Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 23
Helgin 30.-31. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Minning Helga Sigurðardóttir Fædd 28/2 1912 — Dáin 23/10 1982 Laugardaginn 23. október lést í Landakotsspítala í Reykjavík Helga Jórunn Sigurðardóttir, hús- freyja, Barmahlíð 6, Reykjavík, eftir langvarandi og erfið veikindi. Helga var fædd að Riftúni í Ölf- usi 28. febrúar 1912, ellefta í röðinni af þrettán börnum þeirra hjóna Sigurðar Bjarnasonar og Pálínu Guðmundsdóttur, sem lengi bjuggu í Riftúni. Fimm þess- ara systkina dóu á unga aldri, en átta komust til fullorðins og efri ára. Af þeim eru fjögur á lífi. Helga ólst upp hjá foreldrum sínum í Rif- túni í stórum systkinahópi, og naut hún þar almennrar barnafræðslu þeirra tíma og hjálpaði til við bú- störfin frá því að hún hafði aldur og getu til. Mun hún hafa haft hina mestu ánægj u af sauðfé og hirðingu þess. Til Reykjavíkur fluttist Helga úr foreldrahúsum, þegar hún var sautján ára gömul. Tók hún fljót- lega að nema kjólasaum hjá Vil- borgu systur sinni og öðlaðist meistararéttindi í þeirri iðngrein. Þær systur ráku um tíma sauma- stofu saman, og Helga vann að saumaskap árum saman og raunar meira og minna fram undir efri ár. Vandvirkni hennar var við brugð- ið, og leituðu gjarnan sömu kon- urnar til hennar aftur og aftur, þeg- ar vandaða flík vantaði, og það jafnvel löngu eftir að hún hætti að stunda saumaskap sem hliðarstarf við annasöm heimilisstörf. Hinn 18. júní 1936 gengu þau í hjónaband Helga og eftirlifandi eiginmaður hennar, Guðjón Guð- mundsson, rekstrarstjóri hjá Raf- magnsveitum ríkisins. Fyrsta heim- ili þeirra var að Fjölnisvegi 20 í Reykjavík, en lengst af var heimili þeirra að Barntahlíð 6. Er það einkar hlýlegt og smekklegt og ber vitni góðum umgengnisháttum og myndarskap. Hjónaband þeirra Helgu og Guðjóns var farsælt og einkenndist, trúi ég, öðru fremur af gagnkvæmu trúnaðartrausti og gagnkvæmri virðingu. Helga og Guðjón áttu barnaláni að fagna og eignuðust fimm börn, sem öll eru farin úr foreldrahúsum og hafa stofnað heimili með mök- uin sínum. Börnin eru: Erla Haf- rún, flugfreyja, f. 12.07.1938, gift Agli Egilssyni, forstjóra, Auður Svala, húsmóðir, f. 02.12.1942, gift Rúnari Guðjónssyni, sýslumanni, Hrafnkell Baldur, frantkvæmda- stjóri, f. 09.05.1946, kvæntur Guð- laugu Jónsdóttur, húsmóður, Helga Sigríður, fóstra, f. 30.12.1951, gift Thomasi Kaaber, raftækni og Guðrún Sóley, við nám í námsráðgjöf, f. 07.04.1953, gift Þorsteini Hilmarssyni, sem er við framhaldsnám í heimspeki. Heintilið varð aðal starfsvett- vangur Helgu eins og svo margra annarra eiginkvenna og mæðra fyrr og síðar. Hún rækti húsmóður- störfin af fádæma elju og myndar- skap, og umhyggja hennar fyrir velferð eiginmanns, barna, tengda- barna og barnabarna - já og raunar allra vandamanna - verður lengi í minnum höfð. Hún hafði einstakt starfsþrek og var hamhleypa til allra þeirra verka, sem hún tók sér fyrir hendur. Ekki var óalgengt að Helga legði drjúgan hluta nætur- innar við annasaman dag á stóru heimili, til þess að leggja hönd á einhverja flík, sem hún var að sauma á börnin eða aðra. Fyrir- hyggja og reglusemi voru ríkir þættir í gerð hennar. Hún leitaðist ávallt við að vera raunsæ og gekk að hverjum hlut eins og hann var í raun og veru, en hvorki vanmat hann né miklaði fyrir sér, hvað þá að hún sveipaði hann draumóra- hulu. Þannig gekk hún að hverju verki, eins og það lá fyrir, og kost- aði kapps urn að ljúka því, án þess þó að kasta nokkurn tíma til þess höndunum. Helga var hljóðlát kona og al- vörugefin, en kunni þó á góðri stund að gleðjast með vinum sínum og hafði mikla ánægju af. Hún tranaði sér hvergi fram, en væri til hennar leitað var hún boðin og bú- in að rétta hjálparhönd. Sú hönd var örugg og styrk og lagði sig alla fram við að leysa viðkomandi mál á sem bestan hátt. Þessa nutum við, ég og mín fjölskylda, í ríkum mæli