Þjóðviljinn - 19.02.1983, Blaðsíða 22
Bókin „Grönland-
Middelhavets Perle“ erekki
skrifuð um Græniand, húnfjallar
fyrst og fremst um ákveðinn
geira af þeim vígbúnaði
Bandaríkjanna sem áformað er
að nota í kjarnorkustríði. Reynt
er að skoða þýðingu Grænlands
frá bandarísku sjónarhorni, með
tilliti til kjarnorkustríðsáforma
tækniþróunarog
stjórnmálaviðhorfa.
Upprunalega átti þetta að verða grein
eða greinaflokkur í því ágæta danska
herstöðvaandstæðingablaði „Forsvar", en
þegar Paul Claesson og samstarfsmenn
hans öfluðu sér gleggri upplýsinga og gerðu
sér betur grein fyrir stöðu Grænlands í
bandaríska kjarnorkustríðsnetinu, ákváðu
þeiraðgefa út upplýsingaríbókarformi.
Pað verður að segjast eins og er, þetta er
feikilega vel unnin bók og betur færi að
herstöðvaandstæðingar íslenskir hefðu
bolmagn til að gera slíkt hið sama.
Vissulega hafa allir stjórnmálaflokkarnir
saman gefið út nokkrar bækur um
„öryggismál", en þeir sem vilja afvopnun
og andæfa gegn stríðsáformum
stórveldanna þurfa að kynna sín sjónarmið
ýtarlega, eins og í umræddri bók.
„Grönland - Middelhavets Perle“ er ekki.
skrifuð frá lufsulegu horni „hlutleysis".
Höfundarnir beina orðum sínum til
stjórnmálamanna, friðarhreyfinga og til
íbúannaá Grænlandi. NATO-ríkisstjórnir
Danmerkur, íslands og Noregs hafa um
langan tíma haldið að sér höndum og látið
vígvæðinguna á norðurhvelinu óátalda. Öll
þessi ríki hafa meir og minna fléttast inní
kjarnorkustríðsnetið og ekki síst danska
umráðasvæðið Grænland, sem sjaldan er
nefnt í sömu andrá og N ATO.
Dönsku og norsku friðarhreyfingarnar
beindu augum sínum lengi vel aðeins til
suðurs og létu norðrið afskiptalaust, eins og
sjá má af umræðunni um
kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Fyrst í
stað voru Grænland, ísland og Færeyjar alls
ekki til umræðu í sambandi við slíkt svæði,
en nú er svo komið að allar norrænu
friðarhreyfingarnar hafa komið sér saman
um að afmarka svæðið þannig
landfræðilega, að öll þessi lönd séu talin
með. Þótt í því felist enginn dómur um
aðra, vil ég sérstaklega geta mikilvægs
framlags Olafs Ragnars Grímssonar í
þessum efnum. Hann hefur reynst
einarðlegur og áhrifamikill talsmaður
málstaðar herstöðvaandstæðinga.
„Miðjarðarhaf“:
Grænland í nýju Ijósi
Þegar við skoðum iandakort, þar sem
horft er ofan á norðurpólinn og nyrðri hluti
jarðar teiknaður út frá honum
(Merkatoraðferð), sjáum við hve
miðsvæðis staðsetning Grænlands er.
Norður-íshafið liggur milli stórveldanna í
austri og vestri og hafa bandarískir
perla
Miðjarðarhafsins
í nýútkominni bók danskra friðarrannsóknarmanna er
varpað nýju Ijósi á hernaðarlega þýðingu Grœnlands og
tengslin á millifjarskiptakerfa ogstjórnstöðva
Bandaríkjanna á Grœnlandi og á íslandi. íeftirfarandi
grein er aðeinsfjallað um efni bókarinnar að hluta til, en
ekki greintýtarlegafrá þeim hafsjó upplýsinga sem þar er
aðfinna.
eftir Jón Ásgeir Sigurðsson
herforingjar jafnvel viljað nefna það
Miðjarðarhaf norðursins.
