Þjóðviljinn - 06.11.1982, Page 23
Heigin 6. - 7. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23
Ur þjóðsögum
Þorsteinn
frá Hamri
skrifar
Asa Hrútafjarðarkross
Uppistaða þessa máls eru tvær þjóð-
sögur. Hina fyrri birtir Jón Þorkelsson i
Þjóðsögum og munnmælum og hefur hana
eftir syrpu með hendi Gisla Konráðssonar.
Hún nefnist þar Reimleiki á Laxárdal.
Á fremra Laxárdal bjó ekkja með syni
sinum, er Guðrún hét, en Jón hét son henn-
ar. Vinnukona þeirra hét Matthildur. Ekki
var þar annarra manna. Þá hafði Gunna
legið átta ár i kör, er Jón sagði móður sinni
einn sunnudagsmorgun, að þann dag ætlaði
hann að láta lýsa með sér og Matthildi.
Reiddist hún þvi mjög og kvað hann skyldu
hitta sjálfan sig fyrir. Lét hann það fram
fara. Kerling var og kölluð fjölkunnug. Jón
gaf ei.gaum að orðum kerlingar, en fór til
kirkjunnar. En er hann var á staðinn far-
inn, var Matthildur stödd úti i heygarði, og
stóð þar i einu horni hans. Sá hún þá, að
kerling er komin á kreik og kom þar að
henni. Er þá sagt hún kyrkti Matthildi. En
þá bar svo við, að maður sá, er Páll hét reið
fyrir neðan túngarð, en er hann sér kerl-
ingu á rjátli, furðar hann mjög og riður
heim. Spyr hann þá kerlingu: „Hvað kemur
til að þú ert úti núna?” Hún mælti: „Það
kom i mig einhver sá kraftur, að ég gat
komizt á fætur,” og kvaðst hún ætla að
biðja hann að hjálpa sér til að koma inn liki
Matthildar, þvi bráðkvödd hafi hún orðið,
þar sem hún stóð úti á heygarðinum. Komu
þau þá likinu i skemmu eina. Siðan skreidd-
ist kerling inn og leggst i rúm sitt. Jón kom
nú heim frá kirkjunni og fréttir þetta, og
þykir mjög við móður sina, þvi hann grunar
hún muni völd af. Siðan var Matthildur
grafin. Degi siðar hvarf Jón og fannst ei
siðan. Ætluðu menn helzt, að hann hefði
týnt sér. En er kerling var ein eftir á
bænum, þótti hreppstjóra ei ráðlegt hún
væri þar ein, og ætlaði að láta flytja hana
suður i Dali til bróður sins. En er kerling
var komin út fyrir túngarð varð hún bráð-
dauð. Er nú bærinn i eyði þvi enginn treyst-
ist að búa þar sökum reimleika, þvi ferða-
menn, er fóru þar hjá seint á degi, þóttust
sjá þar kvendrauga tvo allófrýna fljúgast á.
Leið svo lengi, að bærinn stóð i eyði, þar til
þar bjuggu ung hjón. Bóndinn er ei nefndur,
konan hét Asa. Attu þau barn eitt á þriðja
ári, er Sigriður hét, um vorið er þau fluttu
þangað. Varð þá ei vart við reimleika,
þangað til á engjaslætti, að allt fólk var á
engjum, og ætlaði ei heim að koma um
kvöldið, en konan var ein heima og barnið.
Innangengt var úr bænum i fjósið og úr þvi i
heygarðinn. Seint um kvöldið fór Asa út i
heygarð að sækja eitthvað, en skildi barnið
eftir i bænum. Þá sér hún eitthvað hvitt risa
i einu heygarðshorninu, og rétt i þvi sama
sér hún aðra hvita mynd koma utan mýri
og inn i heygarðinn. Þóttist Asa vita, að þar
mundu þær Gunna og Matthildur. En þótt
Ása yrði ei hrædd, þá gat hún hvorki hreyft
sér né talað, en draugarnir flugust á með
ærslum og eldkasti. Þá heyrir Asa, að barn
hennar grætur i bænum, en hún mátti ei
hrærast fyrir magnleysi og eldglæringum
Kom þá allt I einu geisli einn i auga henni,
finnst henni þá, að bæði geti hún hreyft sig
og talað. Þá verður henni að orðum: „Ég
vildi fjandinn tæki ykkur báðar!” Sukku
þær og i þvi. Eftir þetta var Asa eineygð
alla ævi. En aldrei varð siðan vart við
reimleik þenna..
Hin sagan nefnist Asa Hrútafjarðarkross
og er skráð af Sigurjóni Jónssyni kennara á
Kollsá i Hrútafirði, er lézt 1931. Menn munu
sjá ýmislegt áþekkt með henni og hinni
fyrri:
Helgi hét maður. Hann bjó i Hrútafirði.
