Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. október 1982 stjórnmál á sunnudegi Lífskjarajöfnun gegn leiftursókn Helgi Kaflar úr rœðu Helga Seljan frá útvarpsumræðum á alþingi Á sumardögum stóöum viö Ijóslega andspænis meiri erfiöleikum fyrir þjóðarbúið en um árabil höföu yfir gengiö. Hér hefur þaö ástand og þær horfur sem þá blöstu viö, verið raktar ýtarlega í stefnuræðu forsætisráöherra. Eöli og umfang þessa vanda fór ekki fram hjá neinum, nema ef vera skylditalsmönnum stjórnarandstöðunnar og sjaldan eöa aldrei hefur þjóöin veriö í heild sannfæröari um markvissar aögeröir aö taka þyrfti til hendi. Þó stjórnarandstæöan þykist ekki skilja áhrif minnkandi þorskafla og hruns loðnustofnsins á þjóöartekjurnar þá skilur og veit þjóöin alvöru þessa máls, ekki síst þar sem fiskurinn er hinn mikli atvinnugjafi. Um hlut hins vinnandi manns .... Alþýðubandalagið lagði í það mikla vinnu að gera tillögu um lausn vandamálanna á víðum grunni, þar saem bæði var snúist beint viö vanda líðandi stundar eða horft til framtíðar morgundagsins. Það varð því að vonum að tillögur þess settu sitt skýra mark á bráða- birgðalögin og enn frekar ýmis stefnumarkandi atriði í viljayfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar. Þessar til- lögur náðu að sjálfsögöu ekki allar fram að ganga í samsteypustjórn eölilegra málamiðlana. Ekki síst þar sem þær snerta róttækar kerfis- breytingar eða beinan uppskurð á ýmsum þáttum efnahagskerfisins. Þessar tillögur liggja hinsvegar all- ar Ijóst fyrir og verða áfrarr. vega- nesti okkar í þjóðmálabaráttumú. Meginatriði þeirra má draga san.an í því að treysta skuli undirstöðu heilbrigðs atvinnulífs til sjávar og sveita og þar með atvinnuöryggis- ins, að gróðaaðilar þjóðfélgsins verði aö leggja til sín fullan skerf til úrlausnar og rýrnandi þjóðartekjur dragi ekki úr þeim samfélagsþátt- um, sem setja mark sitt öðru frem- ur á aðstöðu og aðbúnað fólksins í landinu. Þær raddir hafa heyrst úr ýmsum áttum, að enn lengra hefði átti að ganga í efnahagsaðgeröum og sannarlega stóð ekki á Alþýðu- bandalaginu að gera það á alhliða grunni. En þegar sá lævísi undir- tónn einn býr að baki að með harðari aðgerðum skuli einungis gengið harðara að launafólki, þá er það rétt, að í því efni stóð á f Al|- þýðubandalagsmönnum. Nátengt þessu er sá holhljómur, sem greina má í öllu talinu um nýjan verðmið- unargrundvöll vísitölunnar hjá ýmsum. Það stendur ekki á Al- þýðubandalaginu að gera nauðsyn- legar breytingar á vísitö'uk. rfi, sem um margt er gallað, en ef ákafi manna beinist að því einu að sú leiðrétting skili sér einungis í skertum kjörum, þá kalla ég það holhljóm og gegn ákvörðun af því tagi hlýtur Alþýðubandalagið að snúast öndvert. Þjóðmálabaráttan á öllum svið- um snýst nefnilega ævinlega um það, hver skuli hlutur hins vinn- andi manns, ekki síst þegar hinni óheftu markaðs- og frjálshyggju vex fiskur um hrygg, þar sem ör- birgð og allsleysi við hliðina á auð- legð og ríkidæmi eru þannig sjálf- sögð og réttlát lögmál. Lausnir bráðabirgðalaga og stefnuyfirlýs |ingin| voru ekki keyptar við vá atvinnuleysis svo sem margar ríkis- stjórnir hafa gert. Þær skertu ekki samfélagslega þjónustu, sem er uppáhaldsbjargráð afturhalds- stjórna. Þær tryggðu lífskjör þeirra lakast settu svo sem framast mátti verða þveröfugt við það, sem íhaldið í Danmörku gerir nú óhik- að. Þessar ráöstafanir voru þess eðl is, að þær voru sannarloga gerðar í trausti þess að fyrir þeim væri