Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 6
6 SíÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. október 1982 MOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. r itst Jór nargrei n Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: .Álfheiður Ingadóttir, HelgiÓlafsson,LúövíkGeirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurösson, Guömundur Andri Thorsson. úr almanakdnu Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúlað Reykjavik, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. Vinir Alusuisse • Það er mikið fréttablað, Morgunblaðið. Samt gerist það býsna oft, að merkustu fréttirnar sjást alls ekki í því blaði, eða eru faldar með þeim hætti, að aðeins örlítið brot lesend- anna tekur eftir þeim. • Sjaldan hefur þessi feluleikur verið jafn áberandi og það sem blasti við augum, þegar Morgunblaðinu var flett í gær, föstudaginn 29. nóv. • Daginn áður hafði iðnaðarráðherra upplýst á Alþingi, að samkvæmt fyrirvaralausum lokaniðurstöðum hins virta endurskoðunarfyrirtækis Coopers &Lybrand í London, þá hafi auðhringurinn Alusuisse skotið 536 miljónum íslenskra nýkróna undan skatti úr rekstri sínum hér á síðustu sjö árum. • Þótt leitað sé með logandi ljósi á öllum 56 síðum Morgun- blaðsins þennan dag, þá finnst hvergi nokkur fyrirsögn, er greini frá þessari hrikalegu staðreynd. I Morgunblaðs- höllinni þykir falinn hagnaður upp á 536 miljónir króna hjá einu fyrirtæki í Straumsvík greinilega engin frétt. • Á blaðsíðu 18 má að vísu finna undirfyrirsögn á þessa leið: „Yfirverð aðfanga 1975-1981 31 miljón dala segir iðnaðarráðherra“. • Hér er Morgunblaöið í fyrsta lagi að gefa í skyn, að þetta sé nú bara eitthvað, sem iðnaðarráðherra segi!! I öðru lagi er þess vandlega gætt, að nefna allar tölur eingöngu í dollurum, og þá í trausti þess, að margir lesendur hafi ekki á hraðbergi, hvað einhver upphæð í dollurum þýði í íslenskum krónum. I þriðja lagi er forðast að láta heildarupphæð hins dulda hagn- aðar koma fram í fyrirsögn, heldur aðeins þann hluta, sem fenginn er með yfirverði á aðföngum. • Nú er það svo, að samkvæmt aðalsamningi íslenska ríkis- ins við Alusuisse, þá hafa íslensk stjórnvöld rétt til að kalla til eitthvert það endurskoðunarfyrirtæki, sem nýtur virð- ingar á fjölþjóðavettvangi í því skyni að endurskoða og leggja mat á framlagða reikninga Alusuisse varðandi rekstur álversins hér. • Alusuisse á samkvæmt samningnum kost á að mótmæla vali áslíkum endurskoðanda, ogþarfþáaðfinnaannan,-en samþykki Alusuisse viðkomandi endurskoðunarfyrirtæki, þá gildir niðurstaða þeirrar endurskoðunar sem endanleg, nema annar ntálsaðila kjósi að höfða mál fyrir dómstólum. • Alusuisse samþykkti á sínum tíma Coopers & Lybrand í London sem viðurkennda endurskoðendur. Þess vegna eru lokaniðurstöður þær, sem nú hafa verið kynntar og hljóða upp á 536 miljóna dulinn hagnað síðasta orð í málinu nema Alusuisse höfði mál fyrir dómstólum. • Þótt Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, hafi sagt margt gott og nauðsynlegt um viðskiptin við Alusuisse, þá er hér ekki bara um hans orð að ræða, svo sem Morgunblaðið gefur í skyn, heldur lokaniðurstöðu af vandlegri endur- skoðun eins virtasta endurskoðunarfyrirtækis í heiminum. • En slík er þjónkun Morgunblaðsins við auðhringinn, að nú þegar allt liggur ljóst fyrir, þá er enn reynt að stinga hinum hrikalegu staðreyndum undir stól. • Samkvæmt niðurstöðu Coopers & Lybrand, þá nam fal- inn hagnaður af rekstri Alusuisse hérlendis á árunum 1975- 1980 hærri upphæð heldur en auðhringurinn greiddi fyrir alla sína orkunotkun hér á sama tíma. Með öðrum orðum: þótt Alusuisse hefði fengið orkuna algerlega ókeypis, þá hefði