Þjóðviljinn - 23.10.1982, Qupperneq 25

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Qupperneq 25
Helgin 23.-24. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SiÐA 25 Minning: Karl Nikulásson á Gunnlaugsstöðum Fœddur 17. septeber 1908 — Dáinn 16. október 1982 Við andlát Karls á Gunnlaugs- stöðum koma fram í hugann minn- ingar um kynni, sem stóðu á fimmta tug ára. Lengst af vorum við sveitungar og skammt á milli okkar og höfðum oft margt saman að sælda. Við áttum mörg sameig- inleg áhugamál og skoðanir okkar fóru saman um margt. Karl var ákaflega vinfastur, var afar glögg- skyggn um marga hluti, gat verið hrókur alls fagnaðar, enda gæddur mikilli kímnigáfu. Hann naut ungur skólamenntun- ar, sem á sinni tíð var gott vega- nesti, las löngum mikið og hlaut óvenju fjölbreytilega lífsreynslu á yngri árum og nýtti vel alla þessa reynslu. Hann var einn þeirra manna, sem auðgaði líf þeirra, sem kynntust honum náið. Karl Nikulásson fæddist 17. september 1908, sonur hjónanna Nikulásar Jónssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur, sem lengst af bjuggu á Gunnlaugsstöðum 'í Skógum. Árið 1927 settist hann í Gagn- , fræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1930. Skóla- vistin á Akureyri og dvölin þar átti eftir að hafa mikil áhrif á hann. Hann hreifst mjög af tveimur ung- um kennurum í skólanum: Einari Olgeirssyni og Pálma Hannessyni. Gerðist hann þá félagi í Jafnaðar - mannafélagi Akureyrar þansem báðir þessir kennarar voru fram- arlega í flokki. 1 2. bekk eignaðist hann skólabróður, sem um skeið varð einn besti vinur hans: Hall- grím Hallgrímsson, sem á síðari hluta fjórða áratugarins varð einn af efnilegustu leiðtogum íslenskra sósíalista. Þeir voru nánast óað- skiljanlegir í 2 ár til haustsins 1930, bæði í skólanum og í margs kyns ævintýrum: f síld á Siglufirði, þátt- töku í Krossanesverkfaliinu fræga, stofnun Kommúnistaflokksins, átökum í verkalýðsbaráttu í Reykjavík. Haustið 1931 skildu leiðir þeirra, og sáust þeir ekki eftir það. Frá þessum viðburðaríku árum sagði Karl mjög fróðlega í viðtali, sem birtist í jólablaði „Austur- lands“ í Neskaupstað 1970. Áratuginn 1930—1940 er Karl „einn kóngsins lausamaður“, sem fór víða og vann hin margvísleg- ustu störf. Ég hygg hann hafi fram- an af þessu tímabili verið fyrir norðan á síld á sumrum, en síðari hluta áratugarins er hann kominn heim í Vallahrepp og er þá í vega- innu og kaupamaður á ýmsum bæj- um. T.d. man ég hann var oft tíma og tíma hjá foreldrum mínum í heyskap og í skógi, og eins man ég hann vann í skógræktinni hjá Gutt- ormi móðurbróður mínum. Sumarið góða 1939 vann hann við húsbyggingu Gunnars Gunnars- sonar á Skriðuklaustri. Hafði hann þar að tjaldfélögum sveitunga sína Hrafn á Hallormsstað og Guð- mund Jóhannesson (sem síðar var kenndurvið VíkíMýrdal). Oftrifj- uðu þeir félagar upp minningar frá þessu sumri, en bygging Klaustur- hússins var afar mikið fyrirtæki á sinni tíð og vakti mikið umtal í hér- aðinu. Haustið 1942 giftist Karl Önnu Björgu Sigurðardóttur frá Sauðhaga á Völlum, einstakri ágætiskonu. Þau voru þennan fyrsta vetur í húsmennsku í Sauðhaga, en hófu 1943 búskap í Vallanesi hjá séra Pétri Magnús- syni og bjuggu þar í tvö ár. Bund- ust þarna mikið vináttubönd þeirra séra Péturs þrátt fyrir næsta ólík sjónarmið um marga hluti. Arið 1945 fluttu þau