Þjóðviljinn - 19.02.1983, Side 30
30 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNI Helgin 19.-20. febrúar 1983
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði:
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Hættum stuðningi við ríkisstjóm!
Fra Æskulyðsnefnd AB.
NÝTT SKIPULAG
ALÞÝÐUBANDALAGSINS
Æskulýösnefnd heldur almennan kynningarfund um hug-
myndir að breyttu skipulagi og betri starfsháttum Alþýðu-
bandalagsins á sunnudag 20. febr. kl. 17:00 að Grettisgötu
3.
Ólafur Ragnar Grímsson
hefur framsögu.
Allir ungir sósíalistar velkomnir.
-Einlngíp
islensha lelö Irreisi
Ólafur
©
r e
Frá Rauðsokka-
hreyfingunnl
Eignir Rauðsokkahreyfingarinnar, bókasafn, hús-
gögn, áhöld, gömul FR o.fl. verða til sölu í Sóknarsaín-
um, Freyjugötu 27 laugardag og sunnudag kl. 14-
18.
Kaffisala á staðnum. Gamlir félagar mætið.
Miðstöð.
3 Útboð-
búningsherbergi
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í viðbyggingu
Sundhallar við Herjólfsgötu. Um er að ræða
134 m2 sem skila á fullbúnum. Botnplata er
þegar tilbúin. Útboðsgögn verða afhent á
skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6
gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða
opnuð á sama stað fimmtudaginn 3. mars kl.
10.
Bæjarverkfræðingur.
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
Eftirmenntun iðnaðarmanna.
Tölvunámskeið
Haldin eru tvö námskeið um tölvur og notkun þeirra.
1. Grundvallaratriði tölvuvinnslu og forritunar.
2. Framhaldsnámskeið i forritun.
Hvort námskeið tekur eina helgi. Hver nemandi hefur
tölvu til afnota á námskeiðinu. Kennslucjjald 350 kr.
greiðist við innritun í skrifstofu skólans.
IÐNSKOUNN í REYKJAVÍK
verði frumvarpið um
vísitöluna samþykkt
Stjórn Alþýðubandalagsins í
Hafnarfirði hefur í ályktun harð-
lega átalið framkomið frumvarp
um nýjan vísitölugrundvöli og leng-
ingu verðbótatímabila og sérstak-
lega að frumvarpið skuli lagt fram í
nafni ríkisstjórnarinnar. Þar sé um
skýlaust brot á stjórnarsáttmálan-
um að ræða enda sé þar ákvæði um
að stjórnin muni ekki „setja lög um
almenn laun nema allir aðiiar að
ríkisstjórninni séu um það sam-
mála“. Síðan segir í bréfi Alþýðu-
bandalagsins í Hafnarfirði:
Stjórn ABH lýsir þeirri skoðun
sinni að eðlilegt sé að taka upp nýja
viðmiðun í útreikningum á vísitölu
sem er í samræmi við breyttar
neysluvenjur landsmanna. Enda er
það í takt við vilja verkalýðshreyf-
ingarinnar. En frumvarpið í núver-
andi formi er meingallað og frekleg
árás á kjör launþega vegna aukinna
skerðingarákvæða í því.
A erfiðleikatímabilum í efna-
hagsmálum þjóðarinnar er viðbúið
að allir verði að leggjast á eitt til að
færa hlutina til betri vegar. En eins-
og oft áður eru einu úrræðin sem
Framsóknar- og Sjálfstæðismenn
sjá: Að skerða kaup launafólks í
landinu.
Alþýðubandalagið hefur m.a.
1 lagt áherslu á að draga þurfi úr
gífurlegum innflutningi til landsins
og styrkja íslenska atvinnuvegi.
Einnig þarf að skattleggja gróða
ýmissar milliliðastarfsemi í
landinu.
