Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 3
Helgin 30.-31. óktóber 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 shráargatið Miklar hræringar eru nú í stöðuveitingum í leiklistarheiminum. Staða leikhússtjóra í stærsta leikhúsi landsins, Leiklistardeild Ríkis- útvarpsins verður veitt innan skamms, en útvarpsráð mun væntanlega afgreiða málið í næstu viku. Hafa ieiklistar- samtök ýmis ýtt mjög á eftir að ráðið verði strax t' stöðuna, enda margir færir og vel menn- taðir menn meðal umsækjenda. Þá hefur staða skólastjóra Leiklistarskóla íslands verið auglýst og rneðal líklegra í það embætti er Helga Hjörvar, fram kvæmdastjóri Bandalags ís- lenskra leiktélaga og kennari við skólann. Vilmundur Gyifa- son kann að bregða sér í ýmis gerfi. í útvarpsumræðunum á mánudagskvöldið mátti heyra gamla meistarann frá 1978 höfða til kjörfylgis Sjálfstæðis- flokksins enn á ný. Lét hann fylgið vita af því að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði dottað á verðinum um borgaraleg verð- mæti. Jafnframt gerði vara- formannsefnið (verður kosinn nú um helgina) mikið úr snilld -Kjartans Jóhannssonar einsog sá maður hefði ráð við flestum vanda: „Því svaraði Kjartan Jó- hannsson", „Égvísatil ummæla Kjartans Jóhannssonar þar um“. Þetta á sumsé Vilmundur líka til - að geta gengið í takt við flokksforystuna, og uppsker væntanlega einsog aðrir dyggir kratar; bitling. Þarmeð væri hann líka kominn með forskot fram fyrir Jón Baldvin í próf- kjörsslagnum sem þegar er hafinn. . Pjóðviljinn hafði það eftir Frankfurter All- gemeine í vikunni, að þeim Em- manuel Mayer og Paul Múller, æðstu yfirmönnum Alusuisse, hefði verið sagt upp störfum. Skráargatið hefur það eftir ár- eiðanlegum heimildum frá Sviss, að óánægja með stjórn fyrirtækisins sé rakin til þess, að þeir félagar séu orðnir fráhverf- ir tæknihyggju og kapítalisma, og hafi snúið sér að indverskri dulspeki. Það hefur verið stað- fest af áreiðanlegum heintildum að Paul Múller, sem gegnt hefur starfi formanns framkvæmds- tjórnar og m.a. átt tvívegis í viðræðum við Hjörleif Gutt- ormsson á þessu ári, hefur í meira en ár haft indverskan gúrú á sínu framfæri og í sinni þjónustu í Sviss. Múller gegnir ábyrgðastöðum í fjölda stórfyr- irtækja, og mun ákveðið að losa hann úr þeim öllum af ofan- greindum ástæðum. Þá hermir sami áreiðanlegi heimildarm- aður að þeir Múller og Mayer hafi á undanförnum mánuðum sést einir saman í gönguferðum um svissnesku alpana, þar sem dulspekilegar umræður fóru franr, og mun Mayer vera talinn smitaður af þessari hræðilegu veiki. Heimildarmaður skrá- argatsins telur því þá ályktun Þjóðviljans ranga, að Alusuisse hafi breytt um stefnu með brot- tvikningu þeirra félaga, heldur mun brottvikningin tákna það að fyrirtækið hafi hafnað leið- sögn hins indverska meistara. Ráðherra var að halda ræðu. Þar kom að í hans langa og ítarlega máli, að hann dró seiminn og sagði: „Ég verð að viðurkenna það, að óeðli- lega langur dráttur hefur orðið á þessu máli". Þá skaut þing- maður G. inní: „Hvað telur hæstvirtur ráðherra vera hæfi- lega langan drátt?“ Garðar Sigurðsson alþingismaður er mikill háðfugl Helga: Líkleg í embættið Vilmundur: kann að bregða sér í ýmis gerfi Múller: Orðinn fráhverfur tæknihyggju og kapítalisma Garðar: „Góðan daginn gáfu- menn“ einsog alþjóð veit. Þegar hann inætir á þingflokksflokksfundi hjá Alþýðubandalaginu brýst út andagift kollega hans og nær hver maður mælir í stuðlum og höfuðstöfum á slíkum fundum. Þannig varð einum að orði þeg- ar Garðar var sestur eftir að hafa heilsað félögum sínum hlý- lega: Salinrt gekk hann inn í enn enginn var hans rosti: „Góðan daginn gáfumenn", Garðar mælti og brosti. Auglýsingar Flugleiða íSvíþjóð