Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 5
Helgin 30.-31. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 í söltunarstöðinni Friðþjófi h/f kepptist kvenpeningurinn við að salta. Þegar var búið að setja lok á yfir 6000 tunnur. Sfldin fór í djúpið Myndir og texti: —lg. Unnar stjórnaði söltuninni, og krakkarnir fá að vinna um helgar. Strákarnir heita Þorsteinn, Hilmar og Jón. GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM Vertu við öllu búinn í versnandi færð. Á ATLAS eru þér allir „Loksins kemstu á síld“, sögðu kolieggarnir á blaðinu, þegar ég kvaddi þá á föstudaginn var. Með sjópokann, stakkinn og stígvélin á bakinu og Ijósmyndatækin í vönduðum umbúðum í annarri hendinni var ég tilbúinn í slaginn. Á Egilsstöðum var snjór yfir öllu, hafði kyngt niður nóttina áður. Nú var komin slydda og krap á vegum. Veðrið var stillt og lík- •legast yrði góð síldveiði í nótt. Ég ætlaði hins vegar með Jóni á rút- unni niður á Fáskrúðsfjörð á móts við ættingja og útgerðarfólk. Við vorum þrjú í rútunni auk bílstjórans. Allir virtust jafn- spenntir fyrir síldveiðinni. Þegar komið var niður í Reyðarfjörð sást strax til fyrstu bátanna. Þeir lágu út um allan fjörð á spegilsléttum sjón- um. Sumir jafnvel alveg uppi í Iandsteinum. Það var liðið á kvöld- ið og sjálfsagt yrði ágætis síldveiði í nótt. Á Fáskrúðsfirði höfðu menn lítið frétt af heimabátum. Það frétt- ist lítið þegar illa gengur. Hvernig er þetta, ég hélt að það væri allt á kafi í síld alls staðar. Upp í miðjar hlíðar Árla næsta morgun var farið á bryggjuna. Glampandi sól og stilla, síðustu þokuleifarnar voru að rjúka upp af fjallstindunum. Söltunarliðið hans Bergs í Pólar- síld var mætt á bryggjunni. Ekki til að salta heldur taka á móti og stafla upp nokkur þúsund tómum tunn- um, sem Laxfoss kom með um nóttina. Alltaf gott að vera vel birgur. Austar á bryggjukantinum, lá Guðmundur Kristinn SU-404. Bú- ið að landa aflanum í nokkra bala sem biðu söltunar eftir hádegið. „Það er ekki neitt að fá“, sagði Guðjón Egilsson stýrimaður á Guðmundi Kristni. „Hvergi st'ld nema í blöðunum. Aumingja Eyjamennirnir. Þegar þeir heyra veiðisögurnar héðan, þá er síldin komin upp í miðjar hlíðar“. Þar með var hann rokinn. Útlitið var ekki sérlega glæsilegt þrátt fyrir þetta indælis veður. Engin veiði. Við ákváðum að halda til Eski- fjarðar eftir hádegið og sjá hvort við fréttum eitthvað eða fyndum bátinn sem við áttum stefnumót við, Sólborgina SU-202. Það var ekki mikill tími til stefnu, því á sama tíma daginn eftir þurfti undir- ritaður að vera kominn í fans með Norðfirðingum á hátíðarsamkomu í Egilsbúð. Dreifð og erfiður botn Við keyrðum greitt norður á firði. Nokkrir bátar voru á leið inn Reyðarfjörð, greinilega með lítinn afla. Tveir dóluðu í mynni fjarðar- ins og biðu átekta. Þeir segja að veiðin sé oft best síðdegis þegar rökkrið fer að færast yfir. Síldin er hins vegar dreifð og erfitt að kasta á hana, þar sem hún þéttir sig eink- um yfir grýttum hraunbotninum. Nokkrir bátarnir voru búnir að fara illa á slíkum veiðitilraunum. Á Reyðarfirði lá hver báturinn bundinn við annan á bryggjunni. „Það er andsk... ekkert að fá“, sögðu kallarnir. Þetta ætlaði að verða meiri sjóferðin hjá undirrit- uðum. Ekki nóg með að komast líklega aldrei á sjóinn, heldur var enga síld að sjá. Það var ákveðið að halda strax yfir á Eskifjöfð. Kannski væri Sól- borgin komin þangað inn, og sjálf- sagt væri nóg af síld þar. Þetta er nú einu sinni stærsta söltunarplássið enn sem komið er vertíðar. Þetta var ekki einleikið. Akkúr- at ekkert var um að vera á Eski- firði. Mérféllust alveg hendur. Og þó. Skýringin var fundin. Það var kaffitími í plássinu. Allt á fleygiferð bryggjunni í smátíma þar sem yfir 20 bátar lágu í einum knapp. Eng- inn maður var sjáanlegur. Á slag- inu hálf fjögur tókum við hús á Söltunarstöðinni Friðþjófi. Nú var líf í tuskunum. Eins og hendi væri veifað var allt komið á fulla ferð. Fólk gaf sér varla tíma til að líta nánar á þennan furðufugl með myndavélarnar sem óð um allt og smellti í allar áttir. Krakkarnir voru þó uppnumdir og gleymdu vinnunni um stund. Já, mikið rétt, þarna hamaðist fólk á öllum aldri við að koma síldinni í tunnur og tunnunum í stafla. Unnar Björgólfsson stjórnaði verkinu. „Við erum búin að salta í um 500 tunnur en um miðjan októ- ber í fyrra voru komnar tæpar 1400 tunnur. Þetta hefur gengið ágæt- lega. Við erum hérna með 20 sölt- unarpláss og höfum ekkert verið að bæta við okkur frá því í fyrra. - Það er heilmikið um krakka í vinnu hérna? „Já, við leyfum þeim að koma inn um helgar, við erum fleiri að vinna um helgar. - Hvenær byrjið þið á morgn- ana? „Alltaf kl. 6 á morgnana, en við söltum aldrei meira en í 10 klst. á dag. Það er sama á hverju gengur ég fer ekki út af því. 10 tíma á dag. Hérna er búið að vera sama fólk- ið við söltun árum saman...“ Hann náði ekki að botna setninguna því starfið kallaði. - Ertu bjartsýnn á framhaldið? spurði ég, þegar ég náði í hann aftur. „Já ég á von á því að þetta eigi eftir að lagast. Síldin er dreifð. Virðist vera nær allt í kringum landið. Ég hef trú á því, að þetta eigi eftir að hlaupa saman.“ Starfsfólkið hélt áfram að salta að kappi. Það var farið að halla degi, og Ijóst að ekki yrði saltað á morgun, sunnudag. Báturinn okkar var ennþá ein- hvers staöar úti íyrir. Enginn hafði frétt af veiði þennan daginn. Það var greinilega orðið útséð með sjóferðina. Stefnan var því tekin yfir snjóþungt skarðið til Neskaup- staðar, þar sem hátíð var í bæ, næsta dag. - lg. Aukið öryggi fyrir þig,þína og þá sem á vegi ykkar verða. ATLAS snjóhjólbarðar í hálku og í snjó. Minni bensíneyðsla, meiri ending.--------------------------- Útsölustaðir: Kaupfélögin um allt land SAMBANDIÐ VÉLADEILD HJÓLBARÐASALA Höfðabakka 9 /-83490-38900

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.