Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 19
Helgin 6. - 7. nóvember 1982 WÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Ein lítil afmœliskveðja: Skúli Guðmundsson áttræður Við systkinin vorum á aldrinum 9 til 15 ára þegar Skúli Guðmunds- son kennari og móðir okkar, Ásta Jónasdóttir, giftu sig og hófu bú- skap. Það var seinna hjónaband þeirra beggja. Skúli hafði verið barnakennari um áratuga skeið og starfaði hann við Austurbæjar- barnaskólann þegar hér var komið við sögu. Skúli var ekkill og átti fjögur börn með fyrri konu sinni. Þau eld- ri þeirra voru komin á legg um þessar mundir, en yngsta barnið fylgdi Skúla í hinn nýja búskap þar sem þrjú börn voru fyrir. Skúli var ákaflega vel látinn kennari og erfitt er að ímynda sér að nokkurt starf geti átt einn mann eins og barna- kennarastarfið átti Skúla. Enda var hann vinsæll bæði af nemendum sínum og samkennurum. Lítið atvik segir sína sögu. Eitt okkar systkina var statt i strætis- vagni einhverju sinni, þegar tvær ungar stúlkur ræddu um skóla- göngu sína. Spyr þá önnur: „En Vísnavinakvökl Vísnavinir halda sitt mánaðar- lega vísnakvöld í Þjóð- leikhúskjallaranum á mánudaginn kemur. Gestir kvöldsins eru Magn- ús Þór Sigmundsson með „Draum aldamótabarnsins", sönghópurinn Hálft í hvoru, Karl Esrason og Stormskersflokkurinn. Ljoðskáld kvöldsins verður Aðalsteinn As- berg Sigurðsson með „Fuglinn“, Auk þess er frjálst fyrir aðvífandi einstaklinga með hljóðfæri að troða upp. hvaða kennara færð þú?“ „Ég fæ Skúla“ - sagði hin. „Guð hvað þú átt gott“ var svarið. Skúli hefur alla tíð verið tillitssamur og hjálpfús maður svo af ber. Þó hann sé fastur fyrir í skoðunum, er hann viðmóts- þýður og þægilegur í umgengni. Þegar litið er yfir farinn veg, um þrjátíu ár, minnumst við þess, að aldrei hefur okkur systkinum orðið sundurorða við hann, en skýring- arinnar mun að leita í þroska hans og lyndiseinkunn. 1 tómstundum sínum stundar Skúli enn sem endranær þekking- arleit, en bókasafn hans er orðið allviðamikið og nær yfir fjölmörg svið. Heilsurækt og náttúrulækn- ingar hafa verið drjúg áhugaefni. Ætla má þeim málum í það minnsta hlutdeild í hans góður heilsu, en ekki er okkur kunnugt um að hann hafi leitað læknis um ævina. Verði honum nokkrun tíma misdægurt, ber hann það með sjálfum sér, því enginn verður þess var. Áttatíu ár eru vissulega nokkuð hár aldur, en ekki er að sjá að Elli kerling hafi bitið skarð í varnir hans, andlegar eða líkamlegar. Við systkinin erum Skúla ákaf- Iega þakklát, en finnst oft að skort hafi á að við sýndum það í verki. Það er enginn leikur að taka að sér þrjá óstýriláta rollinga með nýrri eiginkonu og troða um leið hina þröngu slóð réttlætisins gagnvart eigin börnum. Ein lítil kveðja og þakkargrein breytir víst litíu af okkar hálfu. Við sendum þér, Skúli, hug- heilar hamingjuóskir með daginn og vonum að þú eigir enn eftir að lifa mörg hamingjusöm.ár við góða heilsu. Við erum þess fullviss að þú eigir eftir að láta þann gamla draum ykkar mömmu rætast að klífa Mælifellshnúk og láta sjónir ykkur líða yfir Skagatjörð í aftan- kulinu. Góða ferð! Svanhildur, Jónas og Svavar. Fyrirlestur í heimspekideild Marcel la Follette ritstjóri flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands sunnudaginn 7. nóvember 1982 kl. 15.00 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Moral Responsibility in the Practice of Science and Technology: Selected Issues“. Fyrirlesturinn verðurflutt- ur á ensku og er öllum heimill að- gangur. BLÚSSA Efni: Polyester Stærðir: 12 - 20 Litir: hvít, Ijósblá. Verð kr. 445,- VESTI Efni: Hrein ull Stærðir: 14-18 Litur: Ijós beige Verð kr. 520.