Þjóðviljinn - 19.02.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.02.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. febrúar 1983 Helgin 19.-20. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 AUTUMN 75 (Haustið 75) It was in Autumn seventy-five Your music rang out and stars filled the sky; Together we walked by the sea When the music was over.... We gazed at the moon For a moment or two; Then Afgan-coats spread on The ground, wet with dew, We held our love-tryst, me and you, When the music was over... You can’ t blame him for it, not in all ways - Sober almost all days - And he pays the maintenance in time; He’ s kind to men and all dumb creatures Wallet light as Nietsch’ s Supporting causes with his every dime... You drove, in a dust-cloud South down the firth And I was left here To give our son birth You sowed your seed in fertile earth When the music was over... A QUESTION OF WILLPOWER (Úti í Eyjum) On the islandsi Dwelt Chilly Willy/ Is he there still?/ He was tall and handsome Worth a king’ s ransom When he dressed to kill No female hind parts/ Escaped his fine arts/ His fingers pinch still/ He sailed the oceant The briny oceanl Is he sailing it still/ Now I ask with a will. La la la la la la la la la la la la He took a lot of chances along the way La la la la the way la la Some hoped he was there to stay. Said he adored only! Dora the lonelyl Adores Dora still/ But where is Dora/ Adorable Doral Well I ask with a will?l He was last seen with Runa/ A succulent spooner/ In Southerly partsl But Dora is here andl Sadly abandonedl To her broken heart.l I think I can see/ our chilly Willy/ I think I seel our Willy here/ Does our Willy fancy/ maybe campingl Beside you out there? GIVE ME FAME (Slá í gegn) If I had a wishing ring I would wish for just one thing My aim is quite single With stars 1 must mingle Win fame and worldwide acclaim. Give me fame, give me fame You know my aim is to make my name Though hard as I wish it Making it’ s no easy game. The I would tell you a different tale Car, apartment, bridal veil; Waking or sleeping I’ m always keeping On trying to make my name. Give me fame... I would do anything at all to be a famous name - Unless perltaps appear naked on stage - Otherwise: 1 lack words: I’ d do a somersault over backwards Yes, I’ d dive offthe high-boardfor fame. Give me fame.... Tinna Gunnlaugsdóttir kom fram sem draumadís Stinna stuð í kvikmyndinni en Egill Ólafsson leikur hann. Reyndar eru þau hjón í alvörunni. Hér eru þær á tali Maureen og Tinna. Kvikmyndatökumaðurinn David Bridges og Maureen í snjókomunni í Reykjavík um áramótin Maureen og Anna Björns sem leikur Heklu, umboðsmann Gæranna (Grýl anna) sem verða með allt á hreinu og „on top“ í samnefndri mynd. Hér er Maureen á tali við Sigrúnu Hjálmtýsdóttur eða Diddú sem eitt sinn var partur af þeim hópi Stuðmanna sem varð Spilverk þjóðanna. Diddú stundar nú söngnám í London. Englendingurinn Maureen Thomas segir m.a. frá vinnu sinni við að þýða og texta íslenskar kvikmyndir yflr á ensku augnabliki. Svo getur klippari gert kraftaverk. En enginn getur gert nokkurn skapaðan hlut, ef mynd- efni vantar í söguþráðinn. Agúst var líka með allt á hreinu gagnvart slíkum möguleikum, hann fékk með sér kvikmyndatök- umann og klippara sem hann hefur oft unnið með áður og þeir þekkja stíl hans og líkar hann vel. Þar af leiðandi gátu þeir lagt margt já- kvætt til málanna við gerð