Ekki er getið, hvar hann átti heima, hann
var fjölkunnugur. Hann átti einn son, er
Guðmundur hét, og eina dóttur, er Asa hét.
Sonur hans var mesta vesalmenni og
eymdarlegur, og var hann kallaður Ýlu-
Gvendur, samt var hann forn i skapi, og var
sagt, að hann hefði gengið i hóla og haft
mök við huldufólk. Asa var ákaflega stór-
lynd, en greind, og mælti enginn hana máli.
Var hún þvi illa liðin, vegna stórlyndis sins,
og var aldrei kyrr i sama stað.
Ekki vildi faðir þeirra kenna þeim fræði
sin. Sagði hann, að Gvendur væri svo ein-
faldur, að hann kynni ekki með þau að fara,
en Asa væri svo bráðlynd, að hún slægi
þeim út og kynni að brúka þau illa.
Þegar Gvendur var orðinn fullorðinn,
kom hann að máli við föður sinn og kvaðst
vilja kvongast. Segir Helgi, að fyrir handan
Hrútafjörð sé ekkja ein efnuð og eigi hún
eina dóttur væna, er Kristin heiti. Býr
Gvendur ferð sina þangað. Og er hann
kemur þar, ber hann upp bónorðið, og er
honum frá visað og þar að auki gjörðar
ýmsar háðungar. Fer hann svo heim og
segir föður sinum, hversu farið hafði. Þykir
Helga það illa farið og segir, að ekki skuli
gefast upp við svo búið. Býr hann nú ferð
sina, og fara þeir svo báðir, og tekur Helgi
með sér prest sinn. Fara þeir svo, þar til
þeir koma til þeirra mæðgna, og lýkur svo
þeirra viðskiptum, að Gvendur fær stúlk-
una og hefir heim með sér. En sagt var, að
Helgi hefði haft einhver brögð i frammi til
þess að fá hana til að játast syni sinum.
Sezt Gvendur siðan að búi, en ekki þótti
hann neinn afbragðsmaður i neinu. Mat-
maður var hann mikill og snapaði niðri i
hverri kyrnu. Það kom oft fyrir, að Gvend-
ur var komian ofan i stóra byrðu, sem
kölluð var „lár’Rþar sem kona har.s geymdi
matvæli), ef kona hans fór eitthvað út og
hafði ekki gætt að læsa lárnum. En er hún
kom inn og æMaði að læsa, þá kallaði
Gvendur og segir: „Læstu ekki, Kristin, ég
er i lárnum”, og hafði hann þá nært sig á
þvi sem hann lysti.
Litlu siðar giftist Asa, og er eigi getið,
hvað maður hennar hét. Varð sambúð
þeirra stutt, þvi að hann dó skömmu siðar.
Attu þau saman eina dóttur og var Asa með
hana til og frá.
Þá bjó á Litlu Hvalsá kona sú, er Guðrún
hét, Ámundadóttir, ættuð vestan undan
Jökli, var hún nær þvi i kör. Bjó hún þar
með syni sinum, er Vigfús hét. Þar var og
stúlka á bænum, er Vilborg hét, sem Vigfús
unni hugástum. Var það á móti skapi
kerlingar, og reyndi hún að spilla þvi svo
sem hún gat. Það var einn vetur, að Vigfús
fór vestur undir Jökui til róðra. Þá var Vil-
borg þunguð af hans völdum, og varð nú
kerling æ verri, þegar hún fékk að vita það.
Þá var það einn morgun, að Magnús bóndi
á Stóru Hvalsá kom yfir ána. Sér hann þá á
höfuð kerlingar fyrir ofan garðvegginn,
gengur hann þá til hennar og segir: „Nú
ber eitthvað nýrra við, að þú skulir vera
svona snemma á fótum. „Kerling svarar:
„Ojá, nokkuð litið, ekki mikið, karl minn,
Borga er dauð. Hún fór á fætur snemma i
morgun til að gefa kúnni og gjöra það sem
gjöra þurfti, en mér fór að leiðast eftir
henni. Staulaðist ég þá á fætur, og var hún
þá dauð hér, hafði garðurinn dottiö ofan á
hana.” Hafði kerling hjá sér ask og pipu,
svo sem til að dreypa á hana. Og ekki höfðu
legið nema tveir torfuendar ofan á henni,
og var talið vist, að hún hefði fyrirfarið
henni.
