Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 19
Helgin 30.-31. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19
Kaupmannahafnarbréf
frá Þorleifi Friörikssyni
Kaupmannahöfn, og 13. þús.
undir meðal brúttó-tekjum
grannanna á Austurbrú. Norður-
brú er hverfi hinna fátæku,
þeirra sem verst verða úti, og þar
búa lika hlutfallslega langflestir
„gestaverkamann”.
Eigendurnir búa
annars staðar
Samkvæmt hagskýrslum frá 1.
april 1982 voru 20438 eða 88,8% af
öllum ibúðum Innri-Noröurbrúar
reistar á árunum 1880 til 1940. Þar
af voru 10764 eöa 46,8% reistar
fyrir aldamót.
11980 ibúöir (52,1%) voru upp-
hitaðar með steinoliu eöa kolum,
og i slikum tilvikum er yfirleitt
látið nægja að hita eitt herbergi
(stofuna).
Salerni og baö höfðu 6963 ibúðir
(32,4%) en á sama tima voru 2880
(12,5%) án salernis. 1 slikum til-
vikum er oftast salerni úti á
gangi, — oft sameiginlegt meö
fleiri ibúðum, eða kamar úti i
garöi.
An baðs eöa baðaðstöðu voru
13046 ibúðir (56,7%) og án baðs og
salernis 2216 (10,3%).
Þessar tölur segja dapurlega
sögu af húsnæöismálum frænda
okkar Dana. En sagan er ekki aö-
eins um hús, — hún er fyrst og
siðast um fólkið sem lifir i þeim
og á þær. En þá hnjótum við um
stóra spurningu, er það sama
fólkiö?
í april 1982 voru algengstu
eignarformin á Innri-Norðurbrú
þau, að bæjarfélagið átti 3166
(13,5%) ibúðanna, en 18.100
(78,6%) voru i einkaeign. Al-
mennar leiguibúðir töldust 17.892
(77,7%) en þau tilvik sem eigand-
inn sjálfur bjó i ibúðinni reyndust
aðeins 369 (1,6%) Af þessum
tölum er greinilegt að leiguformið
er lang algengast, en það er lika
staðreynd aö þaö er fólk sem býr
fyrir utan „fátækrahverfið”, sem
á það og lifir af þvi. Vissulega
segja tölurnar ekkert um það, þvi
þessir 369 gætu átt fleiri ibúðir
annars staðar. Eins gæti eiln-
staklingur sem ætti eina eða fleiri
ilbúö mögulega leigt eign sina og
sjálfur búið i leiguhúsnæði. Þrátt
fyrir þessa möguleika er það
samt sanannanlegt að stóru hús-
næðisbraskararnir, sem lifa af
Norðurbrú, búa þar ekki.
Baráttan um
„Byggeren ”
Þeir sem lifa af ibúðunum en
búa ekki i þeim hugsa fyrst og
fremst um hagnað. I mörgum til-
vikum þykir borga sig að rifa
húsin til aö selja lóðirnar. Þegar
látið er til skarar skriða verða
átök. Samkvæmt lögum þarf hús
að vera lýst óibúðarhæft til þess
aö það megi rifa. Vissir eigendur
hafa þó reynt að sjá við þessu
með þvi að láta húsiö eða húsin
standa auð um skemmri eöa
lengri tima til að „gera” þau
óibúöarhæf. A móti þessu bragði
hefur fólk reynt að setja krók,
einfaldlega meö þvi aö ryöjast inn
iauðu húsin og hefja þar búskap.
Þetta endar þó oft með þvi að
verndarar einkaeignaréttarins
þeysa fram meö kylfur hunda og
táragas og rýma húsin. Eitt ekki
ýkja gamalt dæmi, en þó aöeins
af öðrum toga er baráttan um
„Byggeren”. Hún var að visu
ekki háð til að vernda hús, þvi aö
þaö var löngu horfiö. Grunnur
þess hafði hins vegar um skeiö
veriö notaður sem leikvöllur
barna og útivistarsvæði fullorö-
inna, — eins konar vin i steyptri
auðninni. Sennilega þekkja flestir
þá sögu, — en ekki samt alla.