hafa verið mjög til umræðu í dagblöðun- um og hafa menn haft misjafnar skoðanir á boðskap auglýsinga- mynda og texta. Ferðir þessar hafa mælst vel fyrir í Svíaríki og í gær lenti í Keflavík Flugleiðaþota með 100 Svía sem ætla að dvelja hér- lendis um helgina. Hvort sem það kemur umræ- ddri auglýsingu við eða ekki, þá er það samt staðreynd að lang- flestir gestanna frá Svíþjóð eru félagar í KFUM hreyfingunni þar í landi. Hóta stöðvun rækjuveiða í Húnaflóanum Sjómenn og útgerðarmenn við Húnaflóa hafa ákvcðið að stöðva rækjuveiðar, sem nú eru nýhafnar, þann 1. desember nk. fái þeir ekki leiðréttingu mála sinna næst þegar ákveðið verður fiskverð. Þar ny- rðra eru menn æfir vegna síðustu ákvarðana um rækjuverð og fjöl- mennur fundur útgerðarmanna og sjómanna sem haldinn var í Staða- skóla samþykkti harðorð mótmæli gegn þeim og fréttafiutningi út- varps um tekjur einstakra rækjusj- ómanna. Stjórn Pólstjörnunar, sem eru samtök bátaeigenda við Húnaflóa, bendir á að gengi íslensku krón- unnar hafi fallið um 32.6% miðað við meðalgengi 18 gjaldmiðla í helstu viðskiptalöndum okkar á tímabilinu frá 28. maí til 15. októ- ber. Á sama tíma hafi rækjuverð aðeins hækkað um 16%. Fundur- inn í Staðaskóla sl. miðvikudag dregur í efa að þau gögn sem verðlagsráð lagði til grundvallar ákvörðun sinni séu raunhæf og mótmælir flóknum reglum sem gilda um verðlagningu á rækju. Þá telur fundurinn að af fenginni reynslu megi efast unt hæfni full- trúa seljenda í verðlagsráði til að ákveða rækjuverð. Átta rækjubátar eru gerðir út frá Hólmavík og 4 frá Drangsnesi, en rækjuveiðikvótinn við Húnaflóa er 2100 tonn. Venjulega standa veiðarnar fram í ntars. Rækjusjó- ntenn við Húnaflóa hafa einnig sent stuðningskveðjur til rækjusjó- manna við ísafjarðardjúp. Olíubrák út af örfirsey Mikil oliubrák sást úr flugvélum síðdegis í gær á sjónum út frá olí- ustöðinni í Örfirisey. Siglingamálastofnun var tilkynnt um brákina og sagði Þorvaldur Ólafsson starfsmaður stofnunar- innar sem kannaði málið, í samtali við Þjóðviljann, að smáslys hefði orðið og nokkrir lítrar sloppið út. Hins vegar hefði þetta sýnst miklu meira úr flugvélum þar sem mikil stilla var í gær. Hann sagði að ást- æða væri til að þakka flugmönnum og farþegum árvekni í tilfellum sem þessum, því hún gæti komið í veg fyrir stærri slys. Góð matarkaup KINDAHAKK pr. kg. 38.50 10 KG. NAUTAHAKK pr. kg. 79.00 LAMBAHAKK pr. kg. 49.50 HVALKJÖT pr. kg. 27.00 NAUTAHAMBORGARAR pr. stk. 8.00 1/2 FOLALDASKROKKUR pr. kg. 48.00 1/2 NAUTASKROKKUR pr. kg. 72.00 1/2 SVÍNASKROKKUR pr. kg. 79.00 LAMBASKROKKAR pr. kg. 45.90 Athugið - skrokkar, merktir, pakkaðir og niður- sagaðir. Tilbúnir í frystikistuna KJÖTMIDSTÖÐIN Laugalæk 2 simi 3 50 20, 3 64 75 Lúxus heimilistæki á hagstæðu verði. ^ Láttu ekki dragast Eftirtalm tækl veröa seld: að hafa samband. KS — 405 kœliskápur, hœð 175, 380 litra, litir: gulur og rauflur. SK — 355 kæli- og frystiskápur, hæö 175,190 lítra kælir, 126 litra frystir, litir: gulur og rauflur. KS - 345 kæliskápur, hæð 155, 334 litra, litir: hvitur, beige, gulur og rauður. KS — 355 kæliskápur með frysti, hæð 155, 310 lítra kælir, 24 lítra frystihólf, litur: hvítur. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI I6995 FG — 300 frystisképur, heað 155, 271 lítri, litir: hvitur, beige, gulur og rauður. KSU — 260 kæliskápur, hæð 132,260 litra, litir: gulur og rauður. KF — 285 kæli- og frystiskápur, hæð 142, 215 lítra kælir, 50 lítra frystir, litur: rauður. Mjög góður afsláttur vegna lítilsháttar útilitsgalla sem eingöngu eru á hliðum skápanna. Aðeins fáir skápar af hverri gerð. DRAGIO EKKI AÐ GERA GÓÐ KAUP. STAOGREIÐSLUAFSLÁTTUR. VILDARKJÖR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.