Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN | Helgin 30.-31. október 1982 bókmenntir Á leikfangabílum yfir brotnar brýr Einar Már Guðmundsson Riddarar hringstigans Almenna bókafclagið 1982. Sögusviö þessarar fyrstu skáld- sögu Einars Más er nýtt hverfi í Reykjavík á þeim tíma þegar höf- undurinn var strákur á borð við Jó- hann, sem segir frá, og Óla vin hans sem er stöðugt ávarpaður eins og þýðingarmesti hlustandi sögu- manns í nútímanum. Tíminn er naumur: sagan gerist mestöll dag- inn sem Óli á afmæli - með leikjum og hrekkjum, kökum og pylsum og kraftasýningu á vegum frænda í löggunni. Þessi afmælis- dagur fikrar sig hægt og bítandi inn í myrkur haustkvöldsins og um leið magnast háskinn í lífi strákanna, riddara hringstiganna í fokheldum húsum. Einhver óútskýranleg grimrnd eða hætta hafði reyndar legið í loftinu frá því á fyrstu olat íöu sögunnar, aó vinurinn Óli er laminn í hausinn: jxítta er stráka- veröld, leikveröld, en þar með er ekki sagt að lífið sé tóm sætsúpa, öðru nær. Strákur og sá fullorðni Þessi saga lifir eða deyr með því, hvernig fer um þá aðferð, að láta fylgjast að tíðindi sem gerast í höfði stráks og í hans félagsskap og at- huganir og líkingar sem sá hinn sami hefur safnaö efni í á full- orðinsárum. Oft er það svo, að Einar Már fer með þessa fléttu af góðum hagleik og hugvitssemi. Ekki síst er hann í essinu sínu þegar afmælisdagurinn rennur upp. Eins og fyrr segir hafði strákunum sinn- ast út af óútskýranlegu hamars- höggi. En eins og segir í kaflanum um blágrænu vatnsbyssuna eru Árni Bergmann skrifar strákar ekki eins og stjórnmála- menn sem faðmast og takast í hendur „meðan þeir í huganum bíta í jaxlana hvor áöðrum. Nei við förum bara í bílaleik og keyrum yfir brýrnar sem brotnað hafa í milli okkar“. Þarna er Einar Már í essinu sínu: bílaleikurinn og full- orðinnahjal um einangrun og firr- ingu eða þá pólitískt fals smella saman með ágætum. Annað dæmi skulum við taka sem gengur í sömu átt. Jóhann er að velta því fyrir sér hvernig hann getur komist í afmæl- ið þrátt fyrir margnefnda misgjörð með hamri. Og hann ætlar að koma sér inn í kjallarann til Óla með frið- samlegum hætti: „Á sama hátt og Gandhi mun ég sýna heiminum hryggð mína án þess að ein einasta rúða brotni“. Sem fyrr: mótþróa án ofbeldis úr veröld fullorðinna slær saman við algeng krakkaviðbrögð við móðgunum. Ofleikir En ekki er Einar Már alltaf jafn öruggur í meðferð þessarar aðferðar. Stundum hættir honum til þess að halda of lengi áfram með vissa hugmynd. Eins og þegar hann bætir við ofangreindur athuga- semdir um bílaleik: „Já stundum er einsog bílaleikur leysi öll vandamál í sambúð mannanna". Það kemur líka fyrir, að viðleitnin til að hafa sem flejst undir í stílnum leiðir höf- undinn á villigötur. Tökum dæmi úr lokakaflanum þegar Jón, stór og sterkur, hefur leikið sögumann grátt fyrir stríðni: „En Óli, hrákinn sem Jón hrækti í auga mitt sem ég hefði kannski átt að varðveita til að láta efnagreina hann á tilraunastofu úti í bæ, já hrákinn skyggir algjörlega á neta- kúluna sem liggur hér í tveim pörtum á götunni; já Oli með hráka í auganu er maður fljótur að gleyma örlögum