alla tíð, og það var ósjaldan, sem létt var undir með okkur við gæslu barnanna, á meðan þau voru lítil og ósjálfbjarga og nám og störf okkar foreldranna gerðu okkur ó- kleift að vera öllum stundum með þeim. Hið sama á reyndar við um önnur börn og barnabörn hennar, enda voru þau öll mjög hænd að ömmu sinni og sakna hennar sárt. Eigi var heldur sjaldan, að sest var að matborði í Barmahlíðinni, hvort sem um var að ræða gestaboð ell- egar hversdags, og má segja að heim- ili þeirra hjóna hafi verið manns annað heimili allt frá fyrstu kynnum. Helga fór marga veiðiferðina með bónda sínum, einkum hin síð- ari ár og tók „bakteríuna" eins og það er kallað. Kom þar fram, eins og í öllum öðrum athöfnum henn- ar, þessi mikli áhugi og dugnaður, og kvartaði hún helst yfir því hve seint á ævinni hún fór að stunda laxveiðar. Seigla Helgu kom vel í Ijós í fyrrasumar, en þá virtist sem hún hefði fengið nokkra heilsu á ný, þótt sá bati yrði ekki langvar- andi. Þá fór hún í síðustu veiði- ferðina með eiginmanninum í ána, sem þau höfðu dvalið við á hverju sumri í fjölda ára. Einnig rættist sá draumur hennar að fara með manni sínum hringferð um landið og gista í tjaldi, en slíkur ferðamáti hafði ætíð verið henni að skapi. Þau hjónin voru einstaklega lán- söm með veður í þessari ferð, sól og blíða næstum hvern dag. Loks má nefna, að í fyrrahaust fóru þau hjón til Svíþjóðar til þess að heimsækja dóttur sína, sem þá dvaldist í Lundi við nám. Hafði Helga mikla ánægju af þessum síð- ustu ferðalögum sínum. Mér er enn í minni sú mynd sem ég fékk af Helgu tengdamóður minni við fyrstu kynni fyrir einum tuttugu árum. Það var að kvöldi, sem ég kom í Barmahlíðina þeirra erinda, að sjálfsögðu, að finna dótturina Auði, nú.konu mína. Ég hringdi dyrabjöllunni og í dyrasím- anum sagði konurödd mér að gera svo vel að koma inn fyrir. Er inn var komið leit ég upp í stigann og á stigaskörinni stóð kona, sem mér fannst, í svip, ógnar stór. Þetta var Helga. Þótt í ljós kæmi að Helga var rétt meðalmanneskja á hæð, hefur mér ætíð fundist þessi fyrsta mynd mín af henni táknræn, því að hún var stór kona að allri gerð. Mest var stærð hennar í hinum erf- iðu og langvarandi veikindum hennar. Hún veiktist fyrst alvar- lega í ágústbyrjun 1980. Hún gekkst undir þrjár meiri- háttar skurðaðgerðir og var oft sár- þjáð. Hún tók veikindum sínum eins og öllu öðru af sama raunsæ- inu og æðruleysinu og felldi aldrei tár af hvarmi. Hún vissi að hverju stefndi og kveið ekki endalokun- um. Hún var sérstaklega þakklát læknum og hjúkrunarfólki Landa- kotsspítala fyrir frábæra umönnun. Ég vil að leiðarlokum færa minni kæru tengdamóður alúðarþakkir fyrir allt það sem hún var mér. Við aðstandendur hennar söknum hennar ntjög, en þær góðu minn- ingar, sem við eigum um hana og vitneskjan um, að hún dó, þegar dauðinn var henni ábati, verður okkur nokkur huggun. Blessuð sé minning hennar. Rúnar Guðjónsson. Mágkona mín, Helga Sigurðar- dóttir, Barmahlíð 6 hér í bæ. andaðist í sjúkrahúsi hinn 23. októ- ber eftir langa og erfiða sjúkdóms- legu og enn lengri veikindi. Hún var fædd 28. febrúar 1912 í Riftúni í Ölfusi, dóttir hjónanna Pálínu Guðmunsdóttur og Sig- urðar Bjarnasonar, sem þar bjuggu um langan aldur og voru bæði af kunnum sunnlenskum bændaætt- unt. Þau eignuðust þrettán börn og komust átta þeirra til fullorðinsára. Abýlisjörðin var lítið en notasælt kot og sjósókn úr Þorlákshöfn bætti að nokkru um búhagi, þótt róðurinn hafi ugglaust stundum verið harðsóttur að koma svo stór- um barnahópi á legg. Ung að árum liélt Helga úr föðurgarði til Reykjavíkur og nam kjólasaunt. Þar kynntist hún ung- um rafvirkja, Guðjóni Guðmunds- syni, nú rekstrarstjóra Rafmagns- veitna ríkisins. Þau gengu í hjóna- band árið 1936 og stofnuðu heimili í Reykjavík, þar sem þau dvöldust síðan að undanteknum skömmum tíma, sem þau voru búsett í Hafn- arfirði. Þau eignuðust fimm börn: Erlu, flugfreyju, gifta