Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 30
30 StÐA — ÞJóÐVILJINN Helgin 30.-31. október 1982 RIKISSPITALARNIR lausar stödur L ANDSPIT ALINN SÉRFRÆÐINGAR (3) óskast í afleysingastöður við Barnaspítala Hringsins. Gert er ráð fyrir 75% hluta- starfi. Umsóknir er tilgreini nákvæmlega náms- og starfsferil skulu berast stjórnarnefnd ríkisspítalanna á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 30. nóvember n.k. ásamt tilheyrandi vottorðum. Nánari upplýsingar veit- ir forstöðumaður Barnaspítala Hringsins í sírna 29000. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á blóðskilunar deild. Dagvinna eingöngu. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á lyflækninga- deild 4. Fastar næturvaktir gætu komi til greina. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á gjörgæsludeild SJÚKRALIÐAR óskast á gjörgæsludeild. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir hj úkrunar- forstjóri í síma 29000. VÍ FILSST AÐ ASPÍT ALI DEILDARMEINATÆKNIRóskast í hlutastarf við Vífilsstaðaspítala frá 1. janúar n.k. Barnaheimili á staðnum. Upplýsingar veitir deildarmeinatæknir í síma 42800. KOP A V OGSHÆLI FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast í hlutastarf (75%) við Kópávogshæli. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 30. nóvember n.k. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi í síma 41500. TJALDANESHEIMILIÐ STARFSMAÐUR óskast í fullt starf við umönnun og gæslu vistmanna. Starfsreynsla æskileg. Upplýsingar veitir forstöðumaður Tjaldanesheimilisins í síma 66266 eða 66147 milli kl. 13 og 17 næstu daga. RIKISSPITALARNIR Reykjavík, 31. október 1982. Arfellsskilrúmum og handriöum Armúla 20 Ath.: Hannað eftir malum fra yður meðan beöið er. OPIÐ LAUGARDAG 9—4 OG SUNNUDAG 2—5 Pantanir sem afgreiða á fyrir jól þarf aö staöfesta fyrir 15. nóvember. Armúla 20, sími 84635. Auglýsingasíminn er 8-13-33 Félag bókagerðarmanna: Segir upp samningum frá 1. desember nk. Félagsdómur hlutdrægur segir formaður FBM, Magnús E. Sigurðsson „Við ákváðum á fundi stjórnar Félags bókagerðarmanna í fyrra- kvöld að segja upp kaupliðum kjarasamningsins frá og með 1. desember nk. og næsta skrefið í deilunni má segja að sé í höndum ríkissáttasemjara“, sagði Magnús E. Sigurðsson formaður Félags bókagerðarmanna í samtali við Þjóðviljann í gær. Félagsdómur felldi úrskurð sinn í vikunni hvort bókagerðarmenn hefðu heimild til að segja upp samningum frál. október sl. Var dómur Félagsdóms á þá leið að bókagerðarmenn gætu ekki sagt upp samningnum vegna vísitölu- skerðingar sem ekki hefði tekið gildi við uppsögnina. Verði bráða- Magnús E. Sigurðsson: fulltrúi verkafólks í Félagsdómi tók afstöðu með atvinnurekendum. birgðalög ríkisstjórnarinnar sam- þykkt á Alþingi, tekur umrædd skerðing á vísitölunni ekki gildi fyrr en l.desember. „Þessi dómur kom okkur í sjálfu sér ekki á óvart. Það sem gerist er að dómstóllinn tekur í sínar hendur okkar samninga og bætir aftan við þá að lög sem kveða á um vísi- töluskerðingu, verði að hafa tekið gildi þegar kaupliðum er sagt upp þeirra vegna. í samningum okkar er einungis sagt að unnt sé að segja upp kaupliðum samnings ef sett verði lög sem kveða á um skerðingu verðbóta. Hvergi er minnst á að þau verði að hafa tekið gildi“, sagði Magnús ennfremur. „Það sem veldur okkur