Þjóðviljinn - 19.02.1983, Side 11

Þjóðviljinn - 19.02.1983, Side 11
Helgín 19.-20. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Hæsta hús / 1 Það á að verða hæsti skýjakljúf- ur í hcimi - hvorki meira né minna en 762 metra hár eða 210 hæðir. Okkur hér heima þykir Hallgríms- kirkja nokkuð há, en hún er þó aðeins 70 metrar eða innan við 10. hluti af þessari nýju risabyggingu. Og Esjan er 900 metrar svo skýja- kljúfurinn mun slaga hátt upp í það að vera jafn hár. Hæsti skýjakljúfur í heimi um þessar mundir er Sears Towers í Chicago. Hann er aðeins 420 metr- ar eða eins og dvergur við hliðina á s þessari nýju byggingu sem einnig á að rísa í Chicago. Það er auðkýf- ingur að nafni Stanley Raskow sem ætlar að fjármagna skýjakljúf- inn, en ennþá er þó hik á honum vegna þess að hann á að kosta um 35 miljarða íslenskra króna sem telst víst dálaglegur peningur, jafn- vel fyrir ameríska milla. En Raskow er bjartsýnismaður og telur að aðeins þurfi að binda saman nokkra lausa enda og þá sé ekkert að vanbúnaði að byrja á Wold Trade Center, en svo á bygg- ingin að kallast. Það gæti útlagst Hús heimsverslunarinnar á ís- lensku. Bygging þessi kemur til með að taka gífurlegt flæmi. Gólfflöturinn einn á neðstu hæð verður um 1 miljón fermetra og þar á neðstu hæðinni er ætlunin að verði hótel með 2400 rúmum, risastór alþjóð- legur sýningarsalur, ráðstefnusalir, verslanir o.s.frv. Á efri hæðum verða svo nokkur íbúðasamfélög með gapi á milli þar sem vindurinn getur blásið í gegn. Þar verða vind- rafstöðvar sem eiga að sjá skýja- kljúfnum fyrir rafmagni. Byggingarefni í útveggjum verð- ur hvítt granít, en eftir því sem ofar FOX MEST SELDI JEPPINN A ISLANDI A SIÐASTA ARI Suzuki Fox er lipur og sparneytinn jeppi, sem hægt er að treysta á í íslenzkri veðráttu. Verð kr. 195-OOOj" (Gengi4 02 83) Á SUZUKI FERÐ PÚ LENGRA Á LÍTRANUM! S Sveinn EgHsson hf. suzuki Skeifan 17. Sími 85100 Nei, þetta er ekki í Breiðholtinu, heldur hæsti skýjakljúfur heims sem á að rísa í Chicago. Til hliðar má sjá Hallgrímskirkju, en hún nær ekki Vio af hæð þessa nýja húss. dregur verður meira og meira af gleri notað. Þannig verður húsið grundvallað á þungu efni, en verð- ur síðan léttara efra. Grunnur hússins verður 60 metra djúpur, en svo mikið kemur húsið til með að sveiflást að ekki er ætlunin að hafa nein sterk ljós efst. Þá yrðu sveifl- urnar alltof áberandi. Búist er við því að um 30 þúsund manns muni búa og vinna í Húsi heimsverslunarinnar. Meðan á byggingu hússins stendur og það verður komið upp fyrir 100. hæð er áætlað að verkamennirnir búi þar uppi, til þess að of mikill tími fari ekki í ferðir upp og niður. Þeir fara þá bara upp á mánudagsmorgni og koma aftur niður á föstudags- kvöldi. (GFr - byggt á Dagens Nyheter) Laust starf Hitaveita Hverageröis óskar aö ráöa járniðn- aðarmann í fullt starf. Æskilegt er aö viðkom- andi geti hafiö störf sem fyrst. Allar upplýs- ingar um starfið og launakjör gefur undirrit- aöur eöa tæknifræöingur í síma 99-4150. Umsóknir skulu berast undirrituðum fyrir 5. mars n.k. Hveragerði 18. febrúar 1983 Sveitarstjórinn í Hveragerði L íkamsrækt r\ JSB ui Dömur athugið Nýtt námskeið ★ Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. ★ 50 mín. æfingakerfi meö músík. * Morgun-, dag- og kvöldtímar. * Tímar tvisvar eöa fjórum sinnum í viku. hefst 25. febrúar. * „Lausir timar“ fyrir vaktavinnufólk. * Almennir framhalds- og lokaöir flokkar. Fyrir þær sem eru í megrun 3ja vikna kúrar. Tímar fjórum sinnum í viku. Mataræöi, vigtun, mæling. Verið brúnar og hraustar allt árið. Sólbekkirnir eru í Bolholti. Ath.: Einnig ný Ijós í Suðurveri. Sauna og góð búnings- og baðaðstaöa á báðum stöðum. Stuttir hádegistímar í Bolholti. 25 mín. æfingatími -15 mín. Ijós. Kennsla fer fram á báðum stöðum. Innritun og upplýsingar í símum 83730, Suðurver og LíkSltlSriBkt JSB, ^fifi4fi Rnlholt Suöurveri, sími 83730. 00040, DOinUll. Bolholti 6, «ími 36645. • afoe..................................................... THT

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.