Þjóðviljinn - 15.01.1983, Qupperneq 25

Þjóðviljinn - 15.01.1983, Qupperneq 25
Helgin 15. - 16. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 25 Könnun jafnréttisnefndar í Kópavogi: Samgöngur eru efstar á blaði Forgangsmál kvenna önnur en karla Flest fólk í Kópavogi telur, að bæjaryfirvöld ættu að einbeita sér mest að samgöngumálum á næstu árum, en að öðru leyti vilja konur að lögð verði áhersla á dagvistun- armál, heilbrigðismál og jafnréttis- mál. Karlarnir vilja hins vegar leggja mesta áherslu á húsnæðis- mál, atvinnumál og skipulags- og umhverfismál. Þessar athyglisverðu niðurstöð- ur fengust í könnun einni, er Jafn- réttisnefnd Kópavogs fékk Friðrik Þór Guðmundsson, þjóðfélags- fræðinema, til þess að gera fyrir sig sl. vor. Könnunin er ekki strangvís- indalegt úrtak af Kópavogsbúum, heldur var farið með spurningalista á vinnustaði í Kópavogi, en vita- skuld vinna þar einnig aðrir en Kópavogsbúar. Svörun á könnun- inni var léleg og því ekki hægt að draga af henni miklar ályktanir. Svör þeirra sem spurð voru um forgangsmál benda þó eindregið til þess, að „reynsluheimur" karla og kvenna skili sér aldeilis í við- horfum til bæjarmálefna. En hér koma svo spurningarnar og svörin. Spurt var: Að hvaða málaflokk- um telur þú að bæjarstjórn ætti að einbeita sér hvað mest á næstu árum? Merkið við 4 málaflokka eftir forgangsröð (1, 2, 3 og 4). Karlar Konur Samgöngumál (gatnamál, umferð gangandi, strætisvagnar o.fl.) 21 29 Verklegar framkvæmdir (svo sem holræsagerð, hitaveita) 3 1 Fullorðnisfræðsla (endurmenntun, starfsþjálfun 3 4 Hafnarmál (hafnargerð, 1 0 Húsnæðismál (byggingar og lóðamál) ' 13 5 Skipulags- og umhverfismál (fegrun, hreinsun) 8 2 Dagvistunarmál 4 11 Menntamál (skólar og fræðslumál) 3 4 Æskulýðsmál 3 8 Iþrótta- og útivistarmái 1 Jafnréttismál (tækifæri kynja, kjarajöfnun) 1 9 Heilbrigðismál (sjúkrahús, fæðingarheimili, málefni fatlaðra).... 4 10 Málefni aldraðra (húsnæði, aðhlynning) 1 4 Öryggismál (löggæsla, brunavarnir) . 0 2 Verslunarmál (lögbundin þjónusta, ný hverfi, stuðningur) 0 0 Atvinnumál (atvinnuöryggi, stuðningur við atvinnulífið) 9 3 Samtals svöruðu: 76 93 Að samgöngumálum frátöldum kemur fram mikill munur á viðhorfum kynjanna til forgangsmálefna í Kópavogi. Dagvistunarmál eru í öðru sæti hjá konum en í fimmta sæti hjá körlum. Söluhæstu bækurnar fyrir jólin: Reyfari í fyrsta sæti Könnun Félags íslenskra bókaút- gefenda á bókasölunni fyrir jólin er nú lokið. Gerðar voru fimm kann- anir og tóku 15 bókabúir víðs vegar um land þátt í þeirri síðustu, þeirra á meðal stærstu bókabúðirnar. Söluhæsta bókin varð Dauða- fljótið eftir Alistair MacLean, í öðru sæti hafnaði bókin Æviminn- ingar Kristjáns Sveinssonar augn- læknis og í þriðja sæti Bréfin hans Þórbergs. Síðan er röðin þessi: Kvistir í lífstrénu, Persónur og leik- endur, Hverju svarar læknirinn, Seld norðurljós, Albert, Orðabók um slangur og í tíunda sæti kemur Bermudaþríhyrningurinn. Af söluhæstu barna- og ungling- abókum kemur bókin 555 gátur í fyrsta sæti og síðan þessi röð: Mömmustrákur, Lukku Láki, Svalur og félagar og Viltu byrja með mér? Blikkiðjan Ásgarði 7, Garöabæ önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 erlendar baeHur The Penguin Complete Lewis Carroll. With an introduction by Aiexander Woolicott and the iilustrations by John Tenniel. Penguin Books 1982. Þetta er endurprentun None- uch í Press frá ’ 39. Lewis Carroll er höfundaheiti stærðfræðikennarans sirs Charles Lutwidge Dodgson. Hann veigraði sér við