Þjóðviljinn - 19.02.1983, Page 1
SUNNUDAGS
^■BLADIÐ
OJÚÐVIUINN
32
SÍÐUR
Helgin 19.-20.
febrúar 1983.
39.-40. tbl.
48. árg.
Fjölbreytt
lesefni
um
helgar
Verð kr.15
„Með allt á hreinu ”
verður á toppnum.
Viðtal við
Maureen Thomas
sem hefur þýtt
og textað
myndina á ensku
Duggunarlítil
yfirlýsing frá
Þorgeiri Þorgeirssyni
5
Tengslin á milli
fjarskiptakerfa og
stjórnstöðva
Bandaríkjamanna
á Grænlandi
r
og Islandi
22
Ljósm.: Leifur Rögnvaldsson
Fékk stórar upphæðir
sérstökum meðgjöfum
Auk þess sem íslensku samningamennirnir við
Alusuisse 1975 féllust á kröfur um að öllum hækk-
unum á raforkuverði yrði mætt með samsvarandi
lækkun skattgreiðslna ÍSAL urðu þeir við ýmsum
öðrum óskum Alusuisse án þess að nokkuð kæmi
á móti.
Eins og fram kom ( blaðinu í gær „gaf“ Alusuisse í
samningunum við Steingrím Hermannsson og Jó-
hannes Nordal raforkuhækkun, sem á árabilinu
1975 til 1982 reyndist nema 503.3 miljónum íslenskra
króna, en „tók“ á móti skattalækkun („breytingu á
framleiðslugjaldi“), sem á sama árabili reyndist nema
512.7 miljónum íslenskra króna. Á þessu eina atriði,
breytingum á raforkuverði og sköttum, „tók“ Alu-
suisse 9.4 miljónum meira en það „gaf“ á árunum 1975
til 1982.
íslensku samningameimirnir
töldu ekki nægllegt
að Alusuisse fengi slétt
skipti á raforkuhækkun
og skattalækkun
Þessu til viðbótar kemur meðgjöf frá íslensku samn-
ingamönnunum sem meta má samtals 179.9 miljónir
íslenskra króna. Meðgjöfin fólst meðal annars í því að
athugasemdum Coopers & Lybrands við reikninga
ISAL 1974 var stungið undir stól; fallist var á eignar-
rétt Alusuisse á skattinnistæðu ÍSAL; teknir voru upp
dollaravextir í stað fastra vaxta á skattinnistæðunni og
ÍSAL var heimilað að leggja allt að 20% hagnaðar í
skattfrjálsan varasjóð.
Til viðbótar „sléttum skiptum“ á raforkuhækkun
og skattalækkun og til viðbótar áðurnefndri meðgjöf í
samningunum, var fallist á að Alusuisse yrði afhent
aukin raforka á lágu verði frá nýrri virkjun og má meta
það óhagræði til 4.4 miljón króna á ári.
-ekh