Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 31
Helgin 25.-26. september ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 31 Verkfall hafið á kaupskipaflotanum: Fjöldi skipa stöðvast allra næstu dagana Tölur skipafélaganna um kostnaðarauka út í hött, segir fulltrúi Sjómannafélagsins Verkfall undirmanna á kaup- skiptaflotanum, það er þeirra sem eru í Sjómannafélagi Reykjavíkur, hófst á hádegi í gær, og hafa stöðug- ir fundir verið með deiluaðilum að undanförnu hjá ríkissáttasemjara. Meginkröfur Sjómannafélagsins eru annars vegar um hækkun grunnlauna, þannig að lægstu laun á skipunum verði 8.985 krónur og sú hækkun gangi síðan upp allan launastigann. Þá er um að ræða kröfu upp á 20% grunn- kaupshækkun. Þá fara sjómenn fram á að yfirvinna verði reiknuð með 80% álagi ofan á dagvinnu- taxta, ístað60%. Teljasjómenn að sú breyting þýði um 5% kostnaðar- auka fyrir skipafélögin. Tómas Ólafsson skrifstofustjóri Sjómannafélags Reykjavíkur benti einnig á, að margt í kröfum sjó- manna væri einungis fjárfesting fyrir útgerð skipanna eins og kaup á ýmiss konar öryggisútbúnaði og fráleitt að reikna það sem kostnað eingöngu. Kaup á öryggisskóm gætu margborgað sig, ef það kæmi í veg fyrir alvarlegt slys á sjómanni. Þá vildi Tómas ítreka að tölur út- gerðarinnar um að kröfur sjó- manna hefðu í för með sér 60% kostnaðaraukningu, væru aldeilis út í hött. Kaupskip stöðvast allra næstu daga, semjist ekki í deilunni. Hjá Sambandinu koma Arnarfell, Dís- arfell og Helgarfell til hafnar næstu 3 daga og koma þau til með að stöðvast. Hjá Hafskip stöðvast 4 skip 28. september til 4 október, þ.e. Selá, Laxá, Langá , g 7<aftá. Hjá Eimskipafélaginu eru nokkur skip bókuð til hafnar til 4. október, en Urriðafoss átti að koma í gær, Fjallfoss í dag, Lagarfoss á morg- un, Álafoss á þriðjudag, Dettifoss á miðvikudag, og Eyrarfoss er væntanlegur til íslenskrar hafnar 4. október. Önnur Eimskipafélags- skip eru nýfarin út, en stöðvast eitt af öðru þegar þau koma til íslands, B orgarstarf smenn hafa undirritað sérkjarasamning: Lægst launuðu hópamlr geta allvel Haraldur Hannesson: Við erum ánægðir með samkomulagið, þó ekki hafi allt náðst fram. við unað segir Haraldur Hannesson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar undirritaði sérkjarasamninga sína við Reykjavíkurborg í fyrradag, og verða samningarnir kynntir á stærstu vinnustöðum í borginni og hjá fulltrúaráðinu eftir helgi. Að því loknu fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla um samningana í félagi borgar- starfsmanna, en þeir eru um það bil 2500. „Ég er ánægður með þetta sam- komulag og tel að lægstu hóparnir megi allvel við una. Það var frá því gengið að flokkarnir fyrir neðan 6. launaflokk þurrkast út, sem þýðir að byrjunarlaunin verða tæplega '8000 krónur, en það er nokkurn veginn það mark sem BSRB- þingið í sumar setti sér”, sagði Har- aldur Hannesson hjá Starfsmann- afélagi Reykjavíkurborgar í sam- tali við Þjóðviljann í gær. „Þessi samningur er í anda sér- kjarasamninga sem ríkisstarfs- menn gerðu með sér, og ekki langt frá ASÍ samkomulaginu frá í sumar. Auk þeirra lægst launuðu geta til dæmis tæknimenn og verk- stj órar hj á borginni allvel við unað, en það eru þeir hópar sem hafa haft sterka viðmiðun við samsvarandi hópa á vinnumarkaðnum”, sagði Haraldur ennfremur. - Hvað með fóstrur, fengu þær einhverjar bætur? „Ekki höfðum við nú fyllilega er- indi sem erfiði þar, og fóstrur settu mjög á oddinn launahagkkanir til forstöðumanna, en það hafðist ekki fram, utan það að umsjónar- fóstrur hækka um einn flokk. Hins vegar lenda fóstrur nú í svokölluð- um heilbrigðishópi, sem gæti þýtt það, að þær hafi betri samningsað- stöðu eftir en áður”. - Að lokum, Haraldur, hvað var hér um miklar prósentuhækkanir í hcildina að ræða? „Ég vil ekki nefna neina sérstaka tölu í þeim efnum. Bæði er, að við höfum ekki reiknað það nákvæm- lega út, og eins hitt að ég tel eðli- legra að þetta samkomulag fari fyrir fulltrúaráðsfund áður en ein- stök efnisatriði eru kynnt ræki- lega”, sagði Haraldur Hannesson formaður Stárfsmannafélags Reykjavíkur að lokum. 