Frá sjónarmiði stríðsrekstrar hefur
Grænland miklum mun meiri þýðingu fyrir
viðbúnað Bandaríkjanna- og um leið
afvopnunaráform-en Danmörksjálf.
Þessar staðreyndir hafa lítt verið ræddar og
enn síður færðar í letur, einkum í
Danmörku. Samt sem áður ollu þær
straumhvörfum íþróun Grænlands. Jafnvel
þótt Danir og Grænlendingar líti á landið
sem hluta danska ríkisins, er það líka
staðreynd að eyjan er algjörlega innlimuð í
bandaríska herstjórnarkerfið. Grænland er
í gegnum háþróuð fjarskiptakerfi í mun
nánari tengslum við bandarísku
loftvarnastjórnina NORAD en við
Grænlandsmálaráðuneytið í
Kaupmannahöfn.
Eftir síðari heimsstyrjöldina var
Grænland lengi vel fyrst og fremst
loftvarnastöð, eftirlitsstöð sem var staðsett
framarlega, það er að segja í námunda við
andstæðinga Bandaríkjanna. Á síðari árum
hefur Græniand hinsvegar verið sífellt meir
fléttað inn í bandarísk
kjarnorkustríðsáform. Ástæðuna má fyrst
og fremst rekja til breyttra stríðsáætlana,
það er að segja áforma um að afvopna
andstæðinginn ífyrstu umferð. Þessar
stríðsáætlanir bera fræðiheitið
counterforce-strategy og koma í stað
stríðsáætlana sem miðast við að hræða eða
skelfa andstæðinginn nægilega til að hann
þori ekki að gera árás að fyrra bragði.
Þessar síðarnefndu kenningar dúkka öðru
hvoru upp hjáBirni Bjarnasyni ogöðrum
herstöðva- og NATO-sinnum, svo að ekki
er úr vegi að gera stuttlega grein fyrir þeim.
Fælukenningar:
skuldbinding til
sjálfsmorðs
Gunnar Gunnarsson starfsmaður
öryggismálanefndar segir í bók sinni
„GIUK-hliðið“ frá því, hvernig
andstæðingar fæla hvor annan frá því að
gera árás:
„Með stöðugleika er útt við að ústandið sé
þess eðlis að hvorugur aðiliþurfi að óttast
úrús hins. Pessiforsenda erþvíaðeinsfyrir
hendi, að hvorugurhafimöguleika ú eða
ástœðu tilað trúaþví, að hann getiafvopnað
andstœðing sinn ískyndiárás. Sé
andstœðingurinn fullviss um að geta
endurgoldið árás er krafan um stöðugleika
að miklu leyti uppfyllt. “
Mótbárur þeirra sem aðhyllast þá
herstjórnarlist að geta afvopnað
andstæðinginn í einu vetfangi (counterforce
strategy) eru þessar:
• Fælukenningin lætur andstæðingi eftir
allt frumkvæði, þar eð hún miðast við
varnir eða með öðrum orðum hún byggist á
því að svara árás. Sá sem aðhyllist
fælukenningu afsalar sér öllum
möguleikum að hóta beitingu
kjarnorkuvopna og nota þau þannig í
þvingunarskyni.
• GunnarGunnarssonsegiraðaukþess
sem fælukenningin (deterrence) byggist á
því að hægt sé að endurgjalda árás, þá þurfi
endurgjaldsárásir „að ógna
andstæðingnum með tapi, sem yfirgnæfði
allan hugsanalegan ávinning af slíkum
aögerðum". Þessu svara þeir sem vilja miða
við afvopnunarárásir (counterforce) í þá
veru að þarmeð tapist allur sveigjanleiki.
Ógnun sem á að fæla andstæðing frá árás
þarf að vera skýr og trúverðug. En um leið
og búið er að gefa andsvör til kynna með
skýrum og trúverðugum hætti, er ekki neitt
svigrúm eftir.
Gagnrýnend'u fælukenningarinnar,
aðrir en counterforce-sinnar, segj a að hún
snúist einfaldlega um það, hvernig stór
hluti mannkyns skuldbindi sig á
trúverðugan hátt til að fremja allsherjar
sjálfsmorð.