- BLAZER JAKKI efni: Hrein ull Stærðir: 12-20 Litir: Grár kr. 1.775,- Vínrauður kr. 1.796.- PILS Efni: 100% ull, fóðruð Stærðir: 14-20 Tveir litir. Verð kr. 1.130,- roJ KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS ^PASr0 Óskast í eftirtaldar bifreiðar, sem verða til sýnis þriðju- dagin 9. nóvember 1982 kl. 13 - 16 í porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7, Reykjavík. FordBronco.............................árgerð 1978 FordBronco.............................árgerð 1974 Ford Bronco............................árgerð 1974 Ford Bronco............................árgerð 1974 Ford Bronco............................árgerð 1974 Ford Bronco............................árgerð 1974 SubaruStation4WD.......................árgerð 1980 Subaru Station 4WD.....................árgerð 1978 Chevrolet Blazer.......................árgerð 1972 UAZ452.................................árgerð 1980 UAZ 452................................árgerð 1980 UAZ452.................................árgerð 1979 UAZ452.................................árgerð 1979 UAZ452.................................árgerð 1979 UAZ452.................................árgerð 1977 UAZ452.................................árgerð 1976 Ford F 2504x4 Pick Up..................árgerð 1975 Land Rover diesel......................árgerð 1975 Land Rover diesel......................árgerð 1973 Scout..................................árgerð 1979 LadaSport..............................árgerð 1979 LadaSport..............................árgerð 1979 LadaSport..............................árgerð 1978 LadaSport................................ árgerð.1978 LadaStation............................árgerð 1980 Lada Station...........................árgerð 1980 LadaStation............................árgerð 1980 Lada Station...........................árgerð 1978 Datzun120YStation......................árgerð 1977 Volkswagen 1200........................árgerð 1973 Moskwitch sendibifreið.................árgerö 1979 Chevy Van sendibifreið.................árgerð 1973 Volkswagen sendibifreið................árgerð 1977 Evenrudevélsleði Til sýnis hjá varastöð við Elliðaár. MAN 4x4 vörubifr. m.krana (biluð vél)..árgerð 1973 Til sýnís á vélaverkstæði Flugmáiastjórnar á Reykjavík- urflugvelli Ferguson dráttarvél m. skóflu..........árgerð 1956 Til sýnis hjá Póst og Síma (Jörva) Volvo Laplander C 202 skemmd eftir veltu árgerð 1981 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16:30 að viðstödd- um bjóðendum. Réttur áskilinn að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍNII 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Hafnarfjörður - lóðaumsóknir Lóðum verður úthlutað á næstunni á Hvaleyrarholti. Um er að ræða raðhús, tvíbýlishús og einbýlishús, og eru lóðirnar nú byggingarhæfar. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræðings Strandgötu 6. Umsóknum skal skila á sama stað á eyðublöðum sem þar fást eigi síðar en 17.nóv. n.k. Bæjarverkfræðingur Veiði í Gljúfurá í Borgarfirði. Hér meö er auglýst eftir tilboöum í leigu veiðiréttar í Gljúfurá frá Klaufhamarsfossi aö Norðurá. Veiöihús fylgir. Skrifleg tilboð ósk- ast send til Guðmundar Þ. Jónssonar á skrif- stofu Iðju, félags verksmiðjufólks, Reykjavík þann 23. þ.m. Stjórn veiðifélags Gljúfurár. Hafnarfjörður AÐSTOÐARMATRÁÐSKONA óskast á dagheimilið Hörðuvöllum. Starfsreynsla í mötuneyti æskileg. Ennfremur óskast starfsmaður til afleys- inga í forföllum starfsfólks. Upplýsingar í síma 50721.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.