Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 13
Helgin 23.-24. október 1982 ÞJÖPVILJINN — SIÐA 13
Vetraráætlun
Arnarflugs er
gengin í garð
Arnarflug hefur nú hafíð vetrar-
áætlun sína á flugleiðinni til Am-
sterdam, og er það jafnframt í
fyrsta sinn sem Arnarflug er með
vetraráætlun í millilandaflugi.
Flogið er tvisvar í viku að heiman
og heim alla þriðjudaga og föstu-
daga. A miðvikudaginn gerðu for-
ráðamenn Arnarflugs grein fyrir
rekstri flugfélagsins á blaðamanna-
fundi og kom þar ýmislegt fram
sem ekki hefur áður þekkst í rekstri
félagsins.
Arnarflug mun fljúga sitt
Amesterdam-flug með nýjum far-
kosti, Boeing 737, sem tekur 120
farþega, en auk þess mun vélin
sinna vöruflutningum af ýmsu tagi
til og frá landinu. Þá er nú afráðið
að vélin muni sinna leiguflugsverk-
efnum fyrir Britannia.
í sambandi við Amsterdamferð-.
irnar getur Arnarflug boðið fram
hina svokölluðu helgarpakka, en
það kom fram hjá forráðamönnum
Arnarflugs á blaðamannafundin-
um, þeim Halldóri Sigurðssyni
markaðsstjóra og Stefáni Halldórs-
syni markaðsfulltrúa, að verð á
þessari flugleið yrði frá 4700 krón-
um til 12300 króna og væri verð
verulega háð ýmsum ákvæðum
hvers farseðils.
Hópferðir til Kanaríeyja í gegn-
um Amsterdam
Þá kom einnig fram hjá þeim
Halldóri og Stefáni að Arnarflug
hefur í samvinnu við Ferðaskrif-
stofuna Atlantik og Ferðamiðstöð-
ina skipulagt ferðir til Kanaríeyja í
vetur. I boði eru 11,18 eða 25 daga
ferðir með brottför alla þriðju-
daga. Fyrsta ferðin verður farin 2.
nóvember og mun verða frá kr.
11.000.
Ferðir til íslands frá Mið-
Evrópu
Ferðum Hollendinga til íslands
hefur fjölgað, sögðu þeir Halldór
og Stefán. Á hinn bóginn hefur
ferðamannastraumur dregist
saman frá Sviss og V-Þýskalandi.
Ekki kunnu þeir félagar aðra skýr-
ingu en þá að efnahagsástandið í
heiminum hefur farið versnandi og
almenningur haft úr minnu að
spila. Þetta kæmi fram hjá velflest-
um flugfélögum.
Sértiiboð fyrir fólk í viðskiptaer-
indum
Arnarflug hefur nú kynnt sér-
stakt tilboð fyrir fólk í viðskiptaer-
indum, en millilending á Schipol-
flugvellinum í Amsterdam er talin
vera hinn prýðilegasti áningarstað-
ur fyrir fólk sem þarf að sinna við-
skiptum. f verði flugsins til Am-
sterdam eru m.a. innifaldar tvær
gistinætur með morgunverði á
Hilton Airport hótelinu og úr flug-
vélinni geta farþegar hringt eða
sent telex-skeyti sér að kostnaðar-
lausu. Ýmis þjónusta er einnig
látin í té af hálfu Arnarflugs s.s. öll
aðstoð við bókanir framhaldsflugs,
hótela, bílaafgreiðslu, lestarferða
o.s.frv.
Grundarfjörður fellur út í innan-
landsfluginu
Vetraráætlun Arnarflugs innan-
lands gekk í gildi 16. september
síðastliðinn. Helsta breytingin á
ferðum félagsins innanlands er sú
að Grundarfjörður fellur út sem
áætlunarstaður en í staðinn verður
ferðum á Rif fjölgað. Er nú flogið
þangað alla daga vikunnar í stað
fimm daga áður.
Ástæðan fyrir því að Grundar-
fjörður fellur út sem áætlunarstað-
ur var að sögn Arnarflugsmanna sú
að Flugmálastjórn hafi vegna fé-
lagsins ekki getað ráðið flugum-
sjónarmann til starfa við flugvöll-
inn þar. Mun aðstaðan við flugvöll-
inn á Grundarfirði vera mjög bág-
borin og ekki samræmast reglum
um áætlunarflug flugfélaga.
-hól.
Yfirlýsing frá fóstrum:
„Vídeóvæðingin
ógnar börnunum”
Á' fjölmennum félagsfundi í
Fóstrufélagi íslands s.l. mánudag
var eftirfarandi ályktun samþykkt:
„Miklar umræður hafa átt sér
stað um fjölmiðla og ekki síst víde-
óvæðingu þá, sem náð hefur fót-
festu hér á landi. Ekki þarf að fjöl-
yrða um áhrif sjónvarps, sem er
máttugasti fjölmiðill okkar í dag -
og gefur auga leið að börn eru við-
kvæmust fyrir þessum áhrifum.
Vídeóvæðing ógnar börnum
þjóðarinnar. Sá tími, sem börn
notuðu til heilbrigðra starfa og
leikja fer nú í sjónvarpsgláp og get-
ur gengið svo langt að þau njóti
vart nægilegrar hvíldar. Ógnvæn-
legast er þó að efnið, sem boðið er
upp á, er misjafnt að gæðum og
sjaldan við hæfi barna. Börn eru
óvarðasti neytendahópurinn í okk-
ar samfélagi og heimilin eru misvel
í stakk búin til að stýra sjónvarps
notkuninni. Fóstrur hvetja for-
eldra til að vernda börnin sín og
gera þá kröfu til ráðamanna þjóð-
arinnar, að hagsmunir barna sitji í
fyrirrúmi fremur en gróðasjónar-
mið fárra manna.“
Byggung
Kópavogi
Lausar til endurúthlutunar eru íbúðir í 7.
byggingaáfanga við Álftatún.
Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á að sækja
um þessar íbúðir fá nánari upplýsingar á
skrifstofunni Hamraborg 1 Kópavogi.
Stjórnin.
FOBÐflBORIÐ
Nýtt
Fyllt ýsa
Fylltar skarkolarúllur
Fyllt smálúðuflök
Kryddlegið heilagfiski
Kryddlegnar gellur
Sítrónumarineruð ýsa Grýsa
Ysa - smálúða - skötuselur - lax -
Splúnkunýr eldislax -
Nýtíndur kræklingur -
Humar - rækjur -
Smokkfiskur
Hörpuskelfiskur tilbúinn á pönnuna
Auk þess
Fteyktur fiskur - saltflök - fiskfars - fiskhakk og
ýmislegt fleira góðgæti.
Mjólkurvörur, grænmeti, ávextir og nýlenduvörur.
Gjörðu svo vel og líttu inn.
FORÐfl
BÚRIÐ
iHeremmviö
BORCARTÚN
Klúbburfnn [□
Tilboðsverð á
barnahúsgögnum
Svefnbekkur - skrifborð - sæti
Afborgunarverð: Allt settið kr. — +**+.*%.
5.300
Staðgreitt: Allt settið kr. 5.035
VörumarkaDurinn hf.
Ármúla 1A. Húagagna- og Haimilisd. S-86-112
Matvörudaild S-86-111. VafnaSarv.d. S-86-113