Þjóðviljinn - 15.01.1983, Qupperneq 17
Helgin 15. - 16. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
TU vinstri eru munir úr eigu Bíó-Petersens, stóri kassinn er kvikmyndatökuvél, fremst er tæki til að klippa og líma saman filmur. Til hægri eru munir úr eigu Óskars Gíslasonar,
kvikmyndatökuvélar og hljóðupptökutæki. (Ljósm. -eik-)
- Ég gerði kostnaðaráætlun á síð-
asta ári og mér reiknaðist til að 80
þúsund krónur myndu sleppa, en
þessi upphæð hefur að sjálfsögðu
hækkað í verðbólgunni.
Annað dæmi um
söfnunina
Mig langar að nefna hér eitt
skemmtilegt dæmi um hvernig
merkileg filma bjargaðist. Vitað
var að Peter Petersen, kallaður
Bíó-Petersen, sá er stofnaði Gaml-
abíó, lét aðstoðarmann sinn Alfred
Lind taka kvikmynd af slökkvi-
liðsæfingu í Reykjavík árið 1906.
Þetta var stutt mynd, aðeins 3 mín-
útur, en er fyrsta kvikmyndin sem
tekin er á íslandi, aðeins 11 árum
eftir að kvikmynd var fyrst sýnd
opinberlega í heiminum. Menn
héldu að þessi filma hefði brunnið
árið 1962 þegar kviknaði í hjá Nor-
disk film í Danmörku, en þar lét
Bíó-Petersen geyma filmur sínar.
En þegar sonur hans lést fyrir
skömmu, fannst þessi filma í hans
eigu, og hún var gefin Kvikmynd-
asafni Islands. Við létum þegar
gera ráðstafanir til að bjarga henni,
létum setja hana á nútíma sýning-
arfilmu og gera af henni pósitív og
negatív eintök, þannig að henni er
borgið til langframa.
Verk sem tekur enda
Þegar við tölum um að bjarga
kvikmyndum sem eru á gömlu
nitrat-fílmunum, þá megum við ekki
gleyma því að þetta er tæmandi
verk. Þær myndir sem teknar voru
á svona filmur eru ekki svo margar.
Við létum til að mynda gera fram-
tíðareintök af tveimur merkum
kvikmyndum íslenskum í fyrra.
Það voru myndir Óskars Gísla-
sonar, „Milli fjalls og fjöru“ og
„Niðursetningurinn" og það eru
ekki svo ýkja margar kvikmyndir
sem eftir er að bjarga. Ég veit ekki
hvort ég er að guðlasta hjá bóka-
þjóðinni þegar ég líki þessu við
björgun handritanna hér fyrr á
öldum. Fólk hneykslast í dag á
þeim hungruðu fátæklingum sem
ýmist reyndu að borða eða nota
skinnhandrit í skósóla. Það hyllir
hinsvegar Árna Magnússon, sem
bjargaði handritum frá eyðilegg-
ingu. Ef til vill þykir mönnum of
mikið að leggja að jöfnu handritin
og gamlar kvikmyndir, mér þykir
það ekki. Kvikmyndirnar standa
okkur bara svo nærri að við lítum á
þær sem sjálfsagðan hlut. Menn
fara í bíó eða horfa á sjónvarp og
sjá kvikmynd renna í gegn og búið
Erlendur Sveinsson, forstöðumaður Kvikmynda- Svona fara nitrat-filmur, froða veilur uppúr þeim þegar þær skemmast. Filman sem
safns íslands inní eldtraustum skáp, sem fdmur Erlendur heldur þarna á er af Reykjavíkurmynd Lofts Guðmundssonar, hún er algerlega
safnsins eru geymdar í. (Ljósm. -eik-) ónýt og stórhættuleg vegna eld- og sprengihættu. (Ljósm. -eik-)
mál. Ég er hinsvegar hræddur um
að eftir eina eða fleiri aldir, jafnvel
eftir hálfa öld verði ekki fallega um
okkur núlifandi fólk talað ef við
látum elstu íslensku kvikmyndirn-
ar eyðileggjast. Á sama hátt og
handritin eru heimildarrit síns
tíma, eru kvikmyndir allra tíma
heimildir þess tíma sem þær eru
teknar á og því lengra sem líður,
þeim mun verðmætari heimildir
verða þær, rétt eins og handrit.
Svo margt óunnið
Þrátt fyrir allt verð ég var við það
að áhugi er að vakna, jafnt hjá
ráðamönnum, sem almenningi um
að gera Kvikmyndasafnið þannig
úr garði að það rísi undir nafni. É?
skil það vel að peningar eru ekki
nægjanlegir til að gera allt í einu,
allt þarf sinn tíma, en ég er von-
góður um að úr rætist fyrr en seinna.
Það er bara verst að það er svo
margt sem þarf að gera í einu,
margt sem þolir enga bið. Ég hef
áður nefnt filmurnar sem eru að
eyðileggjast. Þá má nefna að nauð-
syn ber til að skrifa kvikmyndasögu
íslands, vegna þess að fólk sem
man og þekkti til við kvikmynda-
tökur og kvikmyndasýningar frum-
herjanna er orðið háaldrað og get-
ur fallið frá hvenær sem er. Eg hef
lengi átt mér þann draum að geta
snúið mér að því að skrifa þessa
sögu og hef raunar þegar bjargað
frá glötun ýmsum heimildum, með
viðtölum við fólk fyrir nokkrum
árum, fólk sem nú er fallið frá.
Þá þarf að skrásetja safnið, ég er
að vísu kominn nokkuð á veg með
það, en þar sem ég er bara í hálfu
starfi hér og þarf að vinna fyrir mér
eins og aðrir, þá hefur mér ekki
gefist tími til að sinna öllu því sem
ég vildi. Ég nefndi líka áðan hversu
tímafrek leit að gömlum filmum er.
Maður fær einhvern þráð til að
fikra sig eftir, en það getur tekið
allan manns tíma vikum og mánuð-
um, jafnvel árum saman, eins og
dæmin sanna, að finna þessar film-
ur. En á meðan menn eru sammála
um að Kvikmyndasafnið sé nauð-
synlegt til að safna, skrá og geyma
filmur sem merkar heimildir, þá er
alltaf von til að úr rætist með að-
búnað safnsins á öllum sviðum.
-S.dór