kvik- myndarinnar. Myndatökumaður- inn David Bridges hefur heilmikla reynslu í að kvikmynda rokkmúsik og Bill Diver klippari er mikill tón- listaráhugamaður og músíkalskur og getur auk þess unnið kraftaverk á óefnilegum hljóðupptökum. - Geturðu nefnt einhverja sér- staklcga vandasama senu úr Með allt á hreinu þar sem reynir á ná- kvæma samvinnu margra úr kvik- myndahópnum? - Senan með Sif Ragnhildardótt- ur og Stuðmönnum á „Stokks- eyrarbakka" er gott dæmi: Sif verður að ganga á nákvæmlega réttunr hraða til að fara framhjá þar sem Stuðmenn eru í felum þannig að þau verði á réttu augna- bliki öll í einu sjónmáli myndavél- arinnar; Stuðmenn verða að birtast einn af öðrum á nákvæmlega réttu sekúndubroti og leika og syngja með músikinni (Haustið ’75). Hinn kosturinn er sá að taka at- riðið upp í smábútum og skeyta það síðan saman, sem væri auðvitað miklu léttara fyrir leikarana. En þessi hópur reyndi aldrei að kom- ast létt frá hlutunum og þess vegna hefur þessi mynd eitthvað upp á að bjóða kvikmyndaáhorfendum hvar sem er-ekki baraá Islandi! Hún er ekki bara um Stuðmenn að fíflast hér og þar á íslandi. Með allt á hreinu er frumleg, fyndin og mús- iklega séð sérstaklega frambærileg kvikmynd á mælikvarða hvaða lands sem er. Erlendir áhorfendur rnunu verða fljótir að sjá og kunna að meta gæði hennar sem kvik- myndar og starf þýðandans hefur svo sem ekki stór áhrif í því sam- bandi. En keppikeflið er að reyna að koma yfir á ensku þessum sér- staka orðaleik í textum Stuðmanna og ég get ekki meira en að gera mitt besta. En ég vinn í ekta Stuðmanna-stíl, allt of lítill tími til alls! Þó er einn texti sem mun ekki tefja mig - Maó gling! Þetta er erf- itt verk en ákaflega skemmtilegt, og sem útlendingur er ég stolt af að hafa kynnst og unnið með svo mörgu íslensku hæfileikafólki. Hér með kveðjum við Maureen Thomas, rígmontin fyrir hönd ís- lenskrar kvikmyndagerðar, en með smá samviskubit yfir að eyða dýrmætum tíma hennar. Hér í opn- unni má svo sjá sýnishorn af þýð- ingu Maureenar á textunum Haustið ’75, Úti í Eyjum og Slá í gegn. -A „On Top“ verður hið enska heiti „Með allt á hreinu“ og gæti útlagst „Á toppnum“, „Með yfirhöndina“ eða/og „Með allt á hreinu“ „Meö allt á hreinu erfrumleg, fyndin og músiklega séö sérstaklega frambærileg kvikmynd, á mælikvaröa hvaöa lands semer.“ Sú sem talar er Maureen Thomas, bresk kona sem hér var stödd í desember í sambandi við umrædda kvikmynd. Hún varað leggja lokahönd á aö gera enskan texta á „Meö allt á hreinu" og var lokaspretturinn að þýða söngtextana. Þjóöviljinn náði tali af Maureen, til aö forvitnast nokkuð um hana sjálfa og afskipti hennar af íslenskum kvikmyndum. - Ég er fædd í London og mitt fasta starf er að kenna enskar bók- menntir við The University of London, og auk þess nútíma ís- lensku. (Það síðarnefnda undrar ekki þann sem heyrir Maureen tala ís- Íenskuna reiprennandi, með svo góðum framburði að ekki er annað að heyra en hér mæli íslendingur.) - Hvenær lærðir þú íslensku? - Ég kom hingað árið 1971 og kenndi enskar bókmenntir í tvo vetur við enskudeild Háskóla ís- lands. Þá lærði ég rnálið og hef æ síðan verið í tengslum við það, ann- aðhvort talað það eða unnið með það. - Hvernig þá?, viljum við vita. - Ég er aðstoðarmaður Eiríks Benedikz við gerð nýrrar íslensk/ enskrar orðabókar sem verið er að vinna við University College í London, svo skrifaði ég kennslu- bók handa byrjendum í íslensku, sem æfingar á kassettum fylgja með, og