Þjóðviljinn - 23.10.1982, Page 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 23.-24. október 1982
Helgin 23.-24. október 198Í ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Sýnishorn
úr bókinni
jobba so, (d. jobbe) —»• djobba.
jogg h, (e. jog) (íþ) hægt, létt hlaup,
oft til upphitunar, skokk.
joll h, [1-lj ástafundir, ástarsam-
band; skemmtun, útstáelsi.
jolla so, [1-lj skemmta sér; j. við
daðra við, reyna við, vera með; j.
saman eiga í ástarsambandi, vera
saman
jonni k, (fí) vindlingur úr grasi
(marihjúana), —*djoint.
jól h ft, í samb. þessvegna á jólunum
það kann að vera.
jómfrú kv, (sj) jómfrúin fata sem
menn hægja sér í á litlum bátum.
(sjá mynd)
jómfrúrræða kv, fyrsta ræða þing-
manns á þingi (sbr. d. jomfrutale,
e. maiden speech).
jóna kv, (fí) gras, —» marihjúana:
Jóna var á fullu það var mikið um
gras/ mikið framboð af grasi;
-*djoint, grasvindlingur: reykti
smájónu.
jónas k, (fí) vindlingur úr grasi
(marihjúana), -^djoint.
jónta kv, vindlingur úr grasi (mari-
hjúana), -*djoint.
jóreykur k, í samb. það stendur jó-
reykurinn aftur úr honum/ henni
hann / hún er fjörug(ur) í ástamál-
um.
jukk h, fúsk, illa unnið verk; (illa
heppnaðar) samfarir.
Viðtal við þá
Mörð Árnason,
Svavar Sigmundsson
og Örnólf Thorsson
sem eru að senda
frá sér
nýstárlega
orðabók um slangur,
slettur, bannorð
og annað
utangarðsmál
Orðabækureru hið
mesta þarfaþing og það
sætirtíðindum í
jólabókaflóðinu, sem nú
er að skella yfir, að gefin
verður út ný íslensk
orðabók af sérstöku tagi.
Titill hennar er Orðabók
um slangur, slettur,
bannorðog annað
utangarðsmál. Höfundar
hennareru þrírungir
íslenskumenn, þeir
MörðurÁrnason, Svavar
Sigmundsson og Örnóflur
Thorsson. Þjóðviljamenn
fóru á stúfana og hittu
þremenningana að máli í
Árnagarði til að forvitnast
um þetta nýstárlega verk.
Tómstundastarf
- Hver eru tildrög þess að þið
fóruð af stað með þessa orðabók?
-Það er nú það. Við unnum allir
samtímis á Orðabók Háskólans og
þau störf hafa sennilega orðið til
þess að hugmyndin kviknaði.
Aðdragandinn var þó vitaskuld
lengri, allir höfðum við hlustað
eftir og skrifað hjá okkur slangur-
yrði og nýjungar í málfari, en það
vár ekki fyrr en um síðustu áramót
að sú iðja vatt upp á síg og varð að
skipulegri orðasöfnun með ein-
hvers konar útgáfu í huga. Þetta
hefur verið unnið í tómstundum
okkar.
- Hefur þá enginn sinnt slíkri
orðasöfnun fyrr?
- Það getur varla heitið, að
minnsta kosti ekki á skipulegan
hátt. í eldri orðabókum er talsvert
af slettum og slangri, oft auðkennt
á einhvern hátt, en það virðist vera
með höppum og glöppum hvaða
orð hafa hlotið náð fyrir augum út-
gefenda. Ýmsir kennarar hafa unn-
ið með nemendum sínum að orða-
söfnun á þessu sviði og má sérstak-
lega nefna til Árna Böðvarsson.
Hann fékk nemendur sína í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
til að skrifa ritgerðir um unglinga-
mál og slangur og vann upp úr þeim
grein í Samvinnuna 1971. Við höf-
um fengið að nota þessar ritgerðir
og ýmis ámóta gögn frá öðrum
kennurum.
Þá má nefna rithöfunda sem
auðvitað hafa eyrun opin fyrir
ýmsu orðfæri til að nota við vinnu
sína. Við fengum að láni orðasafn
sem Elías Mar skráði á árunum
eftir stríð og notaði sumt í skáld-
sögur sínar. Þar kennir margra
grasa, og furðu margt af því sem þá
voru nýjungar lifir enn góðu lífi á
vörum manna þótt það hafi ekki
ratað inn í orðabækur. Nú, það
vakti athygli að Magnea Matthías-
dóttir birti orðalista aftast í fyrstu
skáldsögu sinni og hefur hann
reynst okkur gagnlegur.