mestum vonbrigðum er að fulltrúi verka- lýðshreyfingarinnar í Félagsdómi skuli stilla sér upp við hlið atvinnu- rekenda enda þótt lögfræðingur verkalýðshreyfingarinnar, Arn- mundur Backman hafi tekið af- stöðu með okkur bókagerðar- mönnum í þessu máli. Einnig er ljós að Félagsdómur hér á landi eins og á Norðurlöndum til dæmis, er hlutdrægur svo ekki sé meira sagt og tekur afstöðu út frá hags- munum atvinnurekenda í málum sem þessum“, sagði Magnús E. Sigurðsson formaður Félags bóka- gerðarmanna að lokum. Nýr sendiherra hjá OECD Tómas Á. Tómasson, sendiherra íslands í París, afhenti þann 25 þ.m. aðalframkvæmdastjóra Efnahags- og þróunarstofnunar- innar (OECD) trúnaðarbréf sem fastafulltrúi íslands hjá stofnun- Þingflokkur Alþýðubandalagsins ályktar um vaxtamál: Verðbótaþáttur lána hækki eins og laun Varað við aðgerðum í bankakerfinu er gætu stuðlað að atvinnuleysi Þingflokkur Alþýðubandalags- ins gerði síðdegis á föstudag álykt- un þar sem að í umræðum um hugsanlegar vaxtabreytingar beri að leggja megináherslu á að verð- bótaþáttur verðtryggðra lána hækki meira en nemur hækkun almennra launa, þar sem fyrirsjá- anlegur sé verulegur munur á láns- kjaravísitölu og verðbótum á laun 1. dcsember næstkomandi. í samþykkt þingflokksins segir ennfremur: Þingflokkur telur aðstæður ekki fyrir hendi til að auka rekstrarkost- nað framleiðsluatvinnuvega og framfærslukostnað skuldugra hei- mila með verulegri vaxtahækkun. Hins vegar telur þingflokkurinn eðlilegt að vaxtaprósentur inn- og útlána verði meira samræmdar, þannig að minni munur verði á hæstu og lægstu útlánsvöxtum. Þingflokkurinn varar við aðgerðum í bankakerfinu, sem valdið gætu meiri samdrætti í atvinnulífi en nú er fyrirsjáanlegur og þannig stuðlað að atvinnuleysi. Jafnframt telur þingflokkurinn óhjákvæmilegt að dregið verði úr lánveitingum sem gera verslunum kleift að selja vörur með afborgun- um og örva því innflutning og auka viðskiptahalla. Heildsöluverð á raforku: Landsvirkjun hefur ákveðið 29% hækkun Stjórn Landsvirkjunar ákvað á fundi sínum í gærmorgun að hækka heildsöluverð á raforku fyrirtækisins um 29% frá 1. nó- vember. Ríkisstjórnin hafði óskað eftir því að Landsvirkjun endur- skoðaði fyrri ákvörðun um 35% hækkun og mun hafa verið talað um 22% í því sambandi. Cijaldskrár veitufyrirtækja eins og Rafmagnsveitna ríkisins, Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Hita- -veitu Reykjavíkur, hafa enn ekki verið ákveðnar og er verið að fjalla um hækkunarbeiðnir í gjaldskrár- nefnd. Hækkanir á smásöluverði þessara fyrirtækja munu liggja fyrir í næstu viku. Verð á raforku Landsvirkjunar hefur hækkað um 87% frá áramótum Gjaldskrá Landsvirkjunar er ák- veðin einhliða af stjórn fyrirtækis- ins en að undangenginni umsögn Þjóðhagsstofnunar. Heildsöluverð Landsvirkjunar hefur þegar hækk- að um 58% það sem af er ársins en með hækkuninni eftir helgi hefur fyrirtækið hækkað raforkuverðið um 87%. Smásöluverð á raforku Raf- magnsveitu Reykjavíkur hefur þegar hækkað um 65% á árinu en búast má við að gjaldskrá fyrirtæk- isins hækki nú um mánaðarmótin í samræmi við ákveðna hækkun Landsvirkjunar. Hitaveita Reykjavíkur hefur hækkað gjaldskrá sína um 52,5% frá síðustu áramótum og fyrir liggur beiðni um 30.8% hækkun 1. nóvember. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.