Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. október 1982 dacgurmál (sígiid?) Álit fullorðinna á skemmtunum Fjötrar gefa frá sér Rimlarokk A Litla Hrauni var sl. þriðju- dag haldinn blaðamannafundur og mun það í fyrsta skipti að til slíks fundar sé boðað í fangelsi hér á landi. Tilefnið var útgáfa plötunnar „Rimlarokk" með hljómsveitinni Fjötrum. í „Fjötrum" eru 3 fangar á Litla Hrauni: Halldór Fannar Ellertsson (hljómborð og söng- ur), Sigurður Pálsson (bassi ), Sævar Ciecielski (gítar og söng- ur), og einn fyrrverandi fangi, Rúnar Þór Pétursson (trommur og söngur). Upptöku og alla um- sjón með henni annaðist Helgi E. Kristjánsson í Stúdíói Nema í Glóru, en Pylsuvagninn í Austur- stræti dreifir plötunni. Nánar síðar. - A unglinga Jæja, seinast þá spurði ég nokkra unglinga um hvernig þeir vildu skemmta sér en núna ætla ég að leita álits fullorðinna, hvað þeim finnst um unglinga- skemmtanir. Ég snaraði mér fyrst niður í Villta tryllta Villa og spjallaði örlítið við Svan Jó- hannsson framkvæmdastjóra. Enginn gróði af hamborgarasölu Blm.: Hvernig krakkar koma aðallega hingað? manns í vinnu sem allir þurfa kaup, svo að þetta er ekkert gróðafyrirtæki. Blm.: Eru krakkar ekki oft fullir hér um hclgar? S.J.: Það er auðvitað alltaf eitthvað um að krakkar séu í því hérna um helgar, þá er vinsælast að láta þau fara út í gönguferð og gefa þeim boðsmiða svo að þau þurfi ekki að borga sig inn þegar þau koma aftur. Þessi miði gildir ekki bara sama kvöld heldur hve- nær sem er. Blm.: Finnst þér að það ætti að Blm.: Verðurðu fyrir því að krakkar koma til þín með vand- amál? S.J.: Já, ég hef oft sagt að ég sé hér bara til að hlusta á krakkana, það er oft sem þá vantar einhvern til að tala við, það eru svo fáir sem vilja og nenna að hlusta á unglinga sem er mjög slæmt þar sem þau eru hluti af þjóðfélaginu og þeirra hugmyndir jafn mikil- vægar og fullorðna fólksins. Eg þakkaði kærlega fyrir þetta fróðlega samtal og ætlaði að labba beint út en var stoppuð á leið minni af þremur dyravörðum sem upplýstu mig um að ég hefði verið að tala við vitlausan mann, ég hefði frekar átt að tala við þá, þeir fegruðu sko ekkert! Þeir vissu um alla kannabisneysluna og hvar brennivínið væri geymt. En þegar ég var í þann mund að draga upp skrifblokk og penna fóru þeir að hlæja svo að ég þótt- ist skilja að þetta hefði bara verið grín!! En síðan dreif ég mig niður í Þróttheima og hitti þar eftir langa mæðu forstöðumann hússins, Skúla Björnsson, og spurði hann eftirfarandi spurninga. Er best að byggja þak yfir hallærisplanið? Blm.: Hvert er álit þitt á Villta Villa? S.B.: Ég er pesónulega mjög hlynntur honum. Það er reglu- lega sniðugt að koma með ung- lingaskemmtistað. Hinsvegar finnst mér ekki jafn sniðugt að krakkar héðan komist þarna inn á fölsuðum skírteinum. Það er líka óréttlátt gagnvart eldri krökkunum sem sækja staðinn. Blm.: Er hægt að bera félags- miðstöðvar og Villta saman? S.B.: Nei alls ekki. Félags- miðstöðvarnar eru ekki skemmti- staðir. Það var pólitísk ákvörðun að stofna félagsmiðstöðvar í öllum hverfum. Þær eru til að veita krökkum félagslega hjálp. Hér vinna 10 manns sem eru meira eða minna þjálfuð í að veita ung- lingum aðstoð, t.d vann ég í 4 ár í útideildinni. Þetta er athvarf fyrir krakka, þeir geta komið hingað með sín vandamál og talað við fólk sem er auðvitað bundið þagnarheiti og reynir sitt besta til að hjálpa þeim. Það skiptir