Eftir margra daga átök höfðu
fulltrúar einkaeignaréttarins
sigur og hófust strax handa um að
byggja nýtt hús. í dag stendur þar
stórhýsi sem sennilega hlýtur
sömu örlög og mörg sams konar á
Innri-Norðurbrú, — það fær að
standa autt um sinn. Þeir, sem
bjuggu þar fyrir, hafa ekki efni á
að borga nógu háa leigu, en þeir
sem hafa efni vilja ekki flytja inn
i „fátækrahverfið” Norðurbrú.
f
Olga á Norðurbrú
Um langt skeið hefur mikil
gerjun veriö i mannlifinu á
Norðurbrú. Ólgan hefur ekki
beinst að innflytjendum, — þvert
á móti, heldur að yfirborgar-
stjóra, stórkratanum Egon
Weidekamp og vinum hans húsa-
bröskurunum þ.e.a.s. þeim sem
lifa af en ekki i Noröurbrúar-
hverfinu.
Af hinni tiltölulega miklu
blöndun ólikra menningar-
strauma i litriku mannhafi
Noröurbrúar, hefur umburða-
lyndi fólks i garð hvers annars
oröiö rótgróiö. T.d. hefur eini
flokkurinn, sem opinberlega
hefur krafist að „gestirnir” yröu
sendir heim, Framsóknarflokkur
Glistrups (Fremskridspartiet),
tiltölulega litið fylgiá Norðurbrú.
Þeirra höfuöból er á Vestur-Jót-
landi, þar sem nær engir innflytj-
endur búa.
Það geröist svo eitt kvöld fyrir
skömmu, að i odda skarst milli
tveggja hópa, þegar nokkrir
ungir Danir réðust inn á tyrk-
neska veitingastofu. Fjórir lágu i
valnum, þar af tveir alvarlega
særðir, — Dani og Tyrki. Næstu
daga böðuöu fjölmiðlar sig i
„kynþáttahatrinu” sem blossaö
hafðiupp á Norðurbrú. Sennilega
hafa braskararnir glott við tönn,
þvi á meðan unga fólkið berst á
banaspjótum er einkaeignarétt-
inum ekki ógnað.
„Höldum Danmörku danskri og
Norðurbrú fyrir Dani”, sögðu
nokkrir Danir i viðtölum við fjöl-
miðla skömmu eftir rósturnar. Að
sjálfsögðu geta fjölmiðlar fundiö
ibúa á Norðurbrú sem einskis
óskar frekar. Þessa skoðun má
finna þar sem viðast annars-
Staðar, þó að sannanlega vinni
gestaverkafólkið þau störf sem
Danir lita ekki við. Danska efna-
hagskerfiö hryndi saman ef
„gestirnir” einn góðan veöurdag
tækju sig til og færu.
I umræðum fjölmiðla eftir
slagsmálin, var bent á að æ fleiri
„sjóppur” og veitingastofur i
hverfinu væru i eigu útlendinga.
Þessi sjoppukaup innflytjend-
anna eiga sér þó ákaflega eðlilega
skýringu. Þeir eiga margir mjög
erfitt meö að sætta sig við at-
vinnuleysið, og i stað þess að sitja
meö hendur i skauti og taka við
atvinnuleysisbótum reyna
margir, með hjálp fjölskyldu og
vina, að nurla saman fyrir út-
borgun i litilli sjoppu. Það kostar
oft 16—18 tima púl, — nokkuð sem
fáir Danir láta bjóða sér. Slik
dæmi voru dregin fram þegar
hægripressan vildi „framleiða”
kynþáttaóeirðir á Noröurbrú.
Ungir þjóðrembingsfasistar
þustu úr hinum ýmsu hverfum
Kaupmannahafnar, á fund við
Danina á Norðurbrú sem þátt
tóku i slagnum. Nú skyldi látiö
sverfa til stáls og Noröurbrú gerö
dönsk. En á Noröurbrú fengu þeir
óbliöar móttökur og var visað
norður og niður, þvi engum var
ljósara en hinum ungu Dönum
sem þátt tóku i róstunum, að or-
sökin var ekki kynþáttahatur,
heldur einn skitinn fimmtiukall.
Kaupmannahöfn 12/9 82
Norðurbrúar-
„núllið“
Hjá Sabri í
Julius
Blomsgade
Sabri á
heimili sínu