Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 11
Helgin 30.-31. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐÁ 11 Birting er eina blaðið sem gefið er út á Grundarfirði og fer viða um sveitir nágrannabyggðarlaga. „Sumir vilja ekki kaupa blaðið, en allir lesa það á Grundarfirði.“ Útboð Sjóefnavinnslan h.f. Reykjanesi auglýsir út- boð á smíði þrýstigeyma fyrir gufuveitu 1. áfanga. Útboðsgagna má vitja á verkfræðistofu Guð- mundar og Kristjáns h.f., Laufásvegi 12 frá og með 1. nóv. n.k. eftir hádegi. Skilafrestur tilboða er til 15. nóv. n.k. SYNING á hreinlætistækjum, vegg- og gólfflísum frá CZECHOSLOVAK CERAMICS opin frá kl. 2 - 6 laugardaginn 30.10. í sýning- arsal arkitekta Hallveigarstíg 1 (gengið inn um norðurdyr). MÍMIR hf. Meðferðarheimili einhverfra barna Trönuhólum 1, Reykjavík óskar eftir að ráða þroskaþjálfa eða fóstru 1. nóvember n.k. Einnig verða lausar þrjár stöður um áramót. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 79760. Félagsmálaráðuneytið, 22. október 1982. F ramk væmdagleðin situr í fyrirrúmi í stað persónupotsins áður Viðtal við strák- ana í Stöð „Nú er framkvæmdagleðin í fyrirrúmi í stað persónupotsins áður“. Það eru starfsmenn fiskverkunarstöðvarinnar Stöð á Grundarfirði sem hafa orðið. Þeir eru Ágúst Elbergsson, Rósant Elíasson og Frank Ólafsson. Það kemur í ljós að afi Franks var Sigurður Guð- mundsson fyrsti ljósmyndari Þjóðviljans. - Jú það er kaupfélag á staðn- um, en reksturinn gengur hálf brösótt. Hraðfrystihúsið er líka sameign, en á sínum tíma var skuldayfirtekt, þannig að heima- menn misstu ítök í fyrirtækinu. — Aðalfréttirnar hér í bænum eru þær, að íhaldið missti meiri- hluta sinn í vor. Það voru góðar fréttir og endast lengi. Það þýðir að nú er framkvæmdagleðin í fyrir- rúrni í stað persónupotsins áður. Og þeir félagar sögðu mikla upp- skeruhátíð verða um næstu helgi til að halda uppá kosningasigurinn í vor. — Hafnaraðstaðan hér er að verða nokkuð góð, íþróttahús er í byggingu og ýmislegt fleira er á dagskrá. Þú ættir að hafa samband við þá í sveitarstjórninni til að fá nánari upplýsingar um þau mál. — Heilsugæsluntálin eru í ágætu standi. Hér hefur tannlæknir fast aðsetur og læknir kemur annan hvern dag frá Stykkishólmi. Það er ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. — Félagslífið. Hérna starfar hjónaklúbbur sem heldur uppi al- mennu félagsstarfi á veturna. Al- þýðubandalagsfélagið er eina stjórnmálafélagið sem er virkt og lætur til sín taka í félagslífi bæjar- ins. Svo eru hérna hefðbundin fé- lög: Björgunarsveitin Klakkur sem Frank Ólafsson. Afi hans var fyrsti Rósant Elíasson. Birting inn á hvert Ijósmyndari Þjóðviljans, Sigurður heimili á Nesinu. Guðmundsson. Ágúst Elbergsson. Sjómenn og Alþýðubandalagsmenn áttu nú ekki upp á dekk hjá Lyonsklúbbnum. vinnur mikið og þarft starf. Kven- félagið starfar einnig líflega en það varð fimmtugt á dögunum. Þá má geta unt fótboltadeild Ungmenna- félagsins og síðast en ekki síst Lyonsfélagið á staðnum. Það var nú stofnað meira og minna af pólit- ískum ástæðum og til að byrja með var sjómönnum og Alþýðubanda- lagsmönnum meinaður aðgangur að klúbbnurn. — í lokin eitthvað andlegt? Við erum prestlausir hérna Grund- firðingar og enginn tekur eftir því. Eitt blað eða tímarit er gefið út hér á staðnum, Birtingur sem Al- þýðubandalagið gefur út. Það er mikið þjóðþrifafyrirtæki. Blaðið er selt í nánast öll hús hér á staðnum og útá Ólafsvík og Hellissand. Þeir eru þó til sem neita að kaupa blaðið hérna, en þeir lesa það nú samt. BLAÐ ALDÝÐL)BANDALAGSFELAG S GRUNDARFJARÐAR SEPT. 3.tbl. 2. árg. *...... ............. ...... ................J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.