að gerast sóknarprestur vegna feimni og radd- hömlunar vegna stams. Hann fæddist 1832 og kenndi stærðfræði í Oxford alla sína tíð. Hann var einkar hrifinn af börnum, en kvæntist þó ekki, líklega hefur feintnin valdið því. Sögur hans urðu strax kunnar ásamt kvæðum og gátum. Hann skrifaði einnig stærðfræðilegar ritgerðir, sem töld- ust heldur ómerkilegar. Allir þekkja Lísu í Undralandi og aðrar sögur hans. Hér er þetta allt gefið út í einni skruddu, nema auðvitað ekki stærðfræðiritgerðirnar. Der Fischer Weltalmanach 1982 Herausgegeben von Gustav Fochler Hauke u.andere. Fischer Taschenbuch Verlag 1981. Þetta er 23 árgangur Fischer Almanaksins og er gefið út í tveim og hálfri miljón eintaka. Þetta er meðal handhægustu uppflettirita af þessum toga þar sem finna má mar- gvíslegar upplýsingar um lönd og þjóðir, atvinnuhætti og framleið- slu, knappan ársannál og helstu viðburði í listum og vísindum. Almanakið tók að koma út 1959 og var þá gefið út af Gustav Fochler- Hauke og sá hann um útgáfuna næstu tuttgu árin, einn. Nú er hann skráður sem útgefandi ásamt nokkrum samstarfsmönnum. Rit þetta er rúmar 1000 blaðsíður, og ásamt kortum og töludálkum er hér mikill fróðleikur samansafn- aður í skýru og knöppu formi. Scotland. With an Introduction by Lord Home of the Hirsel. Photographs: Uouglas Corrance. Editorial consultant: John Hutchinson. Fontana/Collins 1982. Skotland er land andstæðnanna. Búsældarleg héröð, grjót og urðir, snævi þaktir tindar og kaldranaleg útsker, gróin gömul sveitaþorp og borgir skiptast á. Myndavalið er fjölbreytilegt bæði af landslagi mannlífi og dýralífi og af höllum og ýmsum frægum byggingum. Þetta er skemmtileg myndabók og inn- gangur Homes er skrifaður af ntanni sem er borinn og barnfædd- ur í þessu landi og á aukþesstals- verður landspildur þar. Alfred Döblin: November 1918. Band 1: Biirger und Soldaten - Band 2: Verratenes Volk - Band 3: Hcimkehr der Fronttruppen - Band 4: Karl und Rosa. Deutscher Taschenbuch Verlae 1978. Þekktasta skáldsaga Döblins er Berlin Alexanderplatz sem kom út 1929. Fyrsta bindi þessarar skáld- sögu November 1918, kom út 1939, hin bindin komu út á árunum 1948- au. í-’etta verx nerur staoiö t skug eldri verka höfundar og þá einkt Berlin Alexanderplatz. Döblin v upphaflega expressionisti, hn: aðist smátt og smátt til meiri rati sæisstefnu og var í fyrstu mikill b: áttumaður fyrir sósíalisma og t virkan þátt í flokksstarfinu. Bæk Döblin voru bannaðar eftir 1933 hann flúði land eins og svo marj þýskir höfundar, dvaldi fyrst í Fi kklandi og eftir 1941 í Bandaríl unum. Þeir höfundar sem mótuðu D hlVn fframar"öbrum voru James.i ^21 ug sioar Carl Gustav Jung þessu verki er fjallað um hugsjó ina og raunveruleikann, baráttu og-svikin. Herirnir halda heim stéttabaráttan tekur við, nóvemt 1918. Byltingin fjarar út í sandi og hugsjónin myndbreytist. Þei er saga Döblins og tíðarandans. ALÞÝÐU BAN D ALAGIÐ Alþýðubandalagið í Hafnarfírði Bæj armálaráðsfundur Bæjarmálaráð ABH heldur fund í Skálanum, Strandgötu 41, mánudag- inn 17. janúar n.k. kl. 20.30. Dagskrá: 1) Fjárhagsáætlun fyrir árið 1983 2) Staðan í málefnum BÚH. 3) Kynntar nýjar tillögur að reglum um lóðaúthlutun. 4) Önnur mál. Félagar, fjölmennið! Stjórnin. Alþýðubandalagið á Vesturlandi Fyrri umferð forvals vegna röðunar á lista flokksins í komandi alþingis- kosningum skal lokið eigi síðar en 16. janúar næstkomandi. Kjörgögn hafa verið send formönnum flokksfélaganna í kjördæminu. