Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 13
Helgin 25.-26. september ’ ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Ásmundarsalur: Sýning frá N-Kóreu Á laugardag kl. 17 verður opnuð í Ásmundarsal við Freyjugötu sýn- ing á bókum, ljósmyndum, útsaumi og öðrum listmunum frá N-Kóreu. Sýningin verður opin kl. 9-22 fram til 30. september. Á sýningunni gefur m.a. að líta rit þjóðarleiðtoga Kóreumanna, Kim II Sungs og fleiri bækur, hand- iðnað, póstkort ogljósmyndir. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Bókband 10 vikna námskeið í bókbandi hefst 2. októ- ber n.k. Kennt er á laugardögum í Fannborg 2. Þátttökugjald er kr. 620.- Innritun og upplýsingará Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12 - sími 41570. Tómstundaráð Gylfi í stað Hannibals I gær sögðum við frá áhugaverð- um umræðuþætti í sjónvarpi n.k. þriðjudagskvöld, þar sem fjórar landskunnar stórnmálakempur munu leiða saman hesta sína og ræða um stjórnmál á íslandi fyrr og nú. Til stóð að Hannibal Valdimars- son yrði einn þessara fjórmenn- inga, en af því gat ekki orðið. í hans stað tekur Gylfi Þ. Gíslason þátt í umræðunum. -Ig Námskeið RKÍ um öldrunarmál: Hvað hefur áunnist? í gær hófst í Reykjavík tveggja daga námstcfna Rauða kross Is- lands og er verkefni hennar að meta hvað áunnist hefur síðan ákveðið var haustið 1980 að beina starfi RKI til baráttu fyrir bættum kjör- um aldraðra á Islandi. Stofnaðar voru sérstakar öldrunarnefndir í öllum félagsdeildum og haldin námstefna 1981 þar sem fyrirliðar öldrunarnefndanna komu saman til skipulagningar á verkefnum á ári aldraðra 1982. Námstefnunni nú er einnig ætlað að treysta grundvöll framtíðar- starfa Rauðakrossdeilda að öld- runarmálum. Hana sækja rúmlega 60 fulltúar frá nær öllum félags- deildum, og verða fluttir á henni 14 fyrirlestrar, m.a. um hagi aldraðra, dagvistun, heimilishjálp, félög aldraðra, orlofsdvalir, húsnæðis- mál o.fl. Námstefnunni lýkur kl. 18 í dag, laugardag. Menningar- og minningarsjóður kvenna: Merkjasala í dag í dag, laugardaginn 25. septemb- er, er árlegur merkjasöludagur Menningar- og minningarsjóðs kvenna. Tilgangur sjóðsins er að vinna að menningarmálum kvenna ma. með því að styðja konur til framhaldsnáms og hafa 516 konur hlotið styrk úr sjóðnum. Það eru kvenfélög sem sjá um merkjasöluna hvert á sínum stað um allt land. Merkin kosta 10 krón- ur og verða sölulaun greidd. Merkjasalan er helsta fjáröflunar- leið sjóðsins og eru menn hvattir til að styðja starfsemi hans með því að kaupa merki. VEXTIR Vextir eru nú 3,5% á ári og jafnir allan lánstímann. BINDITÍMI Skírteini í 2. flokki 1982 verða innleysanleg að þrernur árum liðnum, þ.e. frá 1. október 1985. Á binditíma hefur jafnan verið hægt að selja spariskírteini með skömmumfyrirvara á hinum almenna markaði. LÍTIL FYRIRHÖFN Fjárfesting í spariskírteinum er mun fyrirhafnar- og áhyggjuminni en fjárfesting ífasteign og skilar auk þess öruggum arði. SKA TTFRELSI Skv. gildandi lögum um tekjuskatt og eignarskatt kemur ekki í neinu tilviki til skattlagningar á vaxta- og verðbótatekjuraf spariskírteinum hjá mönnum utan atvinnurekstrar. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI SKYNSAMLEG FJÁRFESTING - TIL SÖLU NÚNA - SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.