Þjóðviljinn - 19.02.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.02.1983, Blaðsíða 15
Hcigin 19.-20. febrúar 1983ÞJÓÐV1LJINN - SÍÐA 15 Yfírlýsing 0 Heimskreppan og vígbúnaðarkapphlaupið móta nú stjórnmálabaráttuna í öll- um löndum. Fjármálakerfi veraldarinnar riöar til falls. Hætta er á því að innan tíðar verði 35 milljónir atvinnulausra á Vesturlöndum. Þúsundir nýrra kjarnorkuvopna eiga á næstu árum að bætast við vopnabúr atómveldanna. Sóun náttúruauðlinda og mengun umhverfis er komin á það stig að hlekkir í lífkeðju jarðar kunna að bresta verði haldið áfram á sömu braut. Þessi þróun hefur í okkar heimshluta knúið fram hörð átök í stjóm samfélagsins. Þar sem vinstra fólk skiptist í marga sundurþykka flokka og málefnahópa hafa hægri öflin náð viðspyrnu til valdatöku og beitt ríkisvaldinu í þágu auðmanna og stórfyrirtækja en á kostnað launafólks, hinna atvinnulausu og velferðarþjónustu við almenning. Bretland, Bandaríkin, Noregur og nú síðast Danmörk og Þýskaland eru dæmi um slíka þróun. Þar sem félagshyggjuöflin hafa sameinast á skipulegan hátt hefur hinsvegar tekist að hrinda framsókn hægri aflanna og tryggja stjórnarstefnu í þágu launafólks og umbóta- sinna. Frakkland, Grikkland, Spánn og Svíþjóð eru dæmi um slíka þróun. 0 Á íslandi verður einnig valið á milli þessara leiða næstu misserin. Sjálfstæðis- flokkurinn mun sem fyrr reyna að fylkja hægri öflunum. Fyrstu verk hans í borgarstjórn Reykjavíkur sýna glöggt hvað gerast muni í landsmálunum nái hann hliðstæðum styrkleika á Alþingi: Skattahækkanir á almenningi en skattalækkanir á stóreignamönnum, niðurskurður á framkvæmdum í þágu aldraðra og barnafólks, og hnignun í félagslegri þjónustu. Sterkari staða hægri fylkingarinnargetureinnig leitt til stóraukinna umsvifa Bandaríkja- hers á íslandi, stuðnings við vígbúnaðarkapphlaupið, auðsveipni í garð erlendra stór- iðjufyrirtækja og eftirlátssemi við alþjóðleg fjármálaöfl. Þjóðleg menningararfleifð íslendinga og sjálfstæðisviðleitni þjóðarinnar kann að bíða alvarlegan hnekki nái hægri öflin óskoruðu forræði í landinu. Forystumenn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins láta berast með straumnum til hægri. Miðflokkakenningin virðist eiga hljómgrunn í forystusveit Framsóknarflokksins og samkvæmt reynslu hefur það verið vísbending um yfirvofandi hægri stjórn þegar slíkir strengir hafa verið slegnir. Leiftursóknaröflin hafa eignast fulltrúa í þingflokki Alþýðu- flokksins og klofningur komið upp í kjölfar nýafstaðins flokksþings. 0 Iðnaðarþjóðfélög nútímans hafa ekki reynst þess megnug að tryggja stöðugar framfarir eða aukinn jöfnuð og hamingju innávið né um heimsbyggðina. Sóun þverrandi orkulinda og náttúruauðæfa sníður þeim æ þrengri stakk. Á sama tíma hafa ný viðhorf, ný tækni, nýjir orkugjafar og nýjar vísindagreinar opnað leiðir til gjörbreytts atvinnulífs og nýrra lifshátta sem fjöldi framsækins fólks er þegar farinn að feta í eigin lífi. Tregðulögmál úreltra sjónarmiða og hagsmuna kunna að verða þessum breyting- um þrándur í götu. Þess gætir nokkuð að áhugafólk um ýmis brýn málefni víða um álfuna íhugi hvaða pólitískur vettvangur sé því helst til framdráttar. Sú umræða ber vitni leit hins róttæka að nýju samfélagi. Á mótum nýrra og gamalla tíma eru jafnan mikil umbrot og stjórnmálastraumar ganga á misvíxl og úr skorðum. Það er bæði andóf gegn hinu gamla og tortryggni í garð hins nýja. Vandi vinstri hreyfingar á slíkum tímum er að finna fjölbreytni í viðhorfum og viðfangsefnum farveg sem í senn getur veitt nýjum straumum inn í þjóðfélagið og staðist ásókn hægri aflanna. Forðast ber að dreifing kraftanna geti orðið ríkjandi einkenni meðal vinstri manna á íslandi á sama tíma og hægri fylkingin eflist að samstöðu og styrk. Sundrung vinstri afla án möguleika til samfylkingar á pólitískum úrslitastundum hlýtur að vera áhyggjuefni allra sósíalista og vinstri manna, friðarsinna, jafnréttissinna, rót- tæks verkafólks, samvinnumanna, listamanna og annarra liðsmanna umbótastefnu og aukins lýðræðis. Hin miklu skil í þjóðmálabaráttunni í okkar heimshluta knýja okkur öll til nýrra vinnu- bragða og alvarlegra umræðna um hvert stefnir. ^ Alþýðubandalagið hefur