Fast, en þessir þrír hafa leikið á öllum plötum hans. Ekki má gleyma Peter Hamill og David Lord. Þessir garpar eru allir fyrsta flokks hljóðfæraleikarar og auðheyrt að Gabriel kann að velja sér aðstoðarmenn. Mér h«ft*r alltaf fundist textar Gabriels sérkennilegir og oft erf- itt að fá nokkurn botn í þá. Hann hefur gaman af að stilla upp and- stæðum sem virka mjög skringi- lega: Sal in tlie corner of Garden Hill, with the plastic flowers. On the window still. No more miracles, loaves and fishes, been so busy with the washing of the dishes. (Lay your hands on me) Fjórða plata Peters Gabriel er enn eitt meistaraverkið frá hans hendi. Sá gamli fer á kostum og auðheyrt að hann hefur engu gleymt, hann er síungur en það er meira en hægt er að segja um marga af hans kynslóð. Þessi plata er meðal bestu platna þessa árs. jvs. Skúli Björnsson, forstöðumaður Þróttheima. S.J.: Það er mjög blandaður hópur, það er eiginlega ekkert hægt að einblína á einn hóp, en við spilum diskó músík og hún höfðar náttúrlega mest til krakka sém hlusta á svoleiðis músík. Við höfum prófað að hafa hljóm- sveitir, til dæmis Egó, Jonee Jon- ee, og Þrumuvagninn, en þó að það væri vel auglýst þá mættu mjög fáir. Ég væri alveg til í að hafa hljómsveitar- eða rokkkvöld einu sinni í viku en þá verður fólk líka að mæta. Það er mjög leiðin- legt að þessir svokölluðu pönkar- ar séu eins mikill utangarðshópur og þeir virðast vera, en það er ekki nóg að kvarta, það veröur að mæta þegar er vcrið að reyna að koma til móts við þá. Blm.: Hvernig er umgengnin? s.J.: Hún er alveg ágæt. Blm.: Er ekkert kvartað yfir verðinu? S.J.: Jú, það er oft kvartað yfir verðinu en það veröur að vera svona hátt svo að staðurinn beri sig. Það er enginn gróði af ham- borgara - eða kóksölunni, eftir sum kvöld er tap. Það eru 23 lækka aldurinn til áfengiskaupa? S.J.: Mér finnst að það ætti að halda betur utan um þau aldurs- takmörk sem eru núna: 20 ára í ríkinu og 18 inn á vínveitinga- staði. Það er alveg vitað mál að það er oft farið á bak við þessar reglur, t.d. á sumum skemmti- stöðum hér í bæ. Bim.: Hvað eru krakkar gaml- ir sem sækja þcnnan stað? S.J.: Aldurstakmarkið er 16- 20 en það eru flestir 16, svo fer tölunni fækkandi eftir hækkandi aldri. Svo er auðvitað nóg af krökkum sem eru að reyna að komast inn á fölsuðum pössum en þau eru náttúrlega bara send burt. Blm.: Hefur þú orðið var við aðra vímugjafa en brcnnivín? S.J.: Það hefur ekki orðið vart við svoleiðis ennþá.Ef ég rækist á krakka hérna undir áhrifum ein- hverskonar eiturlyfja þá mundi ég bara senda hann út. Það væri óréttlátt að siga fíkniefnalögregl- unni á hann þar sem ég kalla ekki á lögreglu þegar við vísum út krökkunt undir áhrifum áfengis. Að fara á kostum Tommi, eigandi Villta tryllta Villa, og Svan Jóhannsson, framkvæmda- stjóri staðarins. Peter Gabriel er enn í hugum margra söngvara Genesis þó að leiðir hafi skilist fyrir 7 árum. Ekki verður sagt um Gabriel að hann hafi verið afkastamikill síðan; frá honum hafa komið fjórar sólóplötur og er sú síðasta nýútkomin. Þó að plöturnar séu ekki marg- ar eru gæði þeirra mikil. Að fyrstu plötunni undanskilinni eru þær listaverk. Á síðustu plötunni, sem eins og allar hinar bera aðeins nafn söngvarans, leitar hann víða fanga. Hann hefur upp á síðkastið einkum verið heillað- ur af Þriðja heiminum og tónlist þaðan. Heyra má áhrif frá flest- um heimshornum í tónlist Gabri- els, eins