Þjóðviljinn - 25.09.1982, Side 4
4 SÍDÁ —'ÞJÓDVltJINN Hélgin 25.-26. september
Þróun olíuverðs og verðmyndun innanlands:
Við íslendingar kaupum nú alla
okkar olíu og bensín frá Sovétríkj-
unum og er það skráð á svokölluðu
Rotterdamverði. Á árinu 1980 og
1981 reyndum við að brjótast út úr
sovéska rammanum og hófum við-
skipti við breska ríkisfyrirtækið
British National Oil Corporation -
BNOC. Aðdragandi þeirra við-
skipta, sem urðu okkur íslending-
um allt annað en hagstæð, var með-
al annars sá að í skjóli hækkandi
verðlags á olíu vorið 1979 hóf
Morgunblaðið og þáverandi
stjórnarandstaða mikla áróðurs-
herferð gegn Rússum sem um langt
skeið höfðu séð okkur fyrir olíuaf-
urðum. Svavar Gestsson, þáver-
andi viðskiptaráðherra skipaði þá
svokallaða Olíuviðskiptanefnd og
sátu þar fulltrúar allra stjórnmála-
flokkanna og var formaður hennar
Skipting ííi
bensínvei'ðí
10.66%
■ 4.34%
1.23% mm
Innkaupsverð og flutningur.......30.98%
Opinber gjöld....................52.79%
Dreifing innanlands..............10.66%
Verðjöfnunargjald................ 1.23%
Tillag til innkaupajöfn.reikn.... 4.34%
Skípting ai
c|;*sol«Li\#oröi
9.42%
12.12%
| ^8% m £69% m
Innkaupsverð og flutningur.......69.23%
Opinbergjöld..................... 3.08%
Dreifing innanlands..............12.12%
Verðjöfnunargjald................ 3.46%
Framlag v/ríkisábyrgðaláns....... 2.69%
Tillag til innkaupajöfn. reikn... 9.42%
Borgum við Islendingar
okurverð fyrir olíuna?
Oft heyrast þær raddir hér á landi aö olíuveröiö á
erlendum mörkuðum sé alltaf aö lækka en innanlands
megi menn hafa sig alla við meö að fylgjast meö
stígandi veröi á eldsneyti. Þaö er aö vísu alveg rétt aö
t.d. bensín hefur hækkaö fimm sinnum á þessu ári og
þaö uröu meira aö segja tvær hækkanir í ágústmánuði.
Verðið á bensínlítranum var „aðeins“ 9.45 krónur
6.febrúarsl.,en ernú 12.20 krónur.
Hvað veldur þessu? Er þetta tilkomið hér innanlands
vegnaóheyrilegrarskattheimtu ríkissjóös, eðaveldur
hér um óhófleg álagning og dreifingarkostnaður
olíufélaganna? Eða veldur hér mestu um óhagstæð
gengisþróun og hin margumtalaða íslenska verð-
bólga? - Sitthvaö er til í þessum tilgátum en viö skulum
aöeins skoöa veröþróunina á eldsneyti á alþjóöamark-
aði og átta okkur á því hvernig verðið á bensíni og hráolí.u
verður til hér innanlands.
Fréttaskýring
Jóhannes Nordal. Áður hafði
viðskiptaráðherra skipað Olíu-
nefndina, snemma ársins 1979 og
vann hún mikið starf við upplýs-
ingaöflun um olíuviðskiptamál
okkar.
í febrúar 1980 skilaði Olíuvið-
skiptanefnd áliti sínu og gerði hún
tillögur um að keypt yrði olía frá
BNOC þar sem verðviðmiðunin
yrði hið almenna viðskiptaverð
(main-stream) og taldi að þau við-
skipti ættu að geta blómgast á
næstu árum. Þá taldi nefndin nauð-
syniegt að athugaðir yrðu mögu-
leikar á að íslendingar keyptu hrá-
olíu til vinnslu hér innanlands,
einkum frá Noregi og Saudi-(
Arabíu. í stuttu máli urðu þessar
niðurstöður til þess að keyptir voru
BNOC-farmar af olíu, 60.000 tonn
árið 1980 og 40.000 tonn árið 1981.
