Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 15
Helgin 30.-31. október 1982 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 15 Danir voru á síðustu öld framar- lega í skipasmíðum og árið 1857 smíðuðu þeir fyrsta gufuskipið úr járni. Fyrir nokkrum árum kom grein um þetta skip í Horisont, dön- sku sjómannablaði. Segir í lok greinarinnar að skipið hati árið 1892 verið selt til Otto Wathne á Seyðisfirði en síðan sé ekki vitað um örlög þess. Einar Vilhjálmsson frá Seyðisfirði kom upp á Þjóðvilja Fyrsta dansk- byggða járnskipið Teikning af Nirði eftir málara danska sjóhersins, H. Schösler Pedersen. Það endaði ævidaga sína á íslandi um daginn og sagðist vita hvað um skipið hefði orðið. Það endaði ævi- daga sína á Hornafirði og liggur >ar nú grafið í sand. Greinin í Horisont er svo- hljóðandi: Eins og sagt var frá í september- hefti Horisont kom fyrsta járn- skipið til Danmerkur árið 1841 en )að var smíðað í London. Nokkur ár áttu eftir að líða þar til Danir sjálfir lögðu út í að smíða sitt eigið járnskip. Fyrirtækið Baumgarten & Burmeister, núverandi B&W, var iegar í þá daga framsýnt og djarft. Árið 1853 var gert í skipasmíðast- öðinni módel af járnskipi og eftir nokkrar tilraunir með járnpramma handa sjóhernum var fyrsta járn- skipið smíðað fyrir dönsku póst- )jónustuna. Þetta var gufuskipið Njörður og ártalið 1857. Það var 95 brúttótonn og vélarnar drifu tvö skófluhjól á hliðum skipsins. Njörður var fyrst í förum milli Ass- ens og Aarösund en eftir að Danir misstu S-Jótland til Þjóðverja gekk það milli Strib og Fredericia. Um tíma gekk það einnig um Stóra- belti. Árið 1890 var Njörður seldur til Petersen & Albeck og síðan til O.Wathne og var eftir það skráð á Seyðisfirði á íslandi. Ekki er vitað hver örlög skipsins urðu eftir það“. Og nú víkur sögunni til frásagnar Einars Vilhjálmssonar sem hann hafði eftir föður sínum, Jóni Wat- hne o.fl. Otto Wathne keypti Njörð gagn- gert til að annast áætlunarferðir upp Lagarfljót en áður hafði hann' gert tilraunir með slíkar ferðir. Fyrirkomulagið var þannig að skipið sigldi upp ósinn, allt upp undir foss, en þar var varan tekin í land og flutt landleiðis upp fyrir fossinn. Fyrir ofan liann voru 2-3 prammar sem tóku við vörunni og Akraneskaupstaður Laus til umsóknar eru eftirtalin störf hjá Bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar: 1. Fulltrúi. í starfinu felst innheimta gjalda o.fl. 2. Ritari í afgreiðslu. í starfinu felst vélritun, símaþjónusta o.fl. Til greina kemur heilt eða hálft starf. 3. Skráning í bókhaldi. í starfinu felst skrán- ing á tölvu o.fl. Upplýsingar veita bæjarstjóri eða bæjarritari í síma 93-1211 eða 93-1320. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofuna fyrir 10. nóv. 1982. Bæjarstjóri. Laus staða Staða forstöðumanns Menningarmiðstöðvar við Gerðuberg, Breiðholti III er laus til um- sóknar. Menntun á sviði menningar- og félagsmála æskileg og jafnframt reynsla af stjórnunar- störfum. Laun skv. kjarasamningum borgarstarfs- manna. Umsóknareyðublöð ásamt starfslýsingu liggja frammi á skrifstofu Æskulýðsráðs, Frí- kirkjuvegi 11. Umsóknum skal skila að Fríkirkjuvegi 11 merkt Stjórn