og reyndar má segja um tónlist Genesis um það leyti sem hann var að hætta í hljómsveit- inni. Hún er sem endranær mjög þung og verður að gefa henni góðan tíma til að ná tökum á henni. Á þessari plötu nýtur Gabriel stuðnings margra gamalreyndra kappa; skal fyrst nefna þá Jerry Marotta, Tony Levin og Larry engu máli hvort staðurinn er full- ur á hverju kvöldi eða ekki, þetta er engin gróðamiðstöð. Blm.: En nú eru haldin böll? S.B.: Já það er einn þáttur í félagslegri þjálfun krakkanna. Svo er margt fleira hérna, t.d. er músíkherbergi og þar eru 2 gítar- ar og 1 píanó, húsið gefur út blað sem krakkarnir sjá mest um sjálf, svo er verið að útbúa ljósmynda- herbergi o.m.fl. Blm.: Voru félagsmiðstöðvarn- ar stofnaðar til að leysa Hallæris- plans-vandamálið? S.B.: Við vorum að gera til- raun til að koma til móts við ung- linga. Þau geta komið hér, stund- að ýmisskonar tómstundir og komið á diskótek en auðvitað án þess að drekka, og það er ekkert feimnismál að krakkar fara niður í bæ eftir böllin hér. Blm.: Finnst þér að það ætti að lækka aldurinn til áfengiskaupa? S.B.: Áfengislögin eru mjög sterk hér, enda er þetta opinber stofnun bundin lögum. En mér finnst ekki uppeldislega æskilegt að krakkar byrji að drekka snemma, það er félagslega slæmt. Ef þau byrja snemma þá eiga þau mjög erfitt með það síðar meir að skemmta sér án áfengis. Það er strax orðið vandamál fyrir suma krakkana hér að skemmta sér án þess að drekka, sum þeirra vilja það hreinlega ekki, þau virðast taka brennivínið fram yfir allt annað og það gerir þau náttúr- lega illa þroskuð félagslega. Og spurningin um hvort það eigi að lækka aldurinn til áfeng- iskaupa í ríkinu: hvað á þá að lækka hann mikið? Hvar á að setja markið? Svo er nú tilfellið að ef krakkar ætla sér að ná í vín þá gera þau það. Og ef aldurinn yrði lækkaður niður í 18, myndi þá ekki drykkjan aukast? Tengsl 14-17 ára unglinga eru meiri við 18 ára fólk en tvítugt. Blm.: Hefur þú orðið var við einh ver önnur fíkniefni en brenni- vínið? S.B.: Þaðermjöglítiðumfíkn- iefnaneyslu hér, en fyrst það er ólöglegt verður maður ekki eins var við það og vínið, fólk er ekk- ert að flagga því. Það ber svolítið á sniffi og þá eru það aðallega strákar, stelpur prófa náttúrlega líka en það eru frekar strákar sem ánetjast þessu, og þá er margt sem spilar inní hjá þeim, t.d. ótti við að vera öðruvísi en aðrir. Þá er eina ráðið að tala bara við þá, spyrja þá hversvegna þeir eru að þessu og þá hafa þeir oft enga hugmynd um það. Blm.: Finnst þér pönkarar vcra utangarðsmenn? S.B.: Já þeir virðast vera það, hér er mjög mikill rígur á milli diskóliðs og pönkara. Og þar sem hér er mest spiluð diskómúsík þá getur verið að þeir flæmist eitthvað burt sem er mjög slæmt. En við prófuðum eitt kvöld að hafa dúndrandi rokk og þá sátu þeir bara inní videóherbergi eða spiluðu billiard en komu ekkert út á gólf, og það virðist ekki koma nógu góð stemmning í hús- ið ef það er ekki dansað. Diskó - liðið sem dansar venjulega var al- veg komið á suðupunkt af reiði út af músíkinm; fannst þetta bara alveg óhæft. En það verður nátt- úrlega að gera eitthvað fyrir þennan hóp, en hvað? Þau láta bara í Ijós óánægju en koma ekki með neinar beinar kröfur. Kann- ski ætti að byggja þak yfir hallær- isplanið? Og ég labbaði heim helmingi fróðari um vandamál unglinga í dag. Sif Sif Jón Viöar Andrea

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.