Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 13
Helgin 30.-31. október 1982 ÞJÓDVILJINN — StÐA 13 Gunnlaugur Haraidsson á dekki kúttersins. Akrafjall og Safnhúsið í baksýn. Ljósm.: GFr. Flöskuskeytið góða er nú í eigu afkomenda Mikkelsens í Færeyjum. þrátt fyrir það fengu skipverjar hinar bestu viðtökur. Eftir 12 daga viðdvöl og viðgerð á skipinu var haldið til hafs á ný og tók ferðin til Færeyja aðeins 5 daga. Hinn 16. mars létti skipið akkerum í Klaks- vík. Skipverjar urðu þó, af hættu við smit af spönsku veikinni, að hfrast í 10 daga til viðbótar um borð. Voru þá liðnir rúmir 2 mán- uðir frá því að Sigurfarinn lét úr höfn í Reykjavík. - Kom flöskuskeytið fram? - Flaskan með skeyti Sigmunds rak á fjörur í Skipsfjord á eynni Vannöy í Noregi og fannst í ágúst sama ár. Það var 10 ára gamall drengur, Lindberg Jakobsen, sem fann hana. Hann skrifaði og sendi heimilisfangið sem tilnefnt var í bréfinu. Þá var Sigmund Mikkel- sen kominn heim en upp frá þessu hófst bréfasamband miili hans og Lindbergs sem hefur haldist milli þessara fjölskyldna í Noregi og Færeyjum alla tíð síðan. Árið 1975 fór dóttir Sigmunds Mikkelsen með fjölskyldu sína í heimsókn til Lindbergs Jakobsen og fjölskyldu hans og dvöldu hjá þeim í nokkra daga. - Hvað var Sigurfarinn gerður lcngi út frá Færeyjum? - Hann var gerður út í eitt ár frá Viðareiði, en síðan í rétt 50 ár frá Klaksvík. Á þeim tíma voru gerðar ýmsar breytingar og endurbætur á skipinu, dekk og hluti byrðings endurnýjaður, vél sett í bátinn 1929 ásamt stýrishúsi beitingar- skýli o.fl. Sigurfara var síðast hald- ið út til fiskjar sumarið 1970 og var Urbanus Olsen í Klakksvík skip- stjóri á honum mörg síðustu árin. Af honum var Sigurfarinn keyptur til íslands árið 1974. 8 ára viðgerðarsaga - Hver var það sem beitti sér einkum fyrir kaupunum? - Það var verk hugsjónamanns- ins sr. Jóns M. Guðjónssonar. í ársbyrjun 1972 reifaði sr. Jón þessa hugmynd við félagsmenn í Kiwan- isklúbbnum Þyrli á Akranesi og leiddi það til þess að klúbbfélagar gengust fyrir kaupunum vorið 1974. Kútterinn var síðan dreginn til íslands og lagðist að bryggju á Akranesi 7. júlí 1974. Nokkrum dögum síðar var staðfest skipulags- skrá sérstaks sjóðs, Sigurfarasjóðs, sem stofnaður var í því skyni að standa straum af kostnaði við endurbætur á Sigurfara. - Og hvernig gengu þær svo? - Um haustið var Sigurfari tek- inn í slipp á Akranesi þar sem tekin var úr honum vél, stýrishús, beitningarskýli, möstur o.fl. og skipið undirbúið til flutnings að Görðum. Næsta vor var skipið sett á vagn og dregið að Görðum. í árs- byrjun 1976 var því síðan komið fyrir á steyptum undirstöðum við Byggðasafnið og félagsmenn í Þyrli byrjuðu hreinsun á kútternum í sjálfboðavinnu. Árin 1977 og 1978 lágu framkvæmdir við Sigurfara niðri þar sem allar tekjur Sigurfara- sjóðs fóru í að greiða niður skuld- ir vegna flutninganna.l júní 1979 var svo enú tekið til við viðgerðina undir stjórn Jóhanns Ársælssonar skipasmiðs. Var unnið í þrjá mán- uði, einkum við hreinsun og þétt- ingu á dekki. Árið 1980 var haldið áfram þéttingu skipsins, hreinsað úr byrðingi og slegið í að nýju. Far- in var kynnisferð til Færeyja og m.a. skoðaður kútterinn West- ward Hoo sem Færeyingar hafa gert upp og aflað upplýsinga og „varahluta" í Sigurfara. Fengið var stórmastur af systurskipi Sigurfara, Riddaranum, og flutt heim. Enn var unnið að þéttingu og hreinsun í fyrra, gert við stórmastrið, smíðað afturmastur og öldustokkur og efnað niður í borðstokk o.fl. - Og í ár skilst mér að endurnýj- aður kraftur haB færst í við- gerðina? - Já sl vor voru tveir skipasmið- ir ráðnir að verkinu og hafist handa við endurbætur á undirstöð- um skipsins, gengið frá strákjöl, borðstokk svínahryggjum, innra- stefni, nálabekkjum o.fl. Þá var hekkið endurnýjað, byrðingurinn slípaður og málaður, stýri endur- nýjað og skipið mælt upp og teiknað. Rafmagn var leitt út í skipið og komið upp kyndingu. - En það er ekki enn búið að setja upp möstrin? - Meiningin var að setja þau upp núna fyrir haustið, en það kom brátt í ljós að kútterinn var engan veginn í því ástandi að hægt væri að standa þannig að málum. Skipið hafði skekkst til á undirstöðum Viðtal við Gunnlaug Haraldsson safnvörð sem hefur umsjón með fram- kvœmdum vegna þess að ekki var nægilega vel byggt undir hann í upphafi og menn höfðu vanmetið styrk skips- ins. Þess vegna var ákveðið að steypa samfelldan sökkul undir kjölinn endilangan og bæta auk þess við „pútum“ til stuðnings. Þetta var mikið verk og auk þess þurfti að lyfta skipinu og rétta það af á alla enda og kanta. En að mínu mati tókst stórkostlega til með þetta og er allt annað að sjá línurn- ar í kútternum en áður. Sameiginlegur menningararfur - Hvenær sjáið þið fyrir endann á viðgerðinni? - Við erum nú búnir með þá pen- inga sem við fengum frá styrktarfé- lögum í ár, en stjórn sjóðsins hefur nú ákveðið að fara út í mikla söfn- un meðal einstaklinga og fyrir- tækja um allt land, og í þeirri trú að vel gangi hefur verið ákveðið að láta vinna við skipið a.m.k. til ára- móta og helst þar til viðgerðinni er lokið. Með tilkomu gömlu kútteranna var lagður hornsteinn þeirrar atvinnubyltingar sem ætíð síðan hefur verið undirstaðan að því vel- ferðarþjóðfélagi sem íslensk þjóð býr við í dag. Sú skylda hvílir á herðum okkar nútímamanna að leggja rækt við sameiginlegan menningararf. Viðgerð og varð- veisla á kútter Sigurfara - eina ís- lenska kútternum sem eftir lifir-er eitt slíkra sameiginlegra verkefna þjóðarinnar, og þess vegna vona ég að vel verið tekið í fjárbón okk- ar, en sendir verða út gíróseðlar nú í nóvember. Við stefnum að því að Sigurfari verði kominn í uppruna- legt horf á 100 ára afmæli sínu sum- arið 1985. -GFr Kútterinn fluttur í gegnum Akranes áleiðis til Garða árið 1975. Svona lítur Kútter Sigurfari út núna. Ljósm.: GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.