Þjóðviljinn - 19.02.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.02.1983, Blaðsíða 3
Helgin 19.-20. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA J „Leggjum mikið upp úr spuna” Guðjón og Ragnheiður í hlutverkum sínum í Fröken Júlíu. manni allt frá barnæsku, gott ef það kemur t.d. ekki fyrir í Nonna- bókunum. Margir kannast við það og það er hluti af íslandi. - Og hver er þá framtíð ykkar sem leikhúss? - Það er okkar stóri höfuðverk- ur eins og allra slíkra hópa. Við erum svo heppin að komast inn í Hafnarbíó núna en ef það verður rifið virðist ekki í annað hús að venda. Það er merkilegt að ekkert félagsheimil skuli vera til í Reykja- vík. Við leigjum bíóið ásamt Reví- uleikhúsinu og það var styrkur frá leiklistarráði sem gerði okkur fjár- hagslega kleift að gera þetta, en við vinnum kauplaust og það er ekki hægt að gera endalaust. Leikendur í Fröken Júlíu eru Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Guðjón Pedersen, Kristín Krist- jánsdóttir, Þröstur Guðbjartsson og Gunnar Rafn Guðmundsson. Lýsing er í höndum Ingvars Björnssonar, leikstjóri er Kári Halldór og leikmyndahönnuður Jenný Erla Guðmundsdóttir. - GFr okkur í spuna, leiktækni o.fl. Við leggjum á það mikla áherslu að halda sambandi hvort við annað með því. Það var t.d. ákveðið mjög seint hverjir ættu að leika hvað í Fröken Júlíu, það var ekki fyrr en í janúar og nú eru tæpar tvær vikur síðan við fórum að einbeita okkur að því að setja þetta saman sem sýningu. Við leitumst við að finna sameiginlegan persónuleika í sýn- ingunni og höfum hugsað okkur að þróa hana í sýningu með áfram- haldandi spuna. Við mótum okkar vinnuaðferð á leiðinni - ekki með fyrirframskoðunum. Við lítum á okkur sem leiksmiðju. - En þið haldið ykkur væntan- lega við texta Strindbergs? - Já, en við spinnum eða „im- proviserum“ á móti honum. Við leitum að aðstæðum sem liggja á bak við orðin og förum þá inn á okkar eigin persónuleika. Við teystum textanum fyrir þeim upp- lýsingum sem hann gefur en reynum að finna hvað er sammann- legt í persónunum, hvað höfðar til nútímans. Annars gætum við sleppt því að sýna verkið. - Er þett þá nýstárleg upp- færsla? - Við reynum að búa til okkar eigin aðferð, sameiginlega aðferð, og hugsum okkur að vinna áfram á þeirri braut. Það beinist að því að hver einstakur í hópnum verður skapandi listamaður, ekki bara túlkandi. - Af hverju kallið þið félagið Gránufélagið? - Þetta er nafn sem lifir með Nýtt leikhús er tekið til starfa í Reykjavík. Hópurinn sem að því stendur nefnir sig Gránufélagið og fyrsta sýning hans verður á mánu- dagskvöld í Hafnarbíói. Þá verður sýnt leikritið Fröken Júlía eftir Strindberg. Blaðamaður Þjóðvilj- ans fór niður í Hafnarbíó fyrir helgi og þar var allt í fullum gangi í undirbúningi. Teknir voru tali þeir Kári Halldór leikstjóri og Guðjón Pedersen leikari. - Hverjir standa að Gránufé- laginu? - Við erum 13 í hópnum, þar af eru 8 leikarar, 2 leikstjórar, leikmyndahönnuður, leiktækni- þjálfari og framkvæmdastjóri. Hug- myndin kviknaði norður á Akur- eyri þegar Leikfélag Akureyrar sýndi Þrjár systur en 5 af leikurun- um tóku þátt í þeirri sýningu. Um- ræður byrjuðu haustið 1981. Við fundum að við áttum samleið og langaði til að vinna saman. Síðan Viðtal við Kára Halldór og Guðjón Pedersen um Gránufélagið, nýtt leikhús eða leiksmiðju í borginni hefur þetta þróast smám saman þar til nú að komið er að Fröken Júlíu. - Hefur það leikrit þá verið grunnurinn að samstarfinu til þessa? - Nei, stór hluti af þessu leikhúsi er fólginn í að við þjálfum okkur saman. Við vorum t.d. viku í Vest- mannaeyjum í fyrra til að þjálfa ábeinnilínu Olís hefur opnað glæsilega bensínstöð við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ. Stöðin er í beinni aksturslínu milli Hafnarfjarðar, Garðabæjarog Reykjavíkur. Á Olís stöðinni í Garðabæ færðu bensín og díesel olíu úr hraðvirkum dælum. 1. flokks smurolíur frá B.P. og Mobil. Auk þess allskyns bílavörur og aðrar vörur. Verið velkomin I nýju Olís stöðina I Garðabæ, — bensínstöð í beinni aksturslínu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.