í Gunn- laugsstaði, föðurleifð Karls, og bjuggu þar ein til 1971, en síðan til 1978 í félagi við Sigurð son sinn og Maríu tengdadóttur. Karl hafði þá verið mjög heilsuveill og oft sár- þjáður um meira en áratuga skeið. Börn þeirra Karls og Önnu voru 6: Guðrún húsfreyja í Reykjavík, Pálína húsfreyja á Akranesi, Sig- urður verkamaður á Egilsstöðum, Valgerður húsfreyja í Reykjavík, Gunnlaugur sem dó 1976, og Finn- ur nemandi í íslenskum fræðum, búsettur í Reykjavík. Karl sat í hreppsnefnd Valla- hrepps 1946—1958 og var formað- ur Búnaðarfélags Norður-Valla og Skóga frá 1946 í nær tvo áratugi. Þau Karl og Anna bjuggu aldrei stóru búi, en farsælu. 1 búskap þeirra réði forsjálni og hyggindi. Jörðin var lítil, en góð til ræktunar og þau ræktuðu hana vel. Éins og fyrr var nefnt, átti Karl við mikla vanheilsu að stríða á annan áratug, en naut þá einstakr- ar hugprýði og dugnaðar konu sinnar. Það gerðist þó, sem sjald- gæftmáteljast, að sl. eittog hálftár leið Karli miklu betur en verið hafði um langt skeið, svo að krafta- verki gekk næst. Þegar svo kallið kom sl. laugardag, kom það snöggt. Líf Karls Nikulássonar var ólíkt lífi flestra íslenskra bænda í samtíð hans. Hann fór ungur út í heiminn, kynntist nýjum straumum á um- brotatímum og hreifst af þeim, en sneri heim að þeirri reynslu lokinni og gerðist traustur bóndi og góður félagsþegn sveitar sinnar meðan heilsan entist. Kynnin við hann allt frá því ég var unglingur og síðar sem ná- granni, voru mér og fjölskyldu minni ómetanleg. Við þökkum honum samfylgdina. Sigurður Blöndal RÍKISSPÍTALARNIR lausar stödur LANDSPÍTALINN DEILDARSJÚKRAÞJÁLFARI óskast viö endurhæf- ingardeild. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari endurhæfinga- deildar í síma 29000. SKURÐSTOFUHJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast á göngudeild Landspítalans. Vinnutími kl. 14.30- 18.30 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. HJÚKRUNARFRÆRÐINGUR óskast á lyflækninga- deild 2 og 4. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. KLEPPSSPÍT ALI Stöður SÉRFRÆÐINGA við Geðdeildir ríkisspítal- anna eru lausar til umsóknar. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 20. desember n.k. á þar til gerðum eyðublöðum fyrir lækna. Upplýsingar veita yfirlæknar deildanna í síma 29000 og 38160. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á hinar ýmsu deildir Kleppsspítalans. Fullt starf eða hlutastarf. Barnaheimili á staðnum. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 38160. STARFSMENN óskast til ræstinga í 70% og 50% starf. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 38160. STARFSMAÐUR óskast við eldhús Kleppsspítalans í fullt starf. Vaktavinna. Upplýsingar veitir yfirmatráðskona í síma 38160. Reykjavík, 24. október 1982, RÍKISSPÍTALARNIR gúmmístígvél cherrox LAUGAVEGI 1- SÍM11-65-84 Laus staöa Staða framkvæmdastjóra rannsóknarráðs ríkisins er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 19. nóvember n.k. Menntamálaráðuneytið, 19. október 1982 Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Árna Björns Kristóferssonar frá Kringlu Aðstandendur Við þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og útför Þórdísar Guömundsdóttur frá Helgavatni Rut Guðmundsdóttir Ásmundur Guðmundsson Anna Einarsdóttir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.