Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 21
Helgin 30.-31. október 1982 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 21 Árangursrík ráðstefna ungra sósialista: Æskulýðs- nefndin sjálfstœð eining Stofnun formlegra æskulýðs samtaka næsta skrefið ef vel tekst til Ólafur Ólafsson var kjörinn for- maður nýrrar Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins. „Ég tel að þetta hafi verið með árangursríkari ráðstefnum ungra sósíalista“, sagði Ólafur Ólafsson nýkjörinn formaður stjórnar Æsku lýðsnefndar Alþýðubandalagsins um landsráðstefnu ungra Alþýðu- bandalagsmanna sem haldin var um sl. helgi. Hana sóttu um 40 manns. Á þessari ráðstefnu var samþykkt reglugerð sem kveður á um nýskipan á æskulýðsstarfsemi flokksins. Úttekt á verkaíýðsfé- lagi Aðalefni landsráðstefnunnar var ungt fólk og verkalýðshreyfingin. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ hélt framsöguræðu á ráðstefnunni um þróun verkalýðshreyfingarinn- ar á liðnum árum og möguleika hennar til samfélagslegra áhrifa. Urðu fjörusar almennar umræður um ræðu Ásmundar lokinni um stöðu ungs fólks innan verkalýðfél- aganna, um ástæður fyrir lítilli vir- kni þess og annarra almennra fé- laga, um einangrun forystu félag- anna og margt fleira. „Það störfuðu undirbúningshóp- ar fyrir ráðstefnuna um verka- lýðsmálaþátt hennar, og það komu fram sjónarmið og hugmyndir sem verða gott vegarnesti fyrir fram- hald starfsins. Ein hugmyndin er sú að á næstu mánuðum verði skipu- lega aflað gagna um innivði tiltek- ins verkalýðsfélags og um sam- skipti forystu þess við fólkið á vinn- ustöðum, og þá einkum unga fólk- ið og hvernig bæta megi þau tengsl. Gagnrýni um einangrun verka- lýðsforystunnar hefur lengi heyrst, en með býsna almennum orðum. Við teljum nauðsynlegt að kannað verði við hvaða rök hún eigi að styðjast," sagði Ólafur Ólafsson. Starfið opnað Eins og áður sagði var á þessu fundi ungra Alþýðubandalags- manna samþykkt reglugerð sem kveður á um ýmsa nýskipan á æskulýðsstarfi flokksins. Um það sagði Ólafur: „Við teljum að það eigi að þróa æskulýðsstarfið í átt til formlegs fé- lagsskapar innan flokksins. Það skref var stigið að þessu sinni að starfið er opnað öllum ungum sósí- alistum, ekki einungis flokksbund- num Alþýðubandalagsmönnum, og sú stjórn Æskulýðsnefndar sem kosin var á fundinum mun ekki heyra undir miðstjórn flokksins, heldur verða sjálfstæð eining í flok- knum. Reynist þetta fyrirkomulag vel, verður stofnun formlegra æskulýðssamtaka næsta skrefið." í stjórn Æskulýðsnefndar voru kosin auk Ólafs jáau Agnes Geir- dal, Björn V. Gíslason, Guðbjörg Sigurðardóttir, Guðmundur Guð- laugsson, Haraldur Jónsson, Jón- ína M. Árnadóttir, Lára Þor- steinsdóttir, Ragnar Backman, Ragnar A. Þórsson og Sigurður Einarsson. Ýtarleg stárfsáætlun var sam- þykkt á ráðstefnunni, og verður hún kynnt á næstunni. -ekh Danskeppni áhugamanna i Artúni íslandsmeistara-danskeppni í gömlu dönsunum, haldin á vegum Ártúns, Nýja dansskólans og Ferð- askrifstofunnar Úrvals, hefst