Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. október 1982 Helgin 30.-31. október 1982 ' ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Viðtal við Braga Ásgeirsson Bragi Ásgeirsson erflestum íslendingum kunnur sem listamaöur, kennari og gagnrýnandi. Hann hefur ávallt veriö nærri þar sem eitthvaö er aö gerast í listum. Hann er af kastamikill málari og grafíker, og skipta sýningar hans og samsýningartugum. Þá eru einkasýningar hans ekki af smærri geröinni og minnast menn eflaust þeirrar sem hann hélt á 50 ára afmæli sínu að Kjarvalsstööum og fyllti báða sali og ganga hússins. Halldór B. m Runólfssom skrifar Undanfarið hefur Bragi veriö á starfslaunum, og afraksturinn mátti sjá á síðustu einkasýningu hans í vestursal Kjarvalsstaða, en henni er nýlokið. í tilefni af þessari sýningu hafði ég upp á listamannin- um til viðtals og fór það fram í bja11 ri og rúmgóðri vinnustofu hans á 13. hæð í háhýsi við Austurbrún, en þar hefur Bragi starfað undan- farin 16 ár. Um sýningar, aðstœður o.fl - Hvernig gekk sýningin Bragi? „Ágætlega. Mér þótti vænt um að sjá hve breiður hópurinn er sem yfir andlit Braga, um leið og hann svarar ófyrirleitinni spurningu minni: „Málarar eiga að sýna oft, helst þrisvar á ári. Enga lognmollu hér. En til þess þarf fleiri borgir á íslandi, svona 3-5 borgir, svo lista- menn þurfi ekki alltaf að sýna á sama stað. Eins og nú er ríáttað vantar bæði aðstöðu og áhuga úti á landi, menn eru of uppteknir við að græða peninga. Erlendis rækja bankar og stór- fyrirtæki skyldur sínar við menn- inguna. T.d. standa bankar í Dan- mörku bak við umfangsmikla at- hafnasemi hér, kaupa myndir til að dreifa í skóla og félagsheimili um land allt. Fyrirtæki standa fyrir verðlaunaveitingum s.s. S.O. Broste sem veitti bjartsýnisverð- launin o.fl. Þetta allt er vítamín- sprauta fyrir listina og ekki aðeins gert í eitt skipti fyrir öll, heldur á sér stöðug endurnýjun stað og líf fyrir listina". - Eru ísienskir einkaaðilar þá of lifskir? „Það held ég ekki. Þetta stafar fremur af þekkingarskorti á hlut- verki lista en nísku", og Bragi er íhugull á svip: „Það þarf meiri fræðslu og áróður fyrir gildi menn- ingar". - En eru opinberir aðilar skárri? „Listasafn íslands lánar myndir í sendiráð, ráðuneyti og aðrar opin- niðrandi", svarar Bragi og brosir í kampinn. - Er þessi breyting í list þinni vegna áhrifa erlendis frá? „Síður en svo. Ég bjó eitt sinn vestast í Vesturbænum og fór þá oft með börnin mín litlu niður í fjöru og við fundum dót sem ég notaði. Nú eru ungarnir stálpaðir og gamla dótið að mestu uppurið. Ég ætlaði að byrja á þessum nýju málverkum fyrir fjórum árum, en komst ekki til þess". Um listir á íslandi og Norðurlöndum - Hvað segir þú um þróun mynd- listar á Islandi? „Þótt ég sé gagnrýnandi á ég erf- itt með að átta mig fullkomlega á hlutunum. Hér vantar allar heim- ildir og samantekt. T.d. hafa verið haldnar 30-40 FÍM-sýningar, en það vantar allar heimildir um þær. Maður gæti stórum betur áttað sig á þróuninni ef einhver gögn væru fyrir hendi. Annars held ég að við stöndum sterkar en flestir gera sér grein fyrir. Þetta kom berlega í ljós fyrir allmörgum árum, þegar Norður- löndin skiptust á að bjóða einum listamanni frá einhverju hinna landanna að sýna á árlegri samsýn- ingu. íslendingarnir báru yfirleitt af, og fengu bestu dómana. Þetta var fljótlega lagt af, kannski út af ofangreindu. Það sama var upp á teningnum þegar Júlíana Sveinsdóttir sýndi á dönskum sam- sýningum, Jón Stefánsson á Gronningen, Jón Engilberts með „Kammeraterne" og Svavar Guðnason