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðubandalagið Akranesi Fyrri umferð forvals fer fram laugardag og sunnudag 15. og 16. janúar næstkomandi. Allir félagsmenn AB á Akranesi eiga rétt á þátttöku í forvalinu. Nánari upplýsingar varðandi forvalið verða sendar félags- mönnum föstudaginn 14. janúar. Upplýsingar um félagatal gefa þeir Ársæll Valdimarsson s. 1384 og Guðjón Olafsson s. 1894 á laugardag, en á sunnudag eru upplýsingar gefnar í Rein s. 1630. Kaffiveitingar verða í Rein á sunnudag kl. 15. Félagar! Takið virkan þátt í forvalinu. Drekkið síðdegiskaffi í Rein. Stjórnin Alþýðubandalagið Hafnarfírði Opinn fundur um húsnæðismál Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til opins fundar um húsnæðismál fimmtudag- inn 20. ianúar að Strandgötu 41, kl. 20.30. Framsaga: Ólafur Jónsson stjórnarfor- maður Húsnæðismálastofnunar. Almennar umræður á eftir. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi eystra - Fyrri hluti forvals Fyrri hluti forvals Alþýdubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra fer fram í þessari viku. Framkvæmd þess er í höndum uppstillingarnefndar- manna á hverjum stað með aðstoðarmönnum sem félögin tilnefna. ‘ Forvalið fer fram sem hér segir: v Ólafsfjörður: Að Aðalgötu 1, fimmtudag 13. jan. kl. 20-23. Dalvík: Að Bergþórshvoli, laugardag 15. jan. kl. 13-17. Akureyri: í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, föstudag 14. jan. kl. 17-19 og laugardag 15. jan. kl. 14-18. S-Þingeyjarsýsla: Þar verður kjörgögnum dreift um eða upp úr helginni 9. jan. og þeim safnað saman fyrir 14. janúar. Húsavík: í Snælandi, laugardag 15. jan. kl. 10-12 og 13-16. Raufarhöfn: í Hnitbjörgum, sunnudaginn 9. jan. kl. 16-19. Þórshöfn og nágrenni: Að Vesturvegi 5, þriðjudag 11. og miðvikudag 12. janúar kl. 13-16. Reykjavík Á skrifstofu Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3, mánudag 10. og fimmtudag 13. jan. kl. 9-17. Alþýðubandalagið í Reykjavík - Greiðum félagsgjöldin fyrir forval Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur félagsmenn sem enn skulda gjaldfallin félagsgjöld til þess að greiða þau fyrir forvalið 14.-16. janúar. - Stjórn ABR. Alþýðubandalagið Akranesi Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akranesi verður í Rein laugardaginn 29. janúar. Nú þegar getum við tilkynnt að Helgi Seljan og kona hans verða gestir okkar. Nánar auglýst síðar. Skemmtinefndin. Alþýðubandalagið Kópavogi Fulltrúar ABK í uppstillinganefnd AB í Reykjanes- kjördæmi vegna komandi alþingiskosninga, þau Svandís Skúladóttir og Sigurður Ragnarsson, verða til viðtals á skrifstofunni í Þinghóli í dag, laugardaginn 15. janúar, milli kl. 13 og 15. Alþýðubandalagið í Neskaupstað Fræðslu- og umræðufundur Fræðslu- og umræðufundur um efnahagsmál verður haldinn í Egilsbúð, fundarsal, næstkomandi sunnudag, 16. janúar kl. 16. Erindi: Ragnar Árnason: Efnahagsmál, velferð, framleiðsla, skipulag í sjávarútvegi, framtíðarhorfur. -Stjórnin vFlóamarkaður1 Þjoðviljans Ný þjónusta við askrifendur Á fimmtudögum geta áskrifendur Þjóöviljans fengiö birtar smáauglýsingar sér aö kostnaöarlausu. Einu skilyröin eru aö auglýsingarnar séu stuttorðar og aö fyrirtæki eöa stofnanir standi þar ekki aö baki. Ef svo er, þá kostar birtingin kr. 100.— Hringið í sima .31333 ef þiö þurfið aö selja, kaupa, skipta, leigja, ef ykkur vantar vinnu, þiö hafið týnt einhverju eöa fundið eitthvaö. Allt þetta og fleira til a heima á Flóamarkaöi Þjööviljans. rnmmmrni^^m DJOÐV/Um Ólafur Jónsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.