Þjóðviljinn - 19.02.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.02.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ILHÚSIÐ, RAFDEILD, AUGLÝSIR Eigum gott úrval «/■! liti, einnig kapla og íj 16q. Eigum ýmiss innfellt og utai ójardbundið, sf ingar, fjölteni dimmera, ter einnig veggdól margt fleira, rriTt rofa. impasnúrum, marga ráttarvír frá 0,75q til til raflagna, \jarðbundið og hulsur, fatn- rofa, örgggi, \illur, spenna, lekaliða og )rða tengla með renjulegar perur, kertaperur, kúluperut opalperur, r^K^mm^^^speqilperi línestraperur, flúrperur, m.a. gróðurperið Starf veitustjóra Starf veitustjóra Selfossbæjar er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 7. mars n.k. í starfinu felst framkvæmdastjórn rafveitu, hitaveitu og vatnsveitu Selfossbæjar. Æskilegt er aö umsækjendur hafi tækni- eða verkfræðikunnáttu. Umsóknum sé skilað til undirritaðs, sem jafn- framt veitir nánari upplýsingar. Bæjarstjórinn á Selfossi 14. febrúar 1983. Norrænir starfsmenntunarstyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar veita á námsárinu 1983 - 84 nokkra styrki handa íslendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðn- skólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólanum eða framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á Islandi. - Fjárhæð styrks er í Danmörku 13.750 d.kr., í Noregi 14.250 n.kr., í Finnlandi 13.500 mörk og í Svíþjóð 9.200 s.kr. miðað við styrk til heils skólaárs. - Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 17. mars n.k. Nánari upplýsingar og um- sóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 16. febrúar 1983. Skjásýn sf. Myndbanda- og tækjaleiga, Hólm- garði 34, sími 34666. Opið virka daga kl. 17-23.30 Um helgar 14-23.30 Einungis VHS í þokkalegu úrvali. /gj] y | Ifl/nn á Wi " W / T_J| ; A-t fanHI Akurey við bryggju á Hornafirði. Akurey SF-52 strandaði í innsigling- unni til Hafnar í Hornaflrði: Bátinn rak upp í fjöru Sambandsstjórnar- fundur Verkamanna- sambandsins: Sjálfvirkni i fiskiðnaði til umræðu „Við ætlum að ræða kjaramálin, atvinnumálin og sérstaklega áhrif hugsanlegrar sjálfvirkni I fiskiðnaði, en eins og allir vita er alls kyns tölvutækni mjög að ryðja sér til rúms í fiskiðnaðinum", sagði Þórir Daníelsson framkvæmda- stjóri Verkamannasambands ís- lands í samtali við Þjóðviljann. Á mánudaginn hefst sambands- stjórnarfundur Verkamannasam- bandsins á Hótel Esju kl. 14.00, en sambandsstjórnarfundir eru haldn- ir annað hvert ár, á milli þinga Verkamannasambandsins. Lýkur fundinum nú á þriðjudag. „Gestir utan Verkamannasam- bandsins verða þeir Gísli Erlends- son frá Kekstrartækni og Rögn- valdur Ólafsson frá Raunvísi dag- stofnun Háskólans, en þeir hafa mjög kynnt sér sjálfvirkni í fiskiðnaðinum, einkum tölvuvogir og þess háttar", sagði Þórir Daní- elsson hjá Verkamannasamband- inu að lokum. -v. Sýningu Gránu- f jelagsins frestað Vegna meiðsla eins af leikurum félagsins, verður að fresta frum- sýningu á sjónleiknum „Fröken Júlía" um viku, til mánudagsins 28. febrúar kl. 20.30. Forsýningar verða í Hafnarbíói laugardaginn 26.2. og sunnudaginn 27.2. kl. 14.30 Vonumst við Gránufélagar til að boðsgestir og aðrir áhorfendur sjái sér fært að fresta komu sinni um viku. „Til allrar guðsmildi var ekki mikið brim, báturinn fór strax hátt upp og það fjaraði fljótt undan honum, svo áhöfnin gat nánast gegnið á þurru í land“, sagði Þor- steinn Sigurbergsson í Björgunar- sveit Hornafjarðar í samtali við Þjóðviljann í gær. Akurey SF-52, 100 lesta eikar- bátur frá Höfn í Hornafirði varð vélarvana í innsiglingunni til Hafn- ar í hádeginu í gær, og rak stjórn- laust upp í fjöruna á svokölluðum Austurfjörutanga. 