Þjóðviljinn - 23.10.1982, Síða 4

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 23.-24. október 1982 st jórnmál á sunnudegi % A^!!! Kjartan Ölafsson skrifar Almenningur borgar fyrir auðhringinn Orkuverðið ber að þrefalda. Til þess þarf aðeins nœga pólitíska samstöðu Fyrst 82% munur. — Nú 436% munur. Svona féflettir Alusuisse almenning. Orkuverft til almenningsrafveitna->/ 34,6 milly Eitt allra brýnasta viðfangsefni íslenskra stjórnvaida á næstu vikum og mánuðum hlýtur að verða það, að knýja fram mjög verulega hækkun raforkuverðs til álverksmiðjunnar í Straumsvík. Svo sem margoft hefur verið rakið hér í Þjóðviljanum þá hefur álverið í Straumsvík fengið í sinn hlut á undanförnum árum 40-50% allrar þeirrar orku, sem í landinu er framleidd, en hins vegar ekki greitt fyrir þetta mikla orkumagn nema um og innan við 10% af heildartekjum fyrir selda orku í hcildsölu. Mismuninn hefur almenningur i landinu verið látinn borga með þeim mun hærra verði á orku frá Landsvirkjun til almenn- ingsrafveitnanna. 436% verðmunur Á síðasta ári var orkuverðið frá Landsvirkjun til almenningsraf- veitna í landinu 300% dýrara held- ur en verðið á þeirri orku sem seld er álverinu í Straumsvík. Það er hins vegar staðfest af öllum, sem til þessara mála þekkja að eðlilegur munur þarna á milli væri ekki nema í kringum 50% En þótt orkuverðið til álversins haggist ekki, þá hækkar állur til- kostnaður hjá Landsvirkjun engu að síður, og nú hefur Landsvirkjun tilkynnt, að hún ætli enn að hækka heildsöluverðið á raforku til al- menningsveitnanna um 35% þann 1. nóvember n.k. til þess að afla tekna upp í hallarekstur. Þar með verður orkuverðið til almennings- rafveitna 436% dýrara en til ál- versins. Það er að sjálfsögðu hið lága orkuverð til álversins sem hall- arekstrinum veldur, en það verð á samt ekki að hækka nú þann 1. nó- vember, heldur verðið til almenn- ingsrafveitnanna, sem verður meira en fimmfalt hærra en það gjafverð sem álverið nýtur. Er ekki kominn tími til að stöðva þessa hringavitleysu, að láta al- menning í landinu borga hundruð miiljóna króna fyrir orku, sem hér er afhent fjölþjóðlegum auðhring? Verð til aimennings- rafveitna mætti jafnvel lækka um helming Sýnt hefur verið fram á með óvefengjanlegum hætti að væri ál- verið látið greiða framleiðslu- | f-Verftmunur 82%, 3 mill ; 1969 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982, nóv. iLÍnuritið sýnir heildsöluverð á raforku frá Lands- virkjun á árunum 1969-1982 annars vegar til álversins í Straumsvik og hins vegar til almenningsrafveitna i landinu. Neðri línan sýnir þróun raforkuverðsins til álversins, en sú efri þróun raforkuverðsins til almenn- ingsrafveitna. Árið 1969 var verðið til álversins 3 mill (eitt mill=V,ooo úr Bandaríkjadollar), en verðið til al- menningsrafveitna var þá 5,47 mill. Munurinn þarna á milli var þá 82%.Nú er verðið til álversins 6,45 mill, en verðið til almcnningsrafvcitna á að verða 34,6 mill frá 1. nóvember n.k. Munurinn verður þá frá næstu mánaðamótum kominn upp í 436% og hefur vaxið eins og línuritið sýnir. kostnaðarverð fyrir orkuna, og verðið til verksmiðjunnar þannig þrefaldað, þá gæti Landsvirkjun lækkað sitt heildsöluverð á orku til almenningsrafveitnanna í landinu um meira en helming og staðið þó jafnrétt eftir. Auðvitað mætti svo líka hugsa sér, að aðeins hluta þeirra tekna, sem fengjust með hækkun orkuverðs til álversins, yrði varið til lækkunar á verði tii almenningsrafveitnanna, en að öðru Ieyti yrði því fjármagni ráð- stafað til að styrkja fjárhag og framkvæmdagetu Landsvirkjunar og létta skuldabagga fyrirtækisins. Þetta er skattur til Alusuisse Fólkið sem greiðir hina háu ork- ureikninga m.a. fyrir orku til hús- hitunar úti um landið, það er allt að borga sinn níðþunga skatt til Tólf meginatriði úr niðurstöðum athugunar færustu sérfræðinga á raforkuverðinu til álversins IRaforkusamningurinn við ÍSAL gildir til 2014. Raf- orkuverðið er nú 6,45 mill/kWh eða sem samsvarar 2,3 mili/kWh á verðlagi 1969. Árið 1994 og 2004 á að endurskoða raforkuverðið samkvæmt ákveðnum reglurn í samningnum. Á tímabilinu frá 1982-1994 er verðið um 40% verðtryggt miðað við skráð álverð en á tímabilinu 1994-2ÍKI4 og á tímabilinu 2004-2014 er engin verðtrygging á því. Miðað við 8% verðbólgu og sömu hækkun á álverði mun meðalorkuverðið á næstu 32 árum verða um 5 mill/kWh miðað við verð- lag 1982 að óbreyttum samningum. (Sem sagt lækkunl-innskot Þjóðviljans). Olíuverð hefur þrítugfaldast 2 . Þegarálsamningarnirvorugerðirvarolíuverðmjög ** lágt og talið var að almennt orkuverð í heiminum myndi fara lækkandi á næstu árum og áratugum, m.a. vegna tilkomu kjarnorkustöðva. Verð á hráolíu er nú u.