Annars eru það einkum erlendir
fræðimenn sem sinnt hafa slangri
og slettum í íslensku, t.d. Bruno
Kress, Oscar Jones og Ulrich Gro-
enke. íslenskir starfsbræður þeirra
hafa að mestu látið þetta málfar
afskiptalaust, ef til vill vegna áhrifa
frá hreintungustefnunni svoköll-
uðu. Önnur verkefni hafa líka þótt
brýnni, enda státum við ekki af
mörgum orðabókum um íslenskt
mál.
Engin
vísindaleg
skýring
- En hvað er slangur?
- Góð spurning, eins og ráðherr-
arnir segja þegar þeir vilja ekki
svara. Sannleikurinn er sá að það
er engin pottþétt vísindaleg skil-
greining til á slangri. Svo er nú
raunar um fleiri hugtök; t.d. vefst
mjög fyrir mönnum að skilgreina
hvað sé orð þó að fáum blandist
hugur um að orð séu til. Erfið-
leikarnir stafa meðal annars af því,_
að slangur á sér bæði mállegar og
félagslegar forsendur.
Slanguryrðin eru oft og einatt
tengd ákveðnum hópum í samfé-
laginu, jafnvel leynimál þeirra
upphaflega, og það einkennir
slangur að njóta ekki opinberrar
viðurkenningar sem „gott mál“.
Slangur nota menn í sinn hóp, en
síður á prenti eða við formlegar að-
stæður, það hefur beina tilfinn-
ingalega skírskotun og er oft kraft-
mikið og myndauðugt líkingamál.
Oft fer slangrið eigin leiðir við orð-
myndun og orðatengsl, til marks
um það má nefna öll orðin sem
enda á ó t.d. púkó og tíkó, og þá
venju unglinga fyrir nokkrum
árum að setja orðið til framan við
allan skrattann, vera til hressileik-
ans, vera til drykkjar o.s.frv.
En með þessu er ekki öll sagan
sögð, og við rákum okkur fljótlega
á að í íslensku eru mörkin milli
slangurs og slettna mjög óljós, og
titill bókarinnar fór að lengjast.
Bókin verður því einnig vísir að
Ryksugufloti. Teikning: Guðmundur Thoroddsen
V ííto.
Að vera múraður. Teikning: Grétar Reynisson
tökuorðabók, sem hér er ekki til,
og við reynum að finna íslensk orð
fyrir sletturnar og segja frá upp-
runa þeirra.
Það er líka erfitt að draga marka-
línu á milli slangurs og máls ýmissa
sérhópa. Hver starfsstétt hefur sín
málfarseinkenni og einnig ýmsir
hópar, t.d. þeir sem drekka saman
eða hlaupa saman... Sumir þessara
hópa eru áhrifameiri en aðrir við
að skapa slangur. Við höfum reynt
að gera okkur grein fyrir því hvaða
hópar eru áhrifamestir og einbeita
okkur að málfari þeirra.
Sjómennska,
íþróttir,
rokk og fíkniefni
- Hvaða hópar eru það helst?
- Við höfum merkt sérstaklega
orð frá fjórum hópum í bókinni.
Hér er um að ræða sjómannamál,
íþróttamál, mál tengt rokktónlist
og orð um fíkniefni og áhrif þeirra.
Mörg slanguryrði og raunar
margar slettur líka eru ættuð frá
sjómönnum. Sjómenn voru fyrrum
sá hópur alþýðu sem mest sam-
skipti hafði við starfsbræður í út-
löndum, þeir eru langdvölum fjarri
heimilum sínum, og mynda sterk
tengsl innbyrðis. Orðafar þeirra
um verklag, tæki og tól er mikið
sótt til nágrannamálanna eða
heimatilbúið, enda sátu engar
málnefndir í messanum og lögðu
línuna. Það við bætist að sjómenn
hafa hraustlegar skemmtanavenjur
og hafa verið drjúgir við að leggja
til orð á því sviði.
íþróttaiðkendur, t.d. knattspyrnu-
menn og áhugamenn um íþróttir
eru líka mikilvirkur hópur í mál-
farsefnum. Sérmál íþrótta hefur
víða skotið upp kollinum. Þannig
töluðu hæstvirtir alþingismenn um
það, þegar stjórnarmyndunin gekk
sem verst hér um árið, að nú væri
það bara „maður á mann“, og
blöðin tilkynntu með stríðsletri að
nú væri „boltinn hjá Svavari".
Þetta er raunar ekki ný bólaímál-
inu, allir þekkja reiptog og hnútu-
kast.