hún er notuð í háskólun- um í Cambridge, Oxford, London og í flestum háskólum í Evrópu og Ameríku, þar sem íslenska er kennd. Ég tek þátt í rannsóknum á tengslum milli forníslenskra og evrópskra bókmennta á tólftu og þrettándu öld og nýlega vann ég við að safna efni um fornleifafræði og fomkvæði sem prófessoramir Else Ro- esdal í Óðinsvéum og Peter Foote í Londonemnú að vinna við. Sumt af þeirri vitneskju gat ég notfært mér í sambandi við íslensku kvikmynd- ina Útlaginn, t.d. við seiðinn gegn Gísla og þegar ísknattleikurinn var settur á svið, en ég hef unnið við flestar kvikmyndir Ágústs Guðmundssonar: þýddi handrit hans að kvikmyndunum My friend Jonathan og Lifeline to Cathy, sem báðar voru unnar í Englandi með enskum leikurum og því á ensku, svo gerði ég enska textann á Land og syni og Útlagann, og auk þess þýddi ég handritið fyrir ensku út- gáfuna af síðarnefndu myndinni, en allar talsenur í henni voru tekn- ar upp tvisvar, önnur á íslensku, en hin á ensku fyrir erlendan markað. Loks er það svo Með allt á hreinu sem í ensku mun kallast „On Top“. í sambandi við hana verður fyrst um að ræða textun á vídeóspólur til kynningar og svo þýðingu á hand- ritinu fyrir hugsanlega útgáfu myndarinnar með ensku tali - og þá auðvitað enskum söngtextum, sem ég get nú ekki sagt að sé auðvelt verk í sambandi við Með allt á hreinu, þ.e.a.s. ef maður vill vera með allt á hreinu! ....Og við biðjum Maueen að segja okkur aðeins af starfi - og vanda þýðandans.... - Það var einkennileg reynsla, fyrir útlending, að kynnast ykkar fræga Stuðmannahúmor - auðvit- að stórskemmtileg - en fyrir ,,Með allt á hreinu’ verður þýðanda verður ekki annað sagt en að hann reynir á þolrifin. Orðin sjálf gegna miklu hlutverki í lögum Stuðmanna og það er heiimikil ábyrgð sem maður tekur á sig við að reyna að koma þessum sömu áhrifum til skila á öðru tungumáli. Svo er textun kvikmynda mar- tröð allra þýðenda, held ég mér sé óhætt að segja; hver lína má ein- ungis innihalda ákveðinn stafa- fjölda og birtast í ákveðinn sek- úndufjölda og með ákveðnu milli- bili, til að áhorfendur geti fylgst með. Að þýða texta á kvikmynd - þannig að það sé sómasamlega gert - má segja að sé eins og að skauta með báða fætur bundna saman! Utlaginn var sérstaklega erfiður, af því að bókmenntalegar tilvitnan- ir í forníslenskar bókmenntir falla miklu tignarlegar inn í nútímaís- lensku en t.d. tilvitnanir úr Shak- espeare í nútíma ensku. Agúst hélt tengslum við fornsöguna í handriti sínu, en tókst jafnframt að ná fram texta sem hljómar alveg eðlilega á nútíma íslensku - og þar hafa auðvitað líka sitt að segja gæði leikaranna í myndinni. Þýðandinn hefur hinsvegar engan slíkan stuðning við sinn texta, sem birtist bara á tjaldinu rígbundinn, í knöppum stíl vegna takmarkaðs stafafjölda og annarra tæknilegra atriða. Þegar um er að ræða verk eins og Útlagann er manni mjög í mun að áhorfendur, sem eru algjörlega háðir textanum á myndinni, nái eins miklu og mögulegt er af krafti hins talaða máls, bæði orðanna hljóðan og merkingu. Með bæði Útlagann og Land og syni byrjaði ég á að þýða handritið orð fyrir orð, sem Agúst fór síðan yfir með mér. Síðan varð að ráðast með skurðarhnífinn á samtölin svo að þau pössuðu inn í þröngan texta- rammann á myndinni, sem var mjög erfitt, og mikið, verk. - Hvernig heldurðu aS til hafi tekist? - Ja, ég held mér hafi tekist nokkuð vel með Útlagann. Hann var t.d. sýndur á kvikmyndahátíð í Los Angeles