Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 18
c. 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. október 1982 Norðurbrúarpistill Það var einn af þessum myglugráu dögum ein-' hvers staðar miðja vegu milli Jónsmessu Hóla- biskups á föstu og Kóngs- bænadags. Vorið átti að vera komið/ en þennan dag sást þess enginn vottur. — Og þó. — Frostið var farið úr jörðu, og snjó- hulan, sem haföi þakið jörðina var horfin. Hunda- skíturinn sem safnast hafði fyrir á götunum og legið í frosti yfir veturinn, lá nú á nöktum strætunum og myndaöi brúnar slepju- legar rósir á dreif. Þaö var kalt; og samt skein sólin einhvers staöar yfir mósku borgarinnar. Múrsteinsrautt stórhýsiö horfði tómlegum augum inn i öskugrátt ljósið rétt eins og það vissi ekki af litlum Sá hluti Innri- Noröurbrúar sem nefndur er „Den sorte firkant“ (Svarti ferhyrningurinn). Á auöa svæöinu fyrir miöju var »Byggeren.“ hóp manna sem safnast hafði saman undir gafli þess. Þetta var engin gleðistund. Sabri Macouglu var að flytja. Hann haföi búið i þessu húsi siðastliðin tvö ár, en nú var ibúðin hans á leið undir hamarinn. Hann og vinir hans höfðu tint litilfjör- legar eigur út á gangstétt og biðu eftir flutningabil. Spölkorn þar frá bjó einn þeirra sem hafði geymsluaðstöðu. Sjálfur stóð Sabri á götunni i eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Allir voru þeir júgóslafneskir tyrk- ir, — nema ég, allir höfðu þeir komið til Danmerkur fyrir 10—15 árum og alla dreymdi um að flytja „heim”. Að skammri stund liðinni kom flutningabillinn, og áður en varði voruin við búnir að hlaða i hann og taka úr honum á áfangastað. Sabri var i ægilegri auraklipu svo það varð að samkomulagi að ég skyldi borga bilinn. Hinir fóru að bera inn, en ég gekk til bilstjórans til að borga. A skiptiborði sendi- bilastöðvarinnar hafði ég fengið að vita að sennilega myndi aksturinn kosta 30—50 kr., eftirþvi hversu fljótir við yrðum að hlaða á og af. Bilstjórinn leit á mig og virtist eins og brugðið, „Nú ert það þú sem borgar?”, spurði hann, „þá eru það 40 krónur”. Er við höfðum lokið við að bera eigurnar upp á hanabjálka i sex hæða blokk, kom Sabri til min. „Heyrðu”, sagði hann: „Ég borga þér 100-kallinn fyrir bilnum i næstu viku, er það ekki i lagi?” Ég svaraði að billinn hafi ekki kostaö svo mikið. Hann varð hvumsa. „Kostaði þetta bara 40- kall?” spurði hann. „Á leiðinni hingað sagði bilstjórinn að ég skyldi sleppa með 100-- krónur”, — bað var næstum eins og hann vildi þrjóskast við. Það fór ekki eins illa með hús- næðið eins og á horfðist, þvi strax sama kvöld fékk hann herbergi á stúdentagarði, — sem helst engir stúdentar vilja búa á. Sumarið kom, en það stoppaði stutt við. Brátt kom haustið með kulda og áfeili. Það fór að fjúka i flest skjól, — lika skjólið hans á stúdentagarðinum. Hann fór á vergang, svaf hjá vinum og vandamönnum eða á bekk á járn- brautarstöðinni. Eftir mikla leit hans sjálfs og ófárra vina, fékk hann loks ibúð á Innri-Norðurbrú. Ibúðin er stór tveggja herbergja, óupphituð ef frá er skilin litil kamina i öðru herbergjanna. Einfalt gler i öllum gluggum, ekkert sér sal- erni, heldur eitt úti á gangi sem tilheyrir allri hæðinni. Ekkert bað. Hvorki bað né salerni Sú mynd, af