dótturfyrirtækið hér sýnt betri afkomu en það gerði, aðeins ef rétt bókhald og rétt verðlagning á aðföngum hefði komið í staðinn fyrir þessar krónur, sem borgaðar voru fyrir alla orkuna. • Frá þessu var greint í ræðu iðnaðarráðherra á Alþingi, en í Morgunblaðinu finnst ekkert orð um þetta. Slíkt lítilræði telst víst ekki frásagnarvert á þeim bæ. • En stundum talar þögnin hærra en öll orð, og svo er nú. - k. Skrifstofuvinnan gjörbreyttist á örfáum áratugum kringum aldamótin síðustu, ekki hvað síst með tilkomu ritvélarinnar og talsímans. Þessi mynd er tekin um 1910 á skrifstofum stórs líftryggingafélags vestra; konur hafa fyllt skrifstofurnar. Áður höfðu ungir og efnilegir menn sinnt skrifstofustörfum eingöngu, en nýja skrifstofan krafðist fjölda „lipurra" handa í störf sem ekki fólu í sér neina framavon. Þau voru því lægra launuð og þar af leiðandi „tilvalin“ fyrir konurnar. Hafa konur haft erindi sem erfiði út á vinnumarkaðinn? Hefur aukin þátttaka í atvinnulífinu breytt fé- lagslegri og efnahagslegri stöðu þeirra? Hafa iðnvæðing, tækninýj- ungar og framfarir ekki breytt neinu fyrir konur? Eru þær ekki með atvinnuþátttöku sinni orðnar Áullgildir þátttakendur í iðnaðar- ; samfélaginu? Hafa heimilistækin ekki stytt þann tíma sem heimilis- störfin taka og auðveldað konum þátttöku í atvinnulífinu? Ég las á dögunum grein eftir Jo- an Wallach Scott, prófessor í sagn- fræði við Brown University í Bandaríkjunum. Greinin birtist í septemberhefti Scientific Americ- an sem fjallar um tæknivæðingu vinnunnar og örtölvubyltinguna. Joan Wallach Scott svarar öllum ofangreindum spurningum neitandi og segir að þrátt fyrir mikl- ar þjóðfélagslegar breytingar hafi efnahagsleg staða kvenna og mat á störfum þeirra lítið breyst í grund- vallaratriðum frá því fyrir iðnbylt- ingu. Störf séu enn kynbundin, konur séu énn lægra launaðar og heimilið krefjist jafn mikils vinnu- framlags þeirra þrátt fyrir heimilis- tæki sem langömmu hefði aldrei dreymt um. í upphafi greinarinnar getur Wallach Scott þess að á dögum iðnbyltingarinnar hafi menn harð- lega greint á um það hvort konur ættu yfirhöfuð erindi á vinnumark- aðinn, þ.e. í verksmiðjurnar. Menn sögðu að kona sem ynni í verksmiðju yrði ekki lengur kona, og aðrir sögðu að einungis með því að fara í verksmiðjurnar myndi konan verða jafnoki karlsins í samfélaginu. Þrátt fyrir þessar andstæðu skoðanir voru báðir hóp- arnir sammála um eitt: að tækni- væðingin sjálf hefði byltingar- kennd áhrif á samfélagið og stöðu þeirra sem við nýju framleiðslu- tækin unnu, kvenna sem karla. Þeir höfðu allir rangt fyrir sér, segir hún. Hvorki spunavélin, sauma- vélin, ritvélin, talsíminn, ryksugan né tölvan hafa breytt efnahagslegri stöðu kvenna eða raunverulegu mati á vinnuframlagi þeirra. Eða hverju breytti iðnbyltingin? Hvaða konur voru það sem fóru í spuna- verksmiðjurnar? Það voru, segir hún, í miklum meirihluta konur á aldrinum 16-25 ára, ungar ógiftar heimasætur, hópur sem ætíð hafði unnið fyrir sér með þjónustustörf- um heima og heiman. Eina breytingin var sú, að þær unnu nú allar í einum hópi fyrir ákveðin en þó mjög lág laun miðað við karlana í verksmiðjunum. Við giftingu og barneignir sundraðist hópurinn, nýir árgangar komu inn í staðinn, þeir eldri hurfu af vettvarigi, heim- ilið var „staður konunnar" eins og áður. Kenning Joan Wallach Scott er sú að iðnbyltingar allra tíma hafi vissulega áhrifá eðli hversstarfs. Á Adam vann og Eva spann ...ogþannig er það ennþá! skömmum tíma klofni starfinn í. tvennt, - annars vegar í stjórnunar- störf sem karlmenn sinni, hins veg- ar einhæf störf sem krefjist þolin- mæði og nákvæmni. í þeim hluta starfans er engin framavon, þar er