í Árt- úni sunnudaginn 21. nóvember n.k. Stendur keppnin næstu 3 sunnudaga og lýkur sunnudaginn 12. desember með verðlauanaf- hendingu. Dómarar varða fjórir, þar af danskennari, íþróttakennari, hljómsveitarstjóri og áhugamaður. Þátttakendur tilkynni sig í síma 85090 daglega frá kl. 10-12. Kepp- endur fá keppnisnúmer sem þeir halda út keppnistímabilið. Dansað verður í barna- og full- orðinsflokkum. Leikbrúðuland: „Þrjár þjóð- •• 55 r . sogur a sunnudaginn Leikbrúðuland sýnir á sunndaginn „Þrjár þjóðsögur" að Fríkirkjuvegi 11, en þessi sýning varfrumsýnd á Brúðuleikhúsviku að Kjarvalsstöðum í s.l. von. Þá var farið með sýninguna til Finnlands á brúðuleikhúshátíð og fékk hún þar mjög góða dóma. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson. Sýningin er kl. 3 og er miðasala í síma 15939 frá kl. 1 á sunnudag. Ert þú með í Ölfusborgir? Opin fjölskylduráð- stefna um fjölmiðlun Alþýðubandalagið efnir dag- ana 6.-7. nóvember til opinnar fjölskylduráðstefnu í Ölfusborg- um um fjölmiðla í nútíð og fra- mtíð. Hvernig ráðstefna? Hér er um að ræða frjálslegt ráðstefnuform þar sem áhersla er lögð á samræðurn og samveru og ekkert lagt upp úr ræðuhöldum. Ráðstefnan er opin öllu áhug- afólki um fjölmiðla og er þannig skipulögð að fjölskyldur geti sameinast um að sækja hana. Hvað verður gert? í fyrsta lagi verður fjallað í nokkrunt umræðulotum urn hel- stu viðfangsefni ráðstefnunnar. Ýmsir kunnáttumenn hafa lofað að leggja orð í belg. Svo er gert ráð fyrir starfi í umræðuhópum. Þá er tekinn frá tími til útiveru og samverustunda, bæði sameigin- legra yfir máltíðum og á kvöld- vökum og fyrir fjölskyldur. Hvað verður rætt? Fjallað verður um nröguleika í fjölmiðlum heima og erlendis, upplýsingaþjóðfélagið, tölvu- tæknina, vídeóvæðinguna, kapal- sjónvarpið, útvarpslagafrum- varpið, lýðræðislega fjölmiðlun, emenningarstefnu og hlutverk tjöliniðla. Hver er aðstaðan? Gist verður í orlofsbúðum ASÍ en fundað í kjarnahúsi Ölfus- borga. Kaffi og matur á laugar- dag, og matur og kaffi á sunnu- dag verður til sölu á staðnum, en morgunmat á sunnudag sjá ráð- stefnugestir um sjálfir. Kostnaði er öllunt stillt í hóf og gefur skrif- stofa Alþýðubandalagsins allar upplýsingar þar um. Er óhætt að hafa krakkana með ? Séð verður fyrir umsjón og eftirliti með yngstu börnunum meðan t'oreldrarnir sitja fundi eftir því sem kostur er og reynt að sjá til þess að stálpuðum krökk- um leiðist ekki. Hvernig á að skrá sig? Haíið samband við skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettis- götu 3, sími 17 500, strax í dag. s™ ASKRIFENDA- “GETRAUN! DAIHATSU Dreginn út 13. mars 1983 fl 11 fl (1 tiui • j1 MMöiyuu ’* 11 11 UOPUPQ . n j afefcSr* | n nno 2. des. 1982 VC-7700 vídeótæki NAD 25.000,-kr vöruúttektí Dregin hljomflutningstæki út í I að upphæð 25.000,- kr. i983bruar □□□□□□ Dregin út 4. nóvember 1982 Aðeins skuldlausir áskrifendur geta tekið þátt í getrauninni, Getraunaseðlarnir birtast í laugardagsblöðunum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.