Þjóðviljinn - 19.02.1983, Síða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. febrúar 1983
dðegurmál (sígiid?)
Þeysara í
bakherbergi
Viljum
skapa
tónlist
sem
lifír
Tunglið, tunglið taktu mig.. í portinu við Klapparstíg.- Ljósm.: - eik.
Ég var búinn aö mæla mér mót
viö „Þeysara" í æfingaplássi
þeirra á Klapparstígnum, en
enginn var þar þegar ég mætti
ástaðinn.
Ég trítlaöi því niöur í Gramm, og
viti menn: Voru ekki sveinar
staddir þar. Þar sem ég hafði
ekki efni á aö bjóða í kaffi
komum við okkur notalega fyrir
í bakherberi, og afrakstur
þeirrar setu fer hér á eftir.
Steini er í fríi
- Blm.: Er það satt að Steini sé hættur í
hljómsveitinni?
- Ekki er það nú sannleikanum sam-
kvæmt, hann er farinn í frí um óákveðinn
tíma. Við höfum ekki ennþá rætt þetta máE
nægilega vel, það er aldrei að vita nema
hann æfi með okkur þó svo að hann komi
ekki fram með okkur á hljómleikum.
Það væri mjög slæmt ef hann gæti ekki
æft með, því fljótlega hefjum við æfingar á
nýju efni og upp á framhaldið er það mikil-
vægt að hann æfi með okkur.
- Blm.: Ætlið þið að fá einhvern til að
hlaupa í skarðið fyrir Þorstein?
- Við verðum fjórir til að byrja með, en
það er aldrei að vita nema við fáum okkur
aðstoðarmenn til að taka pláss Steina á tón-
leikum. Annars er lítið hægt að segja um
þetta núna, við eigum eftir að ræða þetta
nánar.
Lausir samningar
- Blm.: Hvernig standa útgáfumál er-
lendis?
- Við erum með lausa samninga í Eng-
landi og erum að þreifa fyrir okkur þar nú.
En það er ekkert hægt að láta uppi á þessu
stigi málsins. Sigtryggur og Ási fara út nú
eftir helgi til Englands, Hollands og Dan-
merkur og ætla þeir að athuga þetta nánar.
Fyrirhuguð er útgáfa í Hollandi, talað er
um 4-6 lög með völdu efni. Bæði gömlum
lögum og eins öðrum sem við erum að vinna
að.
- Blm.: Er ekki von á þriggja laga plötu
hér heima innan skamms?
- Þetta verður tveggja laga plata. Við
ákváðum að sleppa einu laginu. Þessi plata
kemur út í mars og verður í takmörkuðu
upplagi. Á plötunni verða lögin „Lunaire"
og „Nýjall" sem voru hljóðrituð á undan
Fourth Reich, nánar tiltekið í júní á síðasta
ári. Það má segja að þessi lög séu óður til
tunglsins. Ekki er hægt að líta á þessa plötu
sem nýtt skref í þróun hljómsveitarinnar.
Þessi plata segir fyrst og fremst hvernig við
vorum þegar hún var hljóðrituð, en ekki
hvernig við erum núna.
Við erum að losa okkur við gamlar
Jón Viftar
Andrea
hljóðritanir og gefa fólki kost sem hefur
áhuga að eignast þessar upptökur. Þessi
plata er ekki lík Fourth Reich, hún er mýkri
og aðgengilegri. Annað lagið er það róleg-
asta sem við höfum leikið til þessa, en hitt í
líkingu við það sem við höfum verið að
gera. Bæði lögin eru tekin upp „live“ en
tvímixuð.
- Blm.: Hyggið þið á hljómleikaferð um
Evrópu í sumar?
- Það er á dagskrá, við erum í sambandi
við bókunarfyrirtæki úti og erum að vinna
að þessu máli en of snemmt er að segja
eitthvað ákveðið á þessu stigi málsins.
- Blm.: Hvernig standa peningamálin um
þessar mundir?
- Þau eru að skýrast en við erum ekki
betur staddir en svo, að við verðum að
halda nokkra hljómleika til að kosta för
Sigtryggs og Ásmundar.
- Blm.: Nú hefur mikið verið rætt um
hugmyndafræði hljómsveitarinnar. Hver
eru helstu einkenni hennar?
- Hlutverk texta og albúma, sem túlkað er
sem hugmyndafræði, er fyrst og fremst að
tjá orkumynstrið sem á sér rót í tónverkinu
sem verið er að semja í það og það skiptið.
Textinn í „Blood“ er t.d. þannig til kominn
að höfundur, sem hafði fylgst með fæðingu
verksins, fékk orðið blood sem voru við-
brögð okkar við hinu magnþrungna verki.
Flest ef ekki öll lög okkar hafa sitt heiti þó
enginn texti sé kominn. Margir halda að
tilvera okkar samanstandi af meiningum og
menningarbulli. Svei þeim!
- Blm.: Um hvað fjallar textinn í laginu
„Zen“?
