Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 32
Aðalsími Þjóðviljans er 8X333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 itafn vikunnar „Við viljum ekki láta kljúfa okkur, þess- vegna megum við ekki tilheyra neinum stjórnmáiaflokki. Fólk er svo hatrammt þegar stjórnmál eru annars vegar. En við megum fylgja mönnum og málefnum í kosn- ingum“, segir Rabbani. Guðmundur Emilsson Rabbani kemur til ísiands, en ísland er 138. landið sem hún heimsækir. Það þótti heldur betur tíð- indum sæta í vikunni, þegar sú frétt barst frá nokkrum ung- um og áhugasömum tónlistar- mönnum, að í bígerð væri að stofna nýja Sinfóníuhljóm- sveit hér á landi. Á blaða- mannafundi var svo fyrir- tækið kynnt og ber það nafnið íslenska hljómsveitin. Maður heitir Guðmundur Emilsson og hefur hann undanfarin ár menntað sig í hljómsveitarstjórn í Banda- ríkjunum. Hann á ekki svo lítinn þátt í stofnun þessarar hljómsveitar og mun fyrsta starfsárið sjá um þá hlið mála sem snýr að stjórnun hljóm- sveitarinnar. Þjóðviljinn sló á þráð til Guðmundar og spurði hann hvort meiningin væri að fara út í samkeppni við Sinfóníuhljómsveit Islands: „Nei, við munum ekki veita þeirri hljómsveit neina sam- keppni. Allt okkar verkefna- val er allt öðruvísi og þær tón- bókmenntir sem liggja til grundvallar efnisvali Sinfóníuhljómsveitarinnar eru fyrir mun stærri hljóm- sveitir en við erum með“. Afvopnun og alheims- friður þýðingarmestur Guðmundur Emilsson. - Hver átti hugmyndina að stofnun þessarar hljóm- sveitar? „Það mun hafa verið fyrir u.þ.b. 17: ári að ég kom að máli við nokkra kunningja mína sem ég vissi að voru vel inní málefnum tónlistarinnar og það varð úr að komið var á stofnfundi fyrir um einu ári.“ - Hvaða ástæður liggja fyrir stofnum þessarar hljóm- sveitar? „Fyrst og fremst þær að við viljum gefa ungu fólki kost á að spila og öðlast tækifæri til að þroskast í sinni list. Það komast ekki allir fyrir á pallin- um í Háskólabíó.“ - Nú eru í hljómsveitinni menn sem einnig leika í Sinfóníuhljómsveit íslands. Leysir hljómsveitin ekki nema að takmörkuðu leyti vanda atvinnulausra tónlistar- manna? „Það eru ekki nema 5-8 sem eru í Sinfóníunni svo hin nýja hljómsveit kemur alveg tvímælalaust til móts við tónl- istarmenn." - Hvernig verður hljóm- sveitin fjármögnuð? ,yVið vonumst eftir stuðn- ingi frá einstaklingum og fyrirtækjum auk þess sem við vonumst til að fá tekjur af sölu á flutningsrétti. Sala á að- göngumiðum og aðgangskort- um er þó það sem allt stendur og fellur með. Við hreinlega treystum á tónlistarunnendur, að þeirbregðistekki. Við höf- um fjárfest ídýrum tækjum og höfum stofnað kröfuharða hljómsveit. Ef við förum á hausinn þá verður það gert með glæsibrag." - hól. hrönnum. Við höfum vakið at- hygli á þessu á alþjóðavettvangi og fjöldamargir aðilar hafa mót- mælt morðunum, en án árang- urs.“ Og allt í kring um okkur eru átök og styrjaldir. Það er skelfi- legt að fylgjast með því sem er að gerast í Líbanon. Því miður eru friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna of veikar. Þær ættu að vera miklu öflugri, - þannig að þær gætu verndað friðinn og leyst af hólmi alla aðra heri. Á sama hátt og við viljum heldur að lög- reglan haldi uppi lögum og regl- um, en að hver maður sé með byssu heima hjá sér.“ Við víkjum nú að öðrum heimshlutum og Rabbani segir okkur frá ferð sinni til Afríku 1969, sem stóð í 4 ár. „Við fórum tvær á jeppa og ók- um yfir 45 þús. kílómetra. Mörg- um fannst þetta glæfralegt ferða- lag, en á þessum tíma vorum við óhultari þarna í frumskóginum en inni í stórborg." í þessum leiðangri kynntist Rabbani frumstæðum þjóðflokk- um og lífi þeirra. Sannfæring hennar er að hina upprunalegu sómatilfinningu, hreinskilni og djúpu hugsun sé fremur að finna meðal frumbyggja en í stórborg- um, þar sem allt mannlíf ein- kennist mjög af efnishyggju. Ár- ið 1975 fór Rabbani til Ama- zon-svæðisins í Suður-Ameríku og ferðaðist meðal indíána, búsk- negra og annarra þjóðflokka, og var öll förin kvikmynduð. Mynd þessi hefur verið sýnd um allan heim og þykir sérstök heimilda- mynd. Rabbani gerði sjálf hand- ritið, en hún er mikilvirkur rit- höfundur, hefur m.a. ort ljóð og skrifað leikrit. Nú síðast hefur hún kynnst ind- íánum í Alaska og ferðast um svæði þeirra. Hún var heiðruð af arnarættbálknum