Þjóðviljinn - 19.02.1983, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. febrúar 1983
Til þess að hafa nú allt á hreinu
þá er best að vitna í DV. Þar stóð
endur fyrir löngu grein um heil-
aga Barböru. Ku líkneski af
henni hafa fundist þar sem nú
stendur álverið umdeilda. Þessi
ágæta kvinna er samkvæmt bestu
fáanlegu heimildum, sérlegur
verndarvættur þeirra sem við
málmbræðslu fást. Því er það
engin tilviljun að hún er nú mjög í
hávegum hjá þeim sem trúa á
gagnsemi álversins. Hefur henni
verið reist kapella sem er undir
verndarvæng Ragnars álfor-
stjóra.
í DV var líka birt eftirfarandi
brot úr helgikvæði fornu:
„Barbara mun birtast kunna
brögnum þeim henni unna.
Peim mun verða vatnið þunna
að víni þegar liggur á.
Blessuð meyjan Barbará".
Kapella heilagrar Barböru við álverið
Heilög Bartíara og álverið
Það er mín bjargföst trú að hér
sé kominn bjargvættur okkar í
álmálinu endalausa. Ekki hefur
það verið fyrir neina tilviljun að
áðurnefnd líkneskja skreið þarna
upp úr jörðu. Má heita merkilegt
að ríkisstjórnin skuli ekki hafa
laumast suðureftir til bænahalds í
kapellunni og kveikt þar á kertis-
spírum máli sínu til áréttingar.
Því verðum vér meðvitaðir Is-
lendingar að taka af skarið og
grípa þetta haldreipi sem til okk-
ar er kastað í neyð vorri. Mitt lóð
á vogarskálina er kvæði Barböru
til dýrðar.
Þetta á síðan að lesa
með mærðartón við kertaljós og
horfa um leið í átt til
Straumsvíkur:
Par sem átti álver risa
- ýmsir lofa það og prísa -
fannst í moldu mektarskvísa
margir trúðu eitt sinn á
blessunina Barbará.
Barbara mín stúlkan stinna
stórðiðjunnar helgakvinna.
Fögnuð veitti mér að finna
fróman styrk í heimsins þys
allt nú stefnir andbrekkis.
Nú er reynt á Hjörleif halla
hlakkar dátt í fœgðum skalla.
Ágœt seljan ofnispalla
okkar þarf að leysa mál
Barbara sem blessar ál.
Heimurinn til heljar brokkar
hugsjónunum glata flokkar.
Bregstu við í vanda okkar
verndardísin grandvara
elsku, besta Barbara.
Gfsli Ásgeirsson.
Skákfélag Kópavogs
Skákþing á
sunnudag
Skákþing Kópavogs hefst nk.
sunnudag, 20 febrúar, kl. 13, og
verður teflt að Hamraborg 1,
kjallara. Fyrir utan fyrstu um-
ferðina verður síðan teflt á
laugardögum og mánudags-
kvöldum.
Nýmæli verður tekið upp á
mótinu, þ.e. engar biðskákir
verða, heldur notast við sama
fyrirkomulag og tíðkast í
deildarkeppni Skáksambands ís-
lands, tvær klukkustundir fyrir
fyrstu 40 leikina og síðan hálf
klukkustund til að ljúka skák-
inni.
Samtök sykursjúkra
Efna til
námskeiðs
Samtök sykursjúkra í Reykja-
vík munu á næstunni efna til
námskeiðs fyrir foreldra sykur-
sjúkra barna og verður tilhögun
námskeiðsins kynnt á fundi sem
samtökin gangast fyrir í Holta- -
görðum á nk. þriðjudag, 22. fe-
brúar.
Leiðbeinendur á þessu fyrir-
hugaða námskeiði verða læknir,
félagsráðgjafi og matarfræðing-
ur.
Takmark námskeiðsins er að
veita leiðbeiningar og fræðslu um
meðferð sykursýki, rétt mataræði
og félagsleg vandamál sem
veikinni fylgja. Stjórnandi nám-
skeiðsins verður Sævar Berg
Guðbergsson félagsráðgjafi. -v.
ritstjórnargrei n
Sjálfstæði og fjölbreytni
Einar Karl
í þeim tillögum sem laga- og
skipulagsnefnd Alþýðubanda-
lagsins hefur sent út til umræðu er
að finna róttækar hugmyndir um
breytingar á skipulagi bandalags-
ins. Sumar þeirra eru í sjálfu sér
ekki nýstárlegar, og má vitna til
hliðstæðra hugmynda sem fram
hafa komið á vettvangi Banda-
lags jafnaðarmanna og Alþýðu-
flokksins. Að því leyti sem um
svipaðar hugmyndir er að ræða
má rekja þær til umræðu sem átt
hefur sér stað innan flestra vinstri
hreyfinga í Evrópu síðustu árin
og reynslunnar af starfi og skipu-
lagi friðar- og málefnahreyfinga
sem látið hafa mikið að sér
kveða.
Fjögur nýmœli
Fernt er það þó sem markar
tímamót í „Opinni hugmynda-
skrá um nýtt skipulag Alþýðu-
bandalagsins“. í fyrsta lagi er
gerð tilraun til þess að draga upp
heildarramma að nýju skipulagi,
en ekki staðnæmst við lauslegar
hugmyndir, eða breytingar á eim
stökum atriðum í flokkslögum. í
öðru lagi er skilgreiningin á
flokksstarfi víkkuð út og lagt til
að félagar í Alþýðubandalaginu
sem hafa áunnnið sér trúnað í
hverskonar félagsmálahreyfing-
um eigi sjálfkrafa aðild að þingi
bandalagsins, og rétt til áhrifa á
stefnumótun þess.