Um vorið, þegar Vigfús kom heim og
vissi, hvernig farið hafði um Vilborgu,
lagðist hann veikur og dó litlu siðar. Hafði
þá móðir hans enga aðstoð og var hún þvi
flutt á sveit sina, vestur undir Jökul. Varð
þá jörðin i eyði og þótti heldur reimt, og
vildi þvi enginn taka kotið. Þá var Ása
Helgadóttir vegalaus vorið eftir og tók hún
þá kotið og var þar ein með barnið, sem þá
var hér um bil fjögra vetra. Hafði hún eina
kú og eitthvað litið af kindum. Þá var það
um haustið, er dimma tók, að heldur fór að
birta i baðstofunni, og sýndust eldglæringar
um allt. Tók hún sig þá til og sópaði innan
alla baðstofuna, og fann hún þá i hverri
smugu blaðasnepla með ýmsum rúnum.
Brennir hún þetta allt, og ber þá ekki á
neinu eftir það. Kúna sina hafði hún undir
loftinu, og svo var hún notaleg við hana, að i
hvert sinn, er kýrin stóð upp, hvort heldur
var á nótt eða degi, þá gaf hún henni ætið
heyvisk. Og svo var hún vandlát með með-
ferð á öllum skepnum, t.d. með lambfé á
vorin, þá mátti aldrei reka lambærnar til,
heldur varð að láta þær allar kyrrar, þar
sem þær voru, og þótt'i það æði snúnings-
samt.
Það bar til á jólaföstunni i vondu veðri, að
Asa átti eftir að sækja hey i meis handa
kúnni. Var þá komið rökkur. Lætur hún
barnið sofna og breiðir vel ofan á það og fer
siðan út. En þegar hún er komin út i
garðinn og gengur inn I geilina, sér hún
hvar Guðrún kemur á eftir henni inn fyrir
dyrnar, og i sömu svipan kemur Vilborg úr
annarri geilinni, og fara þær þar að fljúgast
á, en Asa var fyrir innan og gat ekki komizt
út. Þarna voru þær að fljúgast á alla nóttina
þangað til dagur rann. Þá hvarf allt og fór
þá Asa að koma sér i burt úr garðinum. Var
þá barnið sofandi og hafði eigi sakað neitt,
en kýrin fékk enga heytugguna um nóttina.
Eftir það fór Asa aldrei út i garð, eftir að
dimmt var orðið. — Rétt áður en þetta kom
fyrir hafði Guðrún dáið fyrir vestan, og
hefur þá vitjað á fornar stöðvar. Eftir það
bjó Asa lengi á Litlu Hvalsá, en siðan flutt-
ist hún að Hlaðhamri og bjó þar. (Nokkuð
er fellt aftan af sögunni.)
1 sögum þessum svarar Guðrún, ekkjan, i
fyrri sögunni, til Guðrúnar Amundadóttur á
Litlu Hvalsá: hlutverki Jóns, sonar
Guðrúnar, gegnir i siðari sögunni Vigfús,
sonur nöfnu hennar Amundadóttur: Vil-
borg vinnukona kemur i stað Matthildar,
Magnús bóndi á Stóru Hvalsá i stað Páls —
og allt fer fram með likum atburðum. Asa
Helgadóttir sameinar og báðar sögurnar
með svipuðum hætti. Miklu munar þó um
vettvang sagnanna, þar sem önnur nefnir
Fremra Laxárdal, en hin Litlu Hvalsá.
Ekki er um að villast að þær eiga sér eina
rót og hana má nálgast i manntalinu 1703
og jarðabók Árna Magnússonar 1709. Við
manntalið 1703 er heimilisfólk á Litlu
Hvalsá: Egill Þorvarðsson, húsbóndinn,
ógiftur, 32 ára, Sólborg Magnúsdóttir,
bússtýra, 35 ára, og Guðrún Amundadóttir,
móðir húsbóndans, á hans kost, sjötug.
Meðal sveitarómaga á hreppnum eru þá
Guðmundur Helgason 55 ára og Asa Helga-
dóttir 51 árs. Höfuðpersónur þjóðsagnanna:
virðast þarna komnar til skila. Guðrún
Amundadóttir hefur fengið að halda nafni
sinu gegnum timans rás, en Egill sonur
hennar hefur orðið að Vigfúsi i annarri sög-
unni, Jóni i hinni. Sólborg hefur orðið að
Vilborgu i annarri sögunni, Matthildi i
hinni: en allt er með felldu um skirnarnöfn
systkinanna Ýlu-Gvendar og Asu Hrúta-
fjarðarkross. — Samkvæmt jarðabókinni
1709 hefur veraldargengi Asu Helgadóttur
hækkað verulega frá þvi er manntalið var
tekið, húnerþáorðin búandi á Litlu Hvalsá,
tvennt er i heimili einsog siöari sagan
hermir: kvikfénaðurinn er ein kýr, vetr-
ungur, 20 ær, 4 sauðir, 17 lömb, eitt hross
eitt folald.
Hér má lita hvernig þjóðsögurnar fara
sinna eigin ferða.