meðal Tling- it-indíánanna og Sioux-indíán- anna. Frásagnir Rabbani gætu enst í mörg blöð, en þetta verður að duga að sinni. Rabbani og Viol- ette fara héðan í næstu viku og halda til Labrador á lítilli 2ja hreyfla flugvél, sem þær nota til ferðalaganna. — þs segir Ruhiyyih Rabbani, einn fremsti boðberi Bahái-trúarinnar í heiminum — „Samcining mannkyns og al- heimsfriður er baráttumál okkar Bahá’ía og við teljum að það sé þýðingarmesta viðfangsefni manna í dag. Við erum ekki öll eins, en við megum engum fórna á altari þjóðernishyggjunnar. Við eigum að vernda uppruna okkar og sérkenni, en sameinast um öll grundvallaratriði mannlegs lífs. Bahá’íar binda miklar vonir við Sameinuðu þjóðirnar og getu þeirra til að koma á friði í heimin- um, þótt útlitið sé allt annað en bjart þessa stundina,“ segir Ruh- iyyih Rabbani, en hún er einn þekktasti einstaklingur innan Ba- há’í trúarinnar í heiminum. Hún er ekkja Shoghi Effendi, sem var stjórnandi Bahá’ía á árunum 1921-1957, og hefur Rabbani ferðast um 138 lönd til að kynna trú Bahá’ía. Móðir hennar var fyrsti Bahá’í- inn í Evrópu, en hún er sjálf fædd í New York. Rabbani býr nú í Haifa í fsrael, en ferðast stöðugt um heiminn, heldur fyrirlestra, hittir stjórnmálamenn og þjóð- höfðingja í þeirri von að baráttu- mál Bahá’ía megi komast í fram- kvæmd. Og nú er hún stödd hér á fs- landi í fyrsta sinn ásamt Violette Nakhjavani, sem einiiig býr í 'fs- rael og ferðaðist m.a. með henni í 4 ár um Afríku á jeppabifreið. ísland er 138. landið sem Rabb- ani heimsækir og hún segir að lík- lega sé það fallegasta land í heimi. Þær komu liingað frá Grænlandi, og hún á fá orð yfir Með þessari tveggja hreyfla vél ferðast hún um heiminn, en héðan fara Rabbani og Violette til Labrador. fegurð íslands í haustlitunum. „Og fólkið hér er framsækið og vel menntað, er mér sagt. Ég hef þegar ferðast nokkuð um ísland og kynnst mörgu fólki sem stað- festir þetta,“ segir hún. Við biðjum Rabbani að segja okkur frá uppvexti sínum. „Ég er fædd í New York, en fluttist síðan til Kanada. Ég bjó í Evrópu í mörg ár, m.a. 2 ár í Þýskalandi á tímum Hitlers. Hitl- er ofsótti Bahá’ía og bannaði fundi okkar, enda samrýmdust kenningar okkar um jafnan rét allra kynstofna ekki hugmyndum hans. Árið 1937 giftist égog flutt- ist til ísrael og bjó þar alla síðari heimsstyrjöldina.“ „Hvenær gerðist þú Bahá’íi?“ „Móðir mín var Bahá’íi og fað- ir minn varð það síðar. Ég var því alin upp í trúnni, og var ætíð sannfærð um mikilvægi hennar fyrir mannkynið.“ „Þú hefur aldrei efast?" Eitt af helstu baráttumálum Bahá’ía er fullt og óskorað jafnrétti kynjanna. Konur í Arabalöndum, sem aðhyllast trúna, voru fyrstar til að kasta bíæjunni og voru líf látnar fyrir. Þegar Bahái trúin kom fram á síðustu öld, varekki einu sinni viðurkennt að konur hefðu sál, hvað þá að þær skyldu njóta sama réttar og karlmenn. „Jú, í eina viku. Ég hafði mik- inn áhuga á læknavísindum þegar ég var ung og margir vinir mínir voru að læra til læknis. Þá var miklu lengra á milli vísinda og trúarbragða en í dag. Vinir mínir gerðu harða hríð að mér fyrir að vera trúuð. Þeir voru raunvís- indamenn og trúðu aðeins á það sem vísindin gátu sannað þeim, - guð og eilíft líf var ekki með í því dæmi. Og ég efaðist. En ekki lengi. Nú er styttra á milli vísinda og trúarbragða. Menn viður- kenna, að það eru til svið sem mannsheilinn nær ekki yfir, - svið sem eru æðri.“ „Geturðu sagt okkur frá upp- runa trúarinnar?" „Bahái-trúin er upprunnin í ír- an um miðbik síðustu aldar. Höf- undar hennar eru af írönsku bergi brotnir, Bábinn, fæddur 1819 lýsti því yfir að Guð hefði kallað hann til að ryðja braut miklum ' endurlausnara, sem öll trúar- brögð heims hefðu gefið fyrirheit um. Bábinn var líflátinn á her- skálatorginu í Tabríz 1850. Ba- há’u ’lláh lý sti því síðar yfir í Bagd- að árið 1863 að hann væri sá sem Bábinn hefði sagt fyrir um. Með- an hann lifði voru yfir 20 þúsund fylgjendur þeirra líflátnir með ■hroðalegum liætti í íran og of- sóknir á hendur þeim hafa haldið stöðugt áfram. Ofsóknirnar eru nú skipulagðari en nokkru sinni fyrr. Khomeini og klerkar hans hafa látið eyðileggja allt sem við eigum og höfum byggt upp í landinu og látið myrða Bahá’ía í WÐVIUINN Helgin 25.-26. september

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.