frá upphafi leitast við að vera breiðfylking margskonar afla og hópa sem hafa svipuð lífsviðhorf þótt ólíkar áherslur séu á mörgum sviðum. Skipulag Alþýðubandalagsins mótast af þessum meginmarkmiðum sem áréttuð eru í upphafsgrein laga flokksins. Á fundi flokksráðs Alþýðubandalagsins í nóvember 1982 var því lýst yfir að Alþýðu- bandalagið væri reiðubúið að stíga fyrstu skrefin til þess að skapa forsendur fyrir viðtækri einingu og ræða þær breytingar sem stuðlað geta að slíkri einingu. Flokks ráðið ákvað að fela sérstakri skipulagsnefnd að leita nýrra leiða til að efla einingu vinstri manna á íslandi. Nefndin mun skila áfangaskýrslu í marsmánuði og á landsfundi Alþýðubandalagsins næsta haust verða tillögur um breytingar á lögum og skipulagi flokksins teknar til afgreiðslu. Skipulagsnefndin mun á næstu mánuðum stuðla að umræðu innan flokksins og efna til viðræðna við hópa, samtök og einstaklinga utan flokksins um sameiginleg stefnumið og þau skipulagsform sem kynnu að auðvelda samstöðu og efla sterkt bandalag íslenskrar alþýðu sem mótvægi við auðstétt og erlend ítök. Alþýðubandalagið telur mikilvægt að umræðan eigi sér stað á jafnréttisgrundvelli allra aðila og mun kappko^ta að svo verði. Hér er þörf á jafnrétti allra sem leita vilja samstöðu. Hvorki forræðis- hugsunarháttur né fordómar frá fyrri tímum mega hindra árangur. Alþýðubandalagið telur tímabært að endurnýja starfshætti og skoða skipulagsform sem samsvara kröfum tímans um breiða samfylkingu og þá víðtæku einingu sem getur lyft íslenskum stjórnmálum úr sjálfheldu og breytt magnvana þrætum í þróttmikla sókn í átt til þjóðfélags þar sem sérhver einstaklingur hefur jafna möguleika til alhliða þroska og fjölbreyttra viðfangsefna. Alþýðubandalagið mun á næstunni efna til margskonar funda — til að ræða þörfina á samfylkingu allra þeirra sem verjast vilja valdatöku hægri afla — til að finna þau skipulagsform sem kynnu að færa íslenskum vinstri mönnum nýja breiðfylkingu til varnar og sóknar. Kammersveit Revkjavíkur æfir Kvintett í Es-dúr KV 407 fyrir horn og strengi. Kammersveit Reykjavíkur Mosart - Salieri Kammersveit Reykjavíkur held- ur 3. tónleika sína á þessu starfsári í Bústaðakirkju nk. sunnudag 20. fe- brúar kl. 17. Leikin verða verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, föður hans, Leopold og nokkra samtímamenn, Michael Haydn, K.D. von Ditters- dorf og Antonio Salieri, sem Peter Schaffer hefur gert ódauðlegan í leikriti sínu „Amadeus", sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu á síðasta ári. Tónskáld þessi voru samferða í tíma og rúmi, lifðu og hrærðust við ólíkt hlutskipti en þó sama um- hverfi og tíðaranda, sömdu tón- verk sín við sömu kröfur hlustenda en hlutu ólíkan sess í sögunni. Á tónleikunum verða m.a. leikin Adagio KV 410 og Adagio KV 580a þar sem Mozart notar basset- horn með ensku horni og fagotti. Sagt frá leikverki um Guðrúnu Ósvífursdóttur Aðalfundur Kvenstúdentafélags íslands verður haldinn á Arnarhóli á morgun laugardag kl. 12.30. Þór- unn Sigurðardóttir leikari ræðir á fundinum um leikverk sitt um Guðrúnu Osvífursdóttur sem nú er verið að leggja lokahönd á í Iðnó, en leikritið verður frumsýnt í næsta mánuði. Franskur vísnasöngur Aukatónleikar í kvöld Vegna þeirrar miklu hrifningar sem söngur frönsku vísnasöngkon- unnar Andréu vakti, mun menn- ingardeild franska sendiráðsins standa fyrir 3ju tónleikunum í kvöld, 19. febrúar, kl. 20.30 í Norr- æna húsinu. Við undirleik Claude Vence túlkar hún þar eigin söngva svo og fallegustu sönglög bestu söngvara frakka: Edith Piaf, Yves Montand, Barböru, Georges Brassens, Jacq- ues Brel o.fl. Miðaverð: 100 kr. 60 kr. tyrir meðlimi Alliance Francaise og nemendur. STÓRMARKAÐSVERÐ Gerið verðsamanburð Kakó Rekord/Akg. kr. 44.20 Bragakaffi 1 kg. kr. 74.80 Instant kaff i 50 gr. kr.20.15 Strásykur2kg. kr. 23.90 Rúsínurl kg. kr. 73.00 Coopgr. baunir’/id. kr. 19.85 C-11 þvottaefni3kg. kr. 85.90 Herrastígvél græn kr. 295.00 Dömustígvél svört kr. 125.00 Dilkakjöt I. og II verðflokkur UNGHÆNUR FRÁ ÍSFUGL Á KYNNINGARVERÐI STORMARKAÐURINN Opið til hádegis laugardag. SKEMMUVEGI 4A KÓPAVOGI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.