þ.b. þrjátíu sinnum hærra en 1966 og framleiðslu- kostnaður raforku frá kjarnorkuverum hefur reynst miklu hærri en talið var. Meðal orkuverð til álvera 22 mill - hér 6,5 mill 3Á árunum 1964-1965 var algengt raforkuverð til ál- vera í heiminum um og innan við 3 mill/kWh. Með hliðsjón af því féllust fslensk stjórnvöid á að ÍSAL greiddi að meðaltali rúmlega 2,5 mill/kWh á samn- ingstímanum. Á árinu 1981 var meðalraforkuverö til álvera í hciminum rúmlega 22 mill/kWh og sanikvæmt fyrri forsendum ætti raforkuverðið til ÍSAL því að vera rúmlega 18 mill/kWh. tí samningaviðræðum og ákvörðunum um raforku- verð hefur ætíð verið tekið sérstakt mið af raforkuverð i til, álvera í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Frá því 1974 hefur raforkuverð tii álvera í Bandaríkjunum fimmfaldast og er nú að meðaltaii um 22 mill/kWh. Lægsta raforkuverð til áliðnaðar í Bandaríkjunum hefur iengst af verið hjá Bonneville Power Adminis- tration (PBA) og við samningsgerðina 1966 var það 2 mill/kWh, en hækkaði í 3,2 miII/kWh árið 1974. Frá 1978 hefur verðið hjá BPA hækkað jafnt og þétt og var það komið í 17,5 mill/kWh í árstok 1981 og seinna á Þessu án er fyrirhugað að verðið hækki í 21-25 mill/kWh. i Yfir 95% af framleiðslu ISAL er seld til Vestur- Evrópu. Þegar álsamningarnir voru gerðir á sínum tíma var fallist á það sjónarmið Alusuisse, að raforku- verðið til ÍSAL þyrfti að vera lægra hér á iandi vegna þess að greiða þyrfti toll af áli sem selt yrði til helstu álmarkaða í Vestur-Evrópu. Þessir tollar hafa nú ver- ið felldir niður. Eina óhagræðið af staðsetningu álvers hér á landi felst því t lítið eitt hærri flutningskostnaði en hjá áiverum í V-Evrópu. Meta má þetta óhagræði á um 2 mill/kWh en tii samanburðar má nefna að með- alorkuverð til álvera í Evrópú er um 21 mill/kWh, ef ISAL er undanskilið. 8 I Þýskalandi og Bandaríkjunum borgar Alusuisse 30 mill Aluspisse á eignaraðild að 13 álverksmiðjum í 8 löndum. Meðalorkuverð til þessara álverksmiðja er 20 mill/kWh. Lægsta orkuverðið er hjá ÍSAL, 6,5 mill/kWh, en hæst er vcrðið í Þýskalandi og Banda- ríkjunum, þ.e. um og yfir 30 miIl/kWh. Samkvæmt spá Commodities Research Unit mun orkuverö til álvera annars staðar í heiminum hækka enn frekar á næstu árum og verða komið í um 24 mill/kWh að mcðaltali árið 1990 miðað við verðlag 1981. Hægt er að líta svo á að ein af meginforsendum raf- orkusamningsins við ÍSAL hafi verið sú að orkuverð- ið væri í samræmi við framleiðslukoslnað á raforku í landinu, en hann hefur sexfaldast að nafnverði í bandaríkjadölum frá því að samningurinn var gerð- ur. Miðað við þær forscndur ætti raforkuverðið til ÍSAL því að vcra sex sinnum hærra en um var samið 1966 eða 15-18 milI/kWh. Að mati starfshópsins er munur á raforkuvcrði til almcnningsveitna og stóriðju orðinn óeðlilega mikill. Miðað við eðlilega kostnaðarskiptingu virðist raun- hæft að reikna með því að stóriðja greiði orkuverð sem nemur a.m.k. 65% afveröi til almenningsveitna. Samkvæmt því ætti ÍSAL að greiða nú um 20 mill/ kWh. Samkeppnisstaða Islands í álframleiðslu er góð með hliðsjón af legu landsins og mörkuðum austan hafs og vestan. Telja má að samkeppnisfært raforkuverð til áliðnaðar hér á iandi sé um 20 mill/kWh. Krafa um þreföldun Að öllu samanlógðu telur starfshópurinn að gjör- breyttar forscndur frá því að raforkusamningurinn var gerður 1966 og eftir endurskoðun hans 1975 rétt- læti kröfúr um að raforkuverðið til ÍSAL hækki í 15-20 mill/kWh miðað við verðlag 1982. | Starfshópurinn telur jafnframt að orkuverðið þurfi að 1 vera að fullu verðtryggt á samningstímanum og kæmi til greina að miða verðtrygginguna að hálfu við verð- þróun á áli og að hálfu við gjaldskrá Landsvirkjuriar. 10 11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.