þing- meirihluti, enda höfðu menn síst vænst þess þegar þannig var á mál- um tekið, að einn „stjórnarliða" að vísu innan gæsalappa sæi þá ástæðu til að hlaupast undan merkjum og tala undir svartagallsraus stóryrt rar stjórnarandstöðu. f dag eru þessi mál því í mikilli óvissu, ef öll stjórnarandstaðan ætlar að fella þessi bráðabirgðalög og neitar að taka öllum sönsun. Því skal að vísu ekki enn trúað til fullnustu, en miðað við allar yfirlýs ingar hefðu það verið eðlileg við- brögð þegar svo horfði að láta á ábyrgð stjórnarandstöðunnar reyna og ef ábyrgðarleysið yrði niðurstaðan, láta þá þjóðina dæma um hvert framhaldið skyldi vera. Þetta var álit Alþýðubandalagsins því að það hljóta að vera í senn heiðarleg og réttmæt vinnubrögö að fela þá kjósendum úrskurðar- valdið.Því fer fjarri, að Alþýðu- bandalagið hafi ætlað sér í noíckru að firra sig þeirri ábyrgð, sem það hefur þegar axlað og síst af öllu er það okkar ætlan að yfirgefa þetta stjórnarsamstarf til þess eins að auðvelda afturhaldinu eftirleikinn og leiða yfir þjóðina ríkisstjórn leiftursóknar og lífskjara- skerðingar... Félagsleg réttindi duga best Menn kunna að æpa um skatta- áþján svo hjákátlega sem það hljómar nú, þegar einkaneysla hef- ur sannarlega verið í hámarki ann- ars vegar og hins vegar blasir við sú staðreynd að aukin samneysla, sé þar rétt á haldið, skilar sér best til þeirra sem skarðastan hlut bera og veldur meiru um aðstöðu og kjara- jöfnun þegnanna í þjóðféiaginu en flest annað. Fjárlagafrumvarp er nú vissulega háð ástandi efnahags- mála og þjóðartekna. En því ánægjulegra er það, hversu þessum samneysluþáttum er þar vel til skila haldið. Það er svo annað mál að þeir sem hæst tala um skattheimtu og hlut hins opinbera, eru ævinlega frek- astir til þess fjár og fá þar aldrei nóg. í félagslegri uppbyggingu okkar á viðamikilliheilsugæsluþjón ustu hafa náðst meiri áfangasíg- rar en menn gera sér oft grein fyrir. Hinir svokölluðu félagsmálapakk- ar hafa fært launafólki ótaldar rétt- arbætur, m.a. í löggjöf um ýmisleg baráttumál sem launþegahreyfing- in hefur árum saman árangurslaust reynt að ná fram. Orlofslengingin nú er eitt þeirra mikilvægu mála. Þegar að kreppir munu ýmis félags- leg réttindamál, sem þannig hafa fengist fram, duga best og sýna ótvírætt gildi sitt. Hrópyrði nú um málefni aldr- aðra og öryrkja hljóma fáránlega í munni þeirra sem skiluðu þeim málum sem í raun bar vitni 1971, en nýttu fyrsta tækifærið 1974 til að afnema hlut ríkisins í fjármögnun til framkvæmda í þágu aldraðra og héldu fram lögum til öryrkja og þroskaheftra í algeru lágmarki á valdatíma sínum. Frá 1978 hefur hin jákvæðasta þróun átt sér stað. Nægir þar að nefna stóraukin fratn- lög til þessara málefna á nær öllum sviðum, m.a. vegna öflugra sjóðs- stofnana, sem hafa leitt af sér stór- fellda raungildishækkun auk þess sem þjónustan spannar æ fleiri svið og tekur til fleiri þátta en áður, þar sem framþróun í nýskipan þessara mála hefur verið tryggð. Ekki síst á þetta við um þá ofvanræktu ein- samanburðurinn er aðeins svo hrikalega þeim í óhag, er hæst láta. Lífskjarajöfn un kemur víða við Ekki verður moldviðrið minna þegar að húsnæðismálunum kem- ur. Þar gleymist gjarnan hið mikla átak, sem gert hefur verið í félags- legum íbúðabyggingum, því að vissulega skila 600 verkamannabú- staðir mörgum vel á veg. Lánakerfi húsnæðismála hefur einnig í stór- auknum mæli tekið þátt í ýmsum nýjum þáttum, svo sem lánum til orkusparandi aðgerða, endurbóta- og