Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. október 1982 Stefnt að því að viðgerð Ijúki á hundrað ára afmæli skipsins sumarið 1985 Á hafi. Sigurfari á siglingu út af Langanesi fyrir 1920, þá í eigu Duus-verslunar. KÚTTER SIGURFARI Mikla athygli vakti þaö á þjóðhátíðarárinu 1974, þegar Skagamenn keyptu gamlan kútter frá Færeyjum til þess að gera hann upp til minja um skútuöldina. Kútter þessi heitir Sigurfari og var reyndar gerður út frá íslandi í rúma tvo áratugi um og eftir aldamótin. Þetta var veltilfundið hjá Skagamönnum, því að engin íslensk skúta hefur varðveist hér á landi, en þær voru gerðar út í hundruðatali um aldamótin og eitthvað fram eftir öldinni. Þetta er þó feikna dýrt fyrirtæki, og það erfyrst nú í ársem einhver kraftur hefur komist í viðgerð á kútter Sigurfara, og nú er að fara í gang stórfelld fjársöfnun svo að koma megi þessu gamla skipi í fyrra form. Við skruppum upp á Skaga um daginn og höfðum tal af Gunnlaugi Haraldssyni safnverði Byggðasafnsins í Görðum, en hann hefur umsjón með framkvæmdum. - Mig langar til að byrja með, Gunnlaugur, að fræðast svolítið um feril kútter Sigurfara. — Kútterinn var upphaflega smíð- aður í skipasmíðastöð í bænum Burton-on-Stather sem er skammt frá Hull, og var það árið 1885. Hann er því að verða 100 ára gam- all. Fyrstu 12 árin var hann gerður út á togveiðar frá Hull og hét þá Bacchante sem gæti útlagst sem Bakkynjan á íslensku. Svo var það árið 1897 að íslenskur útgerðarmað- ur, Jón Jónsson skipstjóri í Mels- húsum á Seltjarnarnesi, fór til Hull til að festa kaup á kútterum. Hann keypti þá Bacchante fyrir 325 pund. Það var þó stutt í eigu hans, því að sama ár seldi hann kútterinn Magnúsi Th. S. Blöndahl sem þá var trésmiður í I lafnarfirði. Magn- ús gerði skipið út í rúmt ár og gaf því nafnið Guðrún Blöndahl eftir konu sinni. - Það hafa verið tíð eigenda- skipti? - Já, nokkuð. Næstu eigendur voru Pétur Sigurðsson útvegsmað- ur í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi og Gunnsteinn Einarsson skip- stjóri í Skildinganesi. Það voru þeir sem gáfu kúternum nafnið Sigur- fari en það hafði um langan aldur verið notað á opnum bátum frá Hrólfsskála. Síðan hefur kútterinn haldið því nafni eða frá árinu 1900. Pétur og Gunnsteinn áttu skipið til 1908, og var Gunnsteinn skipstjóri. Það ár selja þeir Sigurfara H.P.Du- us í Reykjavík, og gerði Duusversl- un skipið út allt til þess að það var selt til Færeyja árið 1919. Sigurfari þótti ágætt sjóskip, happasælt og um mörg ár meðal aflahæstu þil- skipa á Faxaflóasvæðinu. Skip- stjórar voru margir á þessum tíma- bili, síðast hinn kunni aflamaður Jóhannes Guðmundsson frá Hamri á Barðaströnd. Aðeins er vitað um einn mannskaða á Sigur- fara en það var 21 apríl 1909 þegar báruhnútur kom á skipið, sem statt var út af Selvogi, og skipstjórinn, Einar Einarsson kastaðist útbyrð- is og drukknaði. Söguleg ferð og merkilegt flösk- uskeyti - Og svo fer Sigurfari til Fær- eyja. Var hann gerður lengi út þar? - Haustið 1919 seldi Duus skipið Sören Sörensen í Viðareiði í Fær- eyjum og var ferðin til Færeyja bæði ævintýraleg og söguleg. í nó- vember komu óFæreyingar hingað til landsins til að sækja skipið, en þegar það var loks ferðbúið í janú- ar höfðu fjórir þeirra haldið til síns heima, en í stað þeirra réðust 4 ís- lendingar á skipið. Haldið var úr höfn 19. janúar 1920 og var skip- stjóri Sigmund Mikkelsen. Skömmu eftir að skipið lagði úr höfn gerði aftakaveður sem hélst látlaust um mánaðarskeið. Hrakt- ist Sigurfari um hafið milli fslands og Færeyja vikum saman. Stór- bóman brotnaði og seglabúnaður skemmdist, vistir þraut og eldivið. Til að bjarga sér frá hungurdauða gengu skipverjar í farminn, en hann var m.a. kjöt, mjölvara og rúsínur. Til eldunar notuðu þeir við úr hinni brotnu bómu og klæðninguna innan úr lúkarnum. Hinn 4. febrúar var svo komið að Sigmund skipstjóri taldi vonlítið að þeir næðu lifandi landi og kastaði því út flöskuskeyti, er greindi frá hrakningum þeirra og m.a. beðið fyrir boð til unnustu hans, Siggu Jacobsen í Klakksvík. Var Sigur- farinn talinn af og birtist um það frétt í íslenskum blöðum. Skeytið sem Sigmund Mikkelsen sendi var svohljóðandi: „Februar 1920 Sigmund Mikkelsen, skipari á slupp- ini Sigurfari. Koma úr Reykjavík. Nærkaðust Föroyum og komu í ódnar- veður við nógvum vindi av útsynn- ingi. Róku í 8 dagar norðuryvir og kundu ikki navigera. Kumpassin var vánalig og tjúkt var í kavaroki alla tíð ina. Men eg rokni við, at harrin hjálpir okkum. Eg líti bert á lyfti hansara, með- an eg glaður fari hiðani. Eisini trúgvi eg, at harrin hjálpir okkum, um tað er vilji hansara. Um nakar finnur hetta bræv, so biði eg tygum um at senda tað antin til S.Mikkelsen, skipara Klaks- vík, eila til Siggu Jacobsen, Vágsheyg, Klaksvík. Um nakrar útreiðslur stand- ast av hesum, so skulu tær gjaldast av móttakaranum og hann ið finnur hetta bræv, ynski eg harrans signing í kom- andi dögum.“ Þessum hrakningum lauk þó svo að Sigurfarinn náði til Seyðisfjarð- ar 10 dögum síðar. Þá geisaði spánska veikin í kaupstaðnum, en

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.