Var þar um heimingi minna magn
að ræða en gert hafði verið ráð fyrir
frá Bretlandi.
Þessi olíuviðskipti urðu okkur
dýr. Þessi olía reyndist rúmlega
12% dýrari en greitt var fyrir
olíuna frá Sovétríkjunum á sama
tíma og í dag nemur skuld okkar
vegna þessara litlu viðskipta tugum
miljóna króna. Hefur einn forstjóri
olíufélagsins hér á landi fullyrt að
hefði þessi samningur ekki verið
gerður, mætti lækka útsöluverð á
olíu í dag um 8-10%.
Hvers vegna
keyptum við
frá BNOC?
í fyrsta lagi er ljóst að verð á
Rotterdam-markaði var mjög
óhagstætt mánuðina febrúar-júní
1979 og að við keyptum þá 3-4
farma sem voru mun dýrari en þá
hafði" verið. Hinu má svo ekki
gleyma að olíuviðskipti okkar við
Sovétmenn, allar götur frá olíu-
kreppunni 1974 (og raunar mörg
árin á undan) hafa verið okkur
mjög hagstæð. Eftir y ia tíma-
bundnu verðhækkun á Kotterdam-
markaðnum hlupu svo stjórnar-
andstæðingar hér heima upp til
handa og fóta með Morgunblaðið í
broddi fylkingar, og sökuðu for-
stjóra olíufélaganna og þáverandi
viðskiptaráðherra um taglhnýt-
ingshátt gagnvart Rússum: að rúss-
neski björninn þvingaði okkur til
að kaupa af sér dýrari olíu en ann-
ars staðar væri í boði. Þessi áróður
hreif að svo miklu leyti að ákveðið.
var að kaupa tvo farma frá BNOC
með þeim háskalegu afleiðingum
sem það hefur haft.
f öðru lagi var sú skoðun ríkj-
andi, og út af fyrir sig skiljanleg, að
okkur væri hollara að binda trúss
okkar við fleiri en einn í þessum
efnum, að það gæti verið háskalegt
öryggi okkar að kaupa alla okkar
olíu af einni þjóð. Undan þessu
vildu menn brjótast. Þetta tókst
ekki í þetta skiptið ef horft er á
hlutina út frá efnahagslegu sjón-
armiði því tap okkar lslendinga á
BNOC viðskiptunum nam 3.5 milj-
ónum dollara og var ekki á við-
skiptahallann bætandi.
Þróun olíuverðs
frá áramótum
Hún hefur verið með þeim hætti
að verðið hefur heldur þokast nið-
ur á við, nema bensínverðið. Það
hefur hins vegar ekki orðið neitt
verðfall því samstaða olíuríkjanna
hefur leitt til þess að verðinu hefur
verið haldið við ákveðið mark. A
meðfylgjandi línuriti sést vel hver
þróunin hefur orðið, en þessar töl-
ur miðast við verðið á Rotterdam-
markaði í lok ágústmánaðar sl.
Samkvæmt verði sem var í gildi á
þeim markaði kostaði bensínið
320.89 dollara hvert tonn en verðið
nú er hins vegar 332.82 dollarar.
Það komst lægst á árinu í marsmán-
uði en þá þurftum við aðeins að
greiða 273.31 dollarar fyrir tonnið.
Gasolían hefur hins vegar lækkað
úr 315.70 dollurum í 286.15 dollara
í dag. Svartolían hefur lítið hreyfst
Þróun olíuverðs á Rotterdam-~ f
markaði janúar-ágúst 1982
US $ pr. tonn
350-1
300
250
200
150
k X V / / / / / / / / X X X X X Bensin
X X X X X ... NS •••. N / ✓ / / / ’*••••..,# Gasolfai
— S vartolía
jan febr mars april máí júrtf júH ág
Valþór
Hlöðvers
skrifar
eða úr 166.19 dollurum í 161.97
dollara í dag.