í þriðja lagi er lagt til að for-
maður Alþýðubandalagsins og
tveir varaformenn verði kjörnir í
beinni kosningu meðal allra fé-
lagsmanna Alþýðubandalagsins.
I fjórða lagi er gert ráð fyrir að
einstaklingar geti átt margfalda
félagsaðild að bandalaginu.
Sjálfstœði
og fjölbreytni
í núverandi skipulagi skipast
félagsmenn í sveitir eftir búsetu,
en lagt er til að framvegis verði
slíkt einvíddarskipulag ekki haft í
heiðri. Þess í stað geti fólk óháð
búsetu stofnað félög eða hópa um
áhugamál sín eða hagsmuni og
gengið undir þeim formerkjum til
liðs við Alþýðubandalagið. í til-
lögunum er við það miðað að
skipulag bandalagsins verði ein-
falt í sniðum og stofnanir fáar
með það að augnamiði að aðild-
areiningarnar standi fyrir meg-
inhluta funda- og ráðstefnuhalds
og málatilbúnaðar. í slíku skipu-
lagi fælist viðleitni til þess að
hverfa frá miðstýringu og inn-
hverfu flokksstarfi. Verkefni Al-
þýðubandalagsins væri sam-
kvæmt þessu að endurspegla alla
þá fjölbreytni sem finna má í
vinstri hreyfingunni, og vera
sameiningarafl hennar í pólitísk-
um meginmálum. Gert er ráð
fyrir að hverju aðildarfélagi - og
hóp sé frjálst að ganga skemur
eða lengra í málflutningi en sam-
þykktir stofnana Alþýðubanda-
lagsins segja til um. Skipulag af
þessum toga hæfir því fjölbreytta
samfélagi sem við lifum í og veitir
í senn möguleika til tengsla og
einingar í átökum við sterka
hægri fylkingu og erlend ítök.
Hugmyndabanki
Margvíslegar tillögur aðrar er
að finna í hugmyndum laga og
skipulagsnefndar. Hér er fyrst og
fremst um að ræða hugmynda-
banka, sem kallað er eftir
auknum innistæðum á. Síðar á ár-
inu hyggst skipulagsnefndin
njóta góðs af gagnrýni og viðbót-
artillögum sem fram hafa komið
og leggja fram endanlegar til-
lögur fyrir landsfund Alþýðu-
bandalagsins í haust. Ljóst er að
verði þessar hugmyndir að veru-
leika ber brýna nauðsyn til þess
að hefja endurskoðun á stefnu-
skrá bandalagsins, því eins og
getið var í upphafi verða stefna og
skipulag ekki sundur skilin.
Hvers vegna
A Iþýðubandalagið?
Nú má spyrja, hversvegna Al-
þýðubandalagið sé betur til þess
fallið að gera skipulagshugmynd-
ir af þessu tagi að raunveruleika
heldur en hugsanlegir aðrir aðil-
ar. Þar má vitna í yfirlýsingu frá
HANDBÓK f UMRÆÐU
OPIN HUGMYNDASKRA
UM NÝTT SKIPULAG
ALÞÝÐ UBANDALA GSINS
HVAÐ ÞARF TIL ÞF.SS
AÐ SK.APA NÝJA SAMFYLKINGU
f ÍSLENSKUM STJÓRNMÁLUM?
Haraldsson
skrifar
■ bandalaginu sem birt er í blaðinu
í dag, þar sem færð eru rök fyrir
því að dreifing kraftanna megi
ekki verða ríkjandi einkenni
meðal vinstri manna á íslandi á
sama tíma og hægri fylkingin
eflist að samstöðu og styrk. Til
þess er of mikið í húfi. En einmitt
þessvegna knýja bæði ytri aðstæð-
ur og innri þörf á ný vinnubrögð
og viðleitni til þess að skapa nýjar
forsendur fyrir einingu.
Alþýðubandalagið hefur frá
upphafi leitast við að vera sam-
fylking afla og hópa sem hafa
svipuð lífsviðhorf þótt ólíkar
áherslur séu á mörgum sviðum.
Skipulag Alþýðubandalagsins
mótast af þessum meginmarkmið
um þegar í dag, en hinsvegar hef-
ur því ekki tekist sem skyldi að
verða sá starfsflokkur fjöldans
sem um er rætt í stefnuskrá þess.
Orsakanna kann að vera að leita í
því að skrefin sem stigin voru
1968 til lýðræðislegra skipulags-
hátta hafi verið of stutt, og þróun
og breytingar í viðhorfum til
stjórnmálastarfs svo örar, að lög
bandalagsins, sem vissulega voru
merk á sínum tíma, séu því nú
fjötur um fót, og hrindi frá frekar
en laði að.
Á hinn bóginn býr Alþýðu-
bandalagið að mikilli reynslu og
þeirri stöðu sem nauðsynleg er til
þess að hamla gegn ofurvaldi
hægri aflanna í íslenskum stjórn-
málum. Þessvegna er ekki
óskynsamlegt að álykta sem svo
að það geti spennt upp „hina
rauðu regnhlíf“ sem vinstri
hreyfingunni er brýn þörf á þegar
pólitískt slagviðri frá hægri
steðjar að. - ekh