s.l. vor, Filmex, og þar var einn gagnrýnandi sem í skrifum sínum hrósaði textanum á Útlaganum sérstaklega. En ég vil nú líka taka fram að Ágúst er sér- staklega „myndrænn“ kvikmynd- agerðarmaður. Hann kemur efn- inu vel til skila í gegnum myndina ,eins og að skauta með báða fætur bundna saman sjálfa, svo að velgengni hans á er- lendum markaði er síður en svo til komin vegna góðrar textunar, þó að slíkt skemmi náttúrlega ekki fyrir. - Nú má segja að Með allt á hreinu sé allt önnur „Ella“ en myndir sem þú hefur þýtt. - Já, satt er það, og í sambandi við kvikmyndunina var jafnvel enn mikilvægara en með Útlagann og Land og syni, að koma söguþræði Með allt á hreinu til skila með myndinni sjálfri, af því hversu þýðingarmiklir sem söngtextar eru hlusta kvikmyndaáhorfendur aldrei á þá á sama hátt og samtöl eða talað orð. Á vissan hátt má segja að þetta geri Með allt á hreinu best heppnaða kvikmynda- verk Ágústs: Músiköl, eða söngva- myndir, eru illræmdar meðal kvik- myndaleikstjóra. M.a.s. John Huston var harðlega gagnrýndur fyrir meðferð sína á Annie, og hafði hann þó til ráðstöfunar þrautþjálf- að fólk á öllum sviðum og aðgang að fullkomnustu stúdíóum í Holl- ywood. Milos Forman tókst hins vegar betur upp með kvikmyndun sína á Hárinu. Engum leikstjóra í Hollywood mundi hins vegar láta sér detta í hug að setja á svið söng- leik án fullkominna aðstæðna og fagmanna í hverju horni. - Hver er helsti munurinn við að taka upp söngvamyndir og leiknar? - í leiknum myndum er aðalat- riðið auðvitað leikur leikarans. - Hvert atriði er yfirleitt tekið oftar en einu sinni, því að oft koma ein- hverjir smáhnökrar í ljós, leikarinn passar ekki nákvæmlega staðsetn- ingu sína, hljóðnemi sést í mynd, setning verður óskýr, eða auka- hljóð kemst inná upptökuna. Síðan eru bestu atriðin valin, klippt og sett saman í klippiherberginu. Síð- an er það hljóðið. Hljóðupptaka úr einni töku er oft notað með ann- arri, þar sem myndin hefur heppn- ast betur, en hljóðið kannski mis- tekst. Allt öðru máli gegnir hins v,egar um söngvamyndir: þá verður myndin að „dansa“ alveg eftir mús- ikinni. Flytjendurnir verða því að leika undir músikinni, með hana í bakgrunninum, sem krefst mjög mikillar nákvæmni, og hárfíns sam- starfs allra aðila, leikstjóra, hljóð- manns, kvikmyndatökumanna og leikara. Auðvitað þýðir þetta að allir þátttakendur vinna undir heil- miklu stressi, og leikstjórinn þarf að hafa í huga stjórn á jafnvel enn fleiri atriðum en venjulega. Af þessum sökum eru söngvamyndir næstum eingöngu unnar í stúdíói, þar sem allt er til alls, auk vanra manna. - Urðu engar óvæntar uppákom- ur við kvikmyndunina? - Jú, þetta varð ansi fjörugt stundum. T.d. á Selfossi, þar sem nokkrir náungar fengu þá ljómandi hugmynd í miðju skoti að kveikja í pappírsljósakrónum, sem kvik- myndatökumaðurinn var búinn að koma fyrir eftir öllum kúnstarinnar reglum til að ná fram réttri lýsingu. Og það þurfti náttúrlega að byrja á öllu aftur frá upphafi. - Koma ekki fram ýmsir gallar á svona næstum ,,læf“ upptökum, sem teknar eru víðsvegar og því of seint að taka aftur þegar þeir koma í ljós við framköllun? - Jú, sum skot geta reynst ónot- hæf. Ef unnið er í stúdíói kemur það strax í ljós og lítið mál að taka atriðið upp aftur. Þegar unnið er svona „utanhúss" verður að sleppa atriðinu, eða að breyta því t.d. með því að fylla upp í mynd af áhorfend- um, samtali eða einhverju fyndnu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.