ég minnti
hann líka á Jesaja sem sagði: Vei
þeim sem fara suður til Egypta-
lands í liðsbón — hinum þótti það
lítil viska Ísraelítum, stöddum mitt
á milli stórvelda þess tíma. Við
Ásgeir vorum ekki fyrr komnir út
um kirkjudyr en við vorum farnir
að rífast um hernaðarbandalög. Ég
flutti líka á þessum árum sjó-
mannadagsprédikun gegn kjarn-
orkuvopnum, sem kom reyndar
síðar í Pjóðviljanum. En það tóku
fáir undir, mönnum þótti hlægilegt
að ég skyldi vera að blaðra þetta og
ætti það ekki mikið erindi í prédik-
unarstóli.
Allt var þetta líka tengt þeirri
gömlu lútersku hefð, að kirkjan
ætti að hasla sér afmarkað svið og
vera þar, en láta veraldlega valds-
menn um allt annað.
Menn voru líka undarlega skeyt-
ingarlausir. Á þessum tíma dundu
yfir svotil látlausar tilrauna-
sprengingar, Rússar og Banda-
ríkjamenn, Bretar og Frakkar, allt
lék á reiðiskjálfi, en hér lögðu
menn kollhúfur og sögðu: Við
erum dauðir hvort sem er. Eða:
, Við verðum ekki spurðir um neitt.
voru
svo
stór
Rœtt við
sr. Rögnvald
Finnbogason
um friðar-
baráttu
og kirkjuna
fyrr og síðar
Menn vildu engan greinarmun gera
á því, hvort við yrðum saklausir og
varnarlausir fyrir skakkaföllum
eða kölluðum yfir okkur tortím-
ingu; og skilningsleysið hefur
lengst af verið mikið á því, að við í
Nató bærum ábyrgð á því sem
hernaðarbandalag tekur sér fyrir
hendur.
Tortryggni kaldastríðsáranna ól
á ótta sem gat af sér hatur; þessi
þrenning lék lausum hala, sem er
undanfari allra styrjalda og alls
djöfuldóms í heiminum. Mér
fannst þessi tími líkastur því sem
upp kemur þegar maður reynir að
gera sér í hugarlund andrúmsloft
sextándu og sautjándu aldar,
galdraöld og trúarofsókna. Og var
þetta þó tiltölulega meinlaust hér,
miðað við það sem gekk t.d. í
Bandaríkjunum og fékk Arthur
Miller til að skrifa frægt leikrit, 1
deiglunni.
Kirkjan gerði alltof lítið að því
að ganga fram fyrir skjöldu til að
eyða þessari tortryggni og
vítisanda. Þá eins og nú stendur
það henni næst að berjast gegn því
ofstæki og þröngsýni sem teymir
þjóðirnar inn á hættusvæði. Því
þrátt fyrir allt er kirkjan sá eini sið-
ferðilegi bakhjarl sem samfélagið
á.
Nú talar enginn
með yfirlæti
um heiðingja.
Andlit okkar út á við
er ekki húsræksni
á Keflavíkurflugvelli.
Nei, þetta voru vondir tímar og
hafa lengi verið — allt fram á daga
Varins lands, þegar mikill sægur
fólks biður í sljóleika og hugsunar-
leysi um hengingu og getur reiðst
svo ef á er minnst, að það heldur
rekur fermingarbörn á fjöll og í
önnur pláss en að þau hitti svo ill-
vígan prest.
Einhverntíma sendi Þorsteinn
skáld Valdimarsson mér bók sína
nýkomna, ætli það hafi ekki verið
1956, og skrifaði framan á hana
vísu.
Nœr voru villuveður svo stór
um veraldargeim
og þörffyrir Ijós í litlum kór
að lýsa oss heim.
Það var ósköp huggunarríkt fyrir
sveitaprest, sem var meira eða
minna að tala út í vindinn og
nóttina, að fá slík orð frá Þorsteini
og fleiri góðum vinum.
Þegar maður byrjar prestskap er
maður fullur af hugsjónum og
draumórum og þá hættir manni til
að tala til allrar heimsbyggðarinnar
eins og sá sem situr á Pétursstóli.