Þegar allt kemur til alls er fælukenningin
gjörsamlega siðlaus. Sú staðreynd verður
enn skýrari með hliðsjón af hugmyndum
talsmanna fælukenningarinnar um að fela
tölvum öll andsvör við árásum. Með því
móti ætluðu þeir að útiloka öll
ófyrirsj áanleg mannleg viðbrögð, svo sem
ótta, eftirsjáog samúð. Sjálfsmorð
mannkyns átti að vera átómatískt.
Aðslá vopninúr
höndum andstæðingsins
í samræmi við fælukenninguna þurfa
báðir aðilar að verða varir við árás með
nægum fyrirvara til að geta svarað í sömu
mynt. Framan af þjónuðu radarstöðvar á
Grænlandi (og íslandi) þessu
viðvörunarhlutverki, þær áttu að vara við
sovéskum sprengjuflugvélum, til að hægt
væri að senda orrustuþotur gegn þeim.
En með tilkomu langdrægra eldflauga,
sem nú á dögum fara milli heimsálfa á 30
mínútum, breyttist ætlunarverk Thule-
herstöðvarinnar og annarra herstöðva. Þær
áttu að þjóna endurgjaldsmarkmiðum.
Thule-herstöðin gaf Bandaríkjamönnum
15 mínútna frest til að gjalda í sömu mynt
og miðað við þetta hlutverk höfðu
herstöðvar á Grænlandi varnarhlutverki að
gegna. Þær gerðu trúverðuga,
skuldbindinguna um allsherjarsjálfsmorð
af hálfuBandaríkjamanna.
En fælukenningin ræður ekki lengur
gerðum þeirra hernaðaryfirvalda sem
athafna sig á Grænlandi.
V ígbúnaðaruppbyggingin miðast núna við
möguleikann á að slá vopnin úr hendi
andstæðingsins, getuna til að afvopna með
árás á vígbúnað andstæðingsins
(counterforce).
Nú þarf að útskýra muninn á vígbúnaði
til að fæla með og vígbúnaði sem beint er
gegn vopnum andstæðingsins.
Fælukenningar miðast við að hóta því að
útrýma sem flestum íbúum í landi
árásaraðilans. Vopnin og sprengjurnar
þurfa ekki að vera mjög nákvæm eða hittin,
það gerir ekkert til hvort sprengjan lendir í
austurbænum eða vesturbænum, hún
drepur því sem næst alla í Hiroshima, svo
raunverulegt dæmi sé tekið.
Vígbúnaður, sem beint er gegn vopnum
andstæðingsins, þarf aftur á móti að hitta
mjög nákvæmlega. Eldflaugar eru nú á
dögum geymdar í þykkum sílóum úr hertri
steinsteypu, svo að þeim verður aðeins
grandað með sprengjum sem lenda á
lokinu. Dæmi um slík vopn eru
meðaldrægu eldflaugarnar sem N ATO-
ríkin ætla aðsetja upp íEvrópu á þessu ári.
Hættan sem andstæðingarnir, hvor um
sig, sjá í slíkum vopnum er fólgin í því að
með þeim er hægt að gera andstæðinginn
óvirkan - hann getur ekki svarað í sömu
mynt. Sá sem gerir árás á undan, þarf ekki
að óttast gagnárás. Fælukenningar verða
þannig úreltar bollaleggingar. Tæknilegir
yfirburðir Bandaríkjamanna, meðal annars
í tölvubúnaði, gera að verkum að þeir eru
komnir mun lengra en Sovétríkin í smíði
markvissra kjarnorkuvopna af því tagi sem
hentar nýju stríðsaðferðinni.
Árásarstríð
í stuttu máli felst möguleikinn á að gera
árás og tryggja að ekki komi til endurgjalds
frá hendi andstæðingsinsífimm atriðum:
1. Það þarf vígbúnað til að eyðileggja
njósna- og fjarskiptagervihnetti
andstæðingsins;