Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. október 1982 Köppen oröin þrítug en samt á toppnum svo... - Kristín, hvernig stóð á því að þú fórst að æfa badminton? „Ætli pabbi, Magnús Einarsson, hafi ekki haft mest áhrif á mig. Hann gerði mikið af því að spila badminton og gerirenn, og ég byrj- aði á að fara með honum. Eg fór ekki að æfa að ráða fyrr en TBR- húsið var byggt en þá var ég 13-14 ára. Síðan hef ég helgað mig alger- lega þessari íþrótt og ekki lagt stund á neinar aðrar." - Er þetta erfið íþrótt? „Hún er það ef þú ætlar að ná einhverjum árangri. Það þarf mik- ið úthald og snerpu, æfingarnar byggjast ekki eingöngu upp á því að spila og spila." - Hvað er keppnistímabilið langt? „Það hefst í lok ágúst og lýkur í endaðan maí, frí í þrjá mánuði, sem í raun er ekki neitt frí því á sumrin hlaupum við úti þrisvar í viku til að missa ekki niður úthald- ið. í raun er því æft allan ársins |hring.“ 1 - Hversu oft í viku er æft? „Við æfum daglega og um helgar feru yfirleitt mót svo frídagarnir eru jfáir. Venjulega er æft tvo tíma á |dag og síðan bætast við landsliðsæf- ingar, þær eru einu sinni í viku ali- an veturinn. Þetta er fyrsta árið sem landsliðið æfir þannig, áður var t.d. A-landsliðið tekið fyrir á vissu tímabili og unglingalandsliðið á öðru en nú eru bæði á fullu sam- tímis.“ - Hvernig er aðstaðan? „Mjög góð, það er ekki hægt að segja annað. Hjá TBR er hún fylli- lega sambærileg við það sem geng- ur og gerist erlendis, fyrir utan bad- mintonsalinn í TBR-húsinu er þrek æfingaherbergi í kjallaranum, svo og gufubað. Samt er húsið eigir.- lega orðið of lítið miðað við að- sókn það er þéttsetið frá 8 á morgn ana til 12 á kvöldin. Þarna ei ekki bara keppnisfólk á ferðinni, hinir ýmsu hópar eiga fasta tíma á daginn, svo sem húsmæður, blaðamenn og fleiri.“ - Æfir TBR eingöngu í TBR- húsinu? „Nei, við erum með tíma í Laugardalshöllinni þrisvar í viku, og þó lýsing og aðstaða yfirleitt sé betri íTBR-húsinu, er nauðsynlegt fyrir okkur að vera þar. Lýsing í okkar húsi er miklu betri en gengur og gerist og við höfum flaskað á því erlendis að hafa einungis æft þar en ekki annars staðar við annars kon- ar birtu.“ - TBR hefur borið ægishjálm yfir önnur félög í badmintoníþrótt- inni hérlendis. Hvcrnig stendur á þessu? „Styrkur félagsins jókst gífur- lega við byggingu TBR-hússins og við erum sér á parti að því leyti að við höfum heilt íþróttahús undir eina íþróttagrein. Aður var félagið á sífelldu hraki milli skólaíþrótta- húsa en við tilkomu þess var hægt að koma af stað öflugu unglinga- starfi. Það er mikið af unglingatím- um í húsinu og eykst alltaf. I haust var farið inn á nýjar brautir; heilum árgangi af börnum úr Laugarnes- skóla var boðið að æfa í húsinu einu sinni í viku ókeypis fram að ára- mótum og síðan er að sjá hve mikið af þeim skilar sér til félagsins. Þetta er tilraun sem gaman verður að sjá árangurinn af.“ - Hvernig er staðið að ungling- amálum yfirleitt í þcssari íþrótt hér á landi? „Misjafnlega eftir félögum en ég get bent á að það er sérstaklega gott unglingastarf á Akranesi. 1A er orðinn okkar erfðasti andstæð- ingur, einkum í unglingaflokkum." - Hvað með landsliðið, hver er staða okkar á evrópskan mæli- kvarða? „Við erum greinilega á uppleið, A-landsliðið hefur nú unnið tólf landsleiki í röð og það kont okkur sérstaklega á óvart að sigra Belg- ana ytra á dögunum. Þeir voru fyrirfram taldir sterkari en við og eru ofar í styrkleikaflokki í Evr- ópukeppni. ísland vann sig upp um flokk í síðustu Evrópukeppni, komst úr D-flokki upp í C-flokk, og samkvæmt þeirri flokkun eru 8 til 12 þjóðir í Evrópu betri en við. En það eru veikari lið fyrir ofan okkur, þjóðir sem hafa tekið þátt í keppninni lengur og haldið sér í efstu flokkunum. Sigurinn í Belgíu sýnir þetta ótvítætt." - Að lokum Kristín, hve lengi heldurðu að þú cndist til að stunda badminton af sama krafti og þú gerir nú? „Vonandi get ég haldið mér á toppnum í 2-3 ár í viðbót. Þetta tekur allan minn frítíma, önnur áhugamál komast ekki að meðan maður æfir öll kvöld og spilar allar helgar. Annars er besti aldur bad- mintonfólksins talinn um 25 ár og Lena Köppen er orðin þrítug en samt á toppnum í heiminum svo það er aldrei að vita..“ Það var ekki verjandi að tefja Kristínu lengur frá störfum svo blaðamaður kvaddi, tók lyftuna niður á neðstu hæð, vafði að sér úlpuna og hélt út í norðannepjuna. Leit sem snöggvast upp eftir Húsi Verslunarinnar, lét augun staðnæmast á 7. hæð og prísaði sinn sæla fyrir að Þjóðviljahúsið í Síðu- múla sex skyldi ekki vera nema tveggja hæða hátt. - VS Uppi á sjöundu hæö í Húsi verslunarinnar, byggingunni nýju og risavöxnu í Kringlumýrinni, starfar hjá Verslunarráöi Íslandstvítug stúlka, Kristín Magnúsdóttir. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands síðastliðið vor og vinnur sem gjaldkeri þarna uppi með einstakt útsýni yfir sundin blá og borginafyriraugunum daglega. Kristín leggurstund á badminton og er í fremstu röð í þeirri íþróttagrein hérlendis, hjá félagi sínu TBR og landsliðinu. íslenskt badmintonfólk hefur náð athyglisverðum árangri á erlendum vettvangi að undanförnu og því var tilvalið að mæla sér mót við Kristínu og ræðavið hanaum badmintoníþróttina sem felst í því að slá fjaðraknippi af krafti yfirnet ogígólfiðhjá andstæðingnum. Blaðamaður beið góða stund eftir lyftu, enda var hún í stanslausri notkun smiða og annarra fagmanna, steig útásjöundu hæðinni, leit isem snöggvast út og sá leikfangabíla renna sér eftir Kringlumýrarbrautinni langt fyrir neðan, settist síðan niður á vistlegri kaffistofu og dembdi spurningum yfir Kristínu. Kristín Magnúsdóttir og félagar í landsliðinu hafa náð athyglisverðum árangri á erlendum vettvangi og sigrað í síðustu 12 landsleikjum Rætt við Kristínu Magnús- dóttur landsliðskonu í badminton

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.