viðbyggingarlánum og sérþarfa lánum öryrkja auk hinnar miklu aukningar í lánveitingum til kaupa á eldra húsnæði. Og þrátt fyrir öll lætin og fullyrðingar um svik og vanefndir hefur húsnæðisstjórn ný- verið sent út tilkynningu um greiðslu lána á næstu mánuðum, sem að fullu er í samræmi við „Hinir svokölluðu félagsmálapakkar hafafært launafólki ótaldar réttarbœtur, m.a. ílöggjöf um ýmisleg baráttumálsem launþegahreyfingin hefur árum saman árangurslaust reynt aðná. fram. “ staklinga, sem þroskaheftir, eru og gieðilegust er sú þróun að hvar- vetnaum land er nú unnið að verk- efnum í þeirra þágu, en áður var nær alger ördeyða ríkjandi úti á landsbyggðinni. Á síðasta þingi lágu fyrir veiga- miklir frumvarpsbálkar um málefni aldraðra annars vegar og fatlaðra hins vegar og báðir þurfa þeir að fá afgreiðslu sem fyrst. Heildarlög sem varða veginn í réttindamálum þessa fólks eru nauðsyn. Þau hafa þá viðspyrnu, sem á þarf að halda í sókn fram á við til aukinna fram- fara, betri þjónustu. Og fjármagni því sem þannig er varið er vel var- ið. Það skilar sér ekki aðeins í aukinni lífshamingju, aukinni vel- ereiðsluáætlun og venjur síðustu ára. Hins vegar er Ijóst að viðbót- arfjármagn þarf til þeirra, sem eru aó eignast íbúð í fyrsta sinn. Það verður að gera þó að sy/ ti í álinn og með efnahagsaðgerðum sumarsins var þó stigið mikilvægt skref með tvöföldun framlags til þess þáttar, sem mun skila sér til þeirra sem nú standa í framkvæmdum. Sömu- leiðis eru nú á döfinni róttækar breytingar á húsnæðislöggjöf okk- ar þessu unga fólki í hag og þeim verður hrint í framkvæmd ef ríkis- stjórnin fær til þess frið. En lífs- kjarajöfnun kemur víða við, og nú þegar mest er um jöfnun atkvæðis- réltar rætt, þá er brýnt, að jöfnun- armál landsbyggðarfólks fái enn ' „ífélagslegri uppbyggingu okkar á viðamikilli heilsugœsluþjónustu hafa náðstmeiri áfangasigrar en menn gera sér oft greinfyrir. “ ferð, heldur einnig í beinum þjóð- hagslegum arði þegar fram líða stundir. Skuldgreiðsla samfélags- ins er vel á vegi, en ekkert skal úr dregið að ótal margt er enn ógert og enn þarf á brattann að sækja. Þegar á aldraða er minnst væri ekki úr vegi þegar umhyggja íhalds ins væri að yfirbuga þá, að skoða þær bláköldu staðreyndir, að á þessu og næsta ári verður um að ræða þá 50% aukningu á vistrými fyrir aldraða í landinu. Einhvern tíma hefði slíkt þótt tíðindi og síst er til þess ástæða að láta þetta stór- átak liggja í þagnargildi, þó að enn sé margt og mikið ógert. Eða hvað segja staðreyndir um kaupmátt líf- eyrisþega nú og þegar Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn skiluðu af sér fyrir 11 árum? skjótari framgang, þar sem mis- munun er enn allt of ríkjandi á flestum sviðum. Þar er kynding- arkostnaðurinn þó tilfinnanlegast- ur og þegar hafa þar verið stigin skref til jöfnunar og miklu skiptir, að áætlun iðnaðarráðherra um framhald þar nái að fullu fram að ganga. Á réttindamál lands- byggðarfólks þarf að reyna sam- hliða því sem atkvæðisvægið marg- umtalaða er leiðrétt. Nú vildu allir þá Lilju kveðið hafa I orku- og iðnaðarmálum hefur verið unnið grundvallarstarf sem á „Það ersvo annað mál að þeir sem hœst tala um skattheimtu oghluthins opinbera, eru œvinlega frekastir til þessfjár ogfá þar aldrei nóg. “ Láta mun nærri, að þar sé um aukningu að ræða sem nálgast 100% til elli- og örorkuþega með tekjutryggingu og ekki glöggt, að á óminnishegra gleymskunnar er alfarið treyst, þegar þessir aðilar berja