á Hástudstillingen og Grönningen,þau fengu ávallt einna bestu ef ekki bestu umsögnina", og Bragi bætir við um leið og hann teiknar með höndunum á andrúms loftið: „Við þurfum ekki að skam- mast okkar fyrir neitt nema það að hafa ekki ræktað þetta betur með upplýsingum og útgáfustarfsemi". - Hvernig þá? „Með útgáfu myndarlegra rita um þróun fslenskrar listar frá stríði fram á okkar dag. Það þurfa margir að vera með í þeirri útgáfu. Þó að þetta yrði mjög dýrt mundu pen- ingarnir skila sér aftur. Erlend lista- og bókasöfn mundu t.d. kaupa slíkar bækur grimmt". „Brjóti maður landamœri faga innan myndlist- arinnar, er mað- ur settur út af sakramentinu..." „Séu menn ein- hœfir eru verk þeirra talin sam- stœð. Sýni þeir breytileik er list þeirra talin ósam- stœð..." „EG ÞJAIST EKKIAF LIFSLEIDA" sýnir málverkum mínum áhuga. Það voru ekki álnamenn sem föl- uðust aðallega eftir verkum mín- um, heldur alls konar fólk, gamalt og ungt, sem ég hef ekki kynnst fyrr. Þetta er merkilegt þegar tekið er tillit til þess að fólk hefur al- mennt minna af peningum milli handa en áður. Annars er fokdýrt að sýna, kost- aði mig a.m.k. 100.000 krónur ef eingöngu er tekið með í reikning- inn, efni, rammar, leiga og sýning- arskrá. En það verður að hafa það", bætir Bragi við og yppir öxl- um. Og í þetta fóru öll starfs- launin". - Hverju svarar þú þeirri gagn- rýni að þú sýnir of ört? . „Éghefekkiunniðmikiðundan- farin 4 ár, hafði varla komist að málaratrönunum í fleiri ár til alvar- legra átaka. Nokkur verk átti ég hálfunnin, og lá þetta ástand þungt á mér. Svo þessi sýning er nokkurs konar úttekt á hugmyndum sem ég hef ekki haft tækifæri til að ljúka við hingað til". Nú breiðist bros berar stöfnanir. Erlendis er hvert ráðuneyti með fastan sjóð til lista- verkakaupa. Hérna hringja þeir bara og biðja um myndir frá L.Í.. „Og nú glottir Bragi. - Hvernig standa söfnin sig? „Þetta er erfið spurning", segir Bragi og hleypir brúnum. „Þau hafa of lítið fjármagn til umráða, en ég held þau geri sitt besta. Þó mættu þau stuðla meira að er- lendum sýningum og innlendum einnig. Þá eru sýningaskrár al- mennt efnisrýrar. Það mætti hugsa, sér staðlaðar gerðir af skrám, sem- hægt væri að safna saman síðar og binda inn í bækur, í stað -þessara tíkarlegu blöðunga sem engum koma að gagni. Annars er margt vel gert, Thorvaldsens-sýningin er góð, svo dæmi séu tekin. Hún er ágæt kynn- ingarsýning fyrir þá sem ekki eiga þess Ícost að sjá Thorvaldsens- safnið í Kaupmannahöfn. Upp- setningin er frábær og þar getum við mikið lært af Dönum og hönnuðum þeirra. Það hlýtur að vera skemmtilegra að sýna í mörgum litlum og hlýlegum sölum í stað þeirra einhæfu gáma sem íslenskir sýningarsalir eru. Annars hafa sprottið upp skemmtilegri salir í seinni tíð, Listmunahúsið í Lækj- „Þetta er í fyrsta sinni Í22 ár að ég get einbeitt mér að málverkinu, ótruflaður". argötu og Listasafn ASÍ, svo eitthvað sé nefnt". - Svo talinu sé vikið að nýlokinni sýningu þinni, ertu að ganga gegn- um miklar breytingar í list þinni? „Þegar ég ber saman þessar myndir og það sem ég hef áður gert, sé ég mikinn mun. Þetta er í fyrsta sinn í 22 ár, að ég get einbeitt mér að málverkinu ótruflaður. Þrátt fyrir starfslaunin áður, þurfti ég að vasast í öðru og naut mín því ekki til fulls. Nú lagði ég öll starfs- launin í efniskostnað og fór ekki strax í frí, heldur hélt áfram að kenna. Hér liggur hundurinn grafinn. Enginn sem hefur fyrir fjölskyldu að sjá getur látið tekjurnar nægja fyrir efniskostnaði og vinnustofu, þótt hann sé í fullu starfi og gott betur. Þegar