Ef ekki verður farið að kröfum
Alþýðubandalagsins um úrræði í
efnahagsmálum - heldur knúin
fram kjaraskerðing hjá almenningi
- er ekki nema ein leið fær fyrir
Alþýðubandalagið: Að hætta
stuðningi við þessa ríkisstjórn.
Leiðrétting
í „klippt og skorið" í gær voru
leiðindavillur sem ástæða er til að
leiðrétta. Á teikningu er ranglega
stafsett „Neytendur borgar“ en á
að sjálfsögðu að vera Neytendur
borga. Þá er sagt að Ragnar S.
Halldórsson hafi um tíma verið
ráðherra Sjálfstæðisflokksins en á
að vera „ráðherraefni“. Nóg er nú
samt. Þarna hefur ,,-efni“ fallið
niður í setningu.
Það ér dapurleg staðreynd, að
oftar en ekki eru villur í þætti eins-
og „klippt og skorið" - og oft eins-
og púkanum sé sleppt lausum til að
brjála texta. Fyrirlöngu hefur und-
irritaður gefist uppá að leiðrétta
hinar „venj ulegu“ villur - en þessar
eru svo hlálegar að ekki er hjá því
komist að leiðrétta og biðjast af-
sökunar fyrir hönd viðkomaridi
starfsmanna blaðsins. -óg
Akureyri:
Fundur í bæjarmálaráði AB
Fundur verður í bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins á Akureyri mánu-
daginn 21.febrúar nk. kl. 20.30 í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18.
Fundarefni:
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar. - Alþýðubandalagsmenn í nefndum og
ráðum bæjarins eru hvattir til að mæta. - Alþýðubandalagið á Akureyri.
Félagsmálanámskeið ABR
fyrirhugað er að félagsmálanámskeið Alþýðubandalagsins í Reykjavík
hefjist miðvikudaginn 23. febrúar kl. 20.00 í Sóknarsalnum að Freyjugötu
3. Þátttakendur láti skrá sig sem fyrst í síma 17500, því enn er ekki
fullbókað.
ATH. Ekki er nauðsynlegt að vera flokksbundin í Alþýðubandalaginu til
að taka þátt í námskeiðinu.
Félagar, þið sem ekki hafið fundið ykkur starfsvettvang í flokknum: Fjöl-
mennið á námskeiðið og takið þátt í starfinu.
Alþýðubandalagið
í Reykjavík
Félagsvist - lokakvöld
Þriðjudagskvöldið 22. febrúar verður spiluð síð-
asta lota þriggja kvölda keppninnar í Sóknarsal,
Freyjugötu 27 (gengið inn frá Njarðargötu).
Munið að þeir sem ekki hafa komið fyrri kvöldin
eru velkomnir að koma og keppa um sérstök verð-
laun kvöldsins.
Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður kemur í
kaffihléinu og segir nýjustu fréttir úr þinginu.
Spilahópurinn
Alþýðubandalagið á Akranesi
Fundur verður haldinn í Rein, mánudaginn 21. febrúar kl. 20.30.
Fundarefni: Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 1983. Félagár
fjölmennið.
Alþýðubandalagið
á Selfossi og nágrenni
Félagsfundur verður haldinn að Kirkjuvegi 7, nk. miðvikudag 23. febrúar
kl. 20.30
Dagskrá:
1. Kosningastjórn.
2. Fréttir af flokksstarfi. , .
3. Önnur mál. Stjorn.n
Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni
Félagsfundur verður haldinn að Kirkjuvegi 7 nk. sunnudag, 20. febrúar,
kl. 15.
Dagskrá: 1. Kosningastjórn. 2. Fréttir af flokksstarfi. 3. Önnur mál. -
Stjórnin
Alþýðubandalagið Neskaupstað
Annað fræðsluerindið í fræðslufundaröð ABN verður nk. sunnudag, 20.
febrúar kl. 16.00 í Siómannastofunni. Hjörleifur Guttormsson iðnaðar-
ráðheira fjallar um ÁLMÁLIÐ. Fyrirspurnir og umræður. Fundurinn er
öllum opinn. Stjórn ABN.