í þriðja lagi er það svo málfar
tengt rokki og djassi. Þessi tónlist,
einkum rokkið, nýtur gríðarlegrar
hylli meðal yngri kynslóða, og ófáir
dálkar lagðir undir efni um þetta í
dagblöðunum, oft á máli sem
aðeins innvígðir skilja. Hvað eru til
dæmis „gigg“, „riff“, og „fútúr-
ismi“, Guðjón? Flytjendurnir eru
fyrirmyndir aðdáenda sinna, einn-
ig í málfarsefnum, og sum slangur-
yrði eða slettur má rekja beint til
þeirra, t.d. „sánd“, „að fíla“ og
fleira.
í fjórða lagi auðkennum við sér-
staklega orðafar tengt neyslu fíkni-
efna, þ.e.a.s. ólöglegrafíkniefna. f
þessu orðafari er oft mikill leikur,
vísur hálfkveðnar og talað rósa-
mál. Menn sem eru líklegir til að
eiga hampefni eru „efnilegir“, þeir
eru spurðir hvort þeir eigi eitthvað
„að lesa“ eða „séu með kvef“.
Auðvitað eru hráar slettur úr
ensku eða norðurlandamálunum á-
kaflega áberandi, en þar kviknar
líka orð af orði. Algengt orð um
áhrif hamps er að vera „stónd“,
beint úr ensku. Það hefur breyst í
að vera „stónaður“ eða „steindur“.
Þá liggur beint við að vera „grýtt-
ur“, „steinrunninn“ og „steingerð-
ur“ og þessi leikur nær svo skáld-
legu hámarki með orðinu „berg-
numinn“.
Raunar höfum við rekist á svip-
aða leikgleði og sköpunarkraft á
velflestum slangursviðum, og má
raunar telja það eitt af einkennum
slangurmálsins. Þar er stöðug end-
urnýjun.
Reynsluheimur
karla
- Eru ekki til ýmis fleiri sérsvið
slangursins?
- Jú vissulega eru þau fleiri. Við
göngum t.d. býsna langt í því að
birta orðafar um áfengisneyslu og
ýmis stig ölvunar, allt frá því að
„lyfta glasi“ og „fá í annan fótinn"
til þess að vera „urrandi fullur" og
„á eyrnasneplunum“. Málfar á
þessu sviði höfum við talið of al-
mennt til að merkja það sérstak-
lega.
Hið sama á við um orð sem tengj-
ast ástalifi og kynathöfnum. Þau
svið eru allra, en oftast rædd í hálf-
um hljóðum, enda svífur einhvers
konar bannhelgi, tabú, yfir vötn-
unum. Til að heyja okkur orða-
forða á þessum vettvangi sátum við
meðal annars á Landsbókasafninu
og lásum klámblöð og sjoppubók-
menntir við hlið hinna virðulegu
fræðimanna. Eftirtekjan að þeirri
iðju var reyndar ósköp rýr því
orðaforði þessara bókmennta er
fábrotinn og klisjukenndur.
Þar að auki má koma fram, að í
bókinni eru ýmis orð úr sérmáli
fanga, og reyndar fleiri hópa, t.d.
homma. Verst þykir okkur hvað
kvennaslangur er fátæklegt í bók-
inni. Raunar halda margir mál-
fræðingar því fram, að konur tali
„betra mál“ en karlar og séu ekki
eins mikilvirkar á slangursviðinu
og þeir. Slangur sé fyrst og fremst
karla, sprottið úr „reynsluheimi“
þeirra. Okkur hefur stundum þótt
nóg um þá heimssýn í bókinni. En
kannski vantaði bara konu í rit-
nefndina. Svipað karlveldi ríkir í
þeim erlendu slangurorðabókum
sem við höfum haft hliðsjón af,
enda eru höfundarnir karlar. Eina
undantekningin sem við vitum af er
finnska bókin sem er eftir konu, en
þar skortir okkur málakunnáttu.
- Hvernig hafið þið safnað í
bókina?
- Við lásum um 200 bækur, aðal-
lega ritverk ungra höfunda, fórum
yfir ýmis vinsæl tímarit og höfum
fylgst með dagblöðunum undan-
farið ár. Við fengum að líta á bréfin
sem send eru Lögum unga fólksins,
lásum leikrit og fleira. Skemmti-
legast hefur okkur samt þótt að tala
við fólk og yfirheyra það um orða-
far. Við höfum talað við marga, og
margir komið að máli við okkur að
fyrra bragði. Við höfum orðið varir
við mikinn áhuga. Til að auðvelda
okkur þessa beinu orðasöfnun
bjuggum við til nokkra orðalista
um ýmis sérsvið, lögðum þá fyrir
gest og gangandi, og reynduin
þannig að láta þetta hlaða utan á
sig.