maður í fastri stöðu fær starfslaun hrapar hann niður um marga launaflokka. Starfs- launum fylgir sú kvöð að styrkþegi vinni ekki hjá hinu opinbera á meðan. Þau eru ekki undanþegin skatti, og er slík tilhögun óskiljan- leg. Allir styrkir til Iista ættu að vera skattfrjálsir, skilyrðislaust. Ég hef notið mín vel þennan stutta tíma, en er í staðinn kominn í víta- hring skattanna um leið og ég fer í hið eiginlega leyfi. Starfslaun mega aldrei ósjálfrátt verða hefndar- gjöf'- - Hafa hugmyndir að málverk- un iiin verið lengi að gerjast? „Sumar. Eg tek myndir úr um- hverfinu, alltmögulegtogstílfæri". Um leið og Bragi færir mér fulla kollu af maltöli, sýnir hann mér gamla forsíðumynd á þýska tíma- ritinu Stern. „Sjáðu. Ég hef aldrei unnið svona áður. Nú liggur fyrir að hlúa að árangrinum. Haustið hefur verið langt og fallegt. Það er dauður málari sem ekki hrífst af því". - Hefurðu ekki verið gagnrýnd- ur fyrir samhengisleysi? „Séu menn einhæfir eru verk þeirra talin samstæð. Sýni þeir fjöl- breytileik er list þeirra talin ósam- stæð. Þessi hugtök má því bæði nota í jákvæðri merkingu og - Hvaða aðili ætti að standa að þessu? „Menningarsjóður í samráði við listasöfnin. Það mætti hækka brennivín um eina krónu. Það mundi nægja. Þá þarf tímarit, gott og vandað. Eitt slíkt nægði á ári". - List ungra manna? „Það mætti halda stóra og veg- lega sýningu ung: a manna á Kj ar - valsstöðum.Það er erfitt að dæma þá eftir öllum þessum smásýning- um, en það er til mikið af ungu hæfileikafólki. Það sýnir of sjaldan vegna þess hve dýrt það er". - Er íslensk list of einhæf? „Miklu fremur fjölhæf miðað við hin Norðurlöndin. Síðan á miðöld- um höfum við verið fljótir að til einka okkur nýjungar í listum. Norðurlöndin eru of sjálfhverf. Edward Munch, Strindberg og Ibsen voru ekki spámenni í eigin heimalandi. Þeir gáfu megin- landinu mikið með list sinni". - Eigum við þá að snúa okkur til meginlands Evrópu? „Nei. Við megum passa okkur á að vera of hallir undir list Evrópu- landa. Norðurlöndin hvíla á 50.000 ára gamalli menningararfleifð og miklu merkilegri en fram kemur í uppsláttarritum. Það er óþarfi fyrir norræna listamenn að vera alfarið fréttaritarar þess sem er að gerast sunnar í álfunni. Þvert á móti eigum við að gefa meginlandinu eitthvað, t.d. með samnorrænum tví- eða þríæringi af sama gæða- flokki og Dokumenta í Kassel eða Biennalinn í Feneyjum. Þá fyrst yrði litið upp til okkar. - Eitthvað á borð við Skandin- avia Today? „Langt í frá. Þar er jafnvel skopast að Norðurlöndunum, og sýnir það gífurlegt þekkingarleysi þeirra sem að sýningunni standa. Einhverjir menn í Ameríku þykj- ast geta ákveðið hvað sé að gerast á Norðurlöndum og ómaka sig ekki einu sinni hingað til íslands til að sjá hvað hér er að gerast. Þetta er hreinasta vanvirða við norrænar listir, nema þá listiðnir sem fá nokkuð réttláta úttekt". Bragi set- ur upp hneykslunarsvip, en svo breiðist út bros yfir andlit hans: „Hins vegar hefur Skandinavia Today verið ágætis auglýsing fyrir norræna þjóðhöfðingja". Niðurlag — En hvað er svo framundan hjá pér sjálfum? „Ég fer til Kaupmannahafnar á næsta ári til að gera bar grafík- möppu, einnig er sá möguleikli að ég geri grafík fyrir sænskt títgáfu- fyrirtæki. Þá vinn ég að mynd- skreytingumvið ljóð Matthíasar Jo- hannessen, „Sálmar á atómöld"." - Er mikið atriði að menn vinni á aðskiljanlegum sviðum lista? „Það örvar sköpunargleðina að vinna á mörgum sviðum. Sjáðu Picasso, Matisse, Brafue og Miro. Þeir voru skapandi á öllum sviðum, grafík, málverki, höggmyndum, keramík, og