Umræðuhópur um skólamál kemur saman annan hvern mánudag. Næsti
fundur mánudaginn 21. febrúar kl. 20.30 uppi á lofti að Egilsbraut 11.
Gerður G. Óskarsdóttir segir frá bandarískum skóla og sýnir litskyggnur.
Allir velkomnir! Skólamálahópur ABN.
Félagsvistin er á fimmtudögum kl. 21.00 í Sjómannastofunni. Allir vel-
komnir! Stjórn ABN.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Almennur félagsfundur
Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur almennan
félagsfund í Þinghóli miðvikudaginn 23. febrúar
kl. 20.30.
Dagskrá:
1) Stjórnmálaviðhorfið. Framsaga Geir Gunn-
arsson alþm.
2) Önnur mál.
Félagar fjölmennið!
Stjórnin.
Geir Gunnarsson
Félag
járniðnaðarmanna
Aðalfundur
verður haldinn sunnudaginn 27. febrúar
1983 kl. 13.30 e.h. í Dómus Medica við Egils-
götu.
Myndabrengl
í lesendadálk Þjóðviljans í gær
urðu þau mistök að myndir breng-
luðust. Mynd af Stefáni
Guðmundssyni bæjarfulltrúa Al-
þýðubandalagsins á Sauðárkróki
birtist í stað myndar af Framsókn-
arþingmanninum Stefáni
Guðmundssyni. Eru báðir beðnir
afsökunar á mistökunum.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Tillaga um innheimtu á fræðslugjaldi
3. Önnur mál
Ath: Ársreikningar liggja frammi á skrifstofu
félagsins fimmtudag 24. febrúar og föstudag
25. febrúar kl. 16-19 og laugardag 26. febrú-
ar kl. 10-12. Mætið vel og stundvíslega.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna
Skoðar bíla
um helgina
Lögreglan í Kópavogi mun
verða með aðgerðir um helgina og
kanna m.a. ástand ljósabúnaðar
bifreiða. Nú er skoðun að hefjast á
bifreiðum í Kópavogi og hvetur
lögreglan bifreiðaeigendur til að
koma með bifreiðir sínar á réttum
tíma. Bifreiðaskoðun lýkur 7.
apríl.
Kynningarfundir
Laga- og skipulagsnefnd Alþýðubandalagsins efnir til kynningarfunda á
„Opinni hugmyndaskrá um nýtt skipulag Alþýðubandalagsins“ með
flokksfélögum. Þessi fundir hafa þegar verið ákveðnir:
Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins
Sunnudaginn 20. febrúar kl. 17 að Grettisgötu 3.
Alþýðubandalagið í Garðbæ
Mánudaginn 21. febr. í Aratúni 12, kl. 20.30.
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 22. febrúar að Strandgötu 41 (Skálanum) kl. 20.30.
Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum
Miðvikudaginn 23. febrúar í Alþýðuhúsinu kl. 20.30.
Alþýðubandalagið á Hellu og Hvolsvelli
Miðvikudaginn 23. febrúar kl. 21 að Geitasandi 3, Hellu kl. 21.00.
Alþýðubandalagið í Borgarnesi og nærsveitum
Fimmtudaginn 24. febrúar kl. 20.30 að Hvanneyri.
Alþýðubandalagið í Grindavík
Fimmtudaginn 24. febrúar í Festi kl. 20.30.
Alþýðubandalagið Kefiavík/Njarðvík
Föstuaginn 25. febrúar í húsi Stangaveiðifélagsins, Suðurgötu kl. 20.30.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Miðvikudaginn 2. mars í Þinghól kl. 20.30.
Alþýðubandalagið á Selfossi
Laugardaginn 5. mars í Tryggvaskála kl. 14.00.
Laga- og skipulagsnefnd AÍþýðubandalagsins.