náungans" Þessi málsgrein væru sýnu betri ef efnagreining á tilraunastofu væri ekki að drepa því á dreif sem verið er að segja. Strœtó á heimsenda En að þessum fyrirvörum sleppt- um stendur það eftir, að Einar Már hefur komið sér upp hröðum, knöppum stíl og einatt úrræða- góðum og á hann margt sameigin- legt með ljóðum hans: „Brosmildi svipurinn er í þann mund að hverfa af skólabörnunum og skammt í það að öll börn borg- arinnar fari að ganga fyrir lýsi. Já bráðum mætast vetrarmorgnarnir í náttfötum frammí í eldhúsi og stór matskeið rennur upp í mann. Sólin trónar í meyjarmerkinu. Tunglið á leið inní fiskana. Það er haust og dagurinn feliur með kart- öflugrösunum inní nóttina og lík- lega hafa lömbin sem ekki voru Einar Már Guðmundsson. höfundur Riddara hringstigans. keyrð inní sláturhús landsins orðið úti... Mig laitgar út á götu Ég vil fylla auða götuna af draumum mínum. Ég vil lœðast með veggjum kvöldsins Ég vil taka strœtó á heimsenda... (bls 112 og 113) Pœlingar Þótt höfundur láti lífsreynslu hinna eldri laumast, læðast og ryðjast inn í strákaheiminn er hann heldur spar á skýringar, á það sem er víst kallað félagslegar pælingar nú um stundir. Þátturinn af frænd- anum og félögum hans úr lögregl- unni, sem skemmta strákum í af- mælisveislu gæti að vísu bent til þess, að kraftadýrkun eða karl- mennskudýrkun sé einn sá þáttur sem getur valdið miklu um það að leikir þeirra breytist í grátt gaman eða endi í skelfingu fyrr en varir. En það er líka alveg ljóst, að höf- undur er ekkert fyrir að veifa slík- um lyklum framan í lesandann - hann gefur honum nokkuð rúmt frelsi til að gera það upp við sig sjálfur hvaða vægi hann vill gefa slíkum skilningi. Hér og þar bregður fyrir skyld- leika þessarar sögu við Kött og mús eftir Gúnter Grass: Jóhann ávarpar vin sinn Óla eins og Pilenz ávarpar Joachim Mahlke, báðar sögur hefjast á hrekk, sem virðist ástæðulaus en verður afdrifarík- ur. I báðum sögunum Jieyrist endurómur af æfafornu minni: á ég að gæta bróður míns? Eða: hvernig hefði ég getað gætt bróður míns? Sú spurning er reyndar fremur lágvær f Riddurum hringstigans. Og saga Einars Más er að því leyti mjög ólík Ketti og mús, að það er ekki sá sem ávarpaður er, hér hann Óli í kjallaranum, sem þurfti að gæta, sem hrapar úr hringstigan- um. En hvers vegna er þá Óli ávarpaður? Svarið gæti verið það, að Riddarar hringstigans sé upphaf stærri bálks. Annað sem bendir í sömu átt er það, að í seinni hluta bókarinnar stækkar sviðið, nýtt fólk kemur inn án þess að eiga jafn brýnt erindi og strákarnir sem fyrir eru í sögunni - má vera það eigi eftir að láta meira að sér kveða síðar. Og vegna þess að strákarnir, Riddarar hringstigans, eru rétt að fæðast sem persónur, eru rétt að greinast í sundur í strákamassanum og vegna þess hve góð tök Einar Már hefur oft á að sýna heim þeirra - þá skal hér að lokum sett fram fróm og einlæg ósk um að framhald verði á sögunni og það heldur fyrr en seinna. ÁB Árni Bergmann skrifar um leikhús Leikbrúðuland. Gípa. Llmskiptingurinn Púkablístran. