Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 24
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. október 1982 Erindi um kristilega siðfræði Viðhorf og vandi er heiti á safni erinda um kristilega siöfræði er bókaútgáfan Salt hefur nýverið gefið út. Voru er- indi þessi flutt á ráðstefnunni Líf og trú í mars 1981, en að henni stóðu nokkur kristileg fé- lög er starfa innan þjóðkirkj- unnar. Erindin eru sex að tölu og eru höfundar þeirra sr. Guðmundur Óli Ólafsson, sr. Gísii Jönasson, Gunnar J. Gunnarsson guðfræðingur, sr. Karl Sigur- björnsson, Kristín Sverrisdóttir kennari og Sigurður Pálsson náms- stjóri. Efni erindanna er m.a. Hvað er kristin siðfræði? Fjöl- skyldan og hjónabandið. Að vera kristinn í nútímaþjóðfélagi o.fl. KÖLSKÍ skrifar bréf Bókaútgáfan Salt hefur gefið út bókina „Með kveðju frá Köl- ska”, en hún er eftir enska rit- höfundinn C. S. Lewis og heitir á frummálinu Screwtape lett- ers. Þýðandi er sr. Gunnar Björnsson. Formála ritar dr. Sigurbjörn Einarsson biskup og gríski listamaðurinn Papas myndskreytti bókina. Clive S. Lewis var prófessor í ensk- um bókmenntum við háskólann í Oxt'ord og var framan af ævi frá- hverfur kristinni trú, en sann- færðist síðar um sanngildi hennar og varð Ijóst að Guð teflir ekki til úrslita á skákborði heilans heldur hjartans, ritar dr. Sigurbjörn Ein- arsson m.a. í formála sínum. „Með glettnum glampa í augum flytur hann hinn alvarlegasta boðskap. I hjúpi hrjúflegs skáldskapar boðar hann fagnaðarerindið", segir enn- fremur í formála dr. Sigurbjörns. Bréf þessi birtust fyrst almenn- ingi í Bretlandi árið 1941 og voru þau oft gefin út á ný á næstu árum Töfraflautan - Jesús minm ! Einhvers staðar krælir á hégóm- anum í hverri mannsál. Á þriðju- dagskvöld sat ég í miðjum salnum niðri í Gamlabíói og Töfraflautan var spiluð og sungin fyrir mig með pomp og pragt. Ég sat einn með elskunni minni og vorum við eins og drottning og kóngur í ríki okkar. Að vísu voru fáeinar hræður aðrar í salnuni en ég tók ekkert eftir þeim enda voru þær eins og skuggaver- ur, ein og ein á stangli hér og hvar. Mér fannst óperan vera flutt fyrir ntig prívat og persónulega. Magn- aðir tónar Mozarts fylltu hvern krók og kima í þessu virðulega húsi sem er virðulegast allra bíóhúsa á landinu. Og ég sat á þriðja bekk með elsk- unni minni og hreifst með af lífi og sál. Þetta var ein af síðustu æfing- um fyrir frumsýningu og á tímabili hafði ég það á tilfinningunni að þessi flutningur væri til heiðurs mér. Það hljóta a.m.k. að vera mikil forréttindi að fá að sitja einn, eða svo gott sem, í stórum konsert- sal og láta 90 söngvara og hljóðfær- aleikara flytja fyrir sig eitt stór- brotnasta meistaraverk allra tíma. Jesús minn! Þegar ég var lítill fór ég stundum með pabba og mömmu á óperur og söngleiki í Þjóðleikhúsinu og það var hátíð. Svo þegar ég seinna fór að hafa sjálfstæðar skoðanir ákvað ég - í stíl Þórbergs - að hafa hina megnustu fyrirlitningu á óperum. En það er svo margt sem maður býr að frá æsku sinni og þegar fertugs- aldurinn færðist yfir mig fóru óper- urnar að seytla inn í hugskot mín á ný, fyrst Bizet, svo Mozart og nú eru ftölsku óperurnar hæst á stjörnu himninum. Wagner hef ég hins vegar aldrei náð, nema einu og einu lagi, en kannski verður hann næstur á vinsældarlistanum. Jesús minn! Eru þetta elliglöp, barnaskapur eða æðri tilverustig? Komið var fast að miðnætti þeg- ar við brunuðum eftir Miklu- brautinni á gömlu Sítrónunni og songur Papagenó braust öðru hvoru út af vörum mér með van- mátta tilburðum í takt við háværa bátsskelli út vél bílsins. Og nú er kominn finnntudagur og enn er söngur Papagenó fastur í heila mér. Papagenó, Papagenó.. J-esús minn! Hafið þið tekið eftir því að fall- egasti jólasálmurinn, í dag er glatt í döprum hjörtum, er tekinn beint úr Töfraflautunni og Hann Tumi fer á fætur? Og vissuð þið að óper- an fjallar ekki alllítið um frímúrara regluna og reglan reyndi að bann- færa óperuna á sínum tíma? Je! Guðjón sunnudagskrossgátan Nr. 34S i 2 3 3 V- s~ <r T 8 V 9 /O 2 77 'b >3 id ts 5- n? rV' V 6 /7 ie 3 V v- (9 *R 19 n 20 8 u* 3 Ito 9? 20 2/ 8 16 92 22 *ó 22 23 21 y 2 7 T~ 8 8 )(o V 10 9 V 92 9? 19 20 )& 9? T l (p 2 // 2 1/ 9? 28 20 V ie 19 ~T~ 20 3 12 T~ IV- II 2V 20 14 22 ;ó~ 22 22 l(o W 3 IV 20 *V 20 R2 iV 2/ é l(? 7 2d ft> 19 2(o 9? T V /6 22 7 2V cy 2o 7 V 16 22 U /v- >9 z 92 16 2 T~ 16 4 Ho v- U/- 11 9? lb 3 8 20 3 92 71 16 2? V 2<S 2/- 20 3 <2 16 21 2o 7 12 /3 22 2V T~ W~ & 21 V 19 28 b 14 /4 ii 9? lö II /2 V 20 zf $2 22 /8 3 0 22 A Á B D Ð EÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá sjaldgæft kvenmannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 345“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 25 )¥■ 11 (p 11 S Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Verðlaunin fyrir krossgátu nr. 341 hlaut Asta Jónasdóttir Seljalandi 1, Rvík. Þau eru bókin Njósnanetið eftir eftir Cavin Lyall. Lausnarorðið var Hljóðabunga. Verðlaunin að þessu sinni er ný unglingabók eftir Eðvarð Ingólfsson er nefnist Birgir og Ásdís

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.