Menningarmiðstöðvarinnar. Umsóknarfrestur er til 26. nóvember n.k. Stjórn Menningarmiðstöðvarinnar við Gerðuberg. fluttu hana áfrant upp Löginn upp eftir öllu Héraði. Alls voru farnar 9 ferðir með þessu járnskipi en þá breytti sand- urinn sér við ósinn og lokaði leiðinni. Otto Wathne gafst sanit ekki upp en vildi efla félag með bændum að gera skipaleiðina færa á ný en þeir höfðu ekki hug á því. Watline flutti þá skipið suður til Hornafjarðar þar sem hann lagði því og rak í því verslun. Drifltjólin urðu eftir á Seyðisfirði og liggja trúlega í höfninni þar fram af Wat- hneshúsunum. Síðast grófst þetta fyrsta járn- skip Dana í sand á Hornafirði og bíður nú þess tíma að áhugasamir „gullgrafarar“ grafi það upp. GFr Menningarsjóður Norðurlanda Hlutverk Menningarsjóðs Norðurlanda er að stuðla að norrænni samvinnu á sviði menningarmála. I þessum tilgangi veitir sjóðurinn styrki til norrænna samstarfsverkefna á sviði vísinda, fræðslumála og almennrar menningarstarfsemi, t.d. myndlistar, kvikmynda, bók- mennta og leiklistar (ekki gestaleikja). Á árinu 1983 mun sjóðurinn úthluta um 9,6 milljónum danskra króna. Styrkir eru einkum veittir til verkefna sem unnin eru í eitt skipti fyrir öll, t.d. ráðstefnuhalds, sýninga, útgáfu og fræðslu- og rannsókna- verkefna, og skal umsækjandi vera sá aðili sem að framkvæmd stendur. Aðallega eru styrkt ný verkefni en að jafnaði ekki reglubundin starfsemi. Ekki eru styrkir heldur veittir til kynnisferða einstaklinga eða námsdvalar. Umsóknir þurfa að öðru jöfnu að varða fleiri en tvær Norðurlanda- þjóðir til áð styrkur komi til greina. Umsóknir ber að rita á umsóknareyðublöð sjóðsins. Sjóðsstjórnin heldur fundi fjórum sinnum á ári, venjulega í mars, júní, september og desember. Ekki.er miðað við tiltekinn umsóknarfrest, en gera má ráð fyrir að meðferð umsóknar taki f/2-4 mánuði. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar má fá frá skrifstofu sjóðsins: Nordisk kulturfond Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Kobenhavn K (sími (01) 114711) svo og í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík.. m FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR I) \(.\1STI N H:\R.\A. FOKNHAGA S SlMt 27277 Dagvistun barna óskar aö ráöa fóstrur, þroskaþjálfa, kennara eða starfsfólk meö aöra uppeldisfræöilega menntun. Starfssvið: Umönnun barna meö sérþarfir á dagheimilum og leik- skólum. Upplýsingar í síma 27277 eöa 85911. Nýjungarnar komafrá „ISGRIP" Bridgestone radial snjódekkin eru framleidd úr sérstakri gúmmíblöndu, sem við nefnum „ÍSGRIP“. „ÍSGRIP" hefur þá eiginleika að fiarðna ekki í kuldum, heldur helst það mjúkt og gefur þannig sérstaklega góða spyrnu í snjó og hálku. „ISGRIP“ dekkin eru ennfremur með sérstyrktum hliðum (Superfiller) sem veitir aukið öryggi við akstur á malarveg- um. Vegna þessa henta nýju BRIDGESTONE radial snjódekkin sérstaklega vel á misjöfnum vegum og í umhleypingasamri veðráttu eins og á íslandi. Öryggið í fyrirrúmi með BRIDGESTONE undir bílnum 25 ára reynsla á íslandi. Utsölustaðir um land allt. BRIDGESTONE á íslandi BÍLABORG HF. Smiöshöfða 23, sími 81299.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.