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Bryndts Gunnarsdóttir, Erna Guðmarsdóttir, Hallvcif’ Thorlacius og Hclga StclTcnscn gcrðu brúðurnar og stjórna þcim, scmja handrit, og gera leikmyndir. Um hverja helgi kviknarelsku- legt líf í kjallara á Fríkirkjuvegin- um, þar vex sá sproti sem við höf- um ræktarlegastan eignast af því mikla og forna tré, leikbrúðulist- inni. Nú fá þar nýtt líf um hverja helgi þrjár þjóðsögur sem frum- sýndar voru á brúðuleikhúshátíð á Kjarvalsstöðum í sumar og sveifl Gimbill, móðir og sonur í Umskiptingnum Þjóðsögur lifna í leikbrúðum uðu sér síðan til Finnlands við góðan orðstír. Það getur liðið talsverður tími frá því að ein föðurómynd heimsækir brúðuleikhús með áhorfanda á „eðlilegum" aldri og þar til hann kemur næst - um það leyti sem hann gæti orðið frambærilegur afi. Og á þessum tíma hafa vissulega gerst mikil tíðindi hjá leikbrúðukonum. Þeim má í skemstu máli lýsa með því, að frelsi þeirra hefur aukist að miklum mun. Og með því er átt við þau tök sem þær hafa náð á þessari ágætu list og eru þá allir þættir hafðir í huga. Brúðurnar sjálfar - gimbillinn káti og um- skiptingurinn teygjanlegi og sveigjanlegi, púkinn sem taldi hárin á gærum séra Sæmundar, Gfpa sem er komin sem skugga- mynd að gleypa karl og kerlingu og kotið með. Stjórn þeirra sem er örugg, hröð og fumlaus. Leik- myndir sem nýtast vel. Samspil við leikara og tónlist. Að öllu þessu samanlögðu ger- • ast þau tíðindi, að miðaldra gest- ur skemmtir sér takk alveg prýðilega - þótt hann svo ekki kunni að skipta lofi á milli Þór- halls, leikstjóra og þeirra Brynd- ísar, Ernu, Hallveigar og Helgu. Sagan af Gípu fór kannski full dauflega af stað, en um þessar ágætu þjóðsögur gildir allt hið sama: það þurfti ekki að bíða eftir þeim, dauðum punktum hafði verið sópað út í horn og þar lágu þeirafvelta. Það lífgaði líka vel upp á sýninguna að beitt var smekklega ýmsum hugdettum sem ekki fer mikið fyrir hverri og einni en finna sér form og hrey- fingu og stækka brúðulandið og auka mikið á fjölbreytileik þess lífs sem þar er lifað. ÁB. Sérkennileg bók Fjölfötluð stúlka rauf fjötra sína IÐUNN hefur gefið út bókina Á leið til annarra manna, undirtitill: Hvernig fjölfötluð stúlka rauf tján- ingarfjötra sína. Höfundur er Trausti Ólafsson kennari. Hann starfar við Þjálfunarskóla ríkisins við Kópavogshæli. Þar kynntist hann Sigríði Osk Jónsdóttur, ungri stúlku sem var afar mikið fötluð, var nánast ófær um að tjá sig og hafði af þeim sökum verið talin vangefin. Hún hafði verið á hælinu í sjö ár þegar Trausti kemur til skjalanna og vill ekki fallast á að stúlkan sé vangefin. Bókin lýsir síðan tilraunum hans til að rjúfa einangrun stúlkunnar, komast í samband við þær sálargáfur sem hann taldi sig finna að hún byggi yfir, eins og kom svo í ljós. í inngangi kemst höfundur svo að orði m.a.: „Hér verða ekki skráðar vísindalegar niðurstöður af kerfisbundnum rannsóknum á mannshuganuni og starfi hans. Þetta er aðeins sagan afþvíhvernig tókst að ná tengslum við virkan hug og þroskaða sál í viðjuni ákaflega fatlaðs líkama. Án nokkurra á- reiðanlegra kennileita tókst mér alls óverðugum að rata til móts við frjóa hugsun og mikla hæfi- leika fatlaðrar ómálga stúlku á sautjánda ári".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.