- Það má segja að textinn fjalli um listina
að þekkja vini sína. Textinn er að hluta til
byggður á bók Roberts Pirsings: Zen and
the Art og Motorcycle Maintcnancc. Pirsing
er að fjalla um að það skipti ekki máli hvað
þú gerir heldur hvernig þú gerir það. Jafn-
vel þó að það sé að gera við mótorhjól.
Þetta er góð bók sem sýnir fram á að það er
hugurinn til verksins sem er aðal málið. Það
má kannski segja að þetta sé „rnottó" okkar
gagnvart tónlistinni.
- Blm.: En hvað með frægðina, hvaða af-
stöðu hafið þið gagnvart henni?
- Við erum ekki að þessu til að vera frægir.
Vinsældir eru aukaatriði hjá okkur. Það er
náttúrulega gott að fá meðbyr og eins og
öðrum þykir okkur lofið gott. En tónlistin
er númer eitt, tvö og þrjú. Það er gaman að
vera vinsæll út á tónlistina en við viljum
ekki vera vinsælir vegna þess að við séum
svo „töff“ eða „sætir“, við viljum ekki vera
„just another hit“. Dýrkun á poppstjörnum
er sjúkleg. Það er ekki hollt fyrir neinn að
vera stjarna. Markmið okkar er ekki að
vera frægir. Við viljum frekar vera sjálfum
okkur nógir og lítum á það sem gefandi
starf að vera í hljómsveit.
Viljum skapa
tónlist sem lifir.
- Blm.: Eigið þið ykkur einhverjar fyrir-
myndir í tónlistarsköpun ykkar?
- Við erum undir áhrifum frá öllu. Við
hlustum á ólíka tónlist, allt frá frumstæðri
tónlist til framúrstefnu tuttugustu aldarinn-
ar. Vissulega erum við undir áhrifum frá
umhverfi okkar rétt eins og allir aðrir. Við
reynum stöðugt að brjótast undan þessum
áhrifum og reynum umfram allt að vera
sjálfstæðir. Það er okkar grundvallarhug-
sjón. Þegar menn semja tónlist og heyra
eitthvað nýtt þá er ekki óalgengt að þeir
tengi það við þá tónlist sem þeir þekkja og
bera saman þó að það séu í raun ekki nein
bönd sem tengja þessa tónlist saman. Við
höfum okkar blæ, eitthvað sem við höfum
skapað sjálfir.
- Blm.: Hvenær verðið þið ánægðir?
- Þegar við sjáum umhverfið ljóma! Þessu
er í raun ekki hægt að svara. Við höfum það
að markmiði að skapa tónlist sem lifir. Góð
tónlist lifir hvort sem hún er vinsæl eða
ekki. Við verðum kannski vinsælir eftir
nokkur ár eða kannski enn síðar en þá verð-
ur tónlist okkar líka að vera góð. Við viljurn
reyna að skapa tónlist sem lifir. Það þarf að
hlusta til að heyra.
Skalinn hefur
ráðið ríkjum
allt of lengi
- Blm.: Sjáið þið fram á breytingar á tón-
listinni á næstu árum?
- Tónlistin á eftir að breytast mikið á kom-
andi árum. Tækniþróunin er svo ör og mikil
og hún hlýtur og er reyndar þegar komin
fram í tónlistinni. Þá er ég ekki að tala um
hljóðgervla, heldur þróun í sambandi við
hljóð, tíðni og hátalara, svo nokkuð sé
nefnt. Við værum að leika aðra tónlist í dag
ef peningaleysi hefði ekki hamlað Gulla í að
framkvæma þær hugmyndir sem hann hef-
ur. Tónlist getur haft jákvætt gildi, hún get-
ur látið þá sem hlusta á hana líða vel. Þetta
eru göinul sannindisem menneru að upp-
götva á ný í dag. Þessi tólf tóna skali hefur
ráðið ríkjum allt of lengi og við erum að
reyna að brjótast undan ægivaldi hans. Það
er í raun skrítið hve þessi skali hefur staðið
óhaggaður lengi. Það væri gaman að geta
sýnt tónlist jafnframt því að leika hana. En
til þess þyrfti mjög fullkomin rafeindatæki
þar sem hver tónn hefði ákveðin ljósmerki
þannig að áheyrendur gætu séð tónlistina
um leið og þeir heyrðu hana. Þetta er nátt-
úrulega draumsýn en þetta á ábyggilega
einhverntíma eftir að rætast.
Breiðskífa í sumar
- Blm.: Nú voruð þið með hugmyndir um
að vinna að „video-projecti“ hafa þær alveg
dottið uppfyrir?
- Nei síður en svo. Málið er það að Sigur-
jón Sighvatsson hefur verið önnum kafinn
og auk þess ekki verið á landinu þannig að
þetta verður að bíða um stund. Við vorum
farnir að vinna að „video-projecti“ en svo
tafðist það og auk þess eru þau lög sem við
vorum að vinna með orðin það gömul að
ekki er ástæða til að vinna með þau lengur.
- Blm.: Svona að lokum, er von á breið-
skífu frá ykkur á þessu ári?
- Já, örugglega. Við ætlum að hljóðrita
efni á breiðskífu nú í vor og ef allt fer sam-
kvæmt áætlun kemur hún út í sumar.