En er í raun að tala yfir fáum
sálum, sem misskilja eitt og annað
og hafa kannski mestu skömm á
þér á eftir. En það er samt skárra
en þetta yfirþyrmandi raunsæi sem
að mörgum sækir síðar og af þeim
fítonskrafti sem drepur allar
hugsjónir.
Það verður ekki gert á einum
degi að friða heiminn, en það er
þörf fyrir að hver tali um þessi mál
og vinni að sáttum í sínu umhverfi
— hvort sem hann talar yfir mann-
grúa á Péturstorgi eða í afdal uppi á
Islandi.
Betri tíð
Og nú eru allir farnir að tala um
frið.
Ég held þetta sé tengt því að sl.
20-30 ár hefur kirkjan eignast
sterkari sjálfsvitund í árekstrum
við ótal hugmyndakerfi; hún hefur
eftir því sem á öldina líður gert sér
betur grein fyrir sjálfri sér og
hlutverki sínu í samtíðinni. Einmitt
við það að heimurinn þrengist, öll
þessi samskipti verða við önnur
trúarbrögð, við kommúnisma og
byltingar, við fasisma gamlan og
nýjan, skerpist meðvitund kirkj-
unnar um það sem er brýnast
ætlunarverk hennar. Það er ekki
þar með sagt að hún láti hin svo-
Myndir: eik
AB. skráði.
Ég sagði þeim að
minningarsjóður
Stalíns
nefndu andlegu mál lönd og leið,
en hún er ekki jafnfús og áður að
loka augum fyrir félagslegum
vanda og óleystum málum.
Smáir eru
þeir heimsku
Víðsýni manna hefur líka aukist
að miklum mun — nú tekur engin
upplýstur prestur sér lengur í munn
yfirlætisorð eins og heiðingi um
menn af öðrum trúarbrögðum eða
um svokallaða guöleysingja. Mér
finnst það merkilegt í þessum
heimi þar sem allt er metið í pund-
fetum, hvað smáhópar geta látið að
sér kveða. Eins og kvekarar.
Kvekarahöfðinginn og sagnfræð-
ingurinn W. Barton hefur heimsótt
mig þegar hann er að vísitera eina
íslenska kvekarann, Klemens í
Bótstaðarhlíð. Ég man að strax á
sjöunda áratugnum var hann að
tala um það við mig að það þyrfti
að koma á viðræðum kristinna
manna og kommúnista, ekki síður
en milli kristinna kirkna innbyrðis.
Viðhorf kvekara eru mér hugna-
legri en flestra annarra kristinna
samfé-laga. Barton sagði mér frá
því, að eftir nýlendustríðið í Alsír
hefði farið þangað hópur kvekara
til að hjálpa til við að endurreisa
mosku sem hafði hrunið í styrj-
öldinni. Hjálpin var ekki veitt til að
reisa kirkju eða reka trúboð — því
þessir menn vissu að víðar er guð
en í Görðum.
Og við, þessi dvergþjóð, erum
ekki smáir vegna þess hve fáir við
erum heldur fyrir heimsku okkar
sakir. Andlit okkar út á við er ekki
eitthvert húsræksni á Keflavíkur-
flugvelli; það er algjör mis-
skilningur. Það birtist í því hvort
við komum fram með reisn og sjálf-
stæði, en ekki sem undirlægjur
einhvers stórveldis. Við erum að
mikla okkur af því stundum á
tyllidögum, að við séum vopnlaus
þjóð, en þorum ekki að rísa undir
þessum orðum á einn eða annan
veg.
Of seint
Já — svo eru þeir sem eru að
segja, að allt sé orðið of seint. Það
er ægileg hugsun. Ef menn afskrifa
sjálfa sig svo endanlega, gefast upp
eins og Árni Magnússon í Kaup-
mannahafnareldi þegar logar læsa
sig í bækurnar — þá er ekki til verra
guðleysi. Ekki frá sjónarmiði krist-
inna manna sem vilja meina það
sem þeir segja. Ef maðurinn missir
vonina þá er úti um hann. — Vonin
skal fylgja mér allt að slagbröndum
Heljar, segir Job...
— áb