Þjóðviljinn - 31.12.1982, Síða 14

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. desember 1982 Ávinningar á ári aldraðra Ávinningar á ári aldraðra Byggingarframkvæmdir síðustu tvö árin Gífurlegt átak í þágu aldraðra Droplaugarstaðir í Reykjavík voru teknir í notkun á ári aldraðra en þar eru 68 rúm fyrir gamla sjúklinga. Ljósm. gel. Uppsteypu B-álmu Borgarspftalans var lokið á árinu en þar verða 174 rúm fyrir aldraða. Byggingin verður að hluta tekin í notkun næsta sumar. Ljósm. gel. Fjárframlög úr ríkissjóði til bygginga fyrir aldraða hafa aldrei verið eins mikil og á árinu sem er að líða - ári aldraðra. Stóra stökkið upp á við í þeim efnum varð á árinu 1981 þegar Fram- kvæmdasjóður aldraðra var stofnaður en þá marg- faidaðist fjármagnið til bygginga fyrir aldraða, bæði með tilkomu nef- skatts á alla gjaldendur í landinu og einnig með stór- felldri aukningu til sér- stakra framkvæmda. Með árinu 1981 jókst heildarframlagið miðað við verðlag þess árs úr því að vera um að bil 611.000 krónur 1980 í tæpar 17 milj- ónir árið 1981. Raungildi þeirrar upphæðar hefur svo haldist síðan þrátt fyrir rýrnandi þjóðartekjur. Litið til 10 ára 1971, í ársbyrjun, voru elli- og dvalarheimili aldraðra og þær stofnanir sem höfðu hjúkrunar- og endurhæfingardeildir, 15 alls. Fjöldi rúma var þá 1.439, fjöldi sjúklinga 1.437. Elliheimilið Grund með sínum útibúum var með 500 rúm samtals og Hrafn- Dvalarheimili og hjúkr: nardeildir sjúkrahúsa Hornbrekka, Ólafsfirði, ellideild Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra, Kópavogi Droplaugarstaðir, Reykjavík Elli- og hjúkrunarheimili A-Skaft., Höfn, Hornafirði Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, hjúkrunardeild Hrafnista, dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hafnarfirði Borgarspítalinn, Hvítabandið Samtals: ista í Reykjavík með 418 rúm. Á áratugnum 1971-1981 risu af grunni nokkur dvalarheimili aldraðra og önnur voru stækkuð. í ársbyrjun 1981 voru þessar stofnanir orðnar 29 talsins. Vist- rými voru um 2006 og þar dvöldu 1.967 aldraðir. Efviðgerumsam- anburð á þróuninni þennan ára- tug eru niðurstöðurnar einkum þær að í fyrsta lagi hefur stofnun- um fjölgað um helming, eða úr 15 í 29. I öðru lagi hefur vistrýmum fjölgað um 39.4%, úr 1.439 í 2.006. Þess verður að geta í þessu sambandi að tölur eru ekki alveg nákvæmar. Yfirlitið nær aðeins yfir elli- og dvalarheimili svo og, langlegudeildir sjúkrahúsanna. En víða á sjúkradeildum sjúkra- húsanna eru auðvitað aldraðir þannig að hópur öldrunarsjúk- linga er því eflaust stærri en hér kom fram. Hvað gerðist 1982? Á árinu sem er að líða hafa bæst við tölu rúma á dvalar- heimilum og hjúkrunardeildum sjúkrahúsa samtals 268 rúm. Vistmönnum hefur fjölgað um 63 og hjúkrunarsjúklingum um 205. Hér fer á eftir yfirlit yfir þau dvalar- og hjúkrunarheimili sem tekin voru í notkun á ári aldr- aðra: Tala Vist- Hjúkr. rúma menn sjúkl. 