Óhreinu börnin
hennar Evu
- Nú sögðuð þið áðan að þetta
málfar væri ekki opinberlega við-
urkennt. Gengur þá bók ykkar ekki
í berhögg við alla málrækt?
- Ýmsir hafa komið að máli við
okkur og spurt hvort þetta væri
ekki hættuleg iðja, svona bók festi
bara í sessi „vont mál“, gerði slett-
ur og tökuorð að fullgildri íslensku
og mældi upp í fólki afkáralegt
orðafar. Við höfum svarað því til
að því fari fjarri að hægt sé að kalla
slangur „vont mál“. Það er hins
vegar hægt að kalla það lifandi mál,
það er talmál í stöðugri endurnýj-
un, oft stórskemmtilegt en ekki
bókmál í föstum skorðum. Mörg
slanguryrði eru tískubundin, önnur
verða hluti af almennu tungutaki
og endurnýja þannig málið og
auðga það.
Við höfum talsvert af slettum í
bókinni. Það er ekki vegna þess að
okkur þyki þær til bóta í íslenskri
tungu heldur er það vegna þess að
þær eru notaðar. Forsenda þess að
hægt sé að hlúa að málinu, stunda
málrækt, er að þekkja viðfangsefn-
ið til hlítar. Við erum með nokkr-
um hætti að draga óhreinu börnin
hennar Evu fram úr fylgsninu og
teljum okkur að því leyti vera að
leggja málstað málræktarmanna
lið. Við reynum einnig að gefa
slettunum gróin íslensk samheiti.
Sérkenni
íslensk slangurs
- Hefur íslenskt slangur einhver
sérkenni?
- Á ýmsurn sérsviðum er mikið
um íslenskar útgáfur af alþjóðlegu
slangri. Það á ekki síst við um rokk-
tónlist og fíkniefni, þar er enskan
ráðandi þó danska og önnur norð-
urlandamál séu enn furðu seig. En
þó orðstofninn sé stundum alþjóð-
legur þykjumst við hafa komið
auga á nokkrar séríslenskar orð-
myndunarleiðir og reynum að gera
grein fyrir því í formála bókarinn-
ar. Við höfum áður minnst á orðin
sem enda á ó, endingin -ari er
mjög vinsæl, verkamaður er verk-
ari, rúgbrauð erþrumariogaðstoð*
armaður hljómsveita er kallaður
rótari. Önnur vinsæl ending er
-heit, það þýðir lítið að vera með
flottheit í blankheitum. Ýmsar
styttingar eru líka algengar, menn
eru brjál en ekki brjálaðir, og
nokkuð ber á tvöföldunum. Þannig
eru róandi lyf stundum róró.
Algengt er að víxla stöfum,
strætisvagninni á leiðinni Hagar-
Sund verður þá Sagar-Hund, veðr-
ið skásmánar í stað þess að smá-
skána. Oft ná einstök lýsingarorð
ógeðslega miklum, klístruðum eða
meiriháttar vinsældum og skiptir
þá upphafleg merking þeirra ekki
meginmáli. Sama á við um tíðnot-
aða forliði enda þykir þræltöff að
vera drullusama.
Kenningasmíð er enn til þó rím-
ur og dróttkvæði séu ekki efst á
vinsældalistanum. Konur eru kall-
aðar grýlur og karlmaður sem þeim
gagnast eðlilega grýlugagn.
Svo má nefna að ýmis furðuleg
og fyndin orðasambönd, sum
nokkuð langsótt, eru vinsælt
slangur. Af einhverjum ástæðum
kalla sjómenn réttinn kjöt og kjöt-
súpuekki sínu rétta nafni heldur
Eyvind og Höllu, kannski vegna
þess að Eyvindur var frægur
sauðaþjófur. Eyvindur með hor er
aftur lambakjöt í karrísósu.
- Verður þetta stór bók?
- Það verða hátt í fjögur þúsund
uppsláttarorð í henni. Stundum
höfum við ekki látið beina skýringu
nægja heldur tínt til nokkurn fróð-
leik að auki með góðra manna
hjálp, sérstaklega um fíkniefni og
tónlistarstefnur. Aftast í bókinni er
viðbætir um nöfn á íslenskum
hljómsveitum, alls um 500 nöfn og
miðað við stofnun Hljóma nokk-
urn veginn.
Síðast en ekki síst má nefna að í
bókinni verða fjölmargar teikning-
ar eftir tvo myndlistarmenn, Grét-
ar Reynisson og Guðmund Thor-
oddsen.
- Hvar og hvenær kemur svo
bókin út?
- Hún kemur út hjá Svörtu á
hvítu, sennilega um miðjan nó-
vember.
-GFr.
„Sannleikurinn er sá að það er engin pottþétt vísindaleg skýring til á slangri'