Hér er auðvitað ekki um stór-
vægilegar breytingar að ræða en
staðreyndin er samt sú að þær hafa
skilað sér í lægra orkuverði hér á
landi ef tekið er tillit til þróunar
dollaragengis (sem við kaupum
alla olíu á) og verðbólguþróunar-
innar á Fróni. Frá síðustu ára-
mótum hefur bandaríkjadollar
hækkað um hvorki meira né minna
en 76.5% en bensínið hins vegar
ekki nema um 44.4% á sama tíma.
Gasolían hefur hins vegar hækkað í
íslenskum krónum um 67.7% frá
áramótum.
Af þessu sést að olíuverðið á ís-
landi hefur ekki einu sinni náð að
fylgja dollaraverðinu og sýnir það
svart á hvítu að lækkanir á
heimsmarkaðsverði hafa náð að
koma fram í verðinu hér heima.
Hvernig verður
olíuverðið til
innanlands?
Það er oft talað um að íslensk
stjórnvöld séu mjög með fingurna í
olíuverðinu og að vér mörlandar
verðum að borga okurverð fyrir
olíur og bensín vegna óhóflegrar
skattheimtu. Hvað er til í þessu?
Með þessari grein er birt stöplarit
sem sýnir hlutfall einstakra verð-
liða á bensíni og hráolíu. Opinberu
gjöldin af hráolíunni nema aðeins
3.08% en hins vegar greiðum við
stóran toll af bensínverðinu í ríkis-
sjóð, hvorki meira né minna en
52.8%. Þessi skattheimta hefur
verið við lýði um langt árabil og
hefur m.a. verðið rökstudd með
orkusparnaðarsjónarmiði í huga:
að það væri rétt að leitast við að
draga úr bensínnotkun sem allra
mest.
Ef athugað er hver þessi opin-
beru gjöld á bensíni eru, kemur í
ljós að þar vegur bensíngjaldið
mest, en það fer til vegafram-
kvæmda, þá er um að ræða sölu-
skatt, toll og tollaafgreiðslugjald,
landsútsvar og svo bankakostnað,
leyfis- og vörugjald.
Borgum við
okurverð? -
Niðurstöður
Það er alveg ljóst að íslendingar
greiða afar hátt bensínverð þar sem
rúmlega helmingur útsöluverðs á
bensíni rennur til ríkissjóðs sem
skattur. Auk þess kemur til
dreifingarkostnaður — sem eflaust
er hærri hér en í mörgum öðrum
löndum, m.a. vegna smæðar mark-
aðarins og þrefalds dreifingarkerfis
- og aðrir þeir kostnaðarliðir sem
skýrt hefur verið frá. Aftur á móti
höfum við um alllangt árabil keypt
olíu á Rotterdam-verði frá Sovét-
ríkjunum, utan tvo farma á árinu
1980 og 1981, og það hefur að jafn-
aði verið lægra en annars staðar
hefur verið í boði. íslensku olíufé-
lögin hafa alla tíð getað sannreynt
að þau viðskipti væru hagstæð og
vöruðu mjög við BNOC viðskipt-
unum, sem m.a. var farið út í vegna
skefjalauss áróðurs af hálfu Sjálf-
stæðisflokksins og Morgunblaðs-
ins. Var óneitanlega pólitísk lykt af
því máli og ekki öll kurl komin til
grafar af hverju það brambolt allt
stafaði.
Hitt stendur óhaggað, sem hald-
ið hefur verið fram í Þjóðviljanum,
að svartolíuverðið á íslensk fiski-
skip er afar hagstætt og að stór hluti
fiskveiðiflotans á kost á því að
kaupa talsvert ódýrari olíu en hægt
er að fá á fiskiskip erlendis. Gasolíu
iverðið í erlendum höfnum er hins
vegar allnokkru hærra en hér tíðk-
ast og veldur þar lang mestu um
dreifingarkostnaðurinn og skattur
til að mæta gengissveiflum. _v