25 17 8 38 _ 38 68 36 32 ■ 11 10 1 20 - 20 87 87 19 " 19 268 63 205 Gert hafði verið ráð fyrir því að unnt yrði að taka í notkun hluta af B-álmu Borgarspítalans í Reykjavík en það dregst fram á næsta ár. Framkvæmdir við 5. og 6. hæð B-álmunnar eru vel á veg komnar og er búist við að þær verði teknar í notkun í sumar. í þessari álmu Borgarspítalans verða samtals 174 rúm fyrir öldr- unarsjúklinga. Árangur ársins 1982 felst í því að í stað 2.047 rúma á dvalar- heimilum og hjúkrunardeildum sjúkrahúsa 1. janúar 1982 verða þau 2.315 1. janúar 1983. Tala vistmanna á fyrrgreindum stofn- unum var í ársbyrjun 1982 1.013 en verður 1.076 nú í byrjun árs 1983 og fjöldi aldraðra hjúkrun- arsjúklinga var 936 en verður 1.141, sem er 21,9% aukning á þessu eina ári sem tileinkað var öldruðum. Átakið aðeins að byrja Og það er mikið verið að byggja af húsnæði fyrir aldraða á íslandi í dag, bæði á vegum ríkis- ins og sveitarfélaganna. Áður var minnst á B-álmu Borgarspítalans sem að hluta verður tekin í notk- un á árinu en á í heild að hýsa 174 vistmenn. Verði jafn myndarlega framhaldið því uppbyggingarstarfi í þágu aldr- aðra og hófst fyrir 2 árum hér í Reykjavík, er ljóst að það rými sem verið er að taka í notkun auk þess sem er í byggingu í höfuð- borginni, ætti að geta fullnægt þörfinni fram til 1984-1985, en að síðan þurfi aðeins að bæta við 20 hjúkrunarrýmum á ári til að anna aukinni eftirspurn! Úti á landi hefur heilsugæslustöðvakerfið byggst afar hratt upp á síðustu 3 árum, en þær eru einmitt horn- steinn starfsins í þágu aldraðra á landsbyggðinni. Áuk þess er svo verið að byggja fjölda dvalar- og hjúkrunarheimila um land allt auk íbúða sem allnokkur sveitar - félög hafa ráðist í að byggja og eiga að nýtast af öldruðum. Framkvæmdasjóðurinn skipti sköpum Með stöfnunFramkvæmdasjóðs aldraðra, en Svavar Gestsson heilbrigðismálaráðherra kom sjóðnum á laggirnar, urðu vatna- skil í málefnum aldraðra á ís- landi. Þessi sjóðurfékkfyrst tekj- ur 1981 sem varð til þess að heildarframlög, þ.e. beint af fjár- lögum annars vegar og svo með tilkomu nefskattsins hins vegar, 30-földuðust á milli áranna 1980 og 1981! Á árinu 1982 er búið að greiða úr Framkvæmdasjóðnum tæp- lega 28 miljónir króna til 15 bygg- inga víðs vegar um land og á næsta ári er reiknað með að af nefskattinum fái Framkvæmda- sjóður aldraðra um það bil 23 miljónir króna auk um það bil 17 miljóna sem veitt var beint af fjárlögum. Það virðist því ljóst að á árun- um 1981-1983 liafa orðið straumhvörf í málefnum aldraðra á íslandi. Ríkisvaldið hefur að sönnu gengið á undan með góðu fordæmi og eflt stórlega allar framkvæmdir í þágu aldraðra. Auk þess hefur svo nýtt frumvarp uin ntálefni aldraðra nýlega verið samþykkt í þinginu sem tryggir enn betur að þeim hópi þjóðfé- lagsþegnanna sem stærstan þátt eiga í því samfélagi sem við búurn við í dag, verði sómasamlega bú- ið áhyggjulaust ævikvöld. -v. Mestu skiptir að byrinn haldist „Ar aldraðra“ er nú á enda. Blaðið leitaði fregna af því í nokkrum stærstu kaup- stöðum á landinu hvernig aðbúð við aldrað fólk væri þar háttað og hvað sérstak- lega hefði verið gert í tilefni af árinu. Yfirleitt voru þeir, sem við var rætt á einu máli um að árið hefði, út af