betra hefur ekki verið gert af sérfaglærðum mönnum. Við Norðurlandabúar megum varast að hólfa okkur niður á bása og setja okkur stífar reglur í þessum efnum. Brjóti maður stöðluð landamæri faga innan myndlistarinnar, er maður settur út af sakramentinu. Picasso vann allt að 8 til 10 myndir á dag nema síðustu æviárin og í ýmis efni. Sá hefði varla átt upp á pallborðið hér norðurfrá". Bragi bendir í öll horn vinnu- stofu sinnar, þar sem blasa við verk á öllum hugsanlegum stigum. „Það bíða mín næg verkefni, eins og þú sérð. Ég þjáist hvorki af hefðbundnum lífsleiða né bjálfa- bjartsýni. Lífið er spennandi, en það þýðir ekki að ég sé alltaf í góðu skapi", segir hann og leikur ein- feldning með öllu andlitinu. ,.Mér hugnast hressileg átök við lífið og listina og vil vera virkur í samtíð minni". Ég stend upp belgfullur af malt öli, sem „bætir, hressir og kætir", og þakka Braya fyrir gagnmerka síðdegisstund. Sovéskir dagar Listafólk frá Mið- Asíulandi í nóvember verður minnst 65 ára afmælis októberbyltingarinnar og 60 ára afmælis Sambands sósíalí- skra sovétríkja. Hópur listafólks, tónlistarmanna og dansara frá Ta- dsjikistan, einu af Mið- Asíulýðveldum Sovétríkjanna, er væntanlegur hingað til lands 4. nó- vcmber til tæplega hálfsmánaðar dvalar og þátttöku í árlegum so- véskum dögum Mír, Menningart- engsla íslands og ráðstjórnarríkj- anna. í hópnum eru m.a. nokkrir af fremstu listamönnum Rúbov- sveitar Ríkisfílharmóníunnar í Ta- dsjikistan, en hún er í flokkum frægustu þjóðlaga- og dansflokka sem nú starfa í Sovétríkjunum, að mestu skipuð stúlkum sem leika á rúbov, þjóðlegt tadsjiskt strengja- hljóðfæri, dansa og syngja. Einnig eru í förinni nokkrir einleikarar og söngvarar í fremstu röð. Listafólkið frá Tadsjikistan mun koma fram á tónleikum og dans- sýningum og við ýmis önnur tæki- færi í Reykjavík og á nokkrum stöðum á Suður- og Vesturlandi, svoogíVestmannaeyjum. Laugar- daginn 6. nóvember kemur listaf- ólkið fram á tónleikum og danssýn- ingu í Austurbæjarbíói, þar sem minnst verður 65 ára byltinga- rafmælis og 60 ára afmælis SSSR. Sunnudaginn 7. nóvember verður listafólkið í Hlégarði í Mosfells- sveit kl. 16 og 18 og 9. nóvember í Vestmannaeyjum. Að kvöldi fimmtudags 4. nó- vember verða Tadsjikarnir við opnun sýningarinnar í Ásmundar- sal við Freyjugötu á listmunum og nytjahlutum frá heimalandi þeirra, en þar mun geta að líta keramik, tréskurð, málmhluti, skrautmuni úr silfri. útsaum og þjóðbúninga, einnig sýnishorn af ofnum efnum með þjóðlegum mynstrum, veg- gteppi o.fl. Laugardaginn 6. nóvember verður opnuð í Eden í Hveragerði sýning á nokkrum olíumálverkum eftir listamenn frá Tadsjikistan og um 20 svartlistarmyndir eftir Raz- imov. Listamennirnir munu koma fram við opnunina. Þá verður opin í Mír-salnum að Lindargötu 48 sýning frá Tadsjik- istan meðan á listamanna- heimsókninni stendur og þar verða einnig sýndar kvikmyndir og kynnt þjóðleg tónlist af hljómplötum. -ekh Skráning á atvinnu- ástandinu Skráð atvinnuleysi er nú sem svarar 0.2% af áætluðum mann- afla. Er þetta lægsta hlutfall á yfir- standandi ári og í fyrsta skipti sem skráðir atvinnuleysisdagar í einum mánuði fara niður fyrir 6000. Reyndust atvinnuleysisdagar í sept- ember 5.472 um land allt og er það talsvert yfir meðaltali áranna 1975-1982. Fyrstu níu mánuði þessa árs hef- ur fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga tvöfaldast frá sama tíma í fyrra eða úr rúmlega 76.000 í tæplega 152.000. Meirihluti atvinnulausra eru konur eða 59%

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.