að finna láglaunahópinn, konur. „Eðliskostirkvenna", þ.e. fíngerð-' ar hendur, nægjusemi, vandvirkni og hlýlegt viðmót séu prísaðir og taldir ómissandi í slíkum tilfellum. Saga ritvélarinnar er gott dæmi um þetta. Ritvélin var fundin upp árið 1867 og komin í fjöldafram- leiðslu þremur árum síðar. Skrif- finnska hafði farið vaxandi í borg- Álfheiður Ingadóttir skrifar arsamfélagi N-Ameríku með auk- inni framleiðslu, verslun og þjón- ustu. Fram að tíma ritvélarinnar og talsímans höfðu karlar einir ríkt á skrifstofunum,- þeir stóðu við púlt- in, afrituðu og endurrituðu og færðu í bækur. Konur sáust þar ekki, en þær unnu þó við skriftir; - en heima hjá sér og fengu borgað eftir fjölda orða. Skriftir karlanna voru hluti af þjálfun þeirra og námi fyrir stjórnunarstörf, þeir unnu sig upp úr þeim með tíma og lagni. En svo kom ritvélin og innan skamms tíma hafði skrifstofan gjörbreyst,- starf einkaritarans og vélritunar- stúlkunnar var orðið til, og þar sátu nú konur í löngum röðum og vélrit- uðu daginn út og daginn inn. Karl- ar komu ekki nálægt þeirri iðju, en þeir skömmtuðu verkefnin og lögðu dóm á verkið. Fyrir 1880 voru konur teljandi á fingrum ann- arrar handar á opinberum skrif- stofum í Bandaríkjunum, en árið 1910 voru konur 83% allra hrað- og vélritara. Árið 1980 voru 97% vél- ritara í Bandaríkjunum konur og 89% hraðritara. Og hverju breytti þessi „bylt- ing“fyrir konurnar? Jú,- þær fóru í ríkara mæli út á vinnumarkaðinn, úr þjónustustörfum heima og heiman. Dætur betri borgara og millistéttar, sem áður höfðu farið í kennslu eða hjúkrun, fóru á skrif- stofuna jafnt og dætur verka- mannsins, enda var skrifstofuvinn- an hreinleg og samrýmdist kvení- myndinni. En þessar konur voru flestar á aldrinum 18-25 ára, segir Wallach Scott, þær höfðu skamma viðdvöl og nýir árgangar tóku við þegar þeir eldri höfnuðu í hjóna- bandinu. Og þær höfðu og hafa enn lægri laun en karlar á sömu skrif- stofu. Á svipaðan hátt rekur Joan Wallach Scott sögu saumavélarinn- ar og áhrif hennar á stöðu kvenna, en sú saga hafði annan endi. Saumavélarnar urðu almennings- eign og vinnutæki húsmæðra ekki aðeins í þágu heimilisins sjálfs, heldur einnig atvinnurekenda úti í bæ sem borguðu saumaskapinn eftir stykkjatali. Þetta þótti góð lausn: konurnar gátu sinnt börnum og búi, gripið í verkið þegar færi gafst og fengið „aukapening" fyrir saumaskapinn. En af slíkri vinnu var ógerlegt að framfleyta fjöl- skyldu, jafnvel þótt nótt væri lögð við dag í saumaskapnum. Þessar konur höfðu heldur ekki aðstöðu til að ræða saman um kaup sitt og kjör; það sem gilti var að sauma og sauma, hver í sínu horni. Með skírskotum til saumavélar- innar fjallar Joan Wallach Scott um örtölvubyltinguna og spyr hvort sú þróun muni ekki verða til þess, að þær konur sem nú fylla skrifstof- urnar verði sendar inn á heimilin, í þetta skipti með tölvuskerm í stað saumavélar. Störfum við skrif- stofuvinnu mun fækka, segir hún, og launin lækka. Væntanlega verð- ur greitt eftir „stykkjatali“. Nei,- tækninýjungar breyta engu, segir hún. Þrátt fyrir stjórn- málalegar, félagslegar og tækni- legar byltingar er bylting kvenna ókomin. Efnahagsleg staða þeirra breytist aðeins með endurmati á vinuuframlagi þeirra. Sagnfræðingurinn viðurkennir að sjálfsögðu að margt hafi breyst í tímans rás og það til hins betra. Þróunin stefni í rétta átt. En þá áfanga þakkar hún konum sjálfum og samstöðu þeirra. Margt fleira væri hægt að rekja úr þessari ágætu grein sem er skreytt skemmtilegum tnyndum og ótal línuritum. Það verður hins vegar ekki gert hér. Heftið fæst í Máli og menningu, ef einhverjar/-ir hefðu frekari áhuga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.