11 mannaáhöfn var um borð og komust skipverjar klakklaust frá borði. Björgunarsveit Hornafjarðar kom á staðinn stuttu eftir strandið og strengdi línu um borð í Akurey til að auðvelda skipverjum land- gönguna. Báturinn er talinn alger- lega óskemmdur á strandstað. Varðskipið Týr er fyrir utan Hornafjörð og björgunarskipið Goðinn er væntanlegur á strand- staðinn fyrir hádegið í dag, en þá ætlar hann að freista þess að ná Akurey út á flóðinu. Vír var strengdur úr jarðýtu í bátinn til að halda honum stöðugum á flóðinu sem var í nótt. -lg. shráaraatid Kristín: A ekki langt að sækja fímina Vilmundur: Laðast að kommunum Salóme: Talin vonlaus Alþýðubandalagið er nýbúið að selja húseign sína á Grettisgötu 3 og kaupa aðra við Hverfisgötu. Hins vegar er Bandalag jafnaðarmanna með Vilmund Gylfason í broddi fylkingar búið að taka fyrrv. húsnæði Alþýðubandalagsins á Grettisgötunni til leigu fyrir kosningabaráttuna og er ekki að efa að þar muni góðir straumar leika um liðið. Vil- mundi finnst eins og fleirum að kommar séu hið skemmtileg- asta fólk og vill helst hvergi vera nema í námunda við þá. Þannig drekkur hann alltaf kaffi á kaffi- stofu Alþingis við kommaborð sem svo er nefnt og aldrei ann- ars staðar. Menn gera góðlátlegt grín að skoðana- könnun vísindamannanna Þor- steins VL Sæmundssonar og þeirra kumpána um kjördæma- málið. Sérstaklega þykir það einstaklega vísindalegt að til- kynna af og til hversu margir séu búnir að skila miðum með niðurstöðum og hver afstaða þeirra sé - svona til þess að koma til skila til hinna sem eftir eiga að skila hvernig þeir skuli haga afstöðu sinni. Frammistaða Kristínar Gísladóttur á ung- lingameistaramótinu í fim- leikum um daginn vakti athygli en hún sigraði í öllum greinum sem hún tók þátt í og varð fimm-faldur meistari. Hún á ekki langt að sækja fimina því að stóra systir hennar er engin önnur en María Gísladóttir ballerína sem starfar í Þýska- landi og hefur náð langt í list- grein sinni. Réttarhöld Lífs og lands fóru fram um síð- ustu helgi um vægi atkvæða. Eitt vitnið sem leitt var fram var Halldór Blöndal alþingismað- ur. Var ýmist að hann skildi ekki spurningarnar sem beint var að honum eða hann spurði lögmennina á móti með öðrum spurningum. Hló öll samkoman er Jón E. Ragnarsson lögmaður lýsti því yfir að vitni þetta væri einskis nýtt og var það úr sög- unni. Hin árlega þingveisla var haldin með pomp og pragt á fimmtu- dagskvöld og var mikið um dýrðir. Að þessu sinni var hún haldin í húsakynnum ríkisins sem það hefur látið innrétta til veisluhalda og funda í gömlu Rúgbrauðsgerðinni en hug- myndin með því húsnæði var einmitt sú að minnka kostnað við leigu á húsnæði úti í bæ. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru þó ekkert yfir sig ánægðir í þingveislunni og telja spón dreginn úr aski einkaframtaks- ins með því að hætta að halda þessa veislu á Hótel Sögu eða einhverjum slíkum stað. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi er haldið um þessa helgi og eru þau Ólafur G. Einarsson og Salóme Þorkelsdóttir mjög hrædd um sæti sín á lista flokksins en Matthías Á. Mathiesen þykist nokkuð öruggur. Það er Gunn- ar G. Schram sem ógnar veldi þeirra Ólafs og Salóme og hefur Matthías lagt megináherslu á að hvetja fólk til að kjósa Úlaf en talið er að Salóme verði úti í þessum átökum. Hún er búsett í Mosfellssveit en þar hefur ein- mitt Gunnar mikið fylgi. Þar má nefna Jón á Reykjum og Blikastaðafólkið sem er ein- dregið Gunnarsfólk. Vestfirðir eru afar erfitt kjördæmi vegna samgönguerfiðleika. Þar hefur talning í prófkjörum Fram- sóknarmanna og Alþýðu- bandalagsins tafist dögum og vikum saman vegna þess að ekki hefur verið hægt að ná at- kvæðunum saman á einn stað til þess að telja þau. Það er eink- um Patreksfjörður sem setur strik í reikninginn en ekki hefur verið hægt að fljúga þangað og akvegir eru ófærir til ísafjarðar um þetta leyti árs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.