Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 9
Helgin 30.-31. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Skuldabréfakaup lífeyrissjóða affjárfestingalánasjóðunum: Minna keypt í ár en gert var ráð fyrir Skúldabréfakaup lífeyrissjóðanna í landinu af fjárfestingarlánasjóðum hafa verið mun minni í ár en stjórnvöld gerðu ráð fyrir í lánsfjáráætlun. Var gert ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir keyptu skuldabréf fyrir alls 471 miljón króna, en mikið vantar upp á að það mark náist, nema skuldabréfakaupin stóraukist á næstu mánuðum. Fyrstu 9 mánuðu ársins höfðu líf- eyrissjóðirnir keypt hlutabréf af Framkvæmdasjóði fyrir aðeins 48.6 miljónir króna samkvæmt lánsfjáráætlun, en höfðu aðeins reynst 133.9 miljónir fyrstu 9 mán- uðina. Pó er hér um 53.4% aukningu miðað við sama tíma í fyrra. Kaup lífeyrissjóðanna af ríkis- sjóði námu fyrstu 9 mánuði ársins um 40 miljónum króna, en þurfa að vera 55 miljónir í ár. Verðbréfa- kaup af öðrum fjárfestingaláns- sjóðum jukust fyrstu 6 mánuði árs- ins um aðeins 36% miðað við sama tíma í fyrra, en heildarkaup þeirra sjóða í ár liggja ekki fyrir. Þess skal getið að nokkrir ein- stakir lífeyrissjóðir hafa fyllilega staðið við þau kaup í ár sem stjórn- völd gerðu ráð fyrir, en aðrir sjóðir ekki. -v. Lán tökur fjárfes tingalánasjóða: Hlutdeild lífeyrissjóða stóraukist síðustu árin Hefur vaxið úr 9,1% 1974 í 46,8% 1981 Lántökur fjárfestingarlánasjóða hjá lífeyrissjóðunum hafa stór- aukist á síðustu árum. í árslok 1974 fengu fjárfestingarlánasjóðir aðeins 9.1% af sínu fjármagni úr lífeyrissjóðunum, en í lok síðasta árs nam þetta hlutfali 46.8%. Alls fengu fjárfestingarlánasjóð- ir að láni úr lífeyrissjóðum 1580,9 miljón, en lífeyrissjóðirnir eru stærstu lánveitendur sjóðanna á því sviði. Fjárfestingarlánasjóðir fengu 605.2 miljónir króna að láni úr er- lendum sjóðum á si. ári, og hafði erlent fjármagn mjög aukist frá ár- inu áður. Þá vekur athygli að hlut- deild banka og sparisjóða í fjár- mögnun fjárfestingarlánasjóða hefur minnkað verulega á undan- förnum árum eða úr 15.3% árið 1974 í aðeins 5.9% í fyrra. -v. Ferðaskrifstofan ISLEIÐIR, Miðbæjarmarkaðinum, 2. hæð. Sími 22100. Sólskinsparadís - Heillandi heimur náttúrufegurðar, sögustaða, skemmtunar og Ijúfra bað- stranda. Friðsemdarlíf hjá Ijúfri gestaþjóð, glaumur og gleði fyrir þá, sem bregða vilja á leik. Brottfarir: 16. nóv. - 30. nóv. - 7. des.-14. des. - 21. des. - 28. des. -11. jan. -15. febr. -7. mars. - 15. mars. Eitt af mörgum VENUS—EiK Verðkr. 14.754,- Rúm”-bezta verzlun íandsins INGVAR 06 GYLFI GRENSÁSVEGI 3 108 REYKJAVÍK, SÍMI 81144 OG 33530. Sérverzlun með rúm Nýr for- maður SAL Á sambandsstjórnarfundi Sam- bands almennra lífeyrissjóða 14. október sl. var Gunnar J. Friðriks- son kjörinn formaður stjórnar í stað Gunnars S. Björnssonar sem gegnt hefur formannsstarfinu undanfarin tvö ár. Gunnar J. Friðriksson hefur átt sæti í sambandsstjórn SAL um ára- bil. Þá hefur hann um langt skeið átt sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verk- smiðjufólks. ' ' . STÆRSTA BIFREIOASTÖÐ BORGA^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.