fyrir sig, ekki valdið neinum straum- hvörfum í framkvæmdum. Þó hefðu þær umræður, sem fram hefðu farið um málefni aldraðra og aðstöðu í þjóðfélaginu, ýtt við mörgum og orðið til þess, að hraðað væri fram- kvæmdum, sem annars kynnu að hafa dregist. Aðalatriðið væri þó, að byr- inn í seglunum héldist þótt árið væri liðið. Akureyri Jón G. Sólnes sagði að á árinu hefði verið stofnað Félag aldr- aðra á Akureyri og væntu menn sér mikils af þeim samtökum. Ennþá hefði félagið ekki fengið húsnæði, sem væri þó undirstaða starfseminnar, en vonir stæðu til, að úr því rættist bráðlega. Þegar húsnæði væri fengið yrði þar „op- ið hús“ þar sem fólk gæti hist, spjallað saman og notið ýmiss konar skemmtunar og þjónustu. Jón Björnsson, forstöðumaður Félagsmálastofnunar bæjarins, undirbjó stofnun félagsins, en það nýtur mikils skilnings og velvildar bæjarbúa, sagði Jón G. Sólnes. Isafjörður Magnús Reynir Guðmundsson hjá ísafjarðarkaupstað sagði þar rekið elliheimili, sem rúmi 22 vistmenn. Þá væri búið að taka í notkun 30 íbúðir fyrir aldraða, 20 einstaklingsíbúðir og 10 hjónaí- búðir. Þar væri jafnframt góð aðstaða fyrir félagsstarfa aldr- aðra, funda- og samkomusalur. Minni íbúðirnar eru 45 ferm, en hinar stærri 55 ferm. Þær fylltust um leið og eru allmargir á bið- lista. Aðstaða er'til heilsuræktar, snyrtingar o.fl. og fer það fram tvisvar í viku. Komið hefur til tals að gera gamla sjúkrahúsið að hjúkrunarheimili fyrir aldraða þegar flutt verður úr því. Akranes Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri sagði að bæjarstjórn- in hefði samþykkt að hefja undir- búning að byggingu raðhúsa fyrir aldraða í tengslum við dvalar- heimilið Höfða og yrðu það söluí- búðir. Er hönnun þeirra nú lokið og að því komið að framkvæmdir hefjist við sjálfa bygginguna. I þessum áfanga verða 8-10 hús. Þá hefur og verið samþykkt að hefja stækkun á almennu vistrými fyrir aldraða og miðað við að þar fáist rými fyrir 20-30 einstaklinga. í sambandi við rekstur dvalar- heimilisins er „opið hús“ fyrir eldri borgara einu sinni til tvisvar í viku en þar fara m.a. fram ýmiss konar námskeið og allslags fönd- ur. Þá er og tekín upp dagvist fyrir aldraða. Neskaupstaður Logi Kristjánsson, bæjarstjóri, sagðist fyrst af öllu vilja nefna það, að komið hefði verið upp endurhæfingarstöð í sjúkrahús- inu. Þá væru í smíðum 12 íbúðir fyrir aldraða og væru þær nú fok- heldar. Hálfsmánaðarlega erefnt til tómstundastarfs í samvinnu við kvenfélagið. Eftir áramótin verður tekið í notkun safnaðar- heimili við kirkjuna og verður þar félagsmiðstöð fyrir aldraða. Rekin er heimilishjálp og í athug- un er að koma upp vernduðum vinnustað. Ýmis félagasamtök í bænum hafa látið málefni eldra fólksins mjög til sín taka. Þá nefndi Logi Kristjánsson að í Neskaupstað þyrftu þeir, sem náð hefðu aldurshámarki, ekki að víkja úr störfum nema þeir óskuðu þess sjálfir. En eftir það gætu þeir hinsvegar ákveðið sjálf- ir vinnutíma sinn, hvenær þeir mættu í vinnu og hvort þeir kysu að hverfa að léttari störfum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.