hrakförum vinar mins, sem hér hefur verið dregin upp, er ekkert einsdæmi. Hún á sér margar hliðstæður. Það er einnig algengt að ibúðir á Innri-Norðurbrú hafi hvorki bað né salerni. Samkvæmt hag- skýrslu frá fyrsta janúar 1982 voru 11609 eins og tveggja-her- bergja ibúðir á Ínnri-Norðurbrú, þar af voru 1756 eða 15,1% án þessa munaðar. (Allar tölur i þessari grein eru fengnar úr skýrslum sem gerðar eru á veg- um Köbenhavns statistiske kontor, Hagstofu Kaupmanna- hafnar.) Þessi saga er ekki bara saga vinar mins Sabris. Þetta er brot af sögu fólksins sem lokkað var til hinna iðnvæddu vesturvelda þegar þau hungraði eftir vinnu- afli. Þvi var boðið gull og grænir skógar, „og við óðum i stelpum”, andvarpar Sabri og horfir angur- vær út i bláinn. Þetta fólk kom sem útlendingar og aðlagaðist að hluta nýjum siðum, en festi þó ekki rætur og hélt áfram að vera útlendingar. „Að sjálfsögðu ætlum við heim; bráðum”. Arið 1973 hófst hin svonefnda „oliukreppa”, og um leið dró ský fyrir sólu á himni velmegunar- rikjanna. Atvinnuleysi jókst, og þeir sem nota alla jafna axlabönd hvöttu hina til að herða sultaról- ina. Fólkið sem áður var kallað „félagar og samstarfsfólk” nefndist nú „gestaverkafólk”. Það fór jafnvel að bera á gróu- sögum um að kreppan væri sök þess. Sumir fóru að hata fyrrver- andi „félaga og samstarfsfólk”, sitt og Glistrup sagði að „pakkið timgaðist eins og rottur”. Viða i Vestur-Evrópu fóru að heyrast kröfur um að gestirnir færu að tygja sig heim. „Heim” — einmitt i þessu orði liggur hin hryggilega þversögn. Eftir 10—20 ára fjarveru frá átt- högunum eru ræturnar þar slitnar og i hinum nýju heim- kynnum hafa engar rætur náð að festast. Þetta er hið rótlausa fólk sem alls staðar er gestir. 1 Erlendir ríkisborgarar 19% af heildinni I sjálfri Kaupmannahöfn og er þá ekki Gentofte né Fredriksberg talið með töldust ibúarnir i jan. 1982 vera 490.587 að tölu. Otlendir rikisborgarar töldust 28,145 eða 5,7% af heildinni. Þar af eru 3096 Júgóslafar, 3035 Tyrkir og 935 Is- lendingar. A Innri-Norðurbrú, sem er gamalt verkamannahverfi er fór að byggjast uppúr 1860 bjuggu i janúar 1982 alls 36,700 ibúar. Þar af voru 4055 útlendir rikisborg- arar eöa 11% af heildinni, þ.á m. eru 758 Júgóslafar, 502 Tyrkir og 77 Islendingar. Austurbrú er næsta hverfi norð-austan við Norðurbrú. Frá fyrstu tið hefur það verið talið mun „finna” en Norðurbrú. Þar bjuggu i janúar 1982 alls 56.331 manns. Otlendir rikisborgarar voru þar af 2493 eða aðeins 4,4% af heildinni. Júgóslafar voru 232 og Tyrkir 206, þ.e.a.s. öllu færri en á Norðurbrú. Hins vegar töld- ust Islendingarnir þar nær jafn margir og á Innri-Norðurbrú eða 75. Sennilega eru allflestir íslend- ingarnir i báðum þessum hverf- um námsfólk sem annað hvort býr i almennu leiguhúsnæði eða á stúdentagörðum, en hins vegar eru flestir Júgóslafarnir og Tyrk- irnir verkafólk. Samkvæmt uppgefnum tekjum 1980 voru meðal brúttó-tekjur hvers ibúa Innri-Norðurbrúar 62 þús. dkr. Hins vegar voru sams konar tekjur á Austurbrú 75 þús. — á móti 69 þús i Kaup- mannahöfn að báðum hverfum meðtöldum. Meðal brúttó-tekjur ibúanna á Innri-Norðurbrú voru sem sé 7 þús. undir meðaltalinu i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.