13 skip 3ja stærstu skipafélaganna stöðvast í íslenskum höfnum næstu 10 daga, hafi ekki samist í deilu undirmanna á kaupskipaflotanum. Ljósm. - gel. hafi ekki samist. Erlend leiguskip félaganna eru utan við deiluna, þar sem þau sigla undir erlendum fánum. Þessi deila tekur til um 250 manna á kaupskipaflotanum, en þar er um að ræða háseta, báts- menn, smyrjara, viðvaninga og vikafólk. Aðrir starfshópar um borð eru í öðrum félögum. Tómas Ólafsson skrifstofustjóri Sjómannafélagsins sagði, að tekin yrði afstaða til stöðvunar hvers skips fyrir sig, þ.e. hvort losun yrði leyfð og flutningur skipsins í öruggt lægi. U mf erðarslysin: Mun fleiri en í fyrra Alvarleg meiðsl aukast gífurlega Samkvæmt bráðabirgðaskrán- ingu umferðarslysa með meiðslum, frá Umferðarráði, virðist Ijóst að slysum í umferðini hefur farið stór- lega fjölgandi fyrstu 8 mánuði árs- ins miðað við árið á undan. Sam- tals slösuðust í umferðinni 522 menn, en „aðeins” 447 í fyrra. Dauðaslys urðu á þessu tímabili 14 í ár, tveimur fleiri en í fyrra. í 368 slysum hlutu 250 manns alvar- leg meiðsli, og varð að leggja 201 inn á sjúkrahús af þeirra völdum. Árið á undan urðu hins vegar 329 slys í umferðinni á sama tímabili; þar af hlutu 165 manns alvarleg meiðsli og 139 voru lagðir á sjúkra- hús. Svo vill til í ár, að karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem hafa slasast, eða 341 á móti 181 konu. Oftast hafa farþegar í umferð- inni slasast, en því næst koma öku- menn bifreiða. 3ji stærsti hópur fórnarlambanna eru fótgangandi vegfarendur. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði Aðalfundi frestað Áður auglýstum aðalfundi Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði er frestað um eina viku, til þriðjudagsins 5. október. Frestunin er vegna stjórnmál- aumræðna í sjónvarpssal á áður auglýstum fundartíma, en margir félags- menn hafa óskað eftir að geta fylgst með þeim umræðum. Dagskrá aðalfundarins er að. öllu leyti óbreytt. Hann verður haldinn í Skálanum Strandgötu 41, kl. 20.30 þriðjudaginn 5. október. a) Inntaka nýrra félaga. 2) Venjuleg aðalfundarstörf. 3) Alþingismennirnir Geir Gunnarsson og Svavar Gestsson mæta og ræða stjórnmálaviðhorfin. 4) Önnur mál. Kaffi á könnunni. Félagar, fjölmennið! Stjórnin Alþýðubandalagið á Akranesi Fundur í bæjarmálaráði verður haldinn í Rein mánudaginn 27. september og hefst kl. 20 stundvíslega. Fundarefni: Skipulag vetrarstarfsins og störf nefnda bæjarins. | Stjórnin Ný vísitala bygg- ingarkostnaðar: Hækkar um 16,8% Hagstofan hefur eiknað út vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í fyrra hluta þessa mánaðar og reyndist hún vera 1331 stig miðað við 1140 stig cftir verðlagi í fyrra hluta júlí. Hækkun frá júní til sept- enrber er 16.8%. Sú vísitala sem nú hcfur verið rciknuð gildir á tíma- bilinu október-desember Unglingaheimili ríkisins óskar eftir uppeldisfulltrúa. Skriflegar umsóknir berist fyrir 4. október að Kópavogsbraut 17. Upplýsingar gefnar í síma 41725. Söngsveitin Fílharmónía Æfingar hefjast í Melaskólanum miðvikudag- inn 29. sept. kl. 20.30. Verkefni: Hátíðamótettan „In ecclesiis“ eftir G. Ga- brieli. Kantata nr. 140, „Vakna, Sions verðir kalla“ eftir J.S. Bach. Óperan „Tosca“ eftir G. Puccini. Requim op. 48 eftir G. Fauré. Stjórnandi: Guðmundur Emilsson. Nýir félagar eru velkomnir þegar á fyrstu æfingu. Upplýsingar veittar í símum 79820,74135 og 39119. Námskeið verða í nótnalestri og raddbeit- ingu. Fjölmennum stundvíslega! Stjórnin Hjúkrunar- fræóingar Lausar stöður við: ÁLFT AMÝRARSKÓLA BREIÐHOLTSSKÓLA FELLASKÓLA HVASSALEITISSKÓLA ÖSK JU H LÍÐARSKÓLA Einnig við heilsugæslusjtöðina DOMUS ME- DICA. Um er að ræða bæði hlutastörf og heilar stöður. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur í síma 22400. Umsóknareyðublöð liggjaframmi í afgreiðslu heilsuverndarstöðvarinnar. Heilbrigðisráð Reykjavíkur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.