Agli Egils- syni forstjóra; Auði, gifta Rúnari Guðjónssyni sýslumanni í Borg- arnesi; Hrafnkel, forstjóra, kvænt- an Guðlaugu Jónsdóttur; Helgu, fóstru, gifta Tómas Kaaber r;f- tækni, og Guðrúnu Sóleyju, nem- anda í námsráðgjöf, gi fta Þorsteini Hilmarssyni heimspekinema. Vettvangur Helgu var hið hljóð- láta starf húsfreyju og móður, að annast heimilið, mann sinn og börn. Heimilið bjó hún af smekk- vísi og að ágætum föngum, og upp- eldi barnanna var henni bæði áhuga- og metnaðarmál. Þar var starfsvettvangur hennar allur, og utan heimilisins hafði hún sig lítt eða ekki í frammi. Af svo þröngum vettvangi fer sjaldnast mikil saga. Þar ríkir hin hávaðalausa önn, og ef til vill dettaeinhverjum í hugorð Bjarna skálds Thorarensen, sem hann kvað við lát annarrar hús- freyju og móður, en hann var oft frábærlega skyggn á mannlífið og snillingur að draga upp táknmyndir mannlegra örlaga: Pú eik í stormi hrynur húa hamra því beltin skýra frá, en þegar fjólan fellur bláa fallið það enginn heyra má, en ilmur horfinn innir fyrst urtabyggðin hvers hefur misst. Æðrulaust tók Helga þeim þunga dómi, að sjúkleiki hennar hlyti til eins að draga og aö fram- undan biði skammur áfangi. Á milli þess, sem hún dvaldist í sjúkrahúsi við erfiðar aðgerðir, annaðist hún heimili sitt meðan kraftar entust. Þegar þá þraut og lokavistin í sjúkrahúsinu tók við, hvarf hún þangað án ótta og vonar, þótt hugurinn leitaöi löngum til barnanna og eiginmannsins, sem nú var orðinn einn heima eftir nær hálfrar aldar santfylgd. Nú var ekki annað eftir en að gera sínar síðustu ráðstafanir, og til þess fékk hún að halda ráði uns öllu var lokið. Kæri Guðjón. Þungur harmur cr nú kveðinn að þér, börnum ykkar Helgu og öllum aðstandendum. Eftir er aðeins að orna sér við yl minninganna, þar sem þið eigið svo drjúgan fjársjóð, og takast svo á við framtíðina við breyttar að- stæður. Haraldur Sigurðsson. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi: RARIK-82048. 132 kV Suðurlína. Stálsmíöi Opnunardagur: Mánudagur 15. nóvember 1982 kl. 14:00. Verkið felst í smíöi zinkhúðaðra stálhluta ásamt flutningi á þeim til birgðastöðvar í Reykjavík. Verkið skiptist í verkhluta 1, 2 og 3. Verkkaupi leggur til smíðaefni í verkhluta 3 og að hluta til í verkhluta 1. Bjóða má í hvern verkhluta fyrir sig eða alla. Verkhlutum 1 og 2 skal Ijúka 1. júní 1983 en verkhluta 3 skal Ijúka 1. maí 1983. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja- vík, fyrir opnunartíma, og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudeginum 1. nóv- ember 1982 og kosta kr. 200, hvert eintak. Reykjavík 28.10 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-82054 Þverslár. Opnunardagur: Miðvikudagur 1. desember 1982 kl. 14:00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins Laugavegi 118,105 Reykjavík fyrir opnunartíma, og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveita ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og meö þriðjudegi 2. nóvem- ber 1982 og kosta kr. 50,- hvert eintak. Reykjavík 28.10 82 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Framleiðslustjóri — Fiskvinnsla Stórt fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi óskar að ráða framleiðslustjóra til að hafa umsjón með framleiðslu fyrirtækisins. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf leggist inn á Endurskoðunarskrifstofu Hallgríms Þorsteinssonar og Þorvaldar Þorsteinssonar Hafnarhvoli v/Tryggvagötu Reykjavík. Fjölbrautarskól- inn í Breiðholti Umsóknir um skólavist í Dagskóla F.B. á vor- önn 1983 skulu hafa borist skrifstofu skólans Austurbergi 5 fyrir 15. nóvember næstkom- andi. Nýjar umsóknir um Kvöldskóla F.B. (öld- ungadeild) á vorönn 1983 skulu berast skrif- stofu skólans fyrir sama tíma. Staðfesta skal fyrri umsóknir með símskeyti eða símtali við skrifstofu F.B. sími 75600. Skólameistari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.