sér nú á brjóst. Hefur þó síst verið ofgert í þessum efnum, en eftir að valda tímahvörfum í þeim efnum, þar sem vandlegar og vel grundaðar áætlanir hafa tekið við af oft fálmkenndu handahófi. Það eru því uppi markviss og betur undirbúin áform í orkubúskap okkar eru áður en um dæmi Á örfá- um árum hefur byggðalínukerfið Seljan skrifar verið byggt upp og hringtenging orkukerfisins er nú í sjónmáli á næsta ári. Þegar Magnús heitinn Kjartansson boðaði þessa sam- tengingarstefnu, þá fussuðu margir í fyrirlitningu, en nú vildu allir þá Lilju kveðið hafa. Línulagnir til einangraðra svæða hafa verið stórfelldar og öryggi raf- orkukerfis okkar því með öllu ólíkt því sem áður var. Aðútrýmingu cr- lendra orkugjafa hefur markvisst verið unnið og árangur þar ótrú- #legur, þegar litið er til fyrri tíma. Samningurinn við Landsvirkjun í sumar um sama heildsöluverð raf orku alls staðar og yfirtöku byggðalínanna svo og uppbyggingu og rekstur nýrra virkjana á Norður- og Áusturlandi hefur grundvallarþýðingu fyrir öll orku- mál okkar og þess mun lands- byggðin njóta svo sem fólk þar á fullan rétt til, þó enn komi orkusal- an til stóriðjunnar inn í þá mynd, sem allt skekkir og alla jöfnun hindrar meira og minna.... Glíman við er- lenda auðhringinn Nú er að íslenskum áformum unnið gagnstætt erlendum iðjuver um sem nærast á nær ókeypis orku, sem almenningur í landinu greiðir svo með dýrum dómum, hvort sem það er til að hita híbýli sín eða til almenns atvinnurekstr ar. Glíman við erlenda auðhringinn, sem ræður ríkjum í Straumsvík, mun komast í brenni- depil þjóðmálanna og sú glíma verður bæði lærdómsrík og örlaga- rík, og þá reynir á manndóm og reisn manna til að standa við hlið iðnaðarráðherra með íslenskum hagsmunum gegnerlendum álfurst um. Þrátt fyrir fullyrðingar og furðuskrif þar sem málstaður auðhringsins hefur verið varinn í líf og blóð af ótrúlegum undirlægju- hætti og óskiljanlegum og öll þjóðin hefur orðið vitni að, verður að treysta því að heilbrigð skyn- semi og þjóðleg reisn verði þeirri lágkúru yfirsterkari þegar til kast- anna kemur. Baráttan gegn betlihugmyndum í beinu framhaldi af því efna- hagslega sjálfstæðismáli, sem Alus- uissemálið er hlýtur hugurinn að leita til þjóðfrelsismála okkar. Þar þykir okkur að vonum seint miða. En við sem þekkjum baráttuna frá því á kaldastríðsárunum verstu í kringum 1950 og allt til þessa dags, baráttuna fyrir hlutleysi og herleysi höfum þó sannarlega ástæðu tif að fagna þeirri almennu og vaxandi vitund fólks um nauðsyn öflugrar friðarbaráttu gegn brjálæði ger- eyðingarinnar. Vígbúnaðarkapphlaupi stór- veldanna ljær nú enginn lið í dag nema steintröll kaldastríðsáranna og fákænir frjálshyggjupostular. Svo er mín trú, að friðarhreyfingin líkt og farið hefur eldi hugsjóna um ótal lönd eigi eftir að verða virkt afl í íslenskum þjóðmálum næstu ára og slík allsherjarvakning megnar ein að losa okkur undan oki þess auma klafa, sem annað stórveld- anna hefur á okkur lagt. Baráttan um frekari umsvif erlendra byssu- bófa hér mun að sjálfsögðu halda áfram, sömuleiðis baráttan gegn betlihugmyndum flugstöðvarfar- andriddaranna. En voldug hreyfing gegn vitfirringu vopna- búnaöarins, gegn stórveldastefn- unni með alheimsfriði mun þó ein megna að skila okkur verulega á veg. Þar munu æ fleiri fylkingar ganga í friðarins þágu gegn árásar